Vikan


Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 15

Vikan - 09.08.1956, Blaðsíða 15
I SKUGGA GÁLGANS Framh. af hls. 13. .,Þið skiljið væntanlega mælt mál. Ég hef kaupanda að jörðinni. Hann vill gefa fyrir hana hundrað dali.“ Ég sagði: „En afsalið? Hvernig getur hún skrifað undir afsalsbréfið, án þess að öllum verði Ijóst, að þér vitið, hvar hún er niður komin?“ „Það er mjög einfalt.“ Shayne hneppti frá sér frakkanum og dró gult umslag úr vasa sínum. „Ég hef einfaldlega dagsett afsalsbréfið þremur dögum eftir lát föður hennar. Hún seldi jörðina með öðrum orðum á meðan hún sat í gæzluvarðhaldi og beið dóms.“ Ég sneri mér að Gwen. „Þetta er hægt, Gwen. Ég sé ekki, að nein hætta fylgi því, þótt þú ráðstafir jörðinni á þann hátt, sem herra Shayne leggur til.“ Carson blístraði lágt. „Hundrað dalir, maður minn!" tautaði hann. „Eftir hverju ertu að bíða, Gwen?“ Shayne tók upp veskið sitt og dró fram tuttugu spánýja fimm dollara seðla. Hann braut sundur afsalsbréfið. „Nafnið þitt hérna neðst á blaðið, og þú átt peningana." Gwen hoi’fði á mig og Wint til skiptis. Ég sagði: „Ég held ég mundi selja, Gwen. Jörðin er þér einskis virði eins og komið er. En þetta fé getur létt þér vistina hérna. Jafnvel hér er máttur peninganna mikill. Þú getur keypt þér ýmis smáfríðindi." Ég leit á Carson. „Ég efast til dæmis ekki um, að Carson reynist mútuþægur.“ Hann glotti, hneigði sig hæðnislega og sneri sér að Gwen. „Þinn auð- mjúkur þræll, stúlka mín.“ Shayne brosti. „Jæja, Gwen?“ Það skrjáfaði í seðlunum í hendi hans. Og þá steig Wint fram og horfði beint í augun á lögfræðingnum. „Svarið er nei,“ sagði hann rólega. „Jörðin er ekki til sölu.“ Framliald í nœsta blaði. Maðurinn sem sagðist vera guð Framn. af bis. s. Hann tjáði áhangendum sínum: „Ég mun aldrei deyja. Ég er ódauðlegur. Þjóðir kunna að rísa og falla, en ég mun lifa áfram og menn munu dásama mig og tilbiðja til eilífðar.“ Þessi spá hans reyndist samt fölsk, því hann dó 1927. Á dánarvottorðinu er hann einfaldlega kallaður T. H. Smyth og hin skráða dánarorsök er lifrarsjúkdómur. Mjög mikil leynd var yfir útför Pigotts, en héraðsmenn standa á því fastar en fótunum, að hann hafi verið grafinn uppréttur, til þess að allt væri reiðubúið, þegar kæmi að upp- risunni. ,,Ástarmusterið“ stendur enn og er dvalarstaður fáeinna gamalla kvenna, sem af stakri þolinmæði bíða þess, að mað- urinn, sem er grafinn fyrir framan stofugluggann, komi aftur — maðurinn, sem þær enn þann dag í dag efast ekki um að hafi sagt satt, þegar hann kvaðst vera Jesú Kristur. Skattskrá Reykjavíkur er til sýnis í Skattstofu Reykjavíkur, Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu frá föstudegi 3. ágúst til fimmtudagsins 16. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga frá kl. 9 til kl. 16 daglega, nema laugardaga til kl. 12 á hádegi. í skattskránni eru skráð eftirtalin gjöld: Tekjuskatt- ur, eignarskattur, eignarskattsviðauki, stríðsgróða- skattur, tryggingargjald, skírteinisgjald, námsbóka- gjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, iðgjöld samkv. 29. og 43. gr. laga um almannatryggingar og iðgjöld til atvinnuleysistryggingasjóðs samkv. lögum nr. 29/1956. Kærufrestur er tvær vikur, og þurfa kærur að vera komnar til Skattstofu Reykjavíkur eða í bréfakassa hennar í síðasta lagi kl. 24 fimmtudaginn 16. ágúst næstkomandi. Skattstjóriim í Reykjavík, Halldór Sigfússon. IILKVIMIMING um útsvör 1956 Þá fellur í gjalddaga einn f jórði hluti álagðs útsvars, að frádreginni lögboðinni fyrirframgreiðslu (helmingi útsvarsins 1955), sem skylt var að greiða að fullu eigi síðar en 1. júní síðastliðinn. Sérreglur gilda um fasta starfsmenn, en því aðeins, að þeir greiði reglulega af kaupi. Vanskil greiðslna samkvæmt framanrituðu valda. því, að allt útsvarið 1956 fellur í eindaga 15. ágúst næstk., og verður þá lögtakskræft, ásamt dráttarvöxtum. Reykjavík, 30. júlí 1956. BORGARRITARI. ÁC154 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.