Vikan


Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 18

Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 18
Dregið 10. janúar um 200 vinninga að f járhæð samtals 740 þús. kr. Hæsti vinningur x/z milljón Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til nýbygginga að Reykjalundi, víðkunnasta vinnuheim- ili sem reist hefur verið á Norðurlöndum, fyrir öryrkja af öllum stétt- um þjóðfélagsins. Gleðilegt nýár! Gleðilegt nýár1 Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu Þökk fyrir liðna árið. BORGARFELL H.F. MÁLNING H.F. Verzlunarsparisjóðurinn Klapparstíg 26 Pabbi fær sér síma. Framhald af bls. 11. hringja á hann, varð hann forviða og trúði því ekki fyrr en eftir langar og flóknar útskýringar. Einu sinni hringdi ný vinstúlka á mig. Hún var nýflutt í f jöl- býiishús í grendinni. Hverfið, sem hún bjó í, var eitt af hinum svokölluðu fátækrahverfum þeirra tíma. Þessi vinstúlka mín var að bjóða mér til kvöldverðar. Nokkrir rússneskir ferða- menn áttu að vera meðal gesta. Pabbi svaraði sjálfur í sím- ann. Én hér þarf ég að skjóta því inn í, að við vorum alnafnar. „Já, þetta er Day. Talaðu hærra, f jandakornið! Hættu þessu fjandans umli. Hver er þetta? . . . Haf Koma í mat? Eg er búinn að þorða . . . Næstkomandi föstudag segirðu? Ég kæri mig sko ékkert um það . . . Nei . . . Hvar? Hvar segirðu? f Rivington-stræti ? Nú er mér nóg boðið! . . . Jú, ég heiti Clarence Day eins og ég er búinn að segja þér hundrað sinn- um . . Borða hjá þér kvöldverð í Rivington-stræti ? Það vantaði nú bara! . . . Rússar? Ég þekki enga fjandans Rússa . . . Nei og aftur nei, ég kæri mig alls ekkert um að borða hjá þér . . . Nei, ég hef ekkert breytst. Ég breytist aldrei . . . Ha? . . . Já, sælar . . . Djöfuls frekja!“ i.Ég hugsa að þetta hafi verið einhver af mínum vinum, pabbi,“ sagði ég. „Vinur þinn?“ öskraði hann. „Nú, ég heyrði ekki betur en þetta væri einhver herjans kerling niðri í Skuggahverfi að reyna að £á mig út að borða. Það sver ég, þessi sími gerir mig vitlausan áður en lýkur. Ég skal hundur heita ef ég segi hon- um ekki upp!“ — CLARENCE DAY. 18 T í Z K A N Framhald af bls. llf. ir og innlendir kjólar (þeir inn- lendu yfirleitt talsvert ódýrari) og bar nokkuð mikið á hinum svo- kölluðu „baloon“-áhrifum eða loftbelg'jaáhrifum, ef við viljum þýða það orð. Einkum vakti at- hygli mína hvítur kjóll úr itölsku efni, sem á að sjá virtist allt vera tekið saman eða smárykkt. Þarna var líka ósvikinn char- lestonskjóll úr siffoni með loðn- um skinnkanti að neðan og við hann var notuð hvít löng perlu- festi. Ef einhver lesandinn á slík- an kjól frá 1920 í kistu uppi á háalofti hjá sér, þá er kominn tími til að draga hann fram. Nú er komið að síðu kjólunum. Það voru yfirleitt mikið flegnir ballkjólar, ýmist þröngir niður eða með víðum pilsum. Og eins og siður er á tízku- sýningum erlendis lauk þessari sýningu með því að brúðurin birt- ist í stiganum og á eftir henni tvö prúðbúin börn. Sýningar- stúlkan var Guðrún Erlendsdótt- ir þulur hjá Ríkisútvarpinu og tók hún sig einstaklega vel út í dá- samlega fallegum kjól úr franskri blúndu og nælontjulli. Hefði hún gengið inn kirkjugólfið í Dóm- kirkjunni, hefði aldeilis verið pískrað og andvarpað á kirkju- loftinu (sjá forsíðu). Sýningin var i heild bæði smekkleg og fjölbreytileg, hæfi- lega mikið af hentugum fatnaði og hæfilega mikið af nýstárlegum fatnaði. Sýningarstúlkurnar voru margar og skemmtilega ólíkar, og erlendi fatnaðurinn hlýtur að hafa verið meira eða minna saumaður upp, svo vel fór hann á þeim — hvergi hrukka og hvergi gúlpur. Sýnt var á tveimur hæð- um í hinu nýja verzlunarhúsi Markaðarins við Laugaveg. Þar er nóg svigrúm og hvítir veggir mynda góðan bakgrunn fyrir hverskonar fatnað. Semsagt, sýn- ingin var óaðfinnanleg og hlut- aðeigandi aðilum til hins mesta sóma. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.