Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
FRÆÐIRIT
Fyndin, forvitnileg,
lygileg og skrítin
Sérblað um fræðirit
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Fréttablaðið er með 143% meiri
lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað,
höfuðborgar svæðið, 18 – 49 ára.
Könnun Capacent í ágúst 2009 – október 2009.
Allt sem þú þarft...
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ
71,4%
29,3%
MIÐVIKUDAGUR
25. nóvember 2009 — 279. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég keypti happdrættismiða af skátunum haustið 1998 að þvímig minni
beint til Orland
Skátarnir buðu fjölskyld-unni í DisneyworldHafdís Ósk Sigurðardóttir barnabókahöfundur keypti sér happdrættismiða einu sinni sem oftar og var
næstum búin að missa af vinningnum. Fyrir vinninginn fór hún með fjölskylduna til Flóríd
Hafdís Ósk varð barn í annað sinn í Disney World og tók bæði Mínu og galdrahattinn með sér heim.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓLAKAFFI-TÓNLEIKAR Árnesingakórsins í Reykjavík verða
haldnir í Haukaheimilinu á Ásvöllum í Hafnarfirði sunnudaginn 29.
nóvember og hefjast klukkan 15. Kórinn syngur nokkur hátíðleg lög,
boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð og síðan er safnast saman
við píanóið og sungin gömul og góð jólalög með börnunum. Einnig
verður haldinn basar en aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Betra lof
betri lí
Airfree lofth
Byggir á nýr
• Frjókornum
• Vírusum o
• Gæludýra
• Er hljóðlau
• Tilvalið á he
Opið virka da
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Jólagjöfi n sem börnin elska
VEÐRIÐ Í DAG
HAFDÍS ÓSK SIGURÐARDÓTTIR
Kíkti á Mínu Mús og
Guffa í boði skáta
• á ferðinni • jólin koma
Í MIÐJU BLAÐSINS
Minnist velgjörðarkonu
Inga Dóra Björnsdóttir
skrifaði bók og heldur
fyrirlestur um kjarnakon-
una Ásu Guðmunds-
dóttur Wright.
TÍMAMÓT 22
Berð
u Á
Grínádeila á
Facebook
Sjónvarpsmaðurinn Sölvi
Tryggvason hefur sent
frá sér skáldsöguna
Flottastur@feisbúkk.
FÓLK 34
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur er að sligast undan miklum
málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt
á dómstólana eins og þeir séu botn-
laus hít sem taki endalaust við,“
segir Helgi Jónsson, dómstjóri í
Reykjavík.
Margar vikur tekur að afgreiða
umsóknir um greiðsluaðlögun og
Héraðsdómur virðist vera að kafna
í slíkum málum. „Það er alveg hár-
rétt,“ samsinnir Helgi. „Ofan á allt
annað var þessu skellt á okkur fyrir-
varalaust í maí í vor og ekki gert
ráð fyrir neinum mannafla í verk-
ið. Þetta teppir alveg einn aðstoðar-
mann og einn dómara að hluta.“
Að sögn Helga hafa samtals 254
beiðnir um greiðsluaðlögun komið
til Héraðsdóms Reykjavíkur frá
því í maí. Óafgreidd mál séu í dag
85 talsins. Miklar annir séu einn-
ig í þessum málum í Héraðsdómi
Reykjaness.
Greiðsluaðlögunarmálin eru
alls ekki þau einu sem eru að
sprengja dómstólana utan af sér.
Helgi bendir á að í Reykjavík séu
til dæmis þegar komin 983 einka-
mál með munnlegum málflutningi.
Þau verði líklega um 1.100 áður en
árið sé á enda. Í meðalári sé fjöldi
slíkra mála um 750. Útlit sé fyrir
enn fleiri mál á næsta ári.
„Það er búið að afnema alla
aðstoð við dómara í munnlega flutt-
um einkamálum og sakamálum.
Okkur var lofað aðstoðarmönnum
strax í sumar en það hefur ekki
verið staðið við það,“ segir Helgi.
Ragna Árnadóttir dómsmála-
ráðherra segist hafa bent á þá lausn
að fjölga dómurum og aðstoðar-
mönnum. „Af því að ég hef ekki af
neinu að taka hérna í ráðuneytinu
bendi ég á hækkun dómsmálagjalda
á móti. Að þessu er unnið og ég tel
að að ég geti aflað þessum tillögum
fylgis miðað við þær undirtektir
sem þær fengu á Alþingi um
daginn,“ segir ráðherra. - gar
Dómstólar sagðir að
kafna í málafjölda
Greiðsluaðlögunarmál og aukning einkamála með öðru sprengir utan af sér hér-
aðsdómstóla. Margra vikna bið er eftir afgreiðslu á greiðsluaðlögun. Ekki staðið
við fyrirheit um aukinn mannafla. Dómsmálaráðherra boðar lausn vandans.
