Vikan - 21.06.1956, Page 13
hafði stjórnað athöfnum mínum þegar ég frelsaði hana úr dauðaklefan-
um —• e/ ég með öðrum orðum kœmist að þeirri óvœntu niðurstöðu að
vandlega athuguðu máli að hún vœri sek — það var sú hugsun, sem olli
brosi mínu á leiðinni út í grjótnámið.
Því ég var búinn að taka ákvörðun um, hvernig ég mundi bregðast
við slíkum málalokum. Eins og ég hef' drepið á áður, er ég andvígur
dauðarefsingunni. Ég var það engu síður á þessum árum. Gott og vel,
hugsaði ég, segjum nú, að hún reynist eftir allt umstangið sekur morð-
ingi. Samt er enginn skaði skeður. Því þótt ég hafi forðað henni frá
gálganum, þá er hún ekki laus allra mála. Him er fangi i þessu fangelsi.
Og ef hún er sek, þá má hún rotna í fangelsinu til dauðadags mín
vegna/
Gwen Benson átti því enga sæludaga fyrir höndum, ef sek reyndist.
Hún átti þá um tvennt að velja. Að gefa sig fram og ganga þar með
böðlinum á hönd, eða lifa áfram sem Robert Flowers, forsmáður, rétt-
indalaus erfiðisfangi í miskunnarlausu fangelsi. Ef að því kæmi, að
hún yrði að kjósa, væri hún sannarlega ekki öfundsverð af því.
Annarri óvæntri hugsun skaut upp í huga mér á göngunni. Ég var
kominn fram á brún grjótnámsins, að stígnum, sem lá niður í þennan
gínandi steinpytt. Það var þetta: Þótt ég hefði haft meðaumkun með
Gwen Benson á meðan hún sat í dauðaklefanum — og jafnvel á með-
an ég gekk út frá því sem vísu, að hún væri sek — þá mundi ég enga
meðaumkun hafa.með henni sem fanga, ef ég sannfærðist um sekt henn-
ar. Jafnvel núna, fáeinum klukkustundum eftir að ég hafði staðið fyrir
því, að hún gerðist staðgengill Roberts Flowers, kenndi ég ekkert sér-
lega í brjósti um hana. Ég var strax byrjaður að líta á hana sem réttan
og sléttan fanga. Þessu réði eflaust þjálfun mín, sú lundharka, sem fylgir
fangavarðarstarfinu. Ef ég hefði ekki litið á það sem skyldu mína, efast
ég um, að ég hefði skipt mér meira af máli Gwen Bensons. Ég hefði
einfaldlega látið hana sigla sinn sjó, látið hana sjálfa um að ráða
fram úr vandanum. Sem dauðadæmdri persónu hafði ég vorkennt henni;
sem óbreyttum refsifanga vorkenndi ég henni harla lítið. Það var ekki
I mínum verkahring að vorkenna þeim konum og körlum, sem dóm-
stólar Gíeorgiu sögðu, að brotið hefðu lögln.
Ég horfði niður í grjótnámið, og það var eins og fyrri daginn, að
þessi steinpyttur minnti mig á tunnuna þar sem faðir minn, áhugasamur
veiðimaður, hafði geymt ánamaðkana sína. Það voru á fjórða hundrað
fangar í grjótnáminu. Sólin var í hádegisstað og skein niður í pyttinn.
Röndóttu yerurnar voru á sífelldri hreyfingu, og þó var eins og hver ein-
staklingur væri gróinn við jörðina. Upp —- niður, upp — niður, þannig var
takturinn í þessum einkennilega dans. Það var ekki fyrr en maður
var kominn nærri hálfa leið niður stiginn', að maður sá sleggjurnar,
sem fangarnir sveifluðu, og skildi tilganginn með hreyfingum þeirra. Og
einhverstaðar í hinum vélræna, vonlausa flokki var Gwen Benson, stúlk-
an sem sannleikurinn mundi annaðhvort hreinsa af allri sök eða dæma
til þess lifandi dauða, sem við mér blasti.
Ég var kominn niður i pyttinn og gekk í áttina að skúr fangavarð-
Hún brosti, benti
á sjálfa sig og
sagði: „Ég klædd-
ist ekki þessum
búningi að gamni
mínu.“
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi
að VIKUNNI
Nafn ..............................
Heimilisfang ......................
