Vikan


Vikan - 21.06.1956, Side 3

Vikan - 21.06.1956, Side 3
TITFIRRINGDR Lífvöröurinn bjargaði iífi keisarans Þeir voru slæmir margir rómversku keisararnir En Commodus átti þó sennilegast metið... EIR voru slæmir margir rómversku keisararnir, en tæpast var neinn þeirra þó verri en Commodus. Það er kald- hæðni örlaganna, að hann var sonur Marcusar Aurelíusar, sem sennilegast var hezti keisarinn, sem Rómverjar nokkum- tíma eignuðust. Fólkið hlýtur að hafa glaðst yfir valda- töku sonar hins mikla og dáða Marcusar. Það átti eftir að verða fyrir sárum von- hrigðum. Hann sýndi á sér klærnar strax við komíma frá Ungverjalandi, þar sem faðir hans hafði dáið. Hann efndi til mik- illar sigurgöngu, þar sem mest bar á alls- kyns illvirkjum og óþokkum, sem komist höfðu í mjúkinn hjá honum. Við hlið hon- um í viðhafnarvagninum stóð fyrrverandi þræll og veðreiðagarpur, sem hann hafði gert að hirðmeistara sínum. Það leið ekki á löngu þar til öfgar keis- arans sannfærðu Rómverja um, að það hafði enn einu sirni át+ fyrir þeim að liggja að fá vitfirrtan mann ' valdastól. Hann lét það vex'ða sitc fyrsta verk að skipa slarltarana og ævintýramennina, sem umkringdu hann, í allar helstu virð- ingar- og áhrifastöður. Hann hafði að vísu vit á því að láta heiðarlegum og dug- eftir Cyril Warwick miklum hei’shöfðingja að nafni Tarru- tenius Paternus eftir stjórnina á lífvarð- arsvqitunum; en öll önnur meiriháttar embætti í Rómaveldi — og þar var í raun- inni um allan hinn siðmenntaða heim að ræða — féllu í hlut fjárglæframannanna og bófanna, sem að vísu voru viðeigandi félagsskapur fyrir hinn samviskulausa óhófssegg Commodus, en naumast fyrir keisara Rómverja. Eftir tvö ár í valdastól, hafði Comm- odus svo gengið fram af löndum sínum, að Lucilla systir hans, fóstursonur henn- ar og frændi einn stofnuðu til samsæris gegn honum. Frændinn, Quintianus, komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu, að ekki væri nóg að steypa harðstjóranum af stóli. Hann ákvað að drepa Commodus, næst þegar hann yrði viðstaddur veðreiðarnar, sem hann hafði svo miklar mætur á., Því miður tókst svo til, að Quintianusi mistókst tilræðið. Hann stóð með reitt sverð yfir keisaranum, þegar menn úr lífverðinum þustu að, afvopnuðu hann og björguðu lífi einvaldsins. Arangurinn var sá, að Quintianus, Lucilla og fósturson- ur hennar voru ekki einasta líflátin, held- ur var kona Commodusar gerð útlæg til Capri og kyrkt þar samkvæmt skipun mannsins hennar. Hershöfðingi lífvarðarins, sem engan þátt hafði átt í samsærinu, var handtek- inn og pyndaður til dauða. Við embætti hans tók síðan einn grimmlundaðasti og samviskulausasti félagi Commodusar, maður að nafni Perennis. Þar með hafði klíkan um keisarann öll völd í sínum höndum. Vitfirrtur keisari umkringdur ómanneskjulegum nautna- seggjum réði lögum og lofum í Rómaveldi. Um þessar mundir virtist Commodus líka gripinn ofsóknarbrjálæði. Hann sá samsærismenn í hverju skoti. Menn voru handteknir í hópum og líflátnir. Aðeins nánustu vinir keisarans voru óhultir. Sá dagur leið naumast, að böðlar Commod- usar ruddust ekki inn í öldungadeildina, sökuðu einn eða fleiri öldungadeildarmenn um landráð, drægju þá burtu og dæmdu þá til dauða. Loks voru þeir einir eftir, sem gátu sannað, að þeir voru viljalaus verkfæri í höndum