Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 18
18 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Anna Skúladóttir skrifar um
Orkuveitu Reykjavíkur
Í ljósi umræðu undanfarnar vikur um fjárhagsstöðu Orkuveitu
Reykjavíkur vil ég koma á fram-
færi upplýsingum úr reikningum
Orkuveitunnar, ef það mætti varpa
skýrara ljósi á stöðu fyrirtækisins.
Efnahagur
Mikil umræða hefur verið um
mikla skuldsetningu félagsins en
langtímaskuldir þess eru að mestu
í erlendri mynt. Gengisvísitala
íslensku krón-
unnar hefur
rúmlega tvöfald-
ast frá miðju ári
2007 sem hefur
haft þau áhrif að
erlendar skuld-
ir fyrirtækis-
ins hafa hækk-
að samsvarandi.
Tekin hafa verið
lán í erlendri
mynt til að fjár-
magna fjárfest-
ingar á undanförnum árum. Mik-
ill vaxtamunur hefur verið á milli
innlendra og erlendra vaxta á síð-
asta áratug og nemur ávinningur
Orkuveitu Reykjavíkur vegna lægri
vaxtagreiðslna um 30 milljörðum
frá árinu 2002. Til samanburðar má
geta þess að stofnkostnaður 90 MW
virkjunar nemur 25-30 milljörð-
um króna. Langtímaskuldir Orku-
veitu Reykjavíkur endurgreiðast
á næstu 25 árum. Það fer því eftir
stöðu íslensku krónunnar gagn-
vart erlendum myntum á greiðslu-
degi hver fjárhæð afborgana verð-
ur. Á móti erlendum skuldum eru
raforkusölusamningar í bandaríkja-
dölum til jafnlangs tíma og lánin,
eða 20-25 ára. Þessir samningar
koma ekki fram í efnahagsreikningi
fyrirtækisins nema að litlu leyti.
Engu síður er hér um að ræða inn-
byggða gengisvörn en þessar tekj-
ur eiga að ganga til greiðslu á vöxt-
um og afborgunum langtímaskulda
sem teknar eru til fjármögnunar
virkjana til raforkuframleiðslu.
Einnig er rétt að vekja athygli
lesenda á því að Orkuveita Reykja-
víkur á umtalsverðar eignir sem
ekki koma fram í efnahagsreikn-
ingi s.s. auðlindir, lóðir, lendur og
vörumerki svo eitthvað sé nefnt.
Heitt vatn til húshitunar kemur t.d.
að 60% hluta frá borholum í Reykja-
vík og nágrenni sem eru afskrifað-
ar að miklu leyti. Þannig má færa
rök fyrir því að eigið fé Orkuveitu
Reykjavíkur sé vanmetið.
Sjóðstreymi
Ekki er hægt að meta fjárhagslegan
styrk eða veikleika félags eingöngu
út frá niðurstöðum úr efnahags-
reikningi. Nauðsynlegt er að horfa
til sjóðstreymis. Sjóðstreymi Orku-
veitu Reykjavíkur byggir á sterk-
um grunni. Yfir 70% landsmanna
eiga í viðskiptum við fyrirtækið
vegna kaupa á raforku, dreifingu
rafmagns, heitu vatni, köldu vatni,
fráveituþjónustu eða ljósleiðara frá
Gagnaveitu Reykjavíkur. Hér er um
að ræða grunnþjónustu samfélags-
ins á afar hagstæðu verði. Neðan-
greint línurit sýnir þróun á verð-
skrá rafmagnssölu og heitu vatni
frá 1997-2009. Eins og þarna kemur
fram hefur á þessu tímabili orðið
raunlækkun á sölu á heitu vatni
sem nemur um 27% og 33% á sölu á
raforku til smásölu.
Raforkusala til stóriðju hefur
vaxið jafnt og þétt undanfarin ár
og er áætluð í útkomuspá ársins
um 5 milljarðar króna. Þessar tekj-
ur byggja á samningum um raf-
orkusölu, svokölluðum „take & pay“
samningum, þar sem kaupandinn
skuldbindur sig til að kaupa raf-
magnið óháð því hvort hann notar
það. Þessir langtímasamningar eru
í USD og tengdir álverði.
