Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 6
STORI VINNINGURINN
OG ÞA KOM
Sögur frá Happdrætti Háskóla íslands
MARGIR eru þeir Islendingar nú orðn-
ir, sem hafa góðar sögur að segja
af viðskiptum sínum við Happdrætti Há-
skólans. Einmitt þegar þörfin hefur verið
mest, þá hefur stóri vinningurinn komið.
Háskólahappdrættið hefur safnað þessum
sögum. Það hefur leyft VIKUNNI að
birta hér fáeinar frá fyrri árum; en les-
andinn skyldi hafa það hugfast, að á ár-
unum fyrir stríð var verðgildi peninga
nokkuð annað en nú á dögum; og kemur
það raunar fram í frásögntmum á
skemmtilegan hátt.
Bjargaö frá gjaldþroti.
Árið 1934 hlaut A. á Norðurlandi 23.000
króna vinning. Hafði hann þá reist sér í-
búðarhús, lent í vanskilum með greiðslu
byggingarefnis og var ákveðið að gera
hann gjaldþrota um áramót og taka húsið
af honum. Vinningurinn bjargaði honum
meir en að fullu.
Þegar neyðin er stœrst...
A. var nýbúin að missa mann sinn árið
1935 frá þrem ungum börnum í mikilli fá-
tækt. Hún sagðist ekki hafa ráð á að end-
urnýja þá tvo fjórðungsmiða, sem maður
hennar hefði spilað á síðustu tvö árin. En
af því að aðeins var einn dráttur eftir á
árinu, þótti henni leitt að sleppa miðunum
og endurnýjaði þá. Hún hlaut 6250 kr.
eða 14 af 25.000 kr. vinning og sagði hún,
að peningar þessir hefðu bjargað sér frá
miklum áhyggjum og efnahagslegum
örðugleikum.
Missti af vinningi'
Stjórnmálamaður fékk sér miða árið
1934 og fékk engan vinning á hann. Árið
eftir keypti hann ekki miðann og var hann
seldur fátækum verkamanni sem átti 10
börn og fékk hann 10.000 króna vinning
á hann í fyrsta drætti, sem dregið var í.
Kisa vinnur 2500 krónur.
Maður í Reykjavík segir frá: Einu sinni
í haust vorum við hjónin að koma neðan
úr bæ að kvöldlagi. Það var norðangarri.
Við gengum eftir Skúlagötu. Þegar við
komum á móts við Frakkastíg, heyrðum
við eitthvert angistarhljóð. Við gáfum því
ekki gaum fyrst í stað, en svo urðu hljóðin
sárari og sárari, og heyrðum við þá úr
hvaða átt þau komu og gengum á hljóðið.
Loksins fimdum við kattamóru, sem hafði
troðið sér milli þils og veggjar í skúr-
garmi, sem var þar niður við sjó. Veslings
skepnan var bæði köld, svöng og hrædd.
Við tókum hana heim með okkur og í-
lengdist hún hjá okkur. Svo kom að því að
kisa litla eignaðist kettling, og ákváðum
við þá að kaupa happdrættismiða og á-
nafna kettlingnum. Á þann miða kom
10.000 krónu vinningur í 10. flokki árið
1934, og þar sem kisa átti f jórðungsmiða,
fékk hún 2500 kr.
Sagan um fjölina og númerið.
I Vestmannaeyjum bað verzlunarmaður
einn um ákveðið númer af eftirfarandi á-
stæðum: Fjöl úr vörukassa var sífellt að
flækjast fyrir honum. Fjórum sinnum lét
hann fara með fjöl þessa niður í miðstöðv-
arherbergi í þeim tilgangi að brenna
henni, en í fimmta sinn varð fjölin fyrir
honum og var þá komin upp í glugga í
herbergi inn af verzlunarbúðinni. Þótti
honum þetta einkennilegt og tók þá eftir
að tölur voru á fjölinni. Skrifaði hann þær
upp og keypti happdrættismiða með sama
númeri. Hefir hann hlotið vinninga á núm-
er þetta frá upphafi og stundum tvisvar
á ári.
Stúlkan sem tapaði í happdrœttinu
Á. N. firði bar það við, að stúlka ein,
vel efnum búin, en talin nokkuð samhalds-
söm í fjármálum, keypti 1/4, miða. Daginn
áður en dregið var, sendi umboðsmaður
til hennar með þau skilaboð að nú yrði
hún að endurnýja. Sendillinn kom aftur
með þau skilaboð, að hún væri ekki að
fleygja peningum í happdrættið, það ynni
enginn hvort sem væri. Daginn eftir drátt
var stúlkan við dyrnar hjá umboðs-
manni og kvaðst nú ætla að endumýja. —
Umboðsmaður sagði henni, að nú væri það
of seint. Þegar að var gáð, hafði númer
hennar komið upp með vinning.
