Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 2
2 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL „Það getur gefið
fólki virkilega mikið að fá að knúsa
dýr,“ segir Jóhanna Ósk Eiríks-
dóttir hjúkrunarfræðingur um þá
nýbreytni sem hófst á líknardeild
Landspítalans í gær að fá sérstakan
hund í heimsókn á deildinni.
Hundurinn sem heimsótti líknar-
deildina í Kópavogi gær er á vegum
Rauða krossins. Að sögn Daggar
Guðmundsdóttur, verkefnastjóra
hjá Rauða krossinum í Kópavogi,
eru um þrjú ár síðan heimsóknir
hunda hófust á ýmsar stofnanir. Til
dæmis eru heimsóknir á hjúkrunar-
heimilið í Sunnuhlíð, sambýli aldr-
aðra með heilabilun í Roðasölum, í
athvarf fyrir fólk með geðraskanir
og í Kópavogsfangelsið auk líknar-
deildarinnar.
Hundarnir eru í eigu sjálfboðaliða
sem þurfa að sögn Daggar að gang-
ast undir sérstakt mat með dýrum
sínum áður en þeir gerast svokallað-
ir heimsóknarvinir. Hundana segir
hún af öllum mögulegum tegund-
um. Aðalatriðið sé að þeir hafi góða
skapgerð og séu hlýir.
„Sjálfboðaliðarnir eru fólk sem
hefur áhuga á að gefa af sér og láta
gott af sér leiða. Sumir eru í þessu
árum saman. Hér í Kópavoginum
erum við með tólf til fimmtán hunda
sem flestir fara inn á stofnanir og
sambýli. Sumir fara líka á einka-
heimili,“ segir Dögg, sem kveð-
ur verkefnið hafa gengið mjög vel.
„Það er oft verið að heimsækja eldra
fólk sem átti sjálft hund þegar það
var yngra og þá er hundurinn mik-
ill gleðigjafi. En það er mest verið
að heimsækja fólk sem er félagslega
einangrað.“
Á líknardeild Landspítalans
var beðist undan myndatökum í
gær. „Þetta eru fyrstu skrefin og
við vitum ekki hvernig þetta mun
virka,“ segir Jóhanna Ósk Eiríks-
dóttir. Hún bendir á að slíkar heim-
sóknir séu vandmeðfarnar enda
þarf sérstaka undanþágu til að fá
þær samþykktar.
„Til dæmis er sumum meinilla við
hunda og það þarf að passa upp á að
dýrið sé bara á tilteknum stað því
sumir geta verið með ofnæmi. En
þetta eru hundar sem er virkilega
treyst til þess að koma og eru hvers
manns hugljúfi,“ útskýrir hún.
gar@frettabladid.is
Gefur fólki virkilega
mikið að knúsa dýr
Heimsóknir hunda frá Rauða krossinum hófust á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi í gær. Á vegum Rauða krossins er fjöldi sjálfboðaliða sem fer með
hunda sína í heimsóknir á stofnanir til að gleðja vistmenn, oftast eldra fólk.
KÆRKOMINN VINUR Guðbjörg Þórarinsdóttir á Laugateigi fékk í gær heimsókn frá
Ólöfu Guðbrandsdóttur og hundinum hennar Aroni og saman fóru þau í göngutúr.
Guðbjörg verður áttræð eftir helgi og er að jafna sig eftir fótbrot. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Manninum sem féll
ofan í húsgrunn við sumarbústað
við Flúðir um síðustu helgi er enn
haldið sofandi í öndunarvél, sam-
kvæmt upplýsingum frá lækni á
gjörgæsludeild Landspítalans í
gær.
Nokkrar aðgerðir hafa verið
gerðar á manninum, en ekki er
ljóst hvort hann þarf að undir-
gangast fleiri. Hann slasaðist
alvarlega við fallið þar sem sjö
steypustyrktarjárn stungust inn í
hann víðs vegar um líkamann. - jss
Slasaðist alvarlega á Flúðum:
Haldið sofandi
í öndunarvél
Heiðrún, veitir Orkuveitu-
mönnum nokkuð af þessum
veitingum?
