Fréttablaðið - 25.11.2009, Side 42
30 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
FÓTBOLTI Liverpool er úr leik í
Meistaradeildinni eftir úrslit gær-
kvöldsins en það varð ljóst þegar
heimamenn í Fiorentina unnu 1-0
sigur á Lyon. Það nægði því ekki
enska liðinu að vinna Debrec-
en í Ungverjalandi. Á sama tíma
fóru Evrópumeistarar Barcelona
illa með lærisveina José Mourin-
ho í Inter og eru fyrir vikið komn-
ir í allt aðra og betri stöðu í sínum
riðli. Fiorentina var annað tveggja
liða sem tryggðu sér sæti í sex-
tán liða úrslitunum því Arsenal er
komið þangað líka eftir 2-0 sigur á
Standard Liege.
Liverpool-menn vonuðust eftir
litlu kraftaverki fyrir leik en það
leit ekki dagsins ljós. Þeir þurftu
alltaf á treysta á Frakkana en
Lyon brást þeim í gær. Miðað við
frammistöðu Liverpool í gær þá
er það þó ekki mikill missir fyrir
Meistaradeildina að liðið skuli ekki
vera í hópi þeirra sextán bestu.
Liverpool kláraði sitt verkefni
en þó ekki með miklum stæl því
sóknarþungi liðsins var ekki mik-
ill á móti langslakasta liði riðils-
ins. Liverpool fékk ekki mörg færi
í leiknum og var síðan heppið að fá
ekki á sig jöfnunarmark í lokin.
„Þú uppskerð það sem þú átt skil-
ið í fótbolta. Aðalvonbrigðin voru að
þurfa að teysta á önnur lið,“ sagði
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool,
eftir leik. „Meistaradeildarbikar-
inn er stærsti bikarinn sem liðið
stefnir á í upphafi tímabils og þetta
eru því mikil vonbrigði. Eina hugg-
unin okkar er að við getum unnið
Evrópudeildina,“ sagði Gerrard.
Sigurmark Liverpool kom eftir
aðeins fjögurra mínútna leik þegar
David N’Gog fékk skallasendingu
frá Jamie Carragher eftir horn-
spyrnu og afgreiddi boltann í netið
með hælnum.
Fiorentina slapp við það að fara
í úrslitaleik á móti Liverpool á
Anfield í lokaumferðinni með því
að vinna 1-0 sigur á Lyon á heima-
velli. Eina mark leiksins skoraði
Juan Vargas úr vítaspyrnu eftir
hálftíma leik en ítalska liðið var
sterkari aðilinn í leiknum og átti
sigurinn skilinn á móti Lyon sem
var þegar komið áfram.
Skömmu áður en Vargas skoraði
höfðu Ítalirnir átt tvö stangarskot
á 30 sekúndna kafla.
Liverpool-menn geta huggað sig
við það að það verða fleiri Evrópu-
kvöld á Anfield í vetur því liðið
kemur inn í Evrópudeildina eftir
áramót.
„Við erum vonsviknir. Við urðum
að klára okkar verkefni sem við
gerðum en því miður voru úrslitin
í hinum leiknum okkur ekki hag-
stæð. Við fengum á okkur tvö mörk
í lokin í leikjunum á móti Lyon og
það réð úrslitum í þessum riðli,“
sagði Rafael Benitez, stjóri Liver-
pool. „Við eigum eftir að bæta okkar
leik þegar menn koma til baka úr
meiðslum og ég er hundrað prósent
viss um að við endum meðal fjög-
urra efstu í úrvalsdeildinni,” sagði
Benitez.
Barcelona vann öruggan 2-0 sigur
á Inter á Camp Nou þar sem heima-
menn fóru á kostum og yfirspiluðu
Ítalina í fyrri hálfleik. Barcelona
þurfti ekki á stórstjörnunum Lionel
Messi og Zlatan Ibrahimovic að
halda en þeir voru tæpir fyrir leik-
inn og Pep Guardiola gat leyft sér
að hvíla þá fyrir El Clasico á móti
Real Madrid á sunnudaginn.
