Fréttablaðið - 25.11.2009, Qupperneq 46
34 25. nóvember 2009 MIÐVIKUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. land, 6. skóli, 8. skarð, 9. pfn., 11.
tveir eins, 12. framvegis, 14. gim-
steinn, 16. hvað, 17. væta, 18. hylli,
20. ónefndur, 21. yfirbragð.
LÓÐRÉTT
1. þurrka út, 3. rún, 4. líkamlegt afl, 5.
styrkur, 7. kvængast, 10. kvk nafn, 13.
herma, 15. málmur, 16. rámur, 19.
golf áhald.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kúba, 6. fg, 8. rof, 9. mig,
11. ll, 12. áfram, 14. tópas, 16. ha, 17.
agi, 18. ást, 20. nn, 21. stíl.
LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. úr, 4. bolmagn,
5. afl, 7. giftast, 10. gró, 13. apa, 15.
sink, 16. hás, 19. tí.
„Ég hlusta vanalega á Létt-
Bylgjuna. Það er enginn sérstak-
ur þáttur í uppáhaldi, hún er
bara í gangi allan daginn.“
Margrét H. Ægisdóttir, forstöðukona
Mekka í Kópavogi.
Skuldamál viðburða-
fyrirtækisins élan product-
ions á hendur
Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni
og Ingibjörgu
Pálmadóttur
er aftur komið á
dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur.
Skuldin snýr að ágreiningi um
lokagreiðslu vegna brúðkaups þeirra
hjóna fyrir tveimur árum. Eins og
Fréttablaðið greindi frá var hætt við
að taka málið fyrir í héraðsdómi
enda ætluðu aðilar málsins að reyna
samningaleiðina. Þær virðast hafa
siglt í strand.
Hið íslenska glæpafélag
stendur fyrir sínu árlega
glæpakvöldi á Grand
Rokk á fimmtudags-
kvöldið. Í ár koma
út átta glæpasögur
sem er svipaður
fjöldi og undan-
farin ár. Sex af
þessum átta rithöfundum lesa upp
úr verkum sínum. Stefán Máni og
Arnaldur Indriðason verða ekki með
en af þessum sex má helst nefna
Yrsu Sigurðardóttur og Viktor
Arnar Ingólfsson.
Skosku útgáfunni af einleik Jóns
Atla Jónassonar, Djúpið, hefur
verið boðið til bæði Ástralíu og
London. Þessi uppfærsla hlaut
einróma lof gagnrýnenda. Verkið
mun fara víðar því nú standa yfir
samningaviðræður við
leikhúsfólk í Frakklandi,
Þýskalandi, Slóveníu og
á Spáni um uppsetningu
þess. Síðustu sýningar á
íslensku útgáfunni eru
í kvöld í Borgarleik-
húsinu - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir sjónvarps-
maðurinn Sölvi Tryggvason, sem hefur sent frá
sér skáldsöguna Flottastur@feisbúkk ásamt
vini sínum Helga Jean Claessen. „Þetta var
gert til að búa til bros eða jafnvel tvö.“
Sagan er nokkurs konar grínádeila á Face-
book-síðuna þar sem fólk segir ekki endilega
allan sannleikann um sjálft sig. Hún fjallar um
Hákon Karl, kallaðan Hákarl, sem hefur misst
PR-stöðu sína í Glitni og íbúðina í Skuggahverf-
inu. Hann er fluttur heim til mömmu sinnar og
allt er í mínus, nema í blekkingarheimi Face-
book þar sem allt er ennþá í miklum blóma.
Góðærið kemur því töluvert við sögu í bók-
inni og eru sumar setningarnar byggðar á
ummælum frá útrásarvíkingunum, þó svo að
engar þeirra séu hafðar beint eftir þeim. „Þetta
er meira út frá hugarheimi ákveðinna manna
og síðan er þetta fært í stílinn,“ segir Sölvi, sem
er að gefa út sína fyrstu skáldsögu. Hann notar
sjálfur Facebook eins og vel flestir Íslendingar
og er kominn með um þúsund vini, rétt eins og
aðalpersónan Hákon Karl sem er að sjálfsögðu
kominn með eigin Facebook-síðu.
Helgi Jean Claessen sendi í fyrra frá sér bók-
ina Kjammi – bara krútt sem þarf knús, þar
sem hann gerði góðlátlegt grín að bókum Arn-
aldar Indriðasonar. Helgi segir að blekkingar-
lífið sem hægt sé að lifa á Facebook sé tekið
föstum tökum í nýju bókinni. „Þú getur í raun-
inni lifað allt öðru lífi á Facebook en þú gerir í
raun og veru. Þú þarft ekki að ljúga neitt, held-
ur sleppa því að segja ákveðna hluti,“ segir
hann. „Þetta er eiginlega blekking því þú færð
aldrei rétta mynd af fólki.“ - fb
Grínádeila á blekkingarheim Facebook
Í SKUGGAHVERFINU Helgi Jean Claessen og Sölvi
Tryggvason í Skuggahverfinu þar sem söguhetjan
Hákon Karl átti íbúð.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
„Þegar Egill Örn hjá Forlaginu
stakk upp á því að gefa út aðra
bók stakk ég upp á því að bókin
yrði 320 blaðsíður. Þetta er því
alvöru doðrantur um hrunið,“
segir skopmyndateiknarinn Hall-
dór Baldursson. Í dag kemur út
bókin Skuldadagar þar sem finna
má teikningar hans frá árunum
2007 og til dagsins í dag.