„Ég veit það ekki.“
Heiðrún Ólafsdóttir vill ekki að Orkuveit-
an bjóði í dýrt jólahlaðborð fyrst laun
starfsmanna hafa verið lækkuð.
LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksóknari
gerði í gær húsleit hjá Byr og MP
Banka vegna rannsóknar á kaupum
eignarhaldsfélagsins Exeter Hold-
ing á stofnfjárbréfum í Byr eftir
bankahrun í fyrra. Yfirheyrslur
vegna málsins hófust einnig í gær.
Sérstakur saksóknari hefur
grun um brot á auðgunarbrota-
kafla hegningarlaga, meðal annars
umboðssvik. Sex ára fangelsisvist
getur legið við slíku broti. Segir
í tilkynningu frá sérstökum sak-
sóknara að um verulega fjárhags-
lega hagsmuni sé að ræða og að
rannsóknin tengist fjölda manns.
Málið snýst um viðskipti með
stofnfjárhluti í Byr. Einkahluta-
félagið Arkea fékk um milljarð
króna að láni frá Byr í október og
desember í fyrra. Fjármunirnir
runnu til dótturfélags Arkea, Exeter
Holding, sem notaði féð til að kaupa
stofnfé í Byr, meðal annars af MP
Banka og Jóni Þorsteini Jónssyni,
þáverandi stjórnarformanni Byrs.
Rannsóknin teygir anga sína til
Húnahorns, félags í eigu Ragnars
Z. Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra
Byrs, og meintra viðskipta þess við
Exeter Holding með stofnfjárhluti
í Byr. Ragnar hefur sagt að engin
slík viðskipti hafi átt sér stað; MP
hafi gert veðkall í bréfunum og þau
síðan verið seld Exeter.
Byr og MP Banki sendu frá sér
yfirlýsingar síðdegis. Í yfirlýsingu
Byrs segir að starfsfólk spari-
sjóðsins sé fegið að málið sé í far-
vegi. Húsleitin hafi engin áhrif á
almenna starfsemi eða viðskipta-
vini sparisjóðsins. Í yfirlýsingu MP
Banka segir að samkvæmt upplýs-
ingum bankans snúi gagnaöflunin
að ákveðnum viðskiptavinum bank-
ans en ekki bankanum sjálfum eða
starfsmönnum hans.
Ágúst Sindri Karlsson, aðaleig-
andi Exeter Holding og fyrrverandi
stjórnarmaður, sendi frá sér yfir-
lýsingu í gær þar sem hann sagð-
ist ekki hafa vitað um fyrri eigend-
ur stofnfjárbréfanna þegar Exeter
keypti þau á sínum tíma. - sh
Sérstakur saksóknari leitaði hjá Byr og MP Banka vegna rannsóknar á viðskiptum með stofnfé í Byr:
Leituðu gagna vegna gruns um umboðssvik
BYR Ekki náðist í Ragnar Z. Guðjónsson
eða Jón Þorstein Jónsson í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
PÓLLAND, AP Lech Walesa, fyrrver-
andi forseti Póllands, er kominn
í mál við Lech
Kaczynski,
núverandi for-
seta. Walesa
krefst afsök-
unarbeiðni frá
Kaczynski eða
skaðabóta ella.
Tilefnið er
orð Kaczynskis
í sjónvarps-
viðtali þar sem hann fullyrðir
að Walesa hafi verið njósnari á
vegum kommúnistastjórnarinnar í
Póllandi á fyrri hluta áttunda ára-
tugarins.
