Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 5
\
aðgang- að athygli okkar og samúð gegnum ógnirnar, sem yfir það hafa
dunið, og að þessvegna ýki það og skáldi upp.
Ef satt skal segja, getur Mitzi alveg gert mann frávita, bætti hún við.
Hún fer í taugarnar á okkur, reitir okkur til reiði, er ýmist tortryggin eða
fýld, er alltaf að finna eitthvað á sér og finnst hún vera móðguð. En þrátt
fyrir allt kenni ég í brjósti um hana. Þar að auki getur hún búið til af-
bragðs mat, þegar hún vill, bætti ungfrú Blacklock brosandi við.
— Ég skal reyna að trufla hana ekki meira en ég þarf, sagði Craddock
í hughreystandi tón. Var það Júlía Simmons sem opnaði fyrir mér?
— Já. Vilduð þér tala við hana núna? Patrick er farinn út, og Philippu
Haymes finnið þér í Dayas Hall við vinnu sína.
— Þakka yður fyrir, ungfrú Blacklock. Ég vildi gjarnan hitta ungfrú
Simmons.
6. KAFLI.
JÚLlA, MITZl OG PATRICK.
1.
ÞEGAR Júlía kom inn í stofuna og settist í stólinn, sem Letitia Blacklock
var nýstaðin upp af, var hún róleg og hátíðleg á svip og af einhverjum
ástæðum fór það í taugarnar á Craddock. Hún horfði tómlega á hann og
beið eftir spurningu hans. Ungfrú Blacklock hafði sýnt þá hæversku að
fara fram.
— Viljið þér gjöra svo vel að segja mér frá því ssm gerðist í gærkvöldi,
ungfrú Simmons?
— 1 gærkvöldi? Við fórum öll snemma að sofa, svaraði Júlía og horfði
á hann eins og hún skildi hvorki upp né niður.
— Ég á við klukkan sex og þar á eftir.
— Ja-á, ég skil. Það kom heilmikið af þreytandi gestum . ..
— Eru þau það?
Hún leit aftur á hann, eins og hún skildi ekki. — Vitið þér þetta ekki
allt nú þegar?
— Það er ég sem á að spyrja, ungfrú Simmons, sagði Craddock létti-
lega.
— Afsakið. Mér finnast endurtekningar alltaf svo þreytandi. En það
finnst yður sýnilega ekki.. . Jæja, gestirnir voru Hasterbrook ofursti og
kona hans, ungfrú Hinchliffe og ungfrú Murgatroyd, frú Swettenham og
Edmund sonur hennar, og frú Harmon kona prestsins. Þau komu i þessari
röð. Og ef yður langar til að vita hvað þau sögðu — þá sögðu þau öll það
sama, hvert á fætur öðru. „Svo þið eruð farin að kveikja upp i miðstöð-
inni.“ og „En hvað þetta eru fallegar chrysanthemur!“
Craddock beit á vörina. Hún hermdi vel eftir.
— Frú Harmon var eina undantekningin. Hún er ósköp yndæl. Hún
kom inn með hattinn dinglandi lausan á höfðinu, og skóreimarnar óhnýttar
og spurði hreinskilnislega hvenær morðið yrði framið ? Allir ui'ðu vandræða-
legir, því hver um sig hafði þótzt vera kominn af tilviljun. Letty frænka
svaraði þurrlega, eins og hennar er vandi, að það hlyti að verða fljótlega.
Þá sló klukkan þarna og rétt um leið og hún hætti fóru ljósin, dyrnar
opnuðust og grímuklæddur maður sagði: „Upp með hendurnar, piltar"
eða eitthvað svoleiðis. Þetta var allt eins og í lélegri kvikmynd. Satt að
segja óttalega hlægilegt. En þá skaut hann tveimur skotum að Letty
frænlcu, og allt i einu var það allt annað en hlægilegt.
— Hvar var fólkið þegar þetta gerðist?
— Þegar Ijósin slokknuðu? Nú það stóð hingað og þangað, eins og þér
getið skilið. Frú Harmon sat á sófanum — Hinch (það er að segja Hinch-
cliffe) stillti sér upp eins og kai'Imaður fyrir framan arininn.
