Vikan


Vikan - 30.01.1958, Page 3

Vikan - 30.01.1958, Page 3
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ • • „Dagbók Onnu Frank64 HÉR eru þrjár myndir teknar á æfingu í Þjóðleikhúsinu fyrir skemmstu; það var verið að æfa Dagbók Önnu Frank. Baldvin Hall- dórsson annast leikstjórn, en Krist- hjörg Kjeld — nýliði, sem miklar \onir eru tengdar við — leikur Önnu. Leikritið verður væntanlega frum- sýnt innan nokkurra daga. Vikan hefur áður sagt frá Önnu Frank, lýst lífi hennar í stórum dráttum — og endalokum hennar. Við þá frásögn er engu að bæta. Þó kjósum við að láta fylgja þessum myndum glefsur úr leikdómi, sem hinn kunni brezki gagnrýnandi Caryl Brahms ritaði í leiklistarritið Plays and Players, þegar Dagbókin var færð upp í London. Hinn þýði, yfir- lætislausi tónn gagnrýnandans bregður nefnilega upp sanm'i mynd oí því sem á að bíða leikhúsgestsins, þegai' hann mætir Önnu litlu, fjöl- skyldu hennar og vinum á leiksvið- inu. ,,Hún fannst undir súð í húsi einu i Hollandi eftir stríð; dagbók ungrar stúlku, rituð á þaklofti í Amsterdam i'. hernámsárunum. Þarna á loft- inu er tvíbýli: Frank-fjölskyldan — Anna, foreldrar hennar og systir — og svo fjölskyldan van Daan — fað- ir, móðir og Pétur. Seinna bætist nýr maður i hóp- inn, hinn taugaveiklaði Dussel. Og árin líða og fólkið læðist hljóðlega um loftið. Því að hér eru Gyðingar á ferð í hernumdu landi og þetta at- hvarf þeirra er um leið fangelsi þeirra. Á daginn fyllist húsið niðri af fólki. Og meðal þess kynni sá að ltynast, sem ljóstra vildi upp um felustaðinn og sem þar af leiðandi má enga vitneskju fá um nálægð Önnu og Péturs og Margot og full- oi'ðna fólksins. Við fylgjumst með daglegu lífi huldufólksins á loftinu. Við finnum glögglega hvernig hinir röku, köldu veggir þjarma að því, hve sárt það saknar hins víða heims, sem búið er að taka frá því. Það er þyrst á stundum, þvi að vatn getur það að- eins fengið um nætur, það er svangt, því að út má það aldrei hætta sér til aðdrátta, og það á allt sitt undir mannúð hins hjartahreina fólks, sem færir því vistir í trássi við þýzka inn- rásarherinn. Við sjáum þetta fólk, skynjum þrár þess, gleðjumst með því og tök- um þátt i sorgum þess; og við, á- horfendurnir niðri í salnurn, vitum, að hættan, sem yfir því vofir, og ótt- inn, sem nístir hjarta þess á sér langan aðdraganda; að þessi saga hófst raunar í Egyptalandi Faró- anna, þegar telpan Miriam sat í sef- inu við Níl og vakti yfir reifabarn- inu, sem hét Móse og móðirin hafði allra hluta vegna ekki þorað að leyna lengur. Ef til vill verður okkur sú stund ógleymanlegust, þegar Anna kveð- ur okkur í lokin og við skiljum, að í fyrstu fannst henni fangabúðirnar næstum vera frelsið sjálft — því að Anna: Kristbjörg Kjeld. Frank: Valur Gíslason. Anna: .. Og þá flý ég til þín eins og krakki... því mér þýkir bara vænt um þig, pabbi, og engan ann- an“. þar lék ljúfur andvarinn um kinn hennar og þar sá hún aftur blessað grasið. En hinn stóri boðskapur leik- ritsins kemur í lokin. Þá er þetta eggjun föðursins til fjölskyldu sinn- ar og vina: ,,1 tvö ái' hefur óttinn kvalið okkur. Nú er hins vegar vonin eina at- hvarfið.” Við, áheyrendurnir, höfum líka fundið þennan ótta. Við höfum, eins og ég sagði, átt hlutdeild í sorgum þessa fólks, von- um þess og gleðistundum. Er hægt að krefjast meira af leik- ritaskáldinu en að það eins og ein- angri part af lífinu og lýsi honum fyrir okkur? Þetta leikrit gerir bet- ur. Það er þörf áminning um, að frelsisþráin er aldrei með öllu úti- lokuð, að hið góða er aldrei gjör- sí'.mlega þurrkað út úr hjarta manns- ins.“ Anna og frú Frank (Regína Þórðardóttir). Frú Frank: ,,Kg hef augu mín til fjallanna. Hvaðan kemur mér hjáip?“ Anna og Pétur (Erlingur Gíslason). Anna: „Því að ég trúi og treysti J>ví l>rátt fyrir allt, að mennirnir séu í innsta eðli sínu góðir“. NY>IIA 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.