Tekjur að frádregnum rekstrar-
gjöldum, eða sem kallað er EBIT-
DA, eru áætlaðar á þessu ári 12
milljarðar króna. Þessari fjárhæð
er ætlað að standa undir greiðslu
vaxta og afborgana. Umræðan
undanfarið hefur meðal annars snú-
ist mikið um það hvort Orkuveita
Reykjavíkur geti staðið við skuld-
bindingar sínar gagnvart erlendum
lánardrottnum, þegar meirihluti
tekna er í íslenskum krónum.
Neðangreint súlurit sýnir hvern-
ig EBITDA stendur undir greiðslu
vaxta og afborgana erlendra lána
á yfirstandandi ári miðað við mis-
munandi gengi íslensku krónunn-
ar. EBITDA hækkar með lækkandi
gengi krónunnar þar sem um 20%
tekna eru í erlendum gjaldeyri og
vegna þessa stendur EBITDA undir
greiðslu vaxta og afborgana lang-
tímaskulda þótt gengi íslensku
krónunnar falli niður í 260 stig.
Vaxtakjör
Ástæða þess að EBITDA stendur
undir þessum greiðslum þrátt fyrir
að höfuðstóll skulda hafi vaxið um
108% vegna veikingar krónunnar
er fyrst og fremst afar hagstæð
vaxtakjör. Meðalvextir erlendra
lána Orkuveitu Reykjavíkur eru nú
1,15%. Vaxtakjör Orkuveitu Reykja-
víkur á langtímaláni frá Evrópska
fjárfestingabankanum sem undir-
ritað var 20.nóvember sl. eru örlít-
ið hærri. Orkuveitan hefur náð
að fjármagna fjárfestingar sínar
með langtímalánum, til allt að 25
ára með afar hagstæðum kjörum.
Nú þegar kreppir að skiptir þetta
höfuðmáli.
Nokkur umræða hefur verið um
áhættuna sem Orkuveitan býr við
vegna tengingar raforkusölusamn-
inga við álverð. Orkuveitan hefur
ekki keypt varnir til að tryggja sig
gagnvart lækkun álverðs en unnið
er að stefnumótun um m.a. grein-
ingu áhættuvarna vegna raforku-
sölusamninga og viðeigandi aðgerð-
ir, vegna vaxandi tekna tengdum
álverði. Sterk fylgni er á milli þró-
unar álverðs og vaxta og því hafa
útgjöld Orkuveitunnar lækkað
umtalsvert meira vegna lækkunar
vaxta en samsvarandi lækkun tekna
vegna lægra álverðs. Á árinu 2009
hafa vextir haldið áfram að lækka
en álverð hækkað. Gert er ráð fyrir
að vextir fari hækkandi þegar efna-
hagskreppan gefur eftir.
Fjárfestingar og fjármögnun
Á þessu ári nema fjárfestingar
Orkuveitu Reykjavíkur um 19
milljörðum króna og á næsta ári
er gert ráð fyrir rúmlega 18 millj-
arða fjárfestingum. Þessar fjárfest-
ingar eru fyrst og fremst vegna 5.
áfanga Hellisheiðarvirkjunar sem
er 90MW áfangi og fráveitufram-
kvæmda á Vesturlandi, Álftanesi og
Kjalarnesi. Fráveituframkvæmd-
irnar miða að því að koma fráveitu-
málum á þessum stöðum í sama
horf og er á höfuðborgarsvæðinu.
Þessar framkvæmdir eru mann-
aflsfrekar en gera má ráð fyrir að
um 1.500-2.000 mannár þurfi til að
byggja 90MW virkjun. Jafnframt
skapa fjárfestingar í virkjunum
gjaldeyristekjur til framtíðar.
Fjármögnun frá Evrópska fjár-
festingabankanum er fyrir helm-
ingi kostnaðar við 5. áfanga Hell-
isheiðarvirkjunar og helmingi
Hverahlíðavirkjunar en ekki ligg-
ur fyrir á þessari stundu hvort
farið verður í byggingu Hverahlíð-
arvirkjunar. Bindandi raforkusölu-
samningur liggur fyrir vegna raf-
orkuframleiðslunnar við 5. áfanga
en ekki Hverahlíðavirkjun.
Orkuveitan hefur einnig leit-
að til lífeyrissjóðanna í tengsl-
um við 10 milljarða skuldabréfa-
útboð til fjármögnunar á þessum
framkvæmdum.
Samantekt
Geta Orkuveitu Reykjavíkur til að
standa við skuldbindingar sínar er
sterk, fyrst og fremst vegna hárr-
ar framlegðar af rekstri félags-
ins, lágri vaxtabyrði og afborgan-
ir langtímalána dreifast á langan
tíma, eða 25 ár.
