Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 10
Stutt spjall um Brigitte Bardot STÚLKAN KVAÐ VERA FÁFRÓÐ Hér er glefsu úr démi bunduríska tíniaritsins Newsweek um síðustu jnyml frönsku kvikmyndustjörnunnur Brigitte Bardut: ,,I myndinni leik- «r Bardot fyrirsætu Jijá tískublaði. Hún verður ástfangin af ritstjórun- um . . . .Söguþráðurinn gefur hcnni tækifæri til að sýna sig í framúr- skurandi kjólum tkvenfólkinu tii ánægrju) og óvenjulegum gag:nsæjuni Híkum (kurlmönnunum til ánægju) og áður en hfln krækir í ritstjór- ann, fer hún í sólbaö og sturtuliað, gerir aliskyns liundakúnstir uppi í rúmi, klæðir sig, afklæðir sig og bregður á leiít á na»rklæðunum.“ AÐ ERU skiptar skoðanir um leikgáfu Brigitte Bar- dot. Um hitt verður ekki deilt, að hún er orðin vinsælasta kvikmyndastjarna Frakka. Sömu sögu er að segja frá Bandarikjunum. Þar hafa fjór- ar af myndum hennar nú verið sýndar á þremur mánuðum. Og ýmislegt bendir til þess, að þar í landi sé hún jafnvel farin að skáka Marilyn Monroe. Hvað kvenlegum yndisþokka viðvíkur, þverbrýtur Bardot franska hefð. Hingað til hefur Frökkum geðjast bezt að grönnum, beinvöxnum stúlkum, smekklegum klæðnaði fremur en glannalegum og þesskonar konuandlitum, sem í senn gefa í skyn merkilega fortíð og spennandi framtíðarmöguleika. Bardot er ólík þessu. Hún hef- ur þvengmjótt mitti (47 y2 sm), en brjóstmálið er aftur á móti 88 sentimetrar. Frökkum finnst svona vaxtarlag oftast skop- iegt. Kjólarnir hennar eru þannig sniðnir, að þeir halda litlu leyndu; hárið er úfið fremur en hrokkið; og hið stóreyga and- lit er svo bamalegt, að engum kemur til hugar að setja það í samband við spennandi fram- tíð, að maður ekki tali um f jör- uga fortíð. En hún er orðin fræg í föð- urlandi sínu og virðist á góðri leið með að leggja undir sig heiminn. Því veldur „fram- korna" hennar á sýningartjald- inu, en annað orð hæfir ekki betur leikaðferð hennar. Hún sýnir sig fremur en leikur, það er allt og sumt. Hún er ekkert sérlega vin- sæl meðal kolleganna. Mót- ieikarar hennar kvarta sífellt undan því, að hún muldri frem- ur en tali. Trúflokkar kvarta undan mjaðmasveiflum hennar. Einn sértrúarflokkur franskur hefur meira að segja lýst yfir opinberlega, að hún sé eilíf- lega fordæmd. Á sýningartjaldinu minnir Bardot mest á óþekkan krakka. Kunningjar hennar segja, að reyndar sé það eng- inn leikur: hún sé alltaf svona. Hún er framúrskarandi bama- leg í allri hugsun og með fá- dæmum dutlungafull. Það hefur alla tíð mikið ver- ið látið eftir henni. Foreldrar hennar hijfa haft efni á því. Hún er dóttir fransks iðju- hölds, en móðir hennar stjórn- ar kunnu tízkuhúsi. Hún hafði einkakennara, byrjaði að læra ballett sjö ára gömul, fékk kornung birtar af sér myndir í tízkublöðum. Hún var sextán ára, þegar kvikmyndaframleið- andinn Marc Allegret sá eina af þessum myndum, kynnti hana á sýningartjaldinu seyt- ján ára, var búinn að gera hana að stjörnu tveimur árum síðar. Einn skilnaður og átján myndir skilja hana nú frá barnæskunni, en hún heldur á- fram að vera jafn óviðjafnan- lega barnaleg og — liggur manni við að segja — fáfróð. „Er það virkilega satt“, spurði hún manninn sinn ein- hverju sinni, ,,að jörðin sé hnöttótt ? Jæja, hversvegna sýnist hún þá ekki hnöttótt". I annað skipti var hún stödd uppi í sveit og rauk upp þegar hún heyrði hund ýlfra. „Ég er farin heim“, tilkynnti hún. „Á stundinni! Ég get ekki afborið staði þar sem fólk kvelur hundana sína“. Hún er sér þess mjög vei meðvitandi hve marga aðdá- endur hún á. Afleiðingin er sú, að hún þjáist sífellt af kvelj- andi ótta við að eitthvað kunni að koma fyrir fegurð hennar. Ein bóla