Vikan - 01.03.1956, Blaðsíða 6
Múm sveif til jmrðmw*
í rósóttum sumurhgóll
Þessar stúlkur voru sannkallaðar hetjur
LISE DE BAISSAC, einn hugrakkasti kvennjósnari banda-
manna í síðustu heimsstyrjöld, var dag nokkurn að hjóla
gegnum franskt þorp, þegar þýzkur hermaður þreif í hana og
hreytti út úr sér: „Farðu af baki. Ég þarf að nota hjólið.“
Hún steig af hjólinu og svaraði rólega: „Hvernig dirfistu
að haga þér svona! Ég bý í sama húsi og þýzki liðsforinginn,
sem hér er æðst ráðandi, og ef þú hagar þér ekki eins og
kurteis maður, mun ég hiklaust kæra þig fyrir honum."
Þegar þetta skeði, var Lise með ýmsa hluti úr sendistöð
sinni falda undir blússunni. Um leið og hún sleppti orðinu,
féll einn þeirra undan blússunni. En svo hlessa var Þjóðverj-
inn á dirfsku hennar, að hann flýtti sér lúpulegur í burtu án
þess að taka eftir þessu.
Lise var frönsk og flýði snemma í stríðinu til Englands ásamt
Claude bróður sínum. I fyrstu neitaði hún að gerast njósnari,
þegar brezka leyniþjónustan fór þess á leit við hana. Hún
kvaðst hafa meðfædda óbeit á öllu snuðri. En henni snerist
hugur, þegar fregnirnar fóru að berast af hryðjuverkum nas-
ista. Hún varð ötull njósnari og skemmdarverkamaður og fór
hverja ferðina á fætur annarri til Frakklands með bróður sín-
um.
Fyrstu ferðina fór hún í þeim tilgangi að stofna til and-
spyrnuhreyfingar í Poiters. Hún var flutt með flugvél frá Eng-
landi og varpaði sér niður í fallhlíf. 1 Poiters birtist hún í
yERÐUB hann stjarna eða hverfur hann bara í hóp þeirra
þúsunda „reikistjama", sem árlega flykkjast árangurslaust
til Hollywood? Hann heitir Leslio Nielsen, er kanadiskur að upp-
runa og er nú á snærum Metro-Goldwyn-Mayer. Kvikmyndafélag-
ið spáir honum miklum frama, en nú hlýtur reynslan að skera úr
því, hvort þær vonir, sem við hann em tengdar, rætast. Hann er
búinn að leika í tveimur myndum og vinnur nú í þeirri þriðju.
1 hennl er Juno Allyson mótleikari hans.
gerfi frú Irene Brisse, ekkju frá París, sem komin var til
bæjarins í þeirri von, að meira væri um mat þar en í frönsku
höfuðborginni, og ennfremur til þess að kynnast fornminjum
héraðsins. Hún leigði sér herbergi og heimsótti prestinn, sem
lét hana fá nöfnin á öðrum föðurlandsvinum, þegar hann komst
að því, að hún var meðlimur í brezku leyniþjónustunni.
Hún keypti sér reiðhjól og fór í langa hljólreiðatúra „til
þess að skoða sögustaði og fomminjar.“ Þjóðverjamir létu hana
óáreitta og grunaði síst af öllu, að hún væri að stofnsetja skæru-
liðaflokka og finna hentuga staði, þar sem hægt væri að varpa
til þeirra vopnum og vistum úr flugvélum.
I ellefu mánuði starfaði hún þarna með hinum ágætasta
árangri. Þá frétti hún frá London, að nasistar væru famir að
gruna hana um græsku. Og nótt eina var flugvél send eftir
henni og bróður hennar, sem stjórnað hafði svipuðum aðgerð-
um í öðm héraði.
Sumarið 1943 var hún að æva sig í fallhlífarstökki, þegar
svo illa tókst til, að hún fótbrotnaði. En snemma árs 1944
var hún aftur komin til Normandy. Þar stofnsetti hún meðal
annars einskonar skæruliðaskóla: kenndi Frökkum að nota
handvélbyssurnar og marghleypumar, sem varpað var til þeirra
í fallhlífum, hvemig kasta ætti handsprengjum og hvemig
bezt væri að sprengja upp brýr og jámbrautalestir.
