Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 2009 7fræðirit ● fréttablaðið ●
„Þessi bók hafði byltingarkennd
áhrif á alla hugsun manna um vís-
indasögu og vísindaheimspeki,
strax þegar
hún kom út árið
1962 ,“ segir
Stefán Páls -
son sagnfræð-
ingur um eftir-
lætisfræðibók
sína, Um gerð
vísindabyltinga
(The Structure
of Scientific Revolutions) eftir
Thomas S. Kuhn.
„Í bókinni tekur Kuhn sólmiðju-
kenningu Kóperníkusar sem dæmi
um það hvernig sýn okkar á nátt-
úruna þróast ekki smátt og smátt
heldur gjörbreytist í skyndileg-
um stökkum eða byltingum,“
segir Stefán. „Þessar hugmynd-
ir um snögga og róttæka endur-
skoðun hugmynda og gilda féll
vel í kramið hjá uppreisnaræsku
sjöunda áratugarins og vesal-
ings Kuhn uppgötvaði sér til mik-
illar skelfingar að hann var orð-
inn fyrirmynd hippa og róttæk-
linga, sem hann kærði sig ekkert
um enda enginn byltingamaður í
pólitískum skoðunum. En bókin
stendur enn fyrir sínu.“ - kg
Hafði byltingarkennd áhrif
Stefán Pálsson.
Thomas S. Kuhn
„Ég held að engin fræðirit hafi
haft jafn mikil áhrif á mig og Al-
fræðisafn AB, sem Almenna bóka-
félagið gaf út á íslensku í kring-
um árin 1966 til
1968,“ segir Ill-
ugi Jökulsson,
rithöfundur og
fjölmiðlamað-
ur með meiru,
spurður um
sitt eftirlætis-
fræðirit.
Illugi segist
ekkert hafa þráð
heitar þegar hann var átta ára en
að eignast Alfræðisafnið, sem voru
tólf til fimmtán bækur. „Þetta
voru stórar og miklar
myndabækur um him-
ingeiminn, mannslíkam-
ann, jörðina og öll vís-
indaleg efni. Öðlingur-
inn hún móðir mín lét það
eftir mér að kaupa allar
bækurnar, en þær hafa
vafalaust verið rándýr-
ar og stór biti fyrir ein-
stæða móður. Svo lá ég
í þessum bókum árum saman og
kunni þær næstum utanbókar.
Mér þætti dálítið skrýtið að
sjá son minn, sem nú er
á svipuðum aldri, liggja
í svona bókum en engu
öðru, en það gerði ég
mér til mikillar ánægju.
Flest sem ég veit um vís-
indi er enn byggt á þess-
um ágætu bókum, þótt
þær séu að mörgu leyti
orðnar úreltar,“ segir
Illugi. - kg
Þráði ekkert heitar
Illugi Jökulsson. Alfræðisafn AB var hafsjór upplýsinga
um vísindi fyrir hinn átta ára Illuga.
„Uppáhaldsfræðibókin er sú sem
ég er mest innblásin af hverju
sinni,“ segir Þorgerður Einars-
dóttir, prófessor
í kynjafræði.
Sú bók sem
heillar Þorgerði
mest í augna-
blikinu er Innan
áru kynjajafn-
réttis: Vinnu-
menning, kynja-
tengsl og fjöl-
skylduábyrgð
eftir Gyðu Margréti Pétursdótt-
ur, sem er fyrsta doktorsritgerðin
í kynjafræði frá Háskóla Íslands.
„Í bókinni er lýst hvernig bæði kyn
sveipa um sig áru jafnréttis, eða
orðræðu jafnréttis, því ójafnrétti
er ekki félagslega viðurkennd-
ur valkostur í nútímasamfélagi,“
segir Þorgerður. „Bókin spann-
ar allt lífið, íslenskt atvinnulíf og
vinnumenningu, launin, einkalíf-
ið, verkaskiptinguna, frítímann,
menninguna, börnin og svo fram-
vegis. Hún er fræðilega sterk með
nýjustu sjónarmið fræðanna og
fléttar kynjavíddina listilega vel
saman við hefðbundna þekkingu.
Hún er líka aðferðafræðilega sterk
með góðan vísindaheimspekileg-
an grunn og góða innistæðu fyrir
ályktunum og niðurstöðum. Bókin
er fræðileg nýsköpun með hagnýtt
gildi eins og það gerist best,“ segir
Þorgerður. - kg
Fræðileg nýsköpun
Gyða Margrét Pétursdóttir, höfundur
doktorsritgerðar í kynjafræði við HÍ.
Þorgerður
Einarsdóttir.
Í MESTU UPPÁHALDI
Bók fyrir fólk á aldrinum 10 til 106 ára sem hefur
gaman af að hugsa.
Hver rakar rakarann sem rakar alla sem raka sig
ekki sjálfir?
Hvað varð um týnda jólasveininn?
Er hægt að koma sjö krökkum á sex stóla,
þannig að hver hafi sitt sæti?
Getum við ferðast inn í fortíð eða framtíð og
snúið aftur?
Er talan níu tengd afmælisdögum alls frægs
fólks?
Þessar spurningar og miklu fleiri eru settar fram í bókinni
AHA! Ekki er allt sem sýnist. Í henni eru furðulegar þrautir og
þversagnir fyrir alla sem eru klárir og skemmtilegir.
Heimur hf. 512-7575, Pantanir: aha@heimur.is
Aha - þá þarftu ekki að leita lengur að jólagjöfinni fyrir þá!
JÓLABÆKURNAR
ERU ÓDÝRARI
Í OFFICE 1
Skeifan, Smáralind, Korputorg, Hafnarfjörður, Selfoss, Egilsstaðir og Akureyri.
®
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
2
20
4