Fréttablaðið - 25.11.2009, Blaðsíða 19
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Ég keypti happdrættismiða af
skátunum haustið 1998, að því er
mig minnir, og hugsaði svo ekkert
meira út í það. Í byrjun maí árið
eftir var ég svo af rælni að skoða
happdrættismiðahrúguna sem ég
hef nú stundum bara hent án þess
að kíkja eftir vinningi en ákvað að
athuga þetta nánar og viti menn, ég
hafði unnið ferðavinning. Vinning-
urinn dugði í eitt ár svo við þurft-
um að hafa hraðar hendur til að
nota hann.“ Eftir nokkrar vanga-
veltur ákvað fjölskyldan að skella
sér í Disneyworld. „Við flugum
beint til Orlando og vorum þar í
viku og þræddum Disneygarðana.
Við fórum í Disney World, Animal
World og Sea World og drukkum í
okkur það sem fyrir augu bar. Ég
varð barn í annað sinn og hafði síst
minna gaman af ferðinni en níu ára
sonur minn. Svona ferð er algjört
ævintýri fyrir fjölskyldur.“
Fjölskyldan lagði svo land undir
dekk, leigði sér bílaleigubíl og ók
til St. Petersburg. „Þar bjuggum
við á fínu hóteli sem var í miðj-
um sundlaugargarði og það fannst
okkur ekki leiðinlegt, sérstaklega
þar sem þetta var í ágúst og
afskaplega heitt. Svo keyrðum við
bara um allt og nutum þess að vera
til.“
Hafdís hefur alltaf styrkt skát-
ana ásamt mörgum öðrum góð-
gerðafélögum og sér ekki eftir
því þótt annar eins vinningur hafi
ekki orðið fyrir henni, hvorki fyrr
né síðar. „Ég hugsa stundum um
hvað ég var heppin að kíkja á happ-
drættismiðann því annars hefð-
um við fjölskyldan misst af þess-
ari skemmtilegu ferð og það hefði
verið mikil synd.“ - bb
Skátarnir buðu fjölskyld-
unni í Disneyworld
Hafdís Ósk Sigurðardóttir barnabókahöfundur keypti sér happdrættismiða einu sinni sem oftar og var
næstum búin að missa af vinningnum. Fyrir vinninginn fór hún með fjölskylduna til Flórída.
Hafdís Ósk varð barn í annað sinn í Disney World og tók bæði Mínu og galdrahattinn með sér heim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
JÓLAKAFFI-TÓNLEIKAR Árnesingakórsins í Reykjavík verða
haldnir í Haukaheimilinu á Ásvöllum í Hafnarfirði sunnudaginn 29.
nóvember og hefjast klukkan 15. Kórinn syngur nokkur hátíðleg lög,
boðið verður upp á glæsilegt hlaðborð og síðan er safnast saman
við píanóið og sungin gömul og góð jólalög með börnunum. Einnig
verður haldinn basar en aðgangseyrir er 1.500 krónur.
Betra lof
betri lí
Airfree lofth
Byggir á nýr
• Frjókornum
• Vírusum o
• Gæludýrafl
• Er hljóðlau
• Tilvalið á he
Opið virka da
Lín Design, gamla sjónvarpshúsið Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Jólagjöfi n sem börnin elska
Sölufulltrúi:
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Fimmtudaga