Kaczynski segir að Walesa hafi
notað dulnefnið Bolek. Walesa
segir ekkert hæft í þessu. - gb
Skaðabótamál í Póllandi:
Walesa í mál
við Kaczinsky
LECH WALESA
FÉLAGSMÁL Hámarksgreiðslur í
fæðingarorlofi verða lækkaðar
úr 350 þúsund krónum á mánuði
í 300 þúsund, samkvæmt drögum
að frumvarpi sem félagsmálaráð-
herra kynnti í ríkisstjórn í gær-
morgun. Stöð 2 sagði frá.
Árni Páll Árnason félagsmála-
ráðherra segir að bæturnar verði
aldrei hærri en 75 prósent af
launum yfir 200 þúsundum í stað
áttatíu prósenta áður. Hins vegar
verði fæðingarorlofstíminn sá
sami og áður. - shá
Orlofsgreiðslur lækka:
Orlofstíminn sá
sami og áður
NÝJA-SJÁLAND, AP Stjórnendur
skipa á ferð um Suður-Kyrra-
hafið hafa fengið viðvaranir um
stóra ísjaka sem virðast hafa
brotnað af íshellu Suðurskauts-
landsins.
Jakarnir eru á reki í áttina að
Nýja-Sjálandi. Sá stærsti var í
gær kominn í 260 kílómetra fjar-
lægð frá Stewart-eyju, sem til-
heyrir Nýja-Sjálandi.
Þrjú ár eru síðan nokkrir ísjak-
ar sáust fyrst í námunda við
Nýja-Sjálands, en þá hafði slíkt
ekki gerst síðan 1931.
Að þessu sinni eru jakarnir
mun fleiri og hafa sést á gervi-
hnattarmyndum. - gb
Sending frá Suðurskautinu:
Ísjakar á leið til
Nýja-Sjálands
ÍSJAKAR Á FERÐ Sjaldgæft er að ísjaka
reki svo langt í norður. NORDICPHOTOS/AFP
ENGLAND, AP Seðlabanki Englands veitti tveimur
bönkum 62 milljarða punda leynilegt lán þegar
bankakreppan skall á haustið 2008. Þetta kom fram
í máli Mervins King seðlabankastjóra sem í gær sat
fyrir svörum breskrar þingnefndar.
Það voru bankarnir Royal Bank of Scotland og
HBOS sem fengu lánin sem samtals námu 12.600
milljörðum íslenskra króna. King sagði að bankinn
hefði ákveðið að veita lánin vegna ástandsins sem
hafði skapast. Gríðarlegur titringur hefði verið á
markaðnum og lánalínur bankanna hefðu lokast
í kjölfarið á falli Lehman Brothers-bankans. Til
þess að reyna að endurheimta traust almennings
á bankakerfinu hefði stjórn bankans samþykkt að
fara þessa leið. Ákveðið hefði verið að halda lánveit-
ingunni leyndri þar til jafnvægi kæmist á fjármála-
starfsemi á ný. King tók fram að lánin hefðu verið
endurgreidd að fullu í janúar.
Á fundi þingnefndarinnar kom einnig fram að
Alistair Darling fjármálaráðherra hefði samþykkt
að skrifa undir lánin og þar með verið tilbúinn að
afskrifa upphæðina ef allt hefði farið á versta veg.
Þingmenn Frjálslyndra demókrata hafa gagnrýnt
lánveitinguna og óskað eftir skýringum frá Darling
um það hvers vegna henni var haldið leyndri fyrir
þinginu. - th
Seðlabankastjóri Englands upplýsir um lánveitingar til tveggja banka:
Veittu 12.600 milljarða leynilán
KING OG DARLING Þingmenn hafa krafið Alistair Darling um
skýringar á því hvers vegna láninu var haldið leyndu.
Verðum að veiða ref
Súðavíkurhreppur skorar á umhverfis-
ráðherra að hætta við að fella niður
endurgreiðslu vegna refaveiða á árinu
2010. Sveitarfélögin hafa meðal ann-
ars nýtt endurgreiðslur til að minnka
kostnað vegna dýrbíta og útkalla
þegar refur herjar á æðarvarp.
UMHVERFISMÁL
SPURNING DAGSINS