— Voruð þið öll í þessari stofu eða hinni?
Flest hérna inni, held ég. Patrick var farinn inn í hina stofuna eftir
sherryinu. Ég held að Easterbrook ofursti hafi farið á eftir honum, en ég
er ekki viss um það. Við stóðum bara hingað og þangað, eins og ég sagði
áðan.
— Hvar voruð þér sjálf?
Ég held að ég hafi staðið þarna við gluggann. Letty frænka var að
sækja sigaretturnar.
— Á borðinu þarna við bogadyrnar?
— Já ■— og þá slokknuðu ljósin og kvikmyndaþátturinn byrjaði.
- Maðurinn var með sterkt vasaljós. Hvað gerði hann við það?
— Nú hann beindi því að okkur. Og það blindaði okkur. Við stóðum og
depluðum augunum.
— Ég ætla að biðja yður um að svara þessu nákvæmlega, ungfrú
Simmons. Hélt hann vasaljósinu kyrru eða hreyfði hann það?
Júlía husgaði sig um. Nú var hún sýnilega hætt að vera á verði.
— Hann hreyfði það til og frá, eins og ljóskastara á skemmtistað. Það
skein snöggvast beint framan í mig og hélt svo áfram að leika um her-
bergið, þangað til slcotin kváðu við. Tvö skot.
— Og svo ?
Hann snerist á hæli ■— og Mitzi byrjaði að veina einhvers staðar
•eins og loftvarnaflauta. Það slokknaði á vasaljósinu og annað skot kvað
við. Hurðin féll að stöfum. Hún lokaðist hægt og með ískri — það var
ósköp óhugnanlegt. Og þarna stóðum við öll í myrkrinu og vissum ekkert
hvað við áttum að gera. Vesalings Bunny tísti eins og kanína og Mitzí hélt
áfram að öskra hinum megin við ganginn.
- Álítið þér að maðurinn hafi skotið sig með vilja eða haldið þér að
hann hafi hrasað og skotið hlaupið af slysni úr byssunni?
Ég hef ekki nokkra hugmynd um það. Þetta var allt svo líkt því að
það gerðist á leiksviði. Satt að segja hélt ég að þetta væri eitthvert
heimskulegt gaman — alveg' þangað til ég sá blóðið úr eyranu á Letty. Ef
maður ætlaði að hleypa af skoti til að gefa öllu raunverulegri blæ, þá
Hvaða menntun þarf maður að á þessu ári. Nýjustu myndirnar hans
hafa til að komast í Húsmœðra- eru „Og sólin rennrn- upp" eftir
kennaraskóla fslands? Er útilokað. sögu Hemmingways og Nótt í Hav-
að fá inngöngu nema hafa gagn- ara. Hann er búinn að vera kvænt-
frœðapróf eða liliðstœða menntunt ur nokkrum sinnum og er það nú,
Hvert á að snúa sér með umsóknir? eítir því sem við bezt vitum.
Geturðu svo sagt mér hvort hœgt ----
muni vera að komast á kvöldnám- Fyrir Nínu og Conny birtum við
skeið í bœnum eftir jól. Hvar þá ljóðið „Gleymdu því aldrei", sem Sig-
helzt? rún Jónsdóttir hefur sungið inn á
SVAR: Húsmæðrakennaraskólinn hljómplötu (Nr. JOR-235). Það er
starfar ekki í vetur, vegna húsnæðis- eftir Steingrim Sigfússon.
leysis og enn er óvíst hvar honum
verður komið fyrir í framtíðinni. Hlustaðu á lagið ljúfa,
Helga Sigurðardóttir skólastjóri er í b'fgað af kærleiksyl,
Englandi þegar þetta er skrifað, hrynjandi hörputóna,
annars er hún auðvitað sú sem þú harmonikunnar spil.
átt að snúa þér til með beiðni um Cmar í dansins öldum,
skólavist og undanþágu frá skilyrð- einmana söngur minn.
um, en þau eru gagnfræðapróf eða Hvísla ég, „komdu til min,
hliðstæð menntun og minnst fjögurra komdu, því ég er þín.“
mánaða nám á húsmæðraskóla.