Til Heimilisblaðsins
VffiUNNAB H.F., Reykjavík.
anna. Ég sá Rex Carson, klefafélaga Lynns, skammt frá mér, og þegar
ég nálgaðist, lét hann sleggjuna síga, studdi sig fram á hana og starði
á mig. Ég sá ekki betur en hann glotti. Ég ypti öxlum; Rex var upp-
vöðslusamur fantur, óforbetranlegur illvirki, sem öllu var hægt að búast
við af.
Ken Mills var í skúrnum og Tom Mugridge. Mugridge var með viský-
pela og orðinn góðglaður. Litlu græðgislegu augun í honum voru bl6ð-
hlaupin, andlitið rautt og þrútið. Það voru fitublettir í fötunum hans og
krumlurnar voru óhreinar, eins og hann hefði verið að róta í mold. Hann
minnti mann á dýr, ógeðslegt dýr.
Hann tók mér eins og hann ætti í mér hvert bein, sló kumpánlega í
bakið á mér, bauð mér að súpa á viskýinu. Þegar ég afþakkaði, sneri
hann sér að Ken og sagði: „Við Gaston eigum eftir að verða miklir vinir.
Stórvinir, sannaðu til. Traustur maður! Ég er feginn, að hann skuli fara
með okkur.“
„Hvenær ertu ferðbúinn?" spurði ég.
„Annað kvöld. Það er búið að ganga frá vögnunum; við geymum
lýðinn í þeim aðra nótt. Svo leggjum við af stað i býtið á stmnudaginn."
„Hvað heldurðu við verðum lengi?“
„Við erum góðir, ef við komumst á áfangastað á þremur dögum.
Við förum með vagnana eins langt upp í fjöllin þarna og við kom-
umst. Það eru einhverjir troðningar sumstaðar; það er allt og sumt.“
Ken sagði: „Þú ert heppinn, Gaston, að losna héðan. Það er allt
betra en að dúsa niðri í þessari bölvaðri holu.“
Ég hugsaði með mér, að hann þekkti ekki Tom Mugridge. Annars
mundi hann naumast tala svona. Það vai' mér síður en svo tilhlökk-
unarefni að þurfa að dúsa með honum mánuðum saman á afskekktum
stað einhverstaðar uppi í fjöllum.
Ég ansaði engu, og Mugridge horfði tortryggnislega á mig. Ég hafði
það á tilfinningunni, að hann vissi, hvern hug ég bar til hans. Þáð lék
einkennilegt glott um varir hans, þegar hann sagði: „Já, okkur ætti
að koma vel saman, Gaston."
Hann var með viskýpelann á munninum þegar ég fór út úr skúrnum
að leita að Gwen. Hún hafði enn ekki hugmynd um ferðalagið, sem fyrir
henni lá. Það hafði enginn tími verið til þess kvöldið áður að skýra henni
frá því, að Robert Flowers hefði verið á listanum yfir fangana, sem
Continental átti að fá.
Ég kom fyrst auga á Lynn. Hann var í sltugganum nyrst i pytt-
inum. Hann lét sleggjuna síga og þerraði svitann framan úr sér með
jakkaerminni.
„Allt i lagi ?"
„Já.“ Hann leit varlega i kringum sig. „Þetta hefur gengið eins og í
sögu það sem af er.“
„Veit nokkur ... ?"
„Nei. Ég held við Wint séum þeir einu, sem vitum sannleikEmn."
Hann biosti og varð nærri því hreykinn á svipinn. „Hún gæti ekki verið
betri. Hún er ekki bangin, þessi stúlka!"
„Hvar er hún?“
Hann danglaði til höfðinu. „Hérna spölkorn fyrir innan, þar sem þeir
sprengdu i gær.“
Ég gekk þangað, tyllti mér á stein og tróð í pípuna.
„Robert!"
Granni fanginn með rauða hnakkahárið niður undan húfunni sneri
sér við.
Ágætt! hugsaði ég. Hún man eftir að svara til nafnsins.
„Já?"
„Komdu hingað."
Hún gekk til mín og lét hausinn á sleggjunni hvíla í handarkrika
sínum. Hin klunnalegu, reimuðu fangelsisstígvél gerðu hreyfingar henn-
ar dálítið stirðar, en þó ekki áberandi klaufalegar. Hún mundi fljótt
venjast þeim.
Hún nam staðar fyrir framan mig og beið eftir því að ég ávarpaði
hana, mátulega undirgefin, mátulega viljalaust verkfæri andspænis fanga-
verðinum.
„Robert," sagði ég og notaði nafnið viljandi aftur, „er Mugridge
varðstjóri búinn að tala við þig?"
„Nei — ekki svo ég viti til."
„Þú átt að fara í dálítið ferðalag?"
Framhald á bls. 16.
13