Vikan - 21.06.1956, Page 7
einu sinni, snýkjudýrið þitt? Á ég aldrei
að fá frið fyrir þessu suði þínu “
Og „Bjallan“ hélt áfram. Hann gekk
fyrir hverjar húsdyr í bænum; alls staðar
var bón hans synjað og honum sagt að
hafa sig á brott. En þrátt fyrir allt hélt
hann þolinmóður áfram, en enginn rétti
honum svo mikið sem einn eyri.
Þá hélt hann út á bóndagarðana. Svo
örmagna, að hann gat varla valdið hækj-
unum, dróst hann áfram eftir regnvotri
jörðinni. Allir ráku hann frá sér. Það var
einmitt einn af þessum drungalegu dög-
um, þegar hjörtu mannanna eins og loka
sér, þegar menn verða auðveldlega gramir
og drungi veðursins eins og sezt að í sál-
um þeirra — og enginn, enginn réttir fram
hönd sína til þess að gefa eða hjálpa.
Þegar hann hafði leitað árangurslaust
í öll þau hús, er hann kannaðist við,
fleygði hann sér ofan í skurð, sem lá að
landi Chicot-bóndans. Hann „krækti sig
lausan“, þ. e. a. s. hann lét hinar löngu
hækjur síga niður með sig og lagðist
endilangur ofan í skurðinn. Þama lá
hann svo grafkyrr. Hungrið steðjaði fastar
en nokkru sinni að honum, en hann var
of þvældur og þreyttur, til þess að skynja
hina takmarkalausu eymd sína. Ennþá
hafði hann þó von, veika, reikula von
um að fá eitthvað, eitthvað að borða.
Vonin yfirgefur manninn aldrei. Við vænt-
um einhverrar óljósrar hjálpar frá guði
eða náungum okkar, án þess að vita þó
með vissu, hvernig, hvenær og hvar þeir
geta orðið okkur til góðs.
Hópur svartra hænsna nálgaðist hann.
Þau leituðu að fæðu á jörðinni, sem er
móðir okkar allra og allar skepnur nærir.
1 sífellu kroppuðu þau upp svolítið korn
eða þá örlítið skorkvikindi og leituðu svo
hægt áfram. — Án þess að hugsa horfði
„Bjallan" á þau. Skyndilega kom honum
sú hugsun í hug, hve óumræðilega sælt
það væri, að steikja eina slíka hænu yfir
loga af þurru hrísi. Hann hugsaði þetta
frekar með maganum en höfðinu, því að
eiginlega var þetta frekar uppfinning en
hugsun.
Honum kom ekki í hugarlund, að hann
með því að framkvæma þetta gerði sig
brotlegan við lögin. Hann þreif upp stein,
sem hjá honum lá, og heppnaðist að drepa
þá hænuna, sem næst honum var. Hún
barði vængjunum og féll á hliðina á jörð-
ina. Hinar hænumar vögguðu burt og
flýðu.
,,Bjallan“ klifraði því næst upp á hækj-
umar og ætlaði að ná í bráð sína. Tilburð-
ir hans vom þá ekki ósvipaðir göngulagi
hænsnanna.
Þegar hann hafði náð í svörtu hænuna,
fékk hann skyndilega svo kröftugt högg
í bakið, að hann missti hækjurnar og
þaut sjálfur mörg skref áfram. Uppblás-
inn af reiði, kastaði sjálfur Chicot sér
yfir illræðismanninn og barði hann misk-
unnarlaust. Hann barði eins og hann væri
viti sínu fjær, barði — eins og enginn
nema bóndi getur barið þann, sem frá
honum stelur — með hnefum og hnjám
gaf hann honum bylmingshögg — ves-
lingnum, sem alls kostar var ófær til þess
að bera hönd fyrir höfuð sér.
Allt heimilisfólkið kom nú einnig og að-
stoðaði húsbónda sinn dyggilega við að
berja næstum allt líf úr betlaranum.
Loks hafði það svalað sér. Betlarinn
var þrifinn óþyrmilega upp, borinn burt,
lokaður inni í úthýsi — og lögreglan sótt!
„Bjallan“ var nær dauða en lífi. Blóðið
lak úr honum og hungrið ætlaði alveg að
gera út af við hann. Þannig lá hann á
gólfinu. Það varð kvöld, nótt og aftur
morgun. Enn hafði hann ekkert fengið
að borða.
Undir hádegi komu lögregluþjónarnir
og opnuðu dyrnar með mestu varnárni.
Þeir höfðu búizt við ákafri mótspyrnu,
því að Chicot sagðist svo frá, að-betlar-
inn hefði fyrst ráðizt á sig og hann hefði
aðeins með erfiðismunum og snarræði get-
að forðað sér undan honum.
„Stattu á fætur,“ kallaði yfirlögreglu-
þjónninn. En „Bjallan“ gat hvorki hreyft
legg né lið. Hann reyndi raunar að lyfta
sér upp á hækjurnar, en það lánaðist
engan veginn. Þetta hlutu að vera látalæti
og brellur, helber þrjózka í manninum,
og hinir vopnuðu verðir laga og réttar
þrifu hann þjösnalega upp og fleyðu hon-
um með afli á hækjurnar.