VÍSINDI Það á að leyfa börnum að
vera svolítið skítug endrum og
eins. Í grein sem birtist í vísinda-
ritinu Nature Medicine kemur
fram að of mikið hreinlæti geti
komið í veg fyrir að sár grói
eðlilega.
Vísindamenn frá Kaliforníu-
háskóla í San Diego segja að
venjuleg baktería á húðinni hjálpi
til að hrinda af stað efnaskipta-
ferli sem komi í veg fyrir bólgur
þegar fólk fær sár eða meiðir sig.
Niðurstöður vísindamannanna ýta
stoðum undir svokallaða hreinlæt-
istilgátu (e. hygiene hypothesis).
Samkvæmt henni er hollt fyrir
börn að komast í snertingu við
örverur því slíkt komi í veg fyrir
ofnæmi seinna á lífsleiðinni. - th
Bandarískir vísindamenn:
Börn eiga að fá
að vera skítug
Kjötkrókurinn
„Sósíalistar verða nú að borga
fullu verði þá kúvendingu sína
þegar þeir sneru ótrauðir inn á
braut frjálshyggjunnar,“ skrifar
Einar Már Jónsson.
Í DAG 16
TÓNLIST „Við fundum þetta lag og
okkur fannst það fullkomið,“ segir
Ítalinn Boris Zuccon, stjórnandi
síðunnar Eurodanceweb.net.
Lag hljómsveitarinnar Merzedes
Club, Meira frelsi, hefur verið valið
í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar
sem nú fer fram í níunda sinn.
„Við vissum af hljómsveitinni
því hún tók þátt í undankeppni
Eurovision og sýndi litrík tilþrif.
Við fylgjumst með danstónlistar-
senunni úti um allan heim og
vorum forvitin að heyra eitthvað
nýtt frá Merzedes Club,“ segir
Boris. Hlynur Áskelsson í Merzedes
Club er ánægður með þátttökuna í
keppninni. - fb / sjá síðu 34
Merzedes Club enn vinsæl:
Í alþjóðlegri
söngvakeppni
MERZEDES CLUB Lag hljómsveitarinnar,
Meira frelsi, tekur þátt í söngvakeppni
á Netinu.
Strekkingsvindur og sums
staðar hvassviðri á landinu í dag.
Éljagangur norðan til en rigning eða
slydda austanlands.
VEÐUR 4
4
4
3
22
UMHVERFISMÁL Glókollur, sem er
minnsti fugl Evrópu og kallaður
fuglakóngur í Skandinavíu, er einn af
nýlegum landnemum á Íslandi.
Útbreiðsla fuglsins hefur verið
könnuð skipulega á Vesturlandi, þar
sem glókollar finnast allvíða, og er nú
ljóst að hann hefur orpið hér á hverju
sumri undanfarin ár. Lengi vel var
hann einungis flækingsfugl hérlendis
en finnst nú víða um land og virðist sem tegundin
hafi náð góðri fótfestu.
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður á
Náttúrustofu Vesturlands, segir að
útbreiðsla glókolls sé smám saman að
aukast þótt mikið bakslag hafi orðið
veturinn 2004-2005 þegar fuglinn
virðist hafa hríðfallið. „Fyrstu árin á
eftir fjölgaði glókollum hægt en síð-
ustu tvö ár virðist stofninn hafa tekið
rækilega við sér aftur og stofninn
nálgast nú að vera jafnstór og hann
var sumarið 2004.“
Náttúrustofan hefur fylgst með útbreiðslunni á
Vesturlandi frá árinu 2003. Verkefnið verður kynnt
á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi annað kvöld. - shá
Minnsti fugl Evrópu verpir nú á Íslandi á hverju sumri:
Glókollur hefur numið land
GLÓKOLLUR Agnarsmár en harður
af sér. Hann finnst nú víðast hvar.
BLEK, EKKI MINK Húðflúruð áströlsk fyrirsæta nýtur óskiptrar athygli í Sydney þar sem hún mótmælir framleiðslu loðfelda.
N
O
R
D
IC
PH
O
TO
S/
A
FP
Liverpool úr leik
Það nægði Liver-
pool ekki að vinna
í Ungverjalandi.
Fiorentina vann og
fór áfram í
Meistara-
deildinni.
ÍÞRÓTTIR 30