Vikan - 21.06.1956, Blaðsíða 8
„HINN FORHERTI
ROBERT MITCHUM"
EFTIR LIONEL CRANE
Hér er loksins kvikmyndaleikari sem lætur
ekki segja sér fyrir verkum — nema á
vinnustaö!
TT^G hitti Robert Mitchum klukkan hálf eitt. Við ætluðum að
borða saman. Hann kom inn í salinn, gekk rakleitt að
borðinu, settist og dæsti. Það var engu líkara en hann gæti
naumast staðið á fótunum fyrir þreytu. „Jæja,“ sagði hann,
„hér hefurðu mig — hinn forherta Robert Mitchum. Hvað viltu
að ég segi þér?“
Það voru liðnir nokkrir dagar síðan ég hafði talað við
hann í síma og beðið hann að láta mig fá viðtal. Ég hafði sagt
honum, að ég ætlaði að skrifa um hann grein. Hann tók mála-
leitan minni kurteislega — og hann mætti til viðtalsins stund-
víslega klukkan hálf eitt, eins og við höfðum ákveðið.
Við töluðum saman stanslaust til klukkan hálf átta.
Samtal okkar snerist að vísu ekki allt um hann. Bob
Mitchum er skemmtilegur í viðkynningu. Það er hægt að rabba
við hann um allt milli himins og jarðar. Hann er víða heima.
Hann er líka hreinskilinn. Hann segir manni, hvað hon-
um býr í brjósti, er hreint ekkert hræddur að láta í ljós skoð-
anir sínar á Hollywood, fólkinu sem býr í Hollywood — og
sjálfum sér.
Hann segir: „Þegar þeir sáu, að ég var að slá í gegn, fundu
þeir upp á því að reyna að gera mig að einskonar karlkyns-
útgáfu af Jane Russell. Þeir vildu að ég kæmi fram hálf stríp-
aður á sýningartjaldinu. Ég mótmælti."
Sá var nú fjölhæfur!
SIJ saga er sögð, að kona auðjöfursins John D. Rocke-
feller hafi eitt sinn hringt á bandaríska hljómsveit-
arstjórann Mayer Davis og beðið hann að útvega tíu
manna strengjahljómsveit, til þess að leika í samkvæmi,
sem hún hugðist efna til innan þriggja daga. Fyrirvar-
inn var naumur, en Davis lofaði samt að sjá um þetta.
En á síðustu stundu veiktist einn hljómlistarmannanna.
Þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir, sneri Davis
sér til hins ágæta píanóleikara, sem slegist hafði að
gamni sínu í förina.
„Frú Rockefeller vill tíu fiðlur — og tíu fiðlur skal
hún fá. I kvöld leikur þú á fiðlu!“
„En ég kann það ekki!“ ansaði píanóleikarinn.
„Jæja, sittu þarna að minnsta kosti og láttu sem þú
kunnir það,“ sagði Davis, tók fiðlu úr kassa og bar sápu
á fiðlubogann.
Davis hafði ekki reiknað með því, að þótt píanóleik-
arinn gæti ekki spilað á fiðlu, var hann afbragðsgóður
leikari. Hann sat þama með sápuþveginn bogann og
„spilaði" eins og vitlaus maður.
Það leið ekki á löngu þar til frú Rockefeller kallaði á
Davis. „Þessi fiðluleikari,“ sagði hún áköf. „Hann er
hreinasti snillingur! Getið þér nú ekki fengið hann til
þess að leika fyrir okkur einleik?“
Davis var fljótur til. „Frú Rockefeller," svaraði hann
sigri hrósandi, „hann er ekki einasta mikill fiðlusnill-
ingur, heldur er hann mjög fjölhæfur. Til dæmis get ég
sagt yður það, að hann leikur jafnvel betur á píanó.“
Píanóinu var rúllað út á mitt gólf og „fiðlusnilling-
urinn“ efndi til stórkostlegra píanótónleika.
Hann komst fljótt að því, að þótt fólkið í Hollywood sé á
yfirborðinu frjálslynt, þá á það sínar kjaftakindur og sjálf-
skipuðu siðapostula. Hann var oft rægður, segir hann.