Þá greip hann þessi meðfæddi ótti við
lögregluþjónana, — óttinn, sem grípur
músina, þegar hún sér köttinn. Og með
gífurlegum erfiðismunum tókst honum að
halda sér uppréttum.
„Af stað!“ hrópaði yfirlögregluþjónn-
inn. — Hann gekk. Allt heimilisfólkið
horfði á, hvernig hann var fluttur burt.
Konurnar ógnuðu honum með steyttum
hnefum, og karlmennirnir hlógu hæðnis-
lega að honum og lítilsvirtu hann eftir
getu. Nú var hann tekinn fastur. Loksins
höfðu menn þá fengið frið fyrir honum.
Hann staulaðist áfram á milli lögreglu-
þjónanna. Með áköfum erfiðismunum tókst
VISSIRÐU ÞETTA?
TTVAÐ er veitingahús? Skæðar tung-
ur segja, að það sé staður, þar
sem þjónninn ætlist til að fá fimm
krónur í þjórfé fyrir að fá gestinum
fimmtán króna reikning fyrir tveggja
króna flösku af Coca-Cola.
TTVER er rétt skilgreining á for-
stjóra? Jú, það er náunginn, sem
talar við aðkomufólkið, svo að hitt
starfsfólkið hafi vinnufrið.
TTVAÐ er borg? Það er staður þar
sem þú gerir þá uppgötvun, um
það leyti sem þú borgar síðustu af-
borgunina af úthverfishúsinu þínu, að
þú ert kominn niður í miðbæ.
honum að sveifla sér áfram fram á kvöld.
Hann var orðinn örmagna og vissi ekki
lengur, hvað um var að vera. Hann var
allt of sljór til þess að skynja nokkuð
lengur.
Á leiðinni staðnæmdust allir, sem mættu
þeim — og bændurnir nöldruðu í barm
sér: „Þetta er þjófurinn!“
Undir kvöld komu þeir til höfuðbæjar
héraðsins. Svona langt hafði hann aldrei
komið. Hann vissi eiginlega ekki, hvað
allt þetta átti að þýða, og hvað ætti að
ske. Allir þessir hræðilegu, óvæntu hlutir,
öll þessu ókunnu andlit og ókunnu hús
gerðu hann ruglaðan. Hann mælti ekki
orð frá vörum — hann hafði heldur ekk-
ert að segja. Auk þess hafði hann ekki
í mörg ár talað við nokkurn mann, svo
hann var næstum búinn að gleyma að
tala, og hugsanir hans voru líka allt of
reikular til þess, að hann gæti komið
þeim í orð.
Hann var settur í fangelsið. Menn hugs-
uðu ekki út í það, að betra væri að gefa
honum eitthvað að borða, og svo beið
það þá til næsta dags.
En þegar menn í býti næsta morgun
komu inn til hans til þess að yfirheyra
hann, lá hann liðinn á gólfinu.
Og menn undruðust stórum!
Witfirringwr í vnlda&tól
Framhald af bls. 3.
:ástæðu, að Commodus var búinn að gera
ríkið gjaldþrota, myrti lífvörðurinn nýja
keisarann og tók sér einræðisvald.
Borgin eilífa hafði séð sitt af hverju
um dagan, en það sem nú átti fyrir henni
að liggja, var einsdæmi í veraldarsögunni.
Borgarbúar vöknuðu við það einn morg-
uninn, að lífvörðurinn gekk fylktu liði til
miðbæjarins. Þar steig foringi hans upp
á ræðupallinn fyrir framan hof Castors
og Polluxar.
Boðskapur hans var ekki langur, en
mikilvægi hans var þeim mun meira.
Þar sem lífvörðurinn hafði verið svik-
inn um kaupgreiðslur, tilkynnti hann, og
það var enginn keisari til þess að inna
þær af hendi, hafði sú ákvörðun verið tek-
in að bjóða embætti þjóðhöfðingjans upp!
„Jæja, Rómverjar góðir, hvað er mér
boðið í Rómaveldi... í allan hinn sið-
menntaða heim . .. ?“
Það sló dauðaþögn á áheyrendur. Það
burfti ekki mikið ímyndunarafl til þess
að átta sig á því, að það voru vitaskuld
þeir — borgararnir — sem voru undir
hamrinum, framtíð þeirra og velferð.
Og svo gerðist það sem menn höfðu
kannski síst af öllu búist við. Það kom á
daginn, að það voru þeir menn meðal
Rómverja, sem ekki hikuðu við að líta á
landið — og landsmenn — sem hverja
aðra verzlunarvöru.
Tveir öldungadeildarmenn byrjuðu að
bjóða í ríkið! Já, fólkið, sem þarna var
saman komið, varð vitni að því hvernig
tveir landar þeirra toguðust á um Róma-
veldi í skjóli auðlegðar sinnar — bitust
um voldugasta ríki veraldar.
Um sólarlag var Rómaveldi slegið
Marcusi Julianusi öldungadeildarmanni.
Kepjjinautur hans gafst upp, þegar Mar-
cus bauð upphæð sem nú mundi samsvara
yfir 20,000 milljónum króna!
. Og þessa nótt svaf nýr keisari í höll-
inni á Capitol: ne-hæð. En hann átti ekki
eftir að búa þar lengi . . .
— CYRIL WARWICK
7