Miðamir í kjötlærinu
Aðfaranótt 9. marz 1936 dreymdi konu
eina í Keflavík, að maður kæmi inn til
hennar og segði: ,,Nú ættuð þið að kaupa
ykkur happdrættismiða." ,,Jæja, eigum
við að gera það?“ svaraði konan. „Já, það
skulið þið gera,“ sagði maðurinn. Hún
vaknaði og leit á klukkuna, og var hún 2.
Var hún að hugsa um að vekja manninn
sinn og segja honum frá draumnum, en
hætti við það. Sofnaði hún og dreymdi
sama drauminn, en í þetta sinn sagði
röddin: „Ykkur er alveg óhætt að kaupa
miða, þið munið ábyggilega vinna.“ Kon-
an varð mjög glöð í svefninum og þóttist
lofa guð fyrir. Fannst henni síðan, að
dráttur færi fram og að þau hjónin hlytu
vinning og þóttist hún fara til Reykjavík-
ur til þess að sækja vinninginn. Fannst
henni að hún væri komin í eitthvert hús
og að einn nafngreindur umboðsmaður
stæði fyrir framan stóran bunka af banka-
seðlum og stakk hann þeim inn í kjötlæri
og fékk henni. Um morguninn, er hún
vaknaði, sagði hún manni • sínum draum-
inn og að nú væri óhætt fyrir þau að spila.
Annars höfðu þau ákveðið að spila ekki
þetta ár. Daginn eftir átti dráttur að fara
fram og flýttu þau sér að ná í miða. Unnu
þau helminginn af hæsta vinningi eða 5000
krónur.
888. krossgáta VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1 farkostur — 4 trúuð — 10 kona — 13 botnfall — 15 Indíánar — 16
bleyta — 17 vera vanur — 19 lund — 20 rakur — 21 áflogunum — 23 eins
— 25 mörmikill — 29 drykkur — 31 einkennisstafir — 32 forfeður — 33
sk.st. — 34 mælieining — 35 planta — 37 rólynd — 39 mánuður — 41 fljót
— 42 haf — 43 hafa sumir fyrir himinn — 44 landslag — 45 verzlun —
47 blað — 48 svif — 49 forsetning — 50 sk.st. — 51 máttur — 53 mynni —
55 úttekið — 56 skuggalegur — 60 höfðingskapur — 61 átt — 63 veizt —
64 bókstafur — 66 flokkir — 68 grátur — 69 hérað — 71 höfðu yndi af —
72 saurga — 73 smakkar — 74 forskeyti.
Lóðrétt skýring:
1 tré — 2 gauð — 3 stjórnmálamaður — 5 ending — 6 afleiðsluending —
7 hræða — 8 eldsneyti — 9 fleirtöluending — 10 gegn — 11 borðandi — 12
skrítinn — 14 stjórnin — 16 hik — 18 sjá um — 20 skógur —- 22 öfugur
tvíhljóði — 23 einkennisstafir — 24 rekur — 26 lík — 27 orkueining — 28
blotann — 30 bókstafurinn — 34 hrina — 36 lokka — 38 sómi — 40 óttast
— 41 húðfletta — 46 tónverk — 47 í heild — 50 eldur — 52 fögur — 54
hljóðið — 56 drasla — 57 ending — 58 tónn — 59 fiskúrgangur — 60 vott
— 62 fugl — 63 fangamark félags — 64 kvenmannsnafn — 65 bylgju —
67 biblíunafn 69 titill, sk.st. — 70 umbúðir.
Lausn á krossgátu nr. 887.
LÁRÉTT: 1 nefs — 4 fræknlegur — 12 Öli — 14 strái — 15 Bótólf — 17
loðskinn — 19 satan — 21 kúa — 22 gráliga — 24 óræka — 26 gil — 27
grunnsævi — 30 iðar — 32 ani — 33 ek — 34 naga — 35 skinn — 36 Nana
— 38 gr. — 39 föl — 41 angr — 42 varasamar — 45 nið — 46 náleg — 47
óðamála 48 söl — 49 aftan — 51 áferðina - 53 rakaðu — 55 Aníta —
57 Rín - 58 tætingsleg — 59 fall.
LÓöRÉlT: 1 nýbyggingu — 2 fótaálag — 3 sló — 5 rs - 6 ætla — 7
Kron - 8 náð — 9 listræn — 10 Grikki — 11 runa •— 13 ijgig — 16 fagra-
slag 18 núa — 20 tau — 23 riðar — 24 ósannaðar — 25 ævina — 28 neita
29 skarðagull — 31 rafal — 33 engi) 37 annálana — 40 öreyðan — 42
válegt 43 mót 44 ranar 46 nöf - 48 sátt — 49 artís ,— '50 fatl. •—
52 ing - 54 k'f - 55 ae.
6
VIKAN