Vikan - 16.01.1958, Page 11
„En líklegast hefði ég
átt að verða sjómaður64
Samtal við Árna
Tryggvason, sem
um þessar mundir
er Grátsöngvari
Reykvíkinga
AÐ vai’. verið að dytta að húsa-
kynnum Vikunnar þegar Árni
Tryggvason kom, skarkalinn nýgeng-
inn af fundi með smiðunum en dular-
1'ull málaraandlit enn á sveimi um
húsin. Það var með herkjum hægt að
finna stól undir Árna, og þegar til
kom, var stóllinn með óeðlilega lág-
um löppum, hálfgerður dvergstóll. En
það líkaði Árna mætavel. Hann held-
ur þvi fram, að hann sé stuttur.
Seinna í samtalinu tókst honum meir
að segja að lýsa sjálfum sér þannig,
að hann væri bæði „lítill og pervis-
inn.“ '
Þetta er þó eintóm hæverska. Árni
er að vísu ekki með hærri mönnum,
ee. hann samsvarar sér vel og er
snaggaralegur i hreyfingum og á
ieiksviðinu tognar einhver ósköp úr
honum. Það er sumra manna dómur,
að stundum fylli hann leiksviðið í
Iðnó. Það er þegar honum tekst upp.
Hér eru fyrst tvær spurningar,
scm ég lagði fyrir Árna, og svör
hans. Ég kynni hann betur á eftir.
Pyrsta spurning: „Er hægt að
iifa á leiklist á Islandi?"
Svar: „Nei, það er ekkert líf. Eg
tek þó frá fastráðnu leikarana suma
hverja í Þjóðleikhúsinu. En venju-
legur leikari — ef hann ætlaði að
iifa á því að leika, yrði hann að hafa
lilutverk í hverju óinasta leikriti í
fcáðum leikhúsunum.“
Önnur spurning: „Finnst þér gam-
ar að leika?“
Svar: Ja, rriér finnst að minnsta
kosti leiðinlegt að leika ekki. Þetta
kemst í blóðið. Ég er kannski á rangri
hillu; og þó er þetta semsagt sú hilla,
sem ég finn að ég verð að vera á,
iivort sem mér líkar betur eða verr.
Það er mjög erfitt að útskýra þetta.“
Ég spurði Árna hvernig og hvers-
vcgna hann hefði byrjað að leika.
Það var gamla sagan: hálfgerð til-
viljun. Og þó með einni smáskrýtinni
imdantekningu: feirnni.
Árni Tryggvason („Grátsöngvar-
inn,“ „Érænka Charleys“ o. s. frv.)
■\ ar semsagt svo feiminn og ófram-
tærinn, þegar hann hélt innreið sína
Reykjavík, að hann hafnaði í leik-
skóla Lárusar Pálssonar. Lárus átti
<tð breyta músinni í ljón.
Feimni hins verðandi skopleikara
virðist hafa verið komin á alvarlegt
stig. Til dæmis játar hann, að eftir
f til Reykjaviltur kom, hefði hann
scnnilegast fyrr látið drepa sig cn
fara einsamall inn á veitingahús og
kaupa sér mat. Hann var einn af
þessum mönnum, sem sífellt eru
sannfærðir um að þeir séu með opna
buxnaklauf. Honum fannst fólk glápa
á sig hæðnislega. Seinna átti það
eftir að gera sér ferð niður í bóka-
verzlun Isafoldar, þar sem hann
vann, beinlínis til að glápa á hann.
En þá var Árni útskrifaður af skól-
anum hjá Lárusi, kominn á hvers
manns varir sem frænka Charleys og
læknaður af feimninni.
Þá er að segja frá því, hvaðan
hann er kominn. Það er skemst frá að
segja, að leið hans upp á leiksviðið í
Iðnó liggur um Hrisey, Kaupfélagið
í Borgarfirði eystra, kjötbúð Tómas-
ar Jónssonar i Reykjavík, leiksltólann
fyrrnefnda og bókaverzlun Isafoldar
í Austurstræti, þar sem hann vann í
átta ár. Nú starfar hann í skjalasafni
Reykjavíkur, eða eins og hann orðar
það: ,,Ég er loksins kominn á bæinn.“
Hann er giftur Kristínu Nikulás-
aóttur (Nikulásar Halldórssonar tré-
smiðs) og þau eiga 2 telpur. Hann er
fæddur árið 1924 í Syðri-Vík i Ár-
skógarstrandarhreppi, sem er við
Eyjafjörð. Foreldrar hans eru Mar-
gjét Gísladóttir (sem lék dálitið
fyrr á árum) og Tryggvi Jó-
hannsson fiskimatsmaður í Hrísey.
Árni var á þriðja ári þegar foreldrar
hans fluttust til Hriseyjar, og þar
var hann til átján ára aldurs. Næstu
tvö og hálft ár vann hann í Kaup-
íélagi Borgarfjarðar. Þá kom þar að
sveinninn vildi halda heim til föður-
húsa aftur, sendi pjönkur sínar til
Hríseyjar, en tók sér sjálfur far með
skipi austur um land; hann ætlaði
að líta ögn á Reykjavík, skoða sig
um í höfuðborginni í fáeina daga.
Jæja, hér er hann ennþá. Þetta er
heilt safn af tilviljunum. 1 fyrsta
lngi tók húsbóndi hans úr lcaupfélag-
inu, Jón Björnsson kaupfélagsstjóri,
sig til og réði hann innanbúðarmann
í kjötverzlun Tómasar Jónssonar „til
góðs eða ills,“ eins og Árni orðar það.
