Vikan


Vikan - 21.06.1956, Page 4

Vikan - 21.06.1956, Page 4
Ævintýrið / MICTII nflPBfl Vllfi I U UHUDU Ævisaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar FOBSAGA: Greta Gustafsson ólst upp í basli og tátækt í Stokkhólml, en dreymdi um að verða leikkona. Fyrir tilviljun komst hún i Dramatíska skólann og þar fann kvikmyndastjórinn frægi, Mauritz Stiller, hana og ákvað öllum til mikiliar furðu, að umbreyta henni f draumadísina sína — frægnstu leikkonu heims. Hún fær hlutverk í „Gösta Berlings saga“, og flæk- ist síðan með StUler tU Konstantinópel, þar sem peningaleysi hamlar myndatöku. Þegar þau koma þaðan til Berlínar, fær StiUer ekkert að gera, en þau lifa á laun- um Gretu fyrir leik hennar í „Gleðisnauðu götunni.“ Þá fá þau tilboð frá Metro í Hollywood og halda þangað, þar sem ýms- ir erfiðleikar mæta þeim. GRETA hafði líka ástæðu til að vorkenna sjálfri sér. Hún var tæplega búin að ná sér eftir áfallið af dauða systur sinnar, þegar þessi ógæfa dundi yfir manninn, sem var svo sam- tvinnaður örlögum hennar. Eftir að „Freistarinn" fór út um þúfur lagðist Stiller í botnlaust þung- lyndi. Líkamleg heilsa hans var heldur ekki upp á það bezta. Hann sat bara á svölunum og starði fram fyrir sig, meðan Greta hlóð púðum við bakið á honum og gerði allt sem hún gat til að hressa hann. Sá maður sem hún dáði mest allra og sem í hennar augum hafði verið ímynd styrk- leikans "var nú niðurbrotinn. 1 stað þess að vera vernduð, varð hún nú að taka að sér hlutverk verndarans. Og hún var alls ekki undir það búin. ,,Á þeim tíma hugsaði hún ekkert sjálfstætt,“ segir Lars Hanson. „Allar hennar hugsanir voru fengnar að láni hjá Stiller. Hún var bara lítil stúlka ’frá Söderhverfinu í Stokkhólmi, ung og óreynd. Það var eins og hún gengi ein og yfirgefin í dúandi mýri.“ En jafn- framt var þess krafizt af henni að hún léki tælandi og heimsvana kvikmyndastjörnu, annað hlutverk sem alls ekki átti við hana. Munurinn á því sem hún í rauninni var og því sem kvik- myndafélag hennar vildi gera úr henni var geysi- legur. Án Stillers var hún einmana, rugluð og án nokkurrar kjölfestu í lífinu. öryggisleysið og uppnámið sem hún átti við að búa, ásamt erfiðu starfi í kvikmyndaverinu allan daginn, hvíldi á henni með tvöföldum þunga. Nótt eftir nótt gekk hún um gólf, eftir því sem hún sagði sænskri leikkonu nokkurri, og öðru hverju barði hún höfðinu í vegginn í örvilnun. Þetta var hreinasta helvíti fyrir hana. Það dró svolítið úr örvilnun hennar, þegar Stiller herti sig upp og fór að svipast um eftir atvinnu. Þó hann væri enn á samningi hjá Metro og þægi þar sín laun, þá var sýnilegt, að hann mundi ekki fá annað tækifæri þar. En Para- mount var nýbúið að ráða þýzka framleiðand- ann Erich Pommer sem var mikill aðdáandi Stillers. Þó stjórnarmeðlimir Paramount væru æf- ir af reiði og mótmæltu því, réð hann Stiller til að stjórna „Hótel Imperial“, æsandi njósn- aramynd sem að efni til var frá Austurríki á fyrri heimsstyrjaldarárunum. Pola Negri og James Hall léku aðalhlutverkin. Pommer hafði orð fyrir að hafa lag á kvikmyndastjórnendum sinum og hann var nægilega skynsamur til að leyfa Stiller að vinna eftir sinu höfði. Stiller steypti sér út í vinnuna með kappi og skapofsa. Hann skrifaði sviðsetningarhandritið á níu dögum. „Ég minn- ist Stillers, þegar hann átti að fara að byrja á „Hótel Imperial", segir Lars Hanson. „Hann var að springa af vinnuþörf. Hann lét mig lesa nokkur af atriðunum. Þar á meðal var fjölda- atriði á markaðstorgi. Samkvæmt leikáætluninni átti það að taka þrjár vikur. Stiller tók það á þremur dögum. 'Hann var svo ákveðinn í að láta þetta takast vel, að hann vann þangað til hann var orðinn grár í framan af þreytu. Á meðan hafði Greta lokið leik sínum í „Freist- aranum", undir stjórn Freds Nablo. Hinir sænsku íbúar Hollywood komu eins og venjulega á frum- sýninguna og hristu hneykslaðir höfuðið. Stiller var svo æstur, að hann gekk til Thalbergs frammi í anddyrinu eftir sýninguna og skamm- aði hann á þýzku fyrir að hafa bæði eyðilagt leik Gretu og gott handrit. Thalberg talaði ekki þýzku en svaraði bara „ja . . . ja“, sem var einasta orðið sem hann kunni. Þegar Stiller var búinn að hella nægilega úr skálum reiði sinnar, gekk hann aftur til