Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 11
SÉRHVER karlmaður hefur tilhneigingu til tvíkvænis. Flestir berjast á móti henni. Einstaka maður lætur undan síga. Fjölkvænismaðurinn hefur sennilega flesta eiginleika götu- stúlkunnar. Þetta er skoðun margra sálfræðinga, sem hafa rannsakað þettá mál. Flestir f jölkvænismenn til- heyra þeirri manngerð sem ekki er hægt að reiða sig á, en það er um tíundi hluti allra karl- manna. Með því er alls ekki átt við að þeir séu geðbilaðir — þó sálarlega gallaðir, tornæmir og illa gefnir menn lendi í þeim flokki. Það gera fjölmargar vændiskonur líka. Fólk af þessu tagi lendir á villigötum vegna þess að það hefur litla ábyrgðartilfinningu. Það er sér ekki eins meðvitandi um siðgæði og boð og bönn þjóð- félagsins og metur ekki til fulls árangurinn af slíkum bönnum. En í þessum flokki óáreiðan- legra manna er líka mjög vel gefið fólk, sem ekki er hægt að treysta til að halda alltaf allar reglur. Slíkir fjölkvænismenn geta sigrast á veikleika sínum. Og oft gætu eiginkonur þeirra orðið þeim til mikils stuðnings með því að skilja þá. Sex karlmenn lenda í fangelsi ÞEGAR IMEIMN GIFTAST - OG ERU GIFTIR FYRIR fyrir fjölkvæni á móti hverri einni konu. Ennþá er gert ráð fyrir að maðurinn biðji konuna um að giftast sér. I mörgum til- fellum gerast karlmenn sekir um fjölkvæni, vegna þess að með því einu móti geta þeir fengið heiðarlega konu til að búa með sér. „Nú, hún var heið- arleg stúlka og ég gat ekki bara farið fram á það við hana að hún kæmi og byggi hjá mér, eða hvað ?“ svaraði maður nokk- ur í Bretlandi, þegar lögfræð- ingur hans spurði hvers vegna hann hefði kvænzt í annað sinn. Samt sem áður virðast konur fjölkvænismanna oft sýna mönnum sínum meiri hollustu en löglegar eiginkonur einkvæn- ismanna, þó þeir hafi gabbað þær í hjónabandið. Tvær eigin- konur sama manns, sem aldrei höfðu sést fyrr, lýstu því báðar yfir við dómarann, að þær mundu standa við hlið „eigin- manns síns“ og skapa honum heimili þegar hann kæmi úr fangelsinu. Þyngsta refsing fyrir fjöl- kvæni er í Bretlandi sjö ára fangelsisvist. Á 18. öld varðaði fjölkvæni dauðarefsingu þar í landi. Hvers konar menn eru þeir þá þessir ástarmangarar, sem virð- ast geta vafið hjartataugum kvenna um fingur sér ? Beita þeir einhverjum sérstökum að- ferðum ? Það kynlega er, að varla eru til hversdagslegri karlmenn en f jölkvænismennirn- ir. Töfrar þeirra eru hvergi sjá- anlegir, þegar þeir standa frammi fyrir dómaranum. Hinn frægi morðingi Georg Joseph Smith, sem var kvæntur fjórurn konum, hafði „rostunga- yfirskegg" og líktist mest dap- urlegum grafara. Alexander Cal- lendir Boyd, sem var dæmdur fyrir fjölkvæni í fyrrasumar, er 157 sm. á hæð og ákaflega hversdagslegur í útliti. En hann hafði það sér til ágætis að hafa látið tattovera SÖNN ÁST á fingurgómana á sér, einn staf á hvern fingur. Fjölkvæni hefur oft ákaflega hörmulegar og andstyggilegar afleiðingar. Sú eymd, sem fjöl- kvænismenn leiða á hverju ári yfir fjölda kvenna um allan heim, gerir það að verkum að full ástæða er til að taka hart á þessum glæp. En allir fjölkvænismenn eru ekki miskunnarlausir eða sam- vizkulausir. Stundum hafa menn gripið til þess að kvænast aftur, vegna þess að lögin neit- uðu að binda endi á óhamingju- saman hjúskap. Árið 1901 dæmdi brezka lávarðadeildin einn af meðlimum sínum, John Francis Stanley, jarl af Russel og eldri bróður heimspekingsins Bertrand Russel, í þriggja mán- aða fangelsi fyrir fjölkvæni. Hin löglega eiginkona Russ- els jarls var heimsk, taugaveikl- uð kona, sem hafði gert hann að athlægi um alla London með móðgunum sínum og áráspm á hann á almannafæri. Hann hafði árangurslaust reynt að skilja við hana. Þessvegna fór hann til Ameríku, og notfærði sér það, að lögin í þeim efnum voru frjálslyndari þar. Hann skildi þar við fyrri konu sína og kvæntist seinna amerískri stúlku. Þegar hann kom aftur heim til Englands, var hann kærður fyrir fjölkvæni og dæmdur fyrir glæpinn, sem hann hafði framið í öðru landi. Russel jarl gerði sig óafvitandi sekan um f jölkvæni með því að kvæn- ast annarri konu í góðri trú. Það hefur komið fyrir þó nokkra karlmenn í veröldinni. Maður