Gufuaflsvirkjanir Orkuveitu
Reykjavíkur á Nesjavöllum og
Hellisheiði hafa mjög háa fram-
legð. Þannig eru meira en 80% af
tekjum virkjunar eftir þegar allur
rekstrarkostnaður hefur verið
greiddur. Sjóðsflæði frá virkjun
sem komin er í fullan rekstur er
mjög hátt og því mikil geta til að
greiða vexti og afborganir þeirra
lána sem tekin eru til byggingar
þeirra. Gera má ráð fyrir að árleg-
ar tekjur 90MW virkjunar nemi um
3 milljörðum króna.
Nýr fjármögnunarsamningur
við Evrópska fjárfestingabankann
að fjárhæð 170 milljónir evra, eða
um 31 milljarður íslenskra króna,
styður ofangreinda niðurstöðu en
bankinn leggur sjálfstætt mat á
fjárhagsstöðu þeirra fyrirtækja
sem þeir lána til.
Lækkun á gengi íslensku krón-
unnar veldur því að lykiltölur fyrir-
tækisins versna mjög s.s. eigin-
fjárhlutfall. Rétt eins og með mörg
önnur fyrirtæki hér á landi skiptir
það Orkuveitu Reykjavíkur miklu
máli að gengi íslensku krónunn-
ar styrkist og vextir á innlendum
markaði lækki. Eiginfjárhlutfall
Orkuveitunnar verður lágt þar til
gengi krónunnar styrkist en við
10% styrkingu krónunnar hækk-
ar eiginfjárhlutfall í 20,3% að öðru
óbreyttu.
Það er von mín að þessar upp-
lýsingar gefi lesendum betri yfir-
sýn yfir fjárhagsstöðu Orkuveitu
Reykjavíkur.
Höfundur er framkvæmdastjóri
fjármála Orkuveitu Reykjavíkur.
Staðreyndir um fjárhagsstöðu OR
NVT
105
100
95
90
85
80
75
70
65
60
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009
Þróun gjaldskrár rafmagns og hita í samanburði við vísitölu neysluverðs
RafmagnHeitt vatn
Gengisvísitala
200 226 250 280 300
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Afborganir
langtímaskulda
EBITDAHandbært fé
frá rekstri
ANNA SKÚLA-
DÓTTIR
399,-
399,-
299,-
vél
299,-
399,-
29 ,-
399,-
ve æri
Marel Food Systems hf.
Birting lýsingar
Marel Food Systems hf. hefur birt lýsingu vegna útboðs á nýjum hlutum í
félaginu og töku hinna nýju hluta til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf.
Nálgast má lýsinguna næstu 12 mánuði á vef Marel Food Systems hf.,
www.marel.com. Prentuð eintök er hægt að nálgast hjá útgefanda, Marel
Food Systems hf., Austurhrauni 9, Garðabæ.
Hinir nýju hlutir í Marel Food Systems hf. verða seldir í hlutafjárútboði til
fagfjárfesta, dagana 26. og 27. nóvember 2009. Boðnir verða út allt að
92.400.000 nýir hlutir í Marel Food Systems hf. á verðbilinu 63-65 krónur á
hlut. Verði umframeftirspurn í útboðinu hefur stjórn Marel Food Systems
hf. áskilið sér rétt til þess að fjölga þeim hlutum sem boðnir verða til sölu í
útboðinu um allt að 46.200.000 hluti. Heildarfjöldi hluta sem seldir verða
í útboðinu er því að hámarki 138.600.000 hlutir. Stefnt er að því að hinir
nýju hlutir verði teknir til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. eigi síðar en
9. desember 2009.
Allir hlutir í Marel Food Systems hf., þar með taldir hinir nýju hlutir, eru
í einum flokki og eru jafnréttháir. Ákveði stjórn Marel Food Systems hf.
að fjölga ekki þeim hlutum sem boðnir verða til sölu verður heildarfjöldi
hluta í Marel Food Systems hf. að hlutafjárhækkun lokinni allt að
708.400.000 hlutir. Verði hlutum í útboðinu fjölgað að ákvörðun stjórnar,
verður heildarfjöldi hluta í Marel Food Systems hf. að hlutafjárhækkun
lokinni að hámarki 754.600.000 hlutir.
Nánari upplýsingar um útboðið og skilmála þess má finna í lýsingu Marel
Food Systems hf.
Garðabær, 25. nóvember 2009.