„Ég er lítið fyrir samkvæmislifið," tjáði hann mér. „Blaða-
fulltrúar kvikmyndafélaganna segja mér, að það séu vissir
hlutir, sem þekktir kvikmyndaleikarar komist ekki hjá að
gera, eins og til dæmis að fara á frumsýningar. Jæja, mér leið-
ast frumsýningar og þar af leiðandi fer ég ekki fet.
Ég efni heldur ekki til íburðarmikilla veislna fyrir fólk, sem
er mér alls óviðkomandi.
Og hvað skeður? Ég fæ það orð á mig, að ég sé eitthvað
undarlegur. Þó er sannleikurinn sá, að ég er ósköp friðsamur
og óáleitinn og vil einfaldlega fá að lifa mínu eigin lífi.
Ég vinn. Ég fer heim til mín. Ég fæ mér glas öðru hvoru.
Það er eins með mig og alla aðra: stundum hleyp ég á
mig, geri einhverja herjans vitleysu. Þegar einhver annar á
í hlut, brosir fólkið og kallar hann ærslabelg. Þegar ég mis-
stíg mig á dygðabrautinni, er það samdægurs komið í blöðin
og allir verða feiknhneykslaðir á þessum herjans Mitchum!
Þetta fær maður fyrir að sniðganga hið svokallaða sam-
kvæmislíf!“
Kvikmyndakóngamir í Hollywood kunna stundum að verða
hneykslaðir á Bob Mitchum. Annað mál er það, að þeir geta
alls ekki án hans verið. Fyrir því er góð og gild ástæða.
Hann er gríðarlega vinsæll á sýningartjaldinu og kvenfólk
um víða veröld er bálskotið í honum.
Maðurinn er myndarlegur, því er ekki að neita, hár og
þrekinn og með andlit, sem er í senn dálítið letilegt og ögr-
andi. Þetta — og eflaust ýmislegt fleira — hefur gert hann
að alþjóðlegu kvennagulli.
Hann er nýbúinn að leika í Bandido, og þar með er hann
búinn að koma fram í 107 myndum. Þó væri synd að segja,
að hann hafi háleitar skoðanir á sjálfum sér sem leikara.
Hann segir: „Ég er bara góður atvinnuleikari, einskonar
iðnaðarmaður í leiklistinni. Ég get unnið hvenær sem mér sýn-
ist. Það er ekkert ,,göfugt“ við það. Þetta er bara einföld
staðreynd.
„Það er eintómur hégómi, þegar við kvikmyndaleikaramir
látumst vera miklir listamenn. Við megum ekki gleyma þeim
einfalda sannleika, að hundurinn Rin Tin Tin varð ein fræg-
asta kvikmyndastjarna veraldar."
Þarna er Bob Mitchum rétt lýst. Hann segir meiningu
sína. Hann talar eins og hann lifir — óþvingaður og óhræddur.
Hann segir: „Ef þeir sparka mér út úr kvikmyndaverun-
um, þá get ég snúið mér að því, sem ég gerði forðum — grafið
skurði eða ekið vörubíl."
Bob fæddist í Bridgeport í Connecticut. Hann var einn af
fjórum systkinum. Hann lærði snemma að vinna.
Hann var kornungur, þegar faðir hans, sem var verkamað-
ur, andaðist. Það var sjaldan mikið um peninga á Mitchum-
heimilinu.
Bob fór ungur að heiman. Hann langaði að sjá sig um í ver-
öldinni. Hann var ánægður, ef hann gat unnið fyrir mat sín-
um. Hann vann alla algenga vinnu. Hann vann í bílaverkstæð-
um, hann gróf skurði, hann var kaupamaður.
Hann átti naumast eyri þegar hann ákvað að gifta sig. Hann
var í hinum sólríku vesturríkjum, þegar honum datt skyndilega
í hug, að gaman væri að bregða sér heim og giftast Dorothy
Spence, einu stúlkunni, sem hann hafði orðið ástfanginn af á
ævinni.
Jafnvel á þessum árum, gekk Bob aldrei fram af Dorothy,
svo hún sagði bara: „Já“.
Það væri feikn rómantískt að geta sagt frá því, að nú
hefðu miklir hamingjudagar farið í hönd. Svo var þó því mið-
MYNDIN: Bob og Dorothy konan hans. Hann segir
um hana: „Henni hef ég aldrei komið á óvart.“
1
8