Húsmæðraskóli Reykjavíkur og °S Þegar allt er orðið kyrrt og hljótt,
Húsmæðrafélagið reka venjulega eigum niðdimma nótt,
kvöldnámskeið í matreiðslu á vet- vefjum hvort annað örmum,
urna. Þú ættir að athuga það.
Gctur þú sagt mér hvert á
senda áheit á Strandakirkju.
SVAR: Á skrifstofu biskups.
Viltu segja mér eittlivað um
Flynn hvort liann er kvœntur, hvað liii'ting á niifni, aldri og lieimUisíangl
' kontar S krónnr.
hann sé gamáll o. s. frv.
SVAR: Erol Flynn er bandarísk- Guðrún Magnúsd. (við pilta og stúlk-
ur leikari, en hann er ýmist sagður ur 14—16 ára), Klettahlíð 12, Hvera-
fæddur í Hobart í Tasmaníu eða i gerði. — Sigrún Jensdóttir (við pilta
Antrim á Irlandi, en mönnum kem- og stúlkur 16—19 ára), Litla Landi,
ur þó saman um fæðingardaginn, Hveragerði. — Ragnar Gunnlaugsson
sem er 20. 6. 1909. Það er sagt að (við stúlku 14—17 ára), Bændaskól-
hann hafi meðal annars verið perlu- anum á Hvanneyri, Borg. — Hjördis
veiðari. Árið 1935 kom hann fram Alfreðs (við pilta 18—25 ára), Guð-
í Hollywood og var I næstu 10—15 munda Guðbrandsdóttir, Jóhanna
árin á eftir einhver vinsælasti kvik- Sigurðardóttir og Kristjana Péturs
myndaleikarinn þar, oftast i lélegum (við pilta 20—25 ára), allar á
rómantískum æfintýramyndum. 1 Kvennaskólanum á Blönduósi — Eva
sögu Forsyte-ættarinnar þótti hann Terjeisen (við stúlku eða pilt 15—16
þó sýna talsverða leikhæfileika. ára), Hasdalen, Risör, Norge. — Jón
Hann hefur skrifað nokkrar skáld- A. Gunnlaugsson (við stúlkur 18—21
sögur og sjálfsæfisögu, sem út kom árs) Sunnuhvoli, Bárðardal, S.-Þing.
mundi maður aö minnsta kosti gæta þess vel að miða fyrir ofan höfuðin á
öllum viðstöddum, ekki satt?
— Jú, reyndar. Haldið þér að hann hafi getað séð greinilega á hvern
hann var að skjóta? Var mynd ungfrú Blacklock greinileg í birtunni frá
vasaljósinu, á ég við?
— Ég hef ekki hugmynd um það. Ég horfði ekki á hana. Ég horfði á
manninn.
— Það sem ég vil fá fram er þetta. Plaldið þér að maðurinn hafi með
vilja skotið einmitt á hana?
Júlíu virtist bregða ofurlítið við tilhugsunina.
— Eigið þér við að hann hafi aðeins ætlað að ráðast á Letty frænku?
Nei, það get ég ekki ímyndað mér . . . Ef hann hefði ætlað að skjóta Letty,
þá hafði hann ótal mörg heppilegri tækifæri. Það hefði ekki verið nokkur
skynsemi í að safna saman öllum vinum hennar og nágrönnum, bara til
að gera það erfiðara. Hann heföi þá getað falið sig bak við girðingu og
skotið þaðan hvenær sem var, á góðan og gamlan írskan hátt, og senni-
lega sloppið frá því.
Þetta fannst Craddock ágætt svar við ágizkun Dóru Bunner um að
beinlínis hefði verið ráðist á ungfrú Blacklock eina.
— Þakka yður fyrir. ungfrú Simmons, sagði hann og andvarpaði. Það
er bezt að ég fari og hitti Mitzi núna.
— Varið yður á nöglunum á henni, sagði Júlía aðvarandi. — Hún er
tatari!
Framháld í nœsta blaði.
elskumst af hjartans lyst.
Gleymum þvi aldrei, góði,
hve gott er að vera kysst.
BRÉFASAMBÖND
VIKAN
5