Bækistöð hennar var í sama húsi og skrifstofa þýzka héraðs-
stjórans! Inn um forstofudymar komu hraðboðar nasista með
tilkynningar um ný skemmdarverk skæruliða; inn um bakdym-
ar skutust skæmliðamir til skrafs og ráðagerða um enn meiri
skemmdarverk!
Dag nokkum gerði þýzki héraðsstjórinn boð eftir „frú Bou-
ville“, eins og hún þá kallaði sig, og tjáði henni, að hún yrði að
flytja; hann þarfnaðist herbergis hennar. Þegar þangað kom,
vom þar fyrir átta þýzkir hermenn, sem þegar vom byrjaðir
að flytja eigur hennar út. Allt var á tjá og timdri og þrír her-
mannanna sátu á svefnpokanum hennar — sem búinn var til
úr brezkri fallhlíf!
„Þá var ég óneitanlega hrædd“, sagði hún síðar, „en það
var ekki um annað að velja en standa sig. Ég hvessti á þá aug-
um og sagði, að þýzki héraðsstjórinn hefði skipað mér að
taka saman dót mitt. Þeir stóðu fýlulega á fætur og ég tók
saman pjönkur mínar eins rólega og ég gat og gekk út. Þegar
ég var komin úr augsýn, langaði mig samt mest að taka til
fótanna."
Það segir frá afrekum og ævintýrum Lise de Baissac í fróð-
legri og spennandi bók, sem út kom í Englandi skömmu fyrir
jól. Þar em auk þess skráðar hetjusögur fjórtán hugdjarfra
njósnakvenna, sem að lokum létu lífið fyrir böðlum nasist-
anna.
Meðal þeirra var Diana Rowden, smávaxin og hæglát skosk
stúlka, sem ögraði óvinum sínum með því að hnýta litfagran
silkiborða í hárið á sér, áður en hún var leidd út til aftökunnar.
Violetta Szabo átti sex mánaða gamalt bam, þegar hún var
send til Frakkland. Hún sveif til jarðar í fallhlíf — klædd rós-
óttum sumarkjól og hvítum bandaskóm og með eymalokka,
sem hún hafði keypt í París í annarri njósnaferð.
Meðal þeirra, sem lifðu stríðið af, var Odette Sansom og
Christine Granville, sem fyrir stríð hafði verið kjörin fegurð-
ardrottning Póllands. Hún hóf baráttu sína gegn nasistum í
Budapest, varð að flýja þaðan til Palestínu, starfaði um hríð
í Cairo og hafði loks aðalbækistöðvar sínar í Algeirsborg. Það
er kaldhæðni örlaganna, að þessi hugrakka stúlka, sem sæmd
hafði verið fjölda heiðursmerkja fyrir hetjudáðir sínar, varð
eftir stríð fórnarlamb dularfulls morðingja. Hann drap hana
með hníf í herbergi hennar í London. „Ástæða“ sú, sem hann
gaf lögreglunni, var fjarstæðukennd og ótrúleg. Hann kvaðst
hafa drepið stúlkuna, þegar hún hafi hafnað honum. Líklegast er
þó, að einhverjar aðrar hvatir hafi komið honum til að drýgja
morðið. Var hún kannski ennþá njósnari í þjónustu Breta?
Hvað um það, morðinginn var hengdur.
Yvonne Rudellat hét sú stúlka, sem einna fyrst var send
frá Bretlandi til Frakklands. Hún var flutt upp að Frakklands-
strönd eina niðdimma nótt í júlí 1942 og vann í nærri ár sem
hraðboði skæruliðaflokks í Norður-Frakklandi. Hún varð nærri
daglega að fara um eftirlitsstöðvar óvinanna, stundum á reið-
hjóli með sprengiefni falið í körfu á bögglaberanum.
Framhald á bls. 18.
6