Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 34
22 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is GEORGE BEST LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 2005. „Ég eyddi fullt af peningum í áfengi, stelpur og hrað- skreiða bíla. Restinni sóaði ég.“ George Best var norður-írsk- ur landsliðsmaður í knatt- spyrnu. Hann þótti einn allra besti knattspyrnumað- ur heims en var auk þess orð- aður við mikla drykkju og kvennafar. MERKISATBURÐIR 1491 Umsátur hefst um Gran- ada, síðustu borg Mára á Spáni. 1867 Alfred Nobel fær einka- leyfi á dínamítinu. 1902 Stanley, fyrsti vélbáturinn á Íslandi, er sjósettur. 1975 Súrínam fær sjálfstæði frá Hollandi. 1989 Hellarannsóknafélag Ís- lands er stofnað í Reykja- vík. 1993 Messósópransöngkonan Teresa Berganza kemur fram á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói. 1999 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ákveður að 25. nóvember skuli vera al- þjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þennan dag árið 1961 var Sundlaug Vesturbæjar í Reykjavík vígð að við- stöddum borgarfulltrúum, íþróttamönnum og öðrum sem höfðu beitt sér fyrir því að sundlaugin yrði gerð. Birgir Kjaran, alþingis- maður og formaður bygg- ingarnefndar, flutti ræðu og rakti aðdragandann að byggingunni. Hugmyndin um sundlaug í Vesturbænum mun fyrst hafa komið fram árið 1939 þegar KR eignaðist lóð við Kaplaskjólsveg og gerði þá ráð fyrir sundlaug. Íþróttabandalag Reykjavíkur sendi árið 1946 áskorun til bæjarstjórnar um að sund- laug yrði gerð og eftir það fór að komast skriður á málið. Árið 1953 var skipað í tvær nefndir vegna bygging- arinnar; önnur var bygging- arnefnd, skipuð af borgar- stjórn Reykjavíkur, hin var fjáröflunarnefnd tilnefnd af Íþróttabandalagi Reykja- víkur. Í árslok 1953 höfðu safnast 150 þúsund krónur en auk þess lagði Reykja- víkurborg til fé. Söfnunarféð var notað til að kaupa lista- verk í afgreiðslusal og til að kaupa stórt fiskabúr sem var sett upp í anddyri laugarinnar. Það var gestum til augnayndis í fjöldamörg ár. Sundlaugin er í dag búin 25 metra aðallaug, 12,5 metra barnalaug, þremur heitum pott- um, nuddpotti, eimbaði, gufubaði og barnarennibraut. ÞETTA GERÐIST: 25. NÓVEMBER 1961 Sundlaug Vesturbæjar vígð Inga Dóra Björnsdóttir, doktor í mannfræði, hefur lagt sitt af mörk- um til að gera íslenskum kjarnorku- konum skil. Bók hennar um Ólöfu eskimóa kom út árið 2004 og nú er bókin Kona þriggja eyja um Ásu Guð- mundsdóttur Wright, velgjörðarkonu íslenskra vísinda, komin út. Í tilefni þess mun Inga Dóra segja frá stuðn- ingsstarfi Ásu við náttúruvernd og vísindi í opnum fyrirlestri í Háskóla Íslands í hádeginu í dag auk þess sem sýning með munum úr safni Ásu verð- ur opnuð í Þjóðminjasafni Íslands á laugardag. En hver var Ása Wright? „Íslensk- ir vísindamenn þekkja hana vel en hún er kannski ekki jafn þekkt meðal almennings,“ segir Inga Dóra. „Hún var læknisdóttir úr Stykkis- hólmi sem hélt ung til Englands þar sem hún lærði hjúkrun. Hún giftist breskum lögfræðingi og varð hefð- arfrú í Cornwall. Þar stofnaði hún öflugt kvenfélag og létu þau hjón- in mikið að sér kveða. Þau þraukuðu seinni heimsstyrjöldina í London en fluttu úr gráma eftirstríðsáranna til Karíbahafseyjarinnar Trínidad rétt undan norðausturströnd Venesúela og keyptu þar búgarð inni í frumskógi,“ lýsir Inga Dóra og heldur áfram: „Á búgarðinn heimsótti þau bandaríski vísindamaðurinn William Beebe sem var búinn að koma upp rann- sóknarstöðvum á vegum New York Zoological Society víða um heim og aðstoðaði eiginmaður Ásu hann við að kaupa land skammt frá. Þar kom hann á fót rannsóknarstöð og þangað fóru að streyma bandarískir og bresk- ir náttúruvísindamenn til að vinna að rannsóknum. Margir þeirra bjuggu á búgarði Ásu og eiginmanns henn- ar og urðu þeir þess fljótlega vísir að landið þeirra var óviðjafnanlegt og dýra-, fugla- og plöntulíf engu líkt.