Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 12

Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 12
12 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR RÁÐSTEFNAN ER ÖLLUM OPIN OG AÐGANGUR ÓKEYPIS. Þátttakendur þurfa að skrá sig á www.frae.is eða á www.lme.is Á meðan á ráðstefnunni stendur verður sýning á fyrirmyndarverkefnum (Best Practices) sem styrkt hafa verið af Menntaáætlun Evrópusambandsins, Leonardo da Vinci og Grundtvig. ÁREITA FERÐAFÓLK Ferðafólk í Suður- Afríku hefur orðið fyrir miklu áreiti af hálfu bavíana, sem óhræddir brjótast inn í bíla og hús þar sem þeir brjóta og bramla, hirða hluti og jafnvel ráðast á fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, segir hæpið að fullyrða að upplýsingum um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytis- stjóra, hafi verið lekið frá embætti hans. Rannsóknin hafi verið á vitorði margra, um tugur manna hafi verið yfirheyrður, auk þess sem starfsmenn sýslu- manns hafi komið að því að kyrrsetja eignir Baldurs. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem sérstakur sak- sóknari sendi frá sér í gær, þar sem hann svarar grein frá lögmanni Baldurs sem birtist í Morgunblað- inu sama dag. Í greininni sagði Karl Axelsson, lög- maður Baldurs, að honum ofbyði umræðan um mál Baldurs og sakaði starfsmenn sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins um að leka upplýsingum um málið til fjölmiðla. Hann fer fram á að rannsókninni verði hætt. Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði einnig í fjölmiðlum í gær að upplýsingum væri ekki lekið til fjölmiðla frá embættinu. Baldur er grunaður um að hafa búið yfir innherja- upplýsingum um stöðu Landsbankans þegar hann seldi bréf í bankanum fyrir á annað hundrað millj- ónir króna skömmu fyrir hrun í fyrrahaust. Sér- stakur saksóknari fékk kyrrsetningu á eignum hans í þarsíðustu viku vegna rannsóknar- innar. - sh Sérstakur saksóknari segir hæpið að fullyrða um leka frá embættinu: Um tíu yfirheyrðir vegna máls Baldurs LÖGREGLUMÁL Fíkniefnadeild lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í fyrrakvöld marijúana, til- búið til sölu, að andvirði um 4,5 milljónir króna í götusölu. Á Laugavegi, á efstu hæð í fjöl- býli, upprætti lögreglan kanna- bisræktun, tæpar 80 plöntur, á ýmsum stigum ræktunar, og var tæplega helmingur þeirra á loka- stigi. Hafði lögreglumaður á leið til vinnu gengið framhjá húsinu og fundið kannabiskeim. Hann hringdi í samstarfsmenn sína, sem runnu á lyktina og knúðu dyra hjá húsráðanda, manni á þrítugsaldri. Hann gekkst við að eiga ræktun- ina. Hjá honum fundust um 300 grömm af marijúana, sem búið var að þurrka og var tilbúið til sölu. Einnig fannst nokkurt magn af sterum. Jafnframt 70 þúsund krónur sem talið er að séu ágóði af fíkniefnasölu. Næst bar lögreglu niður skammt frá miðbæ Hafnarfjarðar, í litlu tvíbýli. Lögreglumenn höfðu fylgst með húsnæðinu skamma stund þegar húsráðandi, karlmaður á þrí- tugsaldri, kom út úr íbúðinni. Hann var stöðvaður og honum snúið til baka. Mikinn kannabisþef lagði þá frá íbúðinni. Nýbúið var að klippa niður ræktun þar inni. Við húsleit fundust tuttugu plöntur og um 700 grömm af marijúana sem var búið að þurrka og var tilbúið til sölu. Mennirnir viðurkenndu báðir sölu á efnunum. - jss KANNABISRÆKTUN Lögreglan tók kíló af marijúana, sem tilbúið var til sölu á götunni. Þefvís lögregluþjónn rann á kannabislykt á leið sinni til vinnu og fann nokkuð umfangsmikla ræktun: Tóku kannabis fyrir 4,5 milljónir VIÐSKIPTI Frjálsi lífeyrissjóður- inn var valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi af Investment Pension Europe (IPE) á árlegri verðlauna- hátíð sem fram fór í Dublin á Írlandi í síðustu viku. IPE er eitt virtasta fagtímarit Evrópu um lífeyrismál. Lífeyrissjóðurinn var sömu- leiðis valinn næstbesti lífeyris- sjóður í Evrópu af lífeyrissjóðum sem eru minni en einn milljarður evra, jafnvirði um 183 milljarða króna, að stærð. Þá er hann jafn- framt næstbesti lífeyrissjóðurinn í Evrópulöndum sem eru með færri en eina milljón íbúa. - jab Frjálsi sló í gegn á Írlandi: Bestur og næst- bestur í Evrópu VIÐSKIPTI Dómstóll í Delaware í Bandaríkjunum féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Decode, móður- félags Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Beiðnin var send fyrir viku. Greiðslustöðvunin gildir fram í janúar og mun fyrirtækið halda starfsemi áfram þangað til. Fram að þeim tíma mun bandaríska félagið Saga Investments fjár- magna rekstur ÍE hér á landi og selja erlendar eignir félagsins upp í skuldir. Opnað verður fyrir önnur tilboð í reksturinn. - jab Decode í greiðslustöðvun: Beiðnin sam- þykkt vestra BALDUR GUÐLAUGSSONÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON MENNTAMÁL Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur beðið sveitarfélögin að rökstyðja nánar hugmyndir um að fækka lögbundnum kennslustund- um í grunnskól- um um þrjár til fjórar á viku. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefði kynnt henni hugmyndir um breytingar á grunnskólalögum til að auð- velda sveitarfélögunum að hagræða í rekstri skólanna. Katrín segist vilja skoða fagleg áhrif hugmyndanna og fá nánari upplýsingar um hve mikið sveitarfélögin telja sig geta spar- að með breytingunni. Hún vill ekki tjá sig um líkur á því að hún leggi fram frumvarp um breyt- ingar í samræmi við tillögurnar á næstunni. - pg Menntamálaráðherra: Vill frekari rök fyrir fækkun kennslustunda KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VIÐSKIPTI Slitastjórnir gömlu bankanna fá lengri frest en áður til að höfða mál til að fá óeðli- legum fjármálagjörningum rift, samkvæmt frumvarpi sem Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, kynnti í ríkis- stjórn í gærmorgun. Slitastjórn- irnar höfðu lýst áhyggjum af of skömmum fresti í bréfi til tveggja ráðuneyta. „Okkar mat var að það væri alveg rétt,“ segir Gylfi. Slitastjórnirnar lýstu einnig öðrum áhyggjum, meðal annars af því að gloppa í lögum um varn- arþing gerði það að verkum að þeir sem færðu lögheimili sín til útlanda lentu í vari fyrir riftunar- málum. Gylfi segir þetta mál lög- fræðilega flókið og verði líkast til í skoðun fram yfir jól. - sh Nýtt ráðherrafrumvarp: Frestur til að höfða riftunar- mál lengdur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.