nokkur utan af landi í Englandi lagði til hliðar nægi- lega mikið fé til að geta leitað aðstoðar lögfræðings til að fá skilnað frá konu sinni. Nokkr- um dögum seinna sendi lögfræð- ingurinn honum einhver skjöl til undirskriftar. Maðurinn hélt nú í fáfræði sinni að skilnaðurinn væri genginn í gegn og kvæntist aftur. En það var ekki talin nein afsökun þó hann hefði gert það í góðri trú, og bæði hann og seinni kona hans voru sökuð um fjölkvæni. Sumir hafa reynt að sneiða fram hjá lögunum, með því að sjá svo um að seinni giftingin væri ólögleg af einhverjum öðr- um.orsökum. Það dugar ekki til, því glæpurinn liggur í þvi, að látið er líta svo út sem um aðra giftingu sé að ræða og hún sett á svið. (Fenton BreslerL VEIZTU - ? 1. Eru nokkur lög á, lslandi, sem banna möimum að giftast systur ekkju sinnar ? 2. Hvert þessara landa liggur að landamærum Sovétríkj- anna: liúlgaría, Svíþjóð, Nor- egur, Iraq eða Nepal? 3. Hvað hét faðir Mose? 4. Hvers son var Gunnar á Hlíð- arenda ? 5. Hvaða frægur enskur skáld- sagnahöfundur og leikrita- höfundur tók læknisfræðipróf í London, en stundaði aldrei lækningar? Hann skrifaði m. a. bækumar Timglið og ti- eyringurinn og Fjötrar. 6. Hverrar þjóðar er kvik- myndaleikarinn David Niven ? 7. Hvaða stórborg, sem áður var höfuðborg, liggur í tveim- ur heimsálfum ? 8. Hvað er öngstræti? 9. Hvað heitir Mímí, aðalper- sónan í ópemnni „La Boheme“, í réttu lagi? 10. Gáta: Mey var manni gefin áður en hún var átta nátta, átti bamið ársgömul og dó áður hún fæddist. Svör á bls. 14. Augun Sians Massan Framh. af bls. 6. þessari eyju, sem enn kann að þurfa á hjálp minni að halda. Ég sí ekki mikið nú orðið, en ég sé þitt góða hjartalag greinilega." Massang svaraði engu. „Svona dásamlegri gjöf er ekki hægt að hafna," hélt gamli læknirinn áfram. ,,Vinir mínir og nágrannar hér þarfn- ast enn hjálpar, en hvernig á ég að hjálpa þeim með augum, sem eru næstum dauð ? Ég gæti tekið misgrip á einhverjum af litlu glösunum og gefið eitur í staðinn fyrir læknandi lyf. Ég sé ekki lengur til þess að telja dropana af sterkustu lyfjun- um. Þetta fólk þarfnast í senn kunn- áttu minnar og augna þinna. Komdu aftur um sölarupprás á morgun.“ Pilturinn reis á fætur. ,,Ég kem Tuan læknir. En má ég koma ofur- l'tio eftir sólarupprás? Það er vegna dóttur Saloha bátasmiðs. Snemma á r.rr.stn tungli ætlum iúj að gifta okk- ur. Mig langar til að sjá hana einu sinni enn.“ Læknirinn lagði hendina á grönnu brúnu öxlina og sagði: ,,Sonur minn, þú átt eftir að fá að sjá hana með- an æfi ykkar beggja endist. Því það er til auðveldari leið til að þiggja gjöf þína, Massang. Við skulum vinna saman, þú og ég, og augun í þér verða augu mín, sem horfa á htlu glösin og lyf jadropana og rann- saka sárin og sjúkdómseinkennin, sem ég sé ekki lengur. Skörpu aug- un þín skulu horfa á allt sem ég geri cg þú hlustar á orð mín og útskýr- ingar. Ef við leggjum í sameiningu að okkur \nð starfið, þá verður þú l'.ka læknir einn góðan veðurdag og þjónar fólkinu þínu hérna eftir að ég er kominn í gröfina. Og þú átt eftir að sjá brúði þína á hverjum morgni þogar silin rís og stundum muntu geta farið aftur út á bátnum þínum og fiskaö.“ ,,En ég er búinn að selja bátinn og gefa netin mín,“ sagði Massang. „Ég gerði það fyrir einni klukkustund.“ James Stanten þagði góða stund og minntist annarra fiskimanna, sem liöfðu í fullu trausti yfirgefið báta sina og net fyrir löngu síðan til a8 fylgja nýjum húsbónda. Guðlast? Nei, því þessi piltur átti áreiðanlega heima einhvers staðar meðal þeirra Honum fannst hann sjálfur vera óverðugur og óhlutgengur til þátt- töku í svo hreinni hollustu. Hann skrúfaði niður i olíulampan- um, svo að þeir stóðu samhliða í daufri stjörnubirtunni. „Það verður alitaf til bátur og net, ef ég vil fá það lánað,“ sagði hann hughreyst- andi við piltinn. „Komdu í fynramál- ið. Það bíða okkar áreiðanlega marg- iv sjúklingar eftir tíu daga læknis- lcysi.“ „Ég verð hér um sólaruppkomu,“ lofaði Massang. „Góða nótt, Tuan læknir.“ Og James Stanten, sem aldrei hafði fengið bænir sínar um son uppfyllt- ar, svaraði: „Góða nótt, sonur minn." VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.