vina sinna og sagði: „Þegar ég var hjá Metro, lézt Thalberg ekki skilja þýzku, en nú talar hann hana reiprennandi." En þrátt fyrir kjánaleg tilsvör og barnaleg atriði, færði „Freistarinn" Gretu nýja sigra. „Ég get aðeins endurtekið það, að Greta gerði mig alveg agndofa í „Freistaranum", skrifaði rit- höfundurinn og leikritaskáldið Robert E. Sher- wood í gamla „Life“. Ég hafði séð hana einu sinni áður i „Virveln" og ekki fundizt neitt til’ £ : I VEIZTIJ —? I | i. Hvenær voru þessir menn saman í i stjórn: Ólafur Thors, Áki Jakobsson og | i Brynjólfur Bjarnason? i i 2. Hvernig var söguhetjan í sögunni „1 E f jötrum" vansköpuð ? i | 3. Hvaða þjóðir eiga alltaf sæti í Ör- j yggisráði Sameinuðu þjóðanna? | 4. Hver var yngsti þingmaðurinn, sem i sæti átti á þingi síðasta kjörtímabil? = i 5. A hverju sést aldur síldarinnar? = i 6. Hvað var Franklín D. Koosevelt oft : kosinn forseti í Bandaríkjunum? i 7. Hvernig byrjar þjóðsöngur Svía? i 8. Hvenær var þingmönnum Beykjavík- = i ur fjölgað upp í átta? i | 9. Hvað heitir höfuðborg Búmeníu? | 10. Gáta: Stundum er ég á undan þér, | stundum er ég á eftir þér, og vísa þér veg, þó fer ég aldrei heiman frá mér. Bfá roör á bU. 18. um hana á kvikmyndatjaldinu. En í Freistaranum heillaði hún mig alveg. Hún er kannski ekki bezta leikkona kvikmyndanna — ég þori ekki að fella neinn dóm um leikhæfileika hennar en það leikur enginn vafi á áhrifavaldi hennar. „Freistarinn" er glæsileg og töfrandi mynd, sem hlýtur að ná til alls kyns áhorfenda. Hún hefði samt sem áður getað orðið dálítið þungmelt, ef hið persónu- lega tillag Gretu Garbo hefði ekki béett úr því og fært henni sjálfri heiðurstitilinn „Hin opin- bera draumaprinsessa þöglu myndanna". Og hrósinu rigndi yfir hina nýkrýndu prins- essu úr fleiri áttum: „hrifandi kona . . . full- þrozkuð listakona . . . leikur hlutverkið af- burða vel . . . hvílíkar vangalínur, hvílík tign, hvílíkar hreyfingar . . . hún gefur hverju atriði sem hún er með í líf.“ Greta, sem vissi hvað Stiller og vinum hans fannst um leik hennar, las þessa gagnrýni alveg agndofa. Hún kom henni algerlega á óvart. 12. KAFLI. Eins og allir vita, eru kvikmyndastjörnurnar hin ótitlaða yfirstétt Ameríku. Vegna aðstöðu sinnar hafa þær geysileg áhrif á tízku og sið- gæðishugmyndir. Þær eru skotspónn aðdáunar og öfundar. Það eru forréttindi að fá að vera í návist þeirra og heiður að vera kynntur þeim. Slíkur Ijómi er í kringum þessa svokölluðu yfir- stétt, sem blaðamenn á borð við Heddu Hopper og Louellu O. Parson lýsa daglega í þúsundum •blaðadálka. Gagnstætt næstum öllum yfirstéttum á öllum tímum, þá lítur almenningur ekki á kvik- myndayfirstéttina sem byrði. Þvert á móti — „fólkið" ýtir fúslega og með mestu ánægju und- ir íburðarmikla lifnaðarhætti vesturstrandarbúa Bandaríkjanna, með því að leggja peninga i peningakassa kvikmyndahúsanna. En um leiQ og þessari yfirstétt er fúslega unnt forréttinda sinna, þá eru gerðar vissar kröfur til hennar. Mikilvægust af þessum kröfum eru hin óskrifuðu lög, sem krefjast þess að meðlimir yfir- stéttarinnar setji sig aldrei á háan hest. Það er hægt að sýna virðingu sina fyrir þessum lögum á margan hátt — með því að gefa eiginhandar- undirskriftir, sýna sig opinberlega á frumsýn- ingum o. s. frv. En eitt er þó mikilvægast af öllu — meðlimir þessarar yfirstéttar verða alltaf að hafa tíma fyrir blaðamennina, alltaf að vera fúsir til að svara spurningum varðandi einkalíf sitt og opinber málefni, lýsa yfir áliti sinu á ást- inni og hjónabandinu, striði og friði, yfirburð- um náttkjóla fram yfir náttföt, eða sýna það á annan hátt að þrátt fyrir ytri ljóma séu þeir ekki annað en venjulegt fólk. Þegar Gieta var tekin í þessa kvikmynda- yfirstétt, stóð hún andspænis því vandamáli að laga lifnaðarhætti sína eftir þessari fjarstæðu lifsfyrirmynd. Hún gerði sitt bezta. Þegar Metro bað hana um að sitja fyrir auglýsingamyndum, gerði hún það umyrðalaust. Það sést bezt á þessum myndum, hversu langt hún var fús til að ganga til að gera þeim til geðs. 1 eitt skipti samþykkti hún að sitja í stól með fullorðið ljón gnæfandi yfir sér — en ljónshöfuð er tákn Metros, eins og kunnugt er. 1 annað skipti klæddist hún 4

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.