Börsungar eru fyrir vikið komn-
ir í allt aðra og betri stöðu í sínum
riðli. Barcelona er nú með tveggja
stiga forskot á Inter og Ruben
Kazan sem eru jöfn að stigum.
Inter tekur einmitt á móti Rússun-
um í lokaumferðinni á San Siro sem
verður einn af stórleikjum hennar.
Arsenal tryggði sér endanlega
sæti í útsláttarkeppninni með 2-
0 sigri á Standard Liege en Ars-
enal-liðinu nægði jafntefli til
að tryggja sig áfram. Standard
Liege getur enn náð Olympiacos
en þarf þá að treysta á Arsenal í
lokaumferðinni.
Stuttgart og Unirea Urziceni
mætast í hreinum úrslitaleik í loka-
umferðinni um sæti í næstu umferð
eftir að liðin unnu sína leiki í kvöld.
Rangers er hins vegar úr leik og
endar í neðsta sæti síns riðils eftir
0-2 tap fyrir Stuttgart á heimavelli.
ooj@frettabladid.is
sport@frettabladid.is
Pantaðu
í síma
565 600
0
eða á w
ww.som
i.is
Frí heim
sending
*
FRÁ SÓMA ER KOMINN
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið einn af fáum ljósum punktum í
annars fremur lélegu tímabili hjá enska B-deildarliðinu Reading til
þessa. Liðið lyfti sér reyndar upp úr fallsæti um helgina með góðum
2-1 sigri á Blackpool þar sem Gylfi skoraði fyrsta mark leiksins.
Núverandi samningur Gylfa við Reading rennur út í lok leik-
tíðarinnar en hann hefur þó átt í viðræðum við félagið um nýjan
samning.
„Félagið hefur boðið mér nýjan samning og ég tel góðar líkur
á því að við klárum þetta mál í vikunni,“ sagði Gylfi í samtali við
Fréttablaðið í gær. „Mér líst mjög vel á samninginn enda er hann
stór og fínn. Hann er reyndar helst til langur en ég held að mér
takist að stytta hann og að hann verði annað hvort til
tveggja eða þriggja ára.“
Gylfi er fæddur árið 1989 og varð því tvítugur
í ár. Hann getur ekki neitað því að hann er í
nokkuð góðum málum hjá Reading.
„Jú, þetta er búið að ganga ágæt-
lega. Liðið byrjaði reyndar illa á
tímabilinu en það hefur verið að
spila betur í undanförnum leikjum og er byrjað að klífa upp töfluna.
Það eru margir nýir leikmenn hjá liðinu og nýr þjálfari og það tók
sinn tíma að koma þessu öllu saman,“ segir Gylfi.
Hann hefur verið í herbúðum Reading síðan hann var sextán ára
gamall en það var ekki fyrr en á þessu tímabili sem hjólin fóru að
snúast almennilega.
„Ég er mjög sáttur við þau tækifæri sem ég hef fengið.
Þetta er allt öðruvísi en í fyrra enda hafa ungu leikmenn-
irnir verið að fá mun fleiri tækifæri en áður. Við höfum líka
allir verið að standa okkur vel og því haldið sætum okkar í
liðinu. Ég get því alls ekki kvartað.“
Hann segir markmiðið að komast í ensku úrvalsdeildina,
hvort sem það verði með Reading eða öðru liði.
