Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 Þegar amma var ung eftir Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur hjúkrunarfræðing átti upphaf- lega að vera fræðslubók fyrir þá sem vinna með öldruðum, en endaði sem skemmtilegt samsafn af fróðleik um fyrri tíð. „Ég er hjúkrunarfræðingur á öldr- unardeild Landspítalans á Landa- kotsspítala og hef unnið mikið á hjúkrunarheimilum fyrir aldr- aða. Mér fannst stofnanatilveran hjá gömlu fólki heldur gleðilaus og hugsaði með mér þegar ég var að velja framhaldsnám að kannski gæti ég lært eitthvað í háskólan- um sem gæti hjálpað mér að bæta eitthvað úr því. Það hljómar mjög bjartsýnt en ég datt niður á aðferð- ir sem tengjast minningum fólks og lífssögu,“ segir Sigrún Huld og auðheyrt að þetta er henni hjartans mál. Aðferðinni lýsir hún svo: „Maður getur gert ýmislegt en ég byrjaði á því að vera með minningahópa. Þá er sest niður og gamlir tímar rifj- aðir upp. Ég hef verið með klukku- tímahópa einu sinni í viku þar sem setjast saman við borð tveir starfs- menn og fjórir til átta vistmenn. Stundum erum við með gamalt dót, ljósmyndir eða upplestur sem getur hjálpað okkur að rifja upp liðna tíð. Ég hef verið með gamla ferðatösku með mér sem ég tíni upp úr tvo til þrjá hluti sem tengjast daglegu lífi á árunum 1925-1955. Stundum ákveðum við að tala um til dæmis stríðsárin, jólin eða skólann en stundum byrjum við bara að tala og sjáum hvað gerist.“ Sigrún Huld segir að allir séu glaðir eftir tímann. „Eitt af því sem hjálpar fólki hvað mest er að það fá allir að vera persónur í stað þess að vera bara sjúkling- ar. Fólk fær að segja frá sínu lífi, sumir sem eru hrumir og gamlir fá að sýna sig þegar þeir voru ungir og sterkir. Stundum segir fólk frá erfiðum atburðum og missi sem oft leitar á þegar fólk er orðið gamalt og veikt og þá gerist það yfirleitt að allur hópurinn tekur þátt og fólk fær mikinn stuðning. Nú svo getur þetta líka hjálpað þeim að rifja upp sem eru farnir að tapa minni og hjálpað upp á sjálfsævisögulegt minni þeirra.“ Sigrún Huld fann að í þessu starfi hjálpaði það henni mjög mikið að vera fróð um gamla tím- ann og henni datt í hug að búa til fræðsluefni fyrir þá sem vinna með öldruðum en vita kannski ekki mikið um það sem var að gerast í lífi þeirra. Bókin veitir innsýn í daglegt líf Íslendinga á árunum 1925-1955 og er skipulega uppsett og geymir meðal annars íslensk- an og erlendan annál þessa tíma- bils þar sem minnst er á helstu viðburði hvers árs. „Ég fann að þegar ég fór að vinna bókina varð ég betri í því að tala við aldraða því meira sem ég vissi um þeirra tíma. Ég hugs- aði þetta sem fræðslu fyrir starfs- fólk í upphafi en allir hafa gagn og gaman af því að vita hvernig hlut- irnir voru fyrr á árum. Hvernig lífið gekk fyrir sig þegar amma var ung.“ Lífið þegar amma var ung Sigrún Huld með koffortið góða sem hún notar til að rifja upp liðna tíð. Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son ferðuðust um Ísland árin 1752- 1757 í þeim tilgangi að kanna nátt- úru landsins og landshagi og gera svo tillögur til úrbóta. Kóngurinn í Kaupmannahöfn styrkti þá til sumarferða en á veturna dvöldust þeir í Viðey hjá Skúla fógeta. Eitt markmið ferðanna var að athuga villutrú alþýðufólks og af- sanna sögur um skrímsli, fyrir- burði og hinar ýmsu fordæður sem áttu að leynast í vötnum og fjöllum og landinu öllu. Eggert var helsti talsmaður upp- lýsingarinnar hér á landi og fyrsti Íslendingurinn sem fékk prófgráðu í náttúrufræði. Það var hann sem skrifaði frægar ferðasögur þeirra Bjarna upp úr dagbókum og skýrsl- um. Sú bók kom fyrst út á dönsku árið 1772 undir heitinu Vice-Lav- mand Eggert Olafsens og Land- Physici Biarne Povelsens Reise igi- ennem Island. Bókin kom ekki út á íslensku fyrr en 1943 undir heitinu Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi. Frægasta för þeirra var líklega upp á Heklu en það gerðu þeir fyrstir manna svo vitað sé og þótti mikil glæfraför. Evrópskir munkar trúðu því margir hverjir að þar væri að finna fordyri hel- vítis og sjálfur djöfullinn stæði á fjallstoppinum. Sú villutrú var þó ekki viðtekin á meðal Íslendinga enda voru eldsumbrot alvanalegir viðburðir fyrir þeim. Eggert Ólafsson samdi líka Búnaðarbálk sem allir grunn- skólanemar eiga að þekkja, 160 erinda kvæði sem fjallar um leti og ómennsku í Eymdaróði og dá- sömun náttúrunnar í Náttúrulyst en endar á því að lýsa ungum fyrirmyndarbónda í Munaðar- dælu. Eggert dó í sjóferð árið 1768. - nrg Boðuðu hagnýta þekkingu „Fyrst heyrðum við þungan dynk undir fótum okkar. Var hann líkastur sem hleypt væri af fallbyssu í fjarlægð. Dynkir þessir voru alls fimm og fóru vaxandi og kipptist jörðin til um leið.“ Úr Ferðabók Eggerts og Bjarna. FRÉTA BLA Ð IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.