“ Inga Dóra segir vísindamennina þó ekki aðeins hafa sóst eftir að stunda rannsóknir heldur líka í félagsskap Ásu, sem var sterkur og litríkur persónuleiki. Ása varð ekkja árið 1955 og árið 1966, þegar hún var farin að missa heilsuna, var farið af stað með söfnun til að kaupa landið af henni. Það var síðan fyrsta náttúrufriðland í Karíba- hafinu og er í dag þjóðarstolt Tríni- dadbúa. Landið heitir Asa Wright Nature Center og dregur að sér fjölda gesta. Þrátt fyrir sextíu ára dvöl á erlendri grund hafði Ása ekki gleymt Íslandi. Hún átti enga afkomendur og gaf Vís- indafélagi Íslendinga tuttugu þúsund Bandaríkjadali á fimmtíu ára afmæli félagsins hinn 1. desember árið 1968 og stofnaði Verðlaunasjóð Ásu Guð- mundsdóttur Wright til minningar um eiginmann sinn, foreldra, systkini og nánustu ættingja. Verðlaun hafa verið veitt íslenskum vísindamanni á hverju ári síðan og eru þau talin einn mesti heiður sem íslenskum vísinda- og fræðimönnum getur hlotnast. Þá gaf Ása Þjóðminjasafni Íslands sams konar upphæð, auk þess sem hún sendi muni úr innbúi sínu yfir hafið en hún var af hefðarheimili og átti mikið af dýrgripum.“ Inga Dóra uppgötvaði Ásu árið 1968 þegar hún rakst á glerskáp með munum hennar í kjallara Þjóðminja- safnsins. Ekki hefur verið haldin formleg sýning á þeim fyrr en nú. vera@frettabladid.is INGA DÓRA BJÖRNSDÓTTIR: HELDUR MINNINGU ÁSU WRIGHT Á LOFTI Velgjörðarkona vísinda Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðfinnur Sigurður Sigurðsson fyrrv. lögregluvarðstjóri og forvarnar- fulltrúi, Hátúni 12, Reykjavík, lést miðvikudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 27. nóvember, klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Helen Sigurðsson Sigurður Kr. Guðfinnsson Aldís Hugbjört Matthíasdóttir Stefán Birgir Guðfinnsson Rositsa Slavcheva Guðfinnsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Helga Björg Guðfinnsdóttir Ingólfur Marteinn Jones barnabörn og barnabarnabarn. Eiginkonan mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, Magnea Thomsen Lundi 1, Kópavogi, áður til heimilis að Ennishlíð 4 í Ólafsvík, lést sunnudaginn 15. nóvember. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina Sumargjöf í Ólafsvík. Guðmundur J. Sveinsson Sigurður Sveinn Guðmundsson Guðrún Jenný Sigurðardóttir Anna Margrét Guðmundsdóttir Unnar Freyr Bjarnason Tómas Guðmundsson Sonja Erna Sigurðardóttir og barnabörn. MOSAIK Við sendum öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Astrid Skarpaas Hannesson. Sérstakar þakkir til þeirra sem heiðruðu minningu hennar, einnig starfsfólks Seljahlíðar fyrir hlýlega og góða umönnun. Hannes Jóhannsson Kristín Einarsdóttir Gunhild Hannesson Sigurvin Ólafsson Jóhann Hannesson Rósa Sævarsdóttir Ásta Hannesdóttir Andreas Lemark Linda Sunde Peter Sunde Finnur Ólafsson Þórunn Perla, Hannes Hugi, Karin Kristín, Sofie, Margrete, Magnus og Sonja. ÁTTI FJÖLMARGA DÝRGRIPI Ása Wright var í mörg ár að senda muni úr innbúi sínu til Íslands en sýning með mununum verður opnuð í Þjóðminjasafninu á laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFMÆLI CHRISTINA APPLEGATE leikkona er 38 ára. ÞÓREY SIG- ÞÓRSDÓTTIR leikkona og kennari er 44 ára. HANNES SMÁRASON athafna- maður er 42 ára. Bjartur bókaforlag gefur út tíu ný íslensk skáld- verk í ár sem met í sögu forlagsins. Höf- undar lesa upp úr sjö þessara verka klukkan átta í kvöld á Sólon í Banka- stræti. L esið verður upp úr eftirfar- andi bókum: Aþena (ekki höfuðborg- in í Grikk- landi;), Fær- eyskur dansur, Heim til míns hjarta, Mynd af Ragnari í Smára, Spor, Harmur englanna og Góði elskhuginn. Hver höfundur les í tíu mínútur. Upplestur á Sólon STEINUNN SIGURÐAR- DÓTTIR Les upp úr bók sinni Góði elsk- huginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.