Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 2009 3
Skólavefurinn hefur
verið leiðandi í
gerð vefefnis fyrir
skóla. Með tíman-
um eignaðist vef-
urinn margar hljóð-
bækur og út frá því
var stofnuð síðan
hlusta.is. Nú hafa
þessir tveir vefir
tekið höndum saman
annað árið í röð og
bjóða upp á fallegar
og góðar jólagjafir sem kosta lítið
sem ekkert.
„Enn sem komið er er þetta í
þremur flokkum. Við erum með
bækur, hljóðdiska og dagatöl,“
segir Páll Guðbrandsson markaðs-
stjóri. „Dagatöl hafa verið vinsæl-
ust hjá krökkunum. Hljóðbækurn-
ar eru sennilega veglegasta gjöfin.
Þeim er hægt að hlaða niður og
eini kostnaðurinn er tómur diskur.
Einnig er hægt að ná í kápur sem
má prenta út. Þetta verður alveg
eins og keypt út úr búð, virkilega
flott,“ segir Páll.
Hljóðdiskarnir eru hugsaðir til
niðurhals og geisladiskagerðar, en
dagatölin og bækurnar til útprent-
unar og skreytingar. Það eina sem
þarf er tómur geisladiskur eða
prentari. Hægt er að nálgast efnið
endurgjaldslaust í gegnum www.
skolavefur.is og fá allar nánari
leiðbeiningar um framkvæmd og
hugmyndir að útfærslum.
„Upphaflega varð þessi hug-
mynd til í fyrra rétt
eftir hrun. Við vild-
um aðstoða fólk
sem gat ekki keypt
mikið af jólagjöfum
að búa til eitthvað
fallegt. En einnig
erum við að reyna
að útrýma þeirri
kreddu að hljóðbæk-
ur séu bara fyrir þá
sem hafa aðgang að
Blindrabókasafninu
hér á landi,“ segir Páll.
Þeir sem vilja geta komið á
Bókasafn Seltjarnarness hinn 10.
desember klukkan 17.00 en þá ætla
vefirnir tveir að vera með jóla-
verkstæði og bjóða fólki aðstoð við
að búa jólagjafirnar til. Þar verða
geisladiskar og kápur til taks og
annar efniviður sem getur nýst
við gjafasmíðina. Allir velkomnir,
ungir sem aldnir.
niels@frettabladid.is
Bjóða upp á næstum því
ókeypis jólagjafir
Skólavefurinn og hlusta.is bjóða upp á praktískar og persónulegar jólagjafir í ár. Auðveldlega má búa til
góða gjöf með hjálp tölvutækninnar, hvort heldur sem er bækur, dagatöl eða hljóðdiska.
Jökull Sigurðsson framkvæmdastjóri og Páll Guðbrandsson, markaðsstjóri hjá Skólavefnum, vilja gefa fólki kost á að gefa ódýrar
en skemmtilegar jólagjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hjálparstarf kirkjunnar sinnir
hjálparstarfi bæði innanlands
og utan og fyrirtæki hafa úr
nokkrum möguleikum að velja,
vilji þau styðja gott málefni.
„Fyrir nokkrum árum stofnuðum
við Framtíðarsjóð fyrir íslensk
ungmenni en skjólstæðingar hans
eru 16-20 ára. Foreldra skjólstæð-
inga Framtíðar-
sjóðsins skortir
yfirleitt mennt-
un en það tengist
oft því að vera í
láglaunastarfi
og mörg hafa
því af efnahags-
legum ástæð-
um ekki getað
stutt börn sín til
náms. Hjálpar-
starfið hefur reynt að rjúfa þenn-
an vítahring og veitt ungmennum
forgang sem ekki fá námsstuðn-
ing frá hinu opinbera með greiðslu
skólagjalda og bókakaupum vegna
framhaldsskólanáms sem er ekki
lánshæft,“ segir Bjarni Gíslason,
upplýsinga-og fræðslufulltrúi
Hjálparstarfs kirkjunnar. Hann
segir enn fremur að fyrirtæki
hafi verið mjög dugleg að styrkja
þetta starf sem og önnur innlend
og erlend.
„Bjarni segir það nú algengt
að fyrirtæki sendi ekki út jóla-
kort eða gefi ekki jólagjafir held-
ur láti andvirði þess renna til góðs
málefnis. „Við erum svo heppin að
margir hafa munað eftir okkur.“
Hann segir starfið erlendis líka
mikilvægt. „Okkur Íslendinga
hefur aldrei skort vatn en víða um
heim er skorturinn mjög mikill. Í
þorpi í Malaví getur einn brunn-
ur breytt lífi þorpsbúa því hrein-
læti verður betra. Þetta léttir líka
vinnuálaginu á konur og stúlkur.
Stúlkur geta farið í skóla og konur
sinnt betur uppeldi.“
Á Indlandi eru mörg börn í
þrælavinnu vegna skulda og kúg-
unar fátækra foreldra sinna og
þau látin vinna fyrir léleg laun við
vondar aðstæður. Það má eiginlega
segja að þau séu veðsett. Bjarni
segir að Hjálparstarf kirkjunnar
leysi þessi börn úr skuldaánauð.
„Verkefninu er þó ekki lokið því
að fræða þarf foreldra og börn
um réttindi sín og veita þeim lang-
tímastuðning. Foreldrar fá hjálp til
að auka tekjur og hvert þrælabarn
er búið undir almenna skólagöngu.
Þetta er nýtt líf og ekkert annað,“
segir Bjarni sem segir starf sitt
skemmtilegt. „Það er stórkostlegt
að geta sinnt því að hjálpa þeim
sem minna mega sín að öðlast nýtt
líf, sérstaklega vegna þess að það
þarf svo lítið til.“ unnur@frettabladid.is
Styðja við framtíðarbörn
Bjarni Gíslason Hægt er að styrkja ýmis góð málefni í gegnum vef hjálparstarfsins www.help.is. Til
dæmis er hægt að gefa fjölskyldum í Afríku geit.
Sölufulltrúi:
Jóna María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is
sími 512 5473
Laugardaga
Létt Bylgjan kemur
þér í jólaskap
Bragi Guðmundsson og Jóhann Örn Ólafsson
spila uppáhalds jólalögin þín, alla virka daga frá 8 - 18