Vikan


Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 14
) l HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR RÉTT í þann mund sem síS- asta blaö Vikunnar fyrir jól var að fara í prentun, ruddi ég mér braut gegnum mannþröng- ina fyrir framan hið nýja tizku- hús Markaðarins við Laugaveg og þakkaði mínum sæla fyrir þau forréttindi að þurfa ekki að standa úti í ausandi rigningu og horfa inn um gluggana, eins og svo margar aðrar, sem sýnilega töldu slíkt ekki eftir sér. Ég ætla ekki að fara að telja upp allar þær fallegu flíkur sem þar voru sýndar — það eru stétt- arsystur mínar hjá dagblöðunum þegar búnar að gera. Auk þess eru þessar tízkuflíkur vafalaust seldar fyrir löngu og einhversstað- ar á landinu eru efnaðar frúr farnar að spranga í sýningarkjól- unum. Kannski hefur einhver Reykjavíkurfrúin skartað þrönga taftkjólnum með lausu pokunum um mjaðmirnar á gamlárskvöld og svarað „Nei takk, ég sezt aldrei,“ ef henni var boðið sæti, þvi mikið skal lagt á sig fyrir fegurðina. Og kannski hefur ein- hver frú í sjávarþorpi úti á landi spókað sig heima hjá sér á jólun- um í grænum flaujelissíðbuxum, fleginni flaujelisblússu og grænu alsilkipilsi utanyfir og beðið eftir óvæntum gestum, en þannig sagði þulurinn að nota ætti þennan fallega búning. En slíkar flíkur voru hreinar undantekningar á sýningunni. Yfirleitt var fatnaðurinn einstak- lega vandaður og hafði þann stóra kost að hægt er að klæðast hon- um við venjulegar kringumstæð- ur. Og bæði hvað snið og efni snerti var um geysilega fjöl- breytni að ræða. Sýningin hófst á því að tvær snotrar unglingsstúlkur, hæfilega tilgerðarlegar fyrir sýningarstúlk- ur, birtust í „baby doll“-náttföt- um, en það eru venjulegar teygju- kvenbuxur og þunnur, viður skyrtubolur, sem nær tæplega niður á læri. Slíkur búningur fór að verða eftirsóttur náttfatnaður eftir að kvikmyndin „Baby doll“ eftir Tennessee Williams kom á markaðinn. En aðalpersónan í myndinni er ung stúlka, sem er líkamlega fullþrozka en andlega óþrozkuð sem barn. Hún sefur því í barnavöggu og gengur um í svona náttfötum og raskar með því ró allra karlmanna sem ná- lægt henni koma. Uppsprettulindir tízkunnar eru sannarlega margvíslegar. Á eftir náttfötunum komu dag- kjólar, alla vegana pokakjólar — með pokum að aftan, pokum allt í kring og pokum ofan við mittið að aftan. Þessir kjólar voru yfir- leitt stuttir, náðu rétt niður fyrir hnjákollana, enda voru þeir æði mikið aðsniðnir að neðan, svo ekki veitti af svigrúmi fyrir fæturna fyrir neðan faldinn. Þegar slíkir kjólar voru síðast í tizku, um 1920, þótti ágætt ráð (að bregða teygjubandi um hnén til öryggis, svo að ekki rifnaði upp i kjólinn þó eigandinn gleymdi að taka lítil, kvenleg spor. Allir fóru kjólarnir á sýning- unni einstaklega vel á sýningar- stúlkunum, hvort sem þeir voru saumaðir á saumastofu Markað- arins eða komnir frá París eða New York, en pokakjólar ku eiga að hanga lausir í kyrrstöðu, en þegar gengið er eiga þeir að sýna hæfilega mikið af vextinum til að vekja athygli. Næst á sýningarskránni voru enskar kápur, hentugar kápur fyrir okkar veðráttu. Þar var mik- ið af víðum kápum, á sumum gætti pokaáhrifanna, og einn lát- laus komelullarfrakki. Einkum vakti athygli Parísarmodel með loðnu refaskinni, en loðskinn eru nú aftur að koma í tízku. Þá kom mjög fjölbreytt úrval af síðdegiskjólum. Það sem mér þótti einkum nýstárlegt í þessum flokki, voru rósóttir kjólar frá New York úr þunnum finum ull- arefnum, svörtum í grunninn og með bláum og grænum stórum rósum. 1 þessari varhugaverðu litasamsetningu voru sýnilega al- veg réttu litbrigðin af hverjum lit. Kjólarnir voru yfirleitt látlaus- ir í sniði, sumir nokkuð flegnir fyrir síðdegiskjóla og mest skreyttir slaufum eða blómum, ef nokkurt skraut var þá á þeim. Kvöldkjólarnir í næsta flokki voru yfirleitt nokkuð síðari en þó engan vegin það sem við höfum hingað til kallað hálfsíða kjóla. 1 þessum flokki voru bæði erlend- Framhald á bls. 18. Itósótt er nú f tfzko. Sýningar- etúlka Anna Tryggvadóttir. Charlestonkjóll a la 1920. Sýn- ingarstúlka Anna Clausen. Pokakjóll úr þykku ullarefni. Anna Kristín Magnúsdóttir sýnlr. KjóU með „sack“-pUsi og rós. Vigdís Aðalsteinsdóttir sýnir. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.