Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 8
 Sendum FAGKIK MUNBR tJR GULXI OG SILFRI gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar - Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÖSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Vaíur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREÍNSUN (ÞURRHREINSUN) SÖLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13Z37 BARMAHLÍÐ B SIMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Sölutuminum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna í skóm frá HECTOR Laugaveg 11 Laugaveg 81 írd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess SVONA LEIT Um UT þegar hún leit inn á skrifstofu Vikunnar 1 gráum jerseykjól frá prjónafyrirtœki í London og með háfu úr sama efni. EG sé ekki eftir því að hafa farið í fegurðar- keppnina suður í Tívolí ár- ið 1956, sagði Rúna Bryn- jólfsdóttir, þegar hún leit inn á skrifstofuna til mín um daginn." Hefði ég ekki gei-t það, þá seldi ég senni- lega hatta ennþá og hefði ekki tækifæri til að ferðast og sjá mig um.“ Já, það má með sanni segja að Rúna hafi séð sig um á síðasta ári. Eftir feg- urðarkeppnina í Baden- Baden, ferðaðist hún um allt Frakkland með sýning- arflokki, sem sýndi tízku- fatnað og þjóðbúninga í hverri borg í sambandi við fegurðarsamkeppnir til þátttöku um titilinn ungfx'ú Frakkland. Eftir það fór hún í ferð um Þýzkaland og svo til Hollands og loks til London, þar sem hún er núna setzt að, sem sýning- arstúlka hjá sport og tweed- fatafyrirtæki. Auk þess sit- ur hún fyrir hjá Ijósmynd- ururn og vinnur við aðrar sýningar, þegai' til fellur. „Því miður hef ég enga möguleika til að komast að hjá stærstu tízkuhús- unum," segir Rúna. „Til þess er ég ekki nógu há og svo get ég ekki orðið grennri en 57 sm. í mittið og 91 sm. um brjóst og BÓKAHILLUR mjaðmir. Hitt eru bein.“ Ég horfi undrandi á hana. 1 mínum augum er Rúna há og tággrönn. En hún full- vissar mig um að 168 sm. hæð dugi enganveginn. Stóru tíZkufrömuðirnir líti ekki við sýningarstúlkum., sem ekki séu a. m. k. 172- 173 sm. „En ég hugsa að Vigdís Aðalsteinsdóttir hafi möguleika. Hún er svo há,“ bætir Rúna. við. „Hvað hefurðu gert af dokka hái’inu?" spyr ég, því þegar Rúna fór hafði hún svart og mikið hár. „Hvítt og svai't fer svo illa á sjónvai’pstjaldinu, og þegar ég kom fram í sjón- varpinu í Hollandi, gerðu þeir mig rauðhæi’ða. Með- an ég beið svo eftir at- vinnuleyfinu mínu í Eng- landi, þurfti ég auðvitað að vinna fyrir mér, svo ég gerði það eina sem var leyfilegt, sat fyrir sem hár- greiðslumódel hjá hár- gx.'eiðslustofunum, og þá var tekið til við að lita á mér hárið aftur. Dökkt hár varpar skuggum á andlitið og þar sem tízkumyndirnar eru aldrei lagfærðar, er betra að vera ekki dökk- hæi’ður." Já, maður getur víst ekki bara labbað til ljósmyndar- ans og litið svo út eins og Ar ÐUR fyrr keyptu menn sér bókahillur ein- göngu undir bækurnar sín- ai'. Nú er það í tízku að hafa stórar bókahillur, sem helzt þekja heilan vegg, og stilla upp alls kyns skraut- munum milli bókanna. Oft er komið fyrir vínskápum, og skrifborðsskápum með skrifborði sem opnast út, milli hillanna. Hér á landi eru fram- leiddar slíkar bókahillur, svokallaðar Hansa-bóka- hillur, sem hengdar eru á þar til gerða lista. Listana verður auðvitað að skrúfa vel í vegginn og er það að- alókosturinn við hillurnar, fyrir þá sem ekki eiga neina veggi, því húseigendur eru sjálfsagt ekkert hrifnir af shkri meðferð á veggjun- um þegar leigjendurnir hverfa úr íbúðunum. Hill- urnar eru úr mahogany og sýningarstúlka á mynd- inni. Rúna er nýbúin að vera á námskeiði hjá Max Factor og læra að nota andlitsfarða fyrir ljós- myndatöku. Fyrir sjónvarp- ið þarf annars konar snyrtingu, en hana sjá stai’fsmenn sjónvai-psins um. A næstunni mun Rúna koma fram í bi-ezka sjón- varpinu á vegum Loftleiða Isamt Önnu Guðmundsdótt- ur, sem var nr. 2 í síðustu fegurðarkeppni hér. Anna er lögð af stað á sömu braut og Rúna, en í þetta sinn stendur til að ís- lenzka stúlkan fái þjálfun eins og allar hinai- fyrir Evi’ópukeppnina. Anna á að fara í sýningarferð með sýningarflokki, áður en hún fer í keppnina til að læra að ganga, losna við feimn- ina og svo framvegis. Rúna var á módelnám- skeiði í Danmörku, áður en hún fór til Baden-Baden, en segir að undirbúningur sinn hafi verið alls ófull- nægjandi. Hún segir að stúlkur þui’fi að kunna a. m. k. þrjú tungumál, til að geta lagt upp í sýningar- ferðir út um heim, þær þurfi að kunna að ganga og snyrta sig, kunna ofur- lítil skil á fjármálum til að geta gert samninga, kunna teakviði, eru 80 sm. langar og í tveimur breiddum (verð kr. 169,00 hillan). Auk þess er hægt að fá skápa og skrifborðshólf til að hengja inn á milli. En auðvitað má komast af með ódýrari og óvand- aðri hillur af þessari gerð, og útbúa þær sjálfur. Lítið þið t. d. á myndina. