Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 38

Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 38
26 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > LÍKIR LEIKARAR Leikararnir Toby Maguire og Jake Gyllenhaal leika bræður í kvikmyndinni Brothers. Í ný- legu viðtali sagði Gyllenhaal að það hafi oft gerst að fólk haldi hann vera Spiderman. „Fólk hefur sagt við mig að ég líkist Toby mikið og marg- ir halda að ég sé Spiderman. En til að koma í veg fyrir frek- ari misskilning þá er ég ekki Spiderman.“ Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennslu- diskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sig- urðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrót- inni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. „Halldóra er þaulvön, en ég byrjaði bara í fyrra og þegar ég missti vinnuna fór ég að hugsa um þessa bók. Við Hall- dóra fórum á stúfana og söfnuðum alls konar uppskriftum frá prjóna- konum héðan og þaðan af landinu og einum karli sem við erum mjög stoltar að hafa fundið,“ segir Erla, en í bókinni gefa átján prjónarar uppskriftir sínar auk höfundanna. Ein af þeim er Ragnheiður Eiríks- dóttir, en hún er nú að gefa út DVD- diskinn Prjónum saman. Diskur- inn er sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi, með prjónakennslu á íslensku. „Þetta er eitthvað sem hrein- lega vantaði í okkar prjónaflóru svo ég ákvað bara að sinna þessu. Mér rann blóðið til skyldunnar,“ segir Ragnheiður og hlær. „Það er til mjög mikið af myndböndum á netinu sem fólk nýtur sér, en það eru alls ekki allir sem treysta sér til að nota leiðbeiningar á ensku,“ segir Ragnheiður, en á disknum fer hún yfir rúmlega fjörutíu aðferðir í prjóni fyrir byrjendur og lengra komna. Það er nokkuð ljóst að algjört prjónaæði ríkir á Íslandi um þess- ar mundir og aðspurðar segja bæði Erla og Ragnheiður það tengjast kreppunni að einhverju leyti. „Sjálf byrjaði ég að prjóna til að sinna sköpunarþörfinni. Ég fann loksins þörfina í gegnum mömmu og Hall- dóru sem eru báðar mjög vanar. Þetta er bara smitandi og það er rosalega gaman að sjá sína afurð verða til í höndunum. Kannski er það líka einhver tilfinning núna í kreppunni, einhver nægjusemi,“ segir Erla og Ragnheiður tekur í sama streng. „Ég held að það hafi verið komin ákveðin prjónabylgja í gang fyrir hrun og heimskreppuna miklu, en síðan hafi þetta náð miklu meiri útbreiðslu eftir hrun. Fólk er kannski meira að leita inn á við og að einhverri iðju sem er þægileg og skilur eitthvað eftir sig,“ segir Ragnheiður. alma@frettabladid.is Mikil gróska í prjónaskap PRJÓNAKONUR Þær Erla Sigurlaug og Ragnheiður Eiríksdóttir ætla að kenna Íslendingum þá list að prjóna. Erla gefur út bók en Ragnheiður DVD-disk. Sjá má frekari upplýsingar á síðum þeirra, blog.eyjan.is/ragnheidur og prjonaperlur.blogspot.com FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Hugmyndin er að koma íslenskum kvenkynshönn- uðum á framfæri og láta gott af okkur leiða um leið,“ segir Þorbjörg Mar- inósdóttir blaðamaður, en hún stendur fyrir hönn- unarpartíi á b5 fimmtu- daginn 3. desember. Þar munu íslenskir kven- kynshönnuðir kynna og selja vörur sínar og hver hönnuður mun gefa eina vöru til góðgerð- armála. Þá er fólk hvatt til að mæta með lítinn jólapakka merktan aldri og kyni sem mun fara til þeirra sem minna mega sín. „Ég hef á hverju ári sett gjafir undir tréð í Smáralind fyrir börn og unglinga sem fá annars fáar eða engar gjafir. Það er nokkuð ljóst að þörfin hefur aldrei verið eins mikil og í ár og því ákvað ég að sam- eina ástríðu mína fyrir góð- gerðamálum og íslenskri hönn- un,“ segir Þorbjörg. „Þetta er í fyrsta sinn sem Designer Desember er haldið. Það hefur verið gífurlega vel tekið í þetta bæði af hönnuðum og gestum og því aldrei að vita nema þetta verði árlegt. Ég þurfti því miður að vísa ansi mörg- um hönnuðum frá vegna pláss- leysis og er alveg miður mín yfir því að geta aðeins boðið broti af þeim sem vildu vera með að taka þátt. Ég er því að skoða möguleikann á því að hafa þetta tvö skipti í desem- ber,“ útskýrir hún. Alls verða fimmtán hönnuðir með að þessu sinni og þar á meðal eru E-label, Gyðja, Emami, Nakti apinn og Volcano design. „Það er frítt inn og verð- ur stelpulegur jólakokkteill í boði Smirnoff. Eldhúsið verð- ur opið lengi fyrir svanga við- skiptavini og klukkan 22 tekur sjarmörinn Sjonni Brink við með ljúfum tónum fram eftir kvöldi,“ segir Þorbjörg og vonast til að sjá sem flesta á b5 milli klukkan 18 og 21, 3. desember. - ag Hönnuðir láta gott af sér leiða LÆTUR GOTT AF SÉR LEIÐA Þorbjörg sameinar ástríðu sína fyrir góðgerðamálum og íslenskri hönnun með hönnunarpartíi á b5 3. desember. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíði borða fyrir fyrirtæki og heimili. Við smíðum borð algjörlega eftir þínu máli svo sem borðstofuborð, sófaborð og fundarborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 ÁHRIF BANKA Á REKSTRARUMHVERFI Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja Þorsteinn Þorsteinsson, stjfm. Bankasýslu ríkisins Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arion banka Ásmundur Stefánsson, forstjóri Landsbankans (NBI hf.) GRAND HÓTEL, GULLTEIGUR Fundarstjóri er Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Fundargjald með morgunverði er kr. 2.900. Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að skrá þátttöku fyrirfram á www.vi.is eða með tölvupósti á birna@vi.is. Framsögumenn: MORGUNVERÐARFUNDUR KL. 8:15 - 10:00 FIMMTUDAGINN 26. NÓV 2009 Í pallborði sitja ásamt Þórði og Birnu: Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlsson Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.