getur gert hana nærri því vitfirrta. Framkoma hennar i kvik- myndaverinu er næsta furðu- leg. Hún er ótrúlega fljót að móðgast og þá rýkur hún burtu hvernig sem á stendur. Hún gekk svo fram af afburða- leikaranum Jean Gabin fyrir skemmstu — og kallar hann þó ekki allt ömmu sína — að hann leyfði blaðamönnum að hafa þetta eftir sér: „Þessum telpuhnokka hefur auðnast að gera það sem öðr- um hefur ekki tekizt á þrjá- tíu árum: Vakið hjá mér megn- ustu óbeit á kvikmyndunum". KONURNAR I KA S TALANUM I stærsta kvennaíangelsi Breta Er G HEIMSÓTTI fyrir skemmstu stæreta kvennafangelsi Bretlands, Holloway í Lond- on. Þetta er gömul og fornfáleg bygging, áþekk- ust miðaldakastala. Einn af fangavörðunum — 25 ára gömul kona —- tók á móti mér við fangels- ishliðið. Henni hafði verið falið að sýna mér völ- 'undarhúsið. Hún bar svartan einkennisbúning, samskonar og kvenlögreglan í London, nema hvað ermamerkin báru stafina „H. M. P.“, sem þýðir Her Majesty’s Prison — fangelsi hennar hátignar. Það voru kvenfangar við vinnu á göngunum. Fangabúningur brezkra kvenfanga hefur tekið miklum stakkaskiptum. Fyrir fáeinum árum báru fangarnir í Holloway ósvikna „pokakjóla“ — gráa, sniðlausa og með ódæmum óklæðilega. Um aldamótin var kvenbúningurinn jafnvel ó- frýnilegri: stórar svartar „fangaörvar" á pilsi og blússu. Og fyrir aldamótin voru þess dæmi að kvenfangar i íhaldsömustu fangelsunum bæru mjög svipaðan einkennisbúning og karlmennimir, sömu höfuðfötin, sömu treyjurnar (með númeri á brjóstinu), þung og óþjál stígvél og jafnvel buxur. Nú er þetta gerbreytt. Konurnar í Holloway hafa um fjóra liti að velja, þegar þær fá fanga- búninginn: bláan, grænan, gulan og bleikan. En efnið í kjólunum er þykkt og sterkt og á aug- sýnilega að endast. Sokkarnir eru úr ull, skómir svartir og reimaðir. Þegar konumar fara út í fangelsisgarðinn, bregða þær yfir sig bláum slá- um, sömu tegundar og brezkar hjúkrunarkonur nota. Þetta er gömul bygging eins og áður er sagt, og klefarnir geta víst aldrei orðið beinlínis vist- legir, Það eru auðvitað rimlar fyrir gluggunum. En fangarnir fá að hafa um sig ýmsa persónulega muni, svosem eins og myndir, og gluggatjöld eru ekki bönnuð núorðið nema undir sérstökum kring- umstæðum. 1 hverjum klefa er mjótt rúm, lítið borð, tréstóll, þvottaskál og vatnskanna. Það eru tvær kapellur í Holloway, önnur fyrir mótmælendur, hin fyrir kaþólska. Sumar konurn- ar vinna við að halda fangelsinu hreinu, skúra gólf, bera út ösku o. s. frv., aðrar í hinu geysi- stóra eldhúsi. Þá er mikið þvottahús þama, þar sem allur fatnaður fangelsisins er þveginn, og að auki saumastofa. Þegar ég leit þangað inn, voru konurnar að sauma buxur fyrir flugherinn. Loks var nýlega sett upp verksmiðja í fangelsinu, sem framleiðir ávaxtamauk, og þegar ég heim- sótti hana, var verið að búa til marmelaði fyrir öll fangelsi í Bretlandi. Allskyns konur hafna í fangelsum: ungar og gamlar, ríkar og fátækar, fríðar og ófríðar. En mjög sló það mig, þegar ég skoðaði Holloway, hve fangarnir voru innbyrðis líkir, þrátt fyrir hinn nýstárlega fangafatnað. Það var einhvern- veginn éinhver „fangelsissvipur" yfir þeim öllum; og notuðu þó sumar andlitsfarða, eins og nú er leyfilegt. Þessi sameiginlegi „fangelsissvipur" gerir mann svolítið dapran, þegar maður sér hann. Og mér leið bókstaflega illa, þegar ég hugsaði til þess sem á undan var gengið. Því að eins og ég sagði í upphafi, er mikill munur á kjörum brezka kven- fangans nú og til dæmis fyrir fimmtíu árum, I»á hefur verið ömurlegt að skoða sig um í brezku kvennafangelsi. — JANE WORTHING. W I VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.