I öðru lagi gerðist hann nemandi hjá
I-árusi Pálssyni - ,,í og með eða
jafnvel mestmegnis til þess að losna
við feimnina." I þriðja lagi var hangi-
Kjötslykt af nemandanum þegar
hann mætti í skólanum á kvöldin,
svo að hann hætti í kjötbúðinni („Ég
var þar ineðgöngutímann níu
mánuði.“) og réðst til Isafoldar. Og
svo nokkrum tilviljunum seinna
kom „Frænka Charleys."
Ég gaf áöun i skyn, að Árna fynd-
ist kannski ekki beinlínis gaman að
leika. Eins og svar hans bar með sér,
er hann samt dæmdur til þess að
halda áfram að leika. En: „Ég kvíði
fyrir öllum sýningum."
Auk þess er þetta mikil vinna. Og
launin eru ekki eftir því. Leikfélagið
borgar Árna 180 krónur fyrir hvert
leikkvöld — en ekkert fyrir æfingar.
Félagið hefur einfaldlega ekki efni á
því. Og við megum ekki gleyma þvi,
að hér eru áhugamenn að verki —
áhugamenn, sem fyrirbyggja algera
einokun Þjóðleikhússins á leiklistinni
i Reykjavík. Guð gefi þeim langt líf.
Það er oftast æft i fimm til sex
vikur, æfingarnar geta orðið að með-
altali einar þrjár á viku, og þær fara
fram á kvöldin. Árangur: Heimilið
sér of lítið af leikaranum og kunn-
ingjahópur hans hlýtur næstum ó-
hjákvæmilega að vera smár. Þar að
auki er það lýjandi að ekki sé meira
sagt að vinna allan daginn og vera
í leikhúsinu til miðnættis. Það er
fimmtán stunda vinnudagur.
Ef Árni hefði ekki farið í listi-
ræsu til Reykjavíkur, ef Árni hefði
ckki verið svona óttalega feiminn, ef
Hér er Árni með Ernu Sigurleifs-
dóttur í Kviklyndu konunni. Hann
hafði mjög gaman að þessu hlut-
verki, „líklegast af því hve langt
það var frá sjálfum mér.“ Hann lék
16 ára pilt, en var um þrítugt.
Árni var Svale í Æfintýri á göngu-
för. — .4 myndínni efst á síðunni er
lciharinn 22 ára.
Jón Björnsson kaupfélagsstjóri hefði
ekki gert hann að innanbúðarmanni
hjá Tómasi Jónssyni — hvar væri
hann þá?
„Heima í Hrísey," segir hann, og
það lifnar yfir honum.
Og hvað mundi hann hafa fyrir
stafni ?
„Ég mundi sennilega vera sjómað-
ur og eiga bát.“
Árni kom hvað eftir annað að
þessu í samtali okkar. Honum þykir
greinilega mjög vænt um sjóinn. A
unglingsárunum reri hann nokk-
ur sumur frá Hrísey: „Við vorum
aðallega á skaki." Svo var hann eina
vertíð á síld. „Það er einn skemmti-
legasti kafli æfi minnar. Báturinn
var frá Dalvík. Það voru aðeins fjór-
ir vanir sjómenn á honum, hitt voru
hálfgerðir krakkar. Enda var bátur-
inn kallaður Barnaheimilið. En við
stóðum ’okkur. Stundum mátti heyra
í talstöðinni, að karlarnir voru að
segja, að Barnaheimilið hefði að
minnsta kosti komist í síld; og fannst
það fjandi hart.“
Það er ekki blöðum um það að
fletta, að maðurinn, sem nú er senni-
legast vinsælasti skopleikarinn okk-
ar, dauðsér eftir því — öðru hvoru
að minnsta kosti — að hann skyldi
ekki verða sjómaður.
Ég spurði, hvað B-ið í nafninu
hans þýddi. 1 símaskránni heitir
hann: Árni B Tryggvason.
„Baldvin," sagði hann. „En það
hefði getað farið ver. Það munaði
ckki nema hársbreidd að ég yrði
skírður Ólafur. Hugsaðu þér: Ólafur
Tryggvason!"
Ég nefndi það, að þegar ég hefði.
slegið honum upp í simaskránni, hefði
ég nærri því verið búinn að fara
Árnavillt. Það er annar Árni
Tryggvason í símaskránni.
„Ég get sagt þér sögu um það,“
sagði Árni. „Um daginn heyrði ég til
tveggja kvenna, sem voru að tala
um mig í Grátsöngvaranum. Veiztu
ckki hvaða Árni þetta er? sagði
önnur. Það er hann Árni Tryggvason
liæstaréttardómari.' ‘
Litlu síðar kemur þetta brjóstmn-
kennanlega andvarp aftur: „En lík-
legast hefði ég átt að verða sjómað-
ur.“
Ég spurði: „Er langt síðan þú hef-
ur farið á sjóinn?"
„Ég fer alltaf heim í sumai’fríinu,"
sagði Árni, „tek trillu á leigu og fer
á skak. Svo áttum við líka einu
sinni trillu í fclagi þrír leikarar: Ein-
ar Ingi Sigurðsson, Rúrik Haralds-
son og ég. Hún hét Bangsimon og
kostaði 16,000 krónur. Nú er hún
vist komin suður í Kópavog. Það
varð taprekstur á þessu hjá okkur.
Áður ,en við keyptum, var Hilmár
bankastjóri svo vænn að lána mév
5000 krónui'. En hanri varð alveg
hoppandi, þegar ég sagði honum, að
ég væri að kaupa part í trillu. Haf»
nokkurntíma nokkur maður leitað
ullar í geitarhúsi, sagði hann, þá crt
það þú. Kemur í Búnaðai'bankann tit
þcss að slá útgerðarlán!"
— G. ,7. Á.
VIKAN
li