„Ég er ánægður eins og er að spila í þessari sterku deild í
hverri viku. Það er því gott að gera ekki of langan samning og
sjá svo til hvað gerist. Þessi deild er góður stökkpallur fyrir leik-
menn á mínum aldri enda fullt af sterkum liðum að fylgjast
vel með því sem gerist í deildinni. Það er því aldrei að vita
hvað verður.“
GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON: SKRIFAR LÍKLEGA UNDIR NÝJAN SAMNING VIÐ READING Í VIKUNNI
Get ekki kvartað undan lífinu í Reading
KÖRFUBOLTI Jakob Örn Sigurðar-
son og félagar í Sundsvall Dra-
gons töpuðu í gær mikilvægum
leik í sænsku úrvalsdeildinni
þegar þeir lágu 73-80 á heima-
velli á móti Plannja Basket í
viðureign liðanna í 3. og 4. sæti
deildarinnar.
Sundsvall var með frumkvæð-
ið nánast allan leikinn en missti
leikinn frá sér á skelfilegum
kafla í lok fjórða leikhluta.
Jakob var með 17 stig, 5 stoð-
sendingar og 4 fráköst í leikn-
um en hann var stigahæstur hjá
Sundsvall. - óój
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall í gær:
Annað tapið í röð
> Kvennaboltinn í sviðsljósinu
Kvennaboltinn á sviðsljósið í kvöld því heil umferð
verður í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og
annar tveggja leikja N1-deildar kvenna í handbolta er
toppbaráttuslagur milli Vals (2. sæti) og Fram (3. sæti)
í Vodafone-höllinni. Stærstu körfuboltaleikir kvöldsins
verða í Keflavík (Keflavík-Hamar) og í Grindavík (Grinda-
vík-Haukar). Snæfell og Valur mætast
einnig í Stykkishólmi og botnlið
Njarðvíkur sækir topplið KR heim
en KR-konur hafa unnið alla leiki
sína í sumar. Auk toppleiks Vals og
Fram í handboltanum taka Víkings-
konur á móti Haukum. Körfu-
boltaleikirnir byrja klukkan 19.15 en
handboltaleikirnir hefjast klukkan 19.30.
E-riðill:
Debrecen-Liverpool 0-1
0-1 David N´Gog (4.)
Fiorentina-Lyon 1-0
1-0 Juan Vargas, víti (29.)
STAÐAN
Fiorentina* 5 4 0 1 12-6 12
Lyon* 5 3 1 1 8-3 10
Liverpool 5 2 1 2 4-5 7
Debrecen 5 0 0 5 5-15 0
F-riðill:
Rubin Kazan-Dynamo Kiev 0-0
Barcelona-Inter Milan 2-0
1-0 Gerrard Pique (10.), 2-0 Pedro Rodríguez
(26.)
STAÐAN
Barcelona 5 2 2 1 5-2 8
Inter 5 1 3 1 5-6 6
Ruben Kazan 5 1 3 1 4-5 6
Dynamo Kiev 5 1 2 2 6-7 5
G-riðill:
Glasgow Rangers-Stuttgart 0-2
0-1 Sebastian Rudy (16.), 0-2 Kuzmanovic (59.)
Unirea Urziceni-Sevilla FC 1-0
1-0 Sjálfsmark (45.)
STAÐAN
Sevilla* 5 3 1 1 10-4 10
Unirea Urziceni 5 2 2 1 7-5 8
Stuttgart 5 1 3 1 6-6 6
Rangers 5 0 2 3 4-12 2
H-riðill:
AZ Alkmaar-Olympiacos 0-0
Arsenal-Standard Liege 2-0
1-0 Samir Nasri (35.), 2-0 Denilson (45.+2)
STAÐAN
Arsenal* 5 4 1 0 12-4 13
Olympiacos 5 2 1 2 3-5 7
Standard Liege 5 1 1 3 6-8 4
AZ 5 0 3 2 3-7 3
*Komin áfram
MEISTARADEILD
LIVERPOOL-MENN ÚR LEIK
Það nægði Liverpool ekki að vinna Debrecen því Fiorentina vann Lyon á sama
tíma og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum. Barcelona sýndi meistaratakta.
GÓÐIR HEIMA Fiorentina vann alla heimaleiki sína í Flórens og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum. MYND/AFP