Halldór fer eilítið hjá sér þegar
hann er spurður hvaða þjóð-
þekkti einstaklingur komi oft-
ast fyrir í bókinni. Því þegar öllu
er á botninn hvolft er það lík-
ast til ritstjóri Morgunblaðsins,
vinnustaðar Halldórs, sem þykir
sigurstranglegastur. Það er að
segja Davíð Oddsson. „Að öllum
líkindum stendur baráttan milli
Davíðs og Geirs H. Haarde. Ef það
hefði ekki verið skipt um ríkis-
stjórn í miðju hruni þá hefði Geir
sennilega rústað þá keppni.“
Halldór viðurkennir að kreppan
hafi reynst vatn á myllu hans.
Hann hafi ekki þurft að kafa djúpt
eftir efnivið. „Þegar ég blaða í
gegnum hina bókina mína, Í gróf-
um dráttum, þá velti ég því fyrir
mér hvað þetta voru lítilfjörleg
mál. Ég skil bara ekkert í því
hvað ég var eiginlega að æsa mig
yfir þeim,“ útskýrir Halldór. Og
eins og sönnum þátttakanda í jóla-
bókaflóðinu sæmir heldur Halldór
útgáfuteiti hinn 1. desember. Og
samanburðurinn við bókina frá
2006 kemur enn og aftur upp á
yfirborðið. „Þá fannst bankastjór-
unum og stjórnmálamönnunum
það ekkert tiltökumál að mæta.
Nú reynir aðeins meira á þá.“
- fgg
Doðrantur Halldórs um hrunið
DAVÍÐ LÍKLEGUR SIGURVEGARI Davíð
Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins,
vinnustaðar Halldórs, og Geir H. Haarde
koma líklega oftast fyrir í bók Halldórs.
„Við fundum þetta lag og okkur
fannst það fullkomið fyrir
Eurodanceweb,“ segir Ítalinn
Boris Zuccon, stjórnandi síðunnar
Eurodanceweb.net.
Lag hljómsveitarinnar Merzedes
Club, Meira frelsi, hefur verið valið
í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar
sem er nú haldin í níunda sinn. „Við
vissum af hljómsveitinni því hún
tók þátt í undankeppni Eurovision
og sýndi litrík tilþrif. Við fylgjumst
með danstónlistarsenunni úti um
allan heim og vorum forvitin að
heyra eitthvað nýtt frá Merzedes
Club,“ segir Boris.
Keppnin stendur á milli vin-
sælla danslaga frá 39 þjóðum.
Dómnefnd sem er skipuð plötu-
snúðum, blaðamönnum og upp-
tökustjórum víða um heim velur
sinn sigurvegara en einnig geta
netverjar kosið uppáhaldslagið
sitt á síðunni. Úrslit verða tilkynnt
í flokkunum tveimur í lok ársins.
Ísland hefur þrisvar sinnum áður
tekið þátt í keppninni, sem fer ein-
göngu fram á netinu. Í fyrra keppti
Páll Óskar fyrir Íslands hönd með
endurhljóðblöndun af laginu Betra
líf og lenti í næstneðsta sæti. Árið
2003 tók GusGus þátt með laginu
Call of the Wild og lenti í þrett-
ánda sæti en besta árangrinum
náði Bjartmar Þórðarson árið 2007
þegar hann varð ellefti með lagið
Vil annan dag í paradís. „Íslandi
hefur ekki gengið vel til þessa en
við höldum að ykkur gangi betur í
ár því lagið hefur mjög alþjóðlegan
hljóm,“ segir Boris um Meira frelsi.
„Íslendingar hafa núna einn mánuð
til að kjósa Merzedes Club.“
Sigurvegarar keppninnar fá
glæsileg sýndarverðlaun frá Euro-
danceweb. Engin peningaverðlaun
eru í boði og ekkert meira fæst fyrir
sigurinn, nema auðvitað heiðurinn
sem honum fylgir. Reyndar stefna
Boris og félagar á að halda tónleika
á Ítalíu á næsta ári til að fagna tíu
ára afmæli Eurodanceweb þar sem
fjöldi tónlistarmanna myndi koma
fram.
Hlynur Áskelsson úr Merzedes
Club er ánægður með þátttökuna
í keppninni. „Þetta hlýjar mér um
hjartaræturnar en kemur mér ekki
á óvart. Við prufukeyrðum þetta
lag í Portúgal á sínum tíma og þá
var Merzedes Club að trekkja að,
enda er Barði frábær tónlistarmað-
ur,“ segir Hlynur og á þar við höf-
undinn Barða Jóhannsson. Hlynur
útilokar ekki endurkomu Merzedes
Club í framhaldinu með tilheyr-
andi tónleikaferð. „Við gáfum út
stórkostlega plötu sem við náðum
aldrei almennilega að fylgja eftir.
Það yrði æðislegt ef við myndum
vinna þetta því við erum orðin svo
blönk núna. Við gerum hvað sem
er fyrir meira brúnkusprey og
nokkrar evrur.“ freyr@frettabladid.is
HLYNUR ÁSKELSSON: GERUM HVAÐ SEM ER FYRIR BRÚNKUSPREY
Merzedes Club keppir í
alþjóðlegri söngvakeppni
MEÐAL ÞEIRRA BESTU
Merzedes Club keppir
um besta danslagið á
síðunni Eurodance-
web.net. Stjórnandi
síðunnar, Bruno
Zuccon, segist vera
ákaflega hrifinn og
spáir laginu tölu-
verðri velgengni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/D
A
N
ÍE
L
TILBOÐ Í VEITINGASAL
Súpa fi skur og kaffi 990
Lúðusneiðar................1590
Lúðufl ök......................1590
Laxafl ök.......................1590
Allir fi skréttir..............1490
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8
1 Þór Tulinius.
2 Orkuveitu Reykjavíkur.
3 Júlíus Vífill Ingvarsson.