ofstopamannsins. Eins og við var að búast, var Perennis, hinn nýskipaði hershöfðingi lífvarðarins og helsti gæðingur keisarans, mun var- hugaverðari en margir af þeim öldunga- deildarmönnum, sem hálshöggnir voru fyrir ,,landráð“. Hann vildi keisarann feig- an og ætlaði sér að gerast staðgengill hans. En hann fór sér varlega. Á meðan á þessu stóð, var Commodus orðinn svo sólginn í veðreiðar, að hann byrjaði að taka þátt í þeim sjálfur. Hann átti það líka til að veðja tugmilljónum króna á sjálfan sig í einu einasta veð- hlaupi — og þar kom auðvitað, að allar fjárhirslur ríkisins voru þurrausnar. Perennis hafði hinsvegar hikað of lengi, fallið undir grun og verið líflátinn fyrir- varalaust. Við hinu háa embætti hans tók Grikki að nafni Cleander. Hann hafði eitt sinn verið sendisveinn í vændiskvenna- húsi, og með tilkomu hans komst spill- ingin í algleyming. Þar sem ríkiskassinn var nú galtómur og bæði Cleander og Commodus þörfnuð- ust peninga, byrjaði Cleander að selja embætti og aðra bitlinga fyrir ótrúlegar fjárhæðir. Með því móti komst hann á skömmum tíma yfir óskaplegan auð. Nokkru af þessu fé, en þó aðeins litlum hluta þess, skilaði hann Commodusi, sem sóaði því jafnharðan í frillur, fjárhættu- spil og hina gerspilltu hirð sína. Cleander hvatti Commodus til að gefa sig allan að veðreiðunum, og hugðist með því losna við alla leiðinlega afskiptasemi af hans hálfu, en bæði Cleander og keisarinn gerðu þá reginskyssu að draga á langinn launa- greiðslur til lífvarðarins. í þeirri spillingu, sem nú þróaðist í hinu volduga Rómaveldi, var naumast við því að búast, að lífvörðurinn tæki slíkri yfir- sjón með þögn og þolinmæði. Það stóð heldur ekki á viðbrögðunum. Lífvarða- svéitirnar fóru ránshendi um kornhlöð- urnar í Róm, æstu múginn gegn Cleander með því að kenna honum um hungurs- neyðina, sem þá var í borginni, og efndu meir að segja til uppþots á leikvanginum í þeim svifum sem Commodus, eins og venjulega, var að vinna veðreiðakeppni (hinir keppendurnir vissu, að það borgaði sig aldrei að sigra keisarann!). Commodusi fannst ráðlegast að fara frá Róm um stundarsakir. Hann fluttist til eins af sveitasetrum sínum. Múgurinn elti. Keisarinn varð viti sínu fjær af hræðslu, þegar mannskarinn ruddist inn til hans. Hann bjargaði lífi sínu með því að fallast á þá kröfu upphafsmannanna, að Cleander yrði tafarlaust líflátinn. Commodus hékk enn um sinn í valda- stólnum, en ævintýrinu var lokið, þegar hann ákvað að minnast átta ára ríkis- stjórnarafmælis síns — með því að taka þátt í enn einum veðreiðum. Fregnin vakti feiknmikla reiði meðal borgarbúa. Menn fóru um göturnar öskr- andi ókvæðisorðum um vitfirringinn í keisarahöllinni. Þegar Marcia, frilla Commodusar, sá að hverju stefndi, ákvað hún að ávinna sér hylli lýðsins með því að drepa keisarann. Hún fékk tvo hinna svokölluðu vina hans í lið með sér. Þrenningin byrjaði með því að gefa Commodusi eitur. Þegar það hafði engin áhrif, mútuðu skötuhjúin Naricissusi, uppáhalds glímumanninum hans, til að kyrkja hann í baði sínu 31. desember 192. Lífvörðurinn, sem stutt hafði sam- særismennina, kaus einn af foringjum sínum keisara, svo að hann gæti innt launagreiðslumar af liendi. Þegar honum auðnaðist það ekki af þeirri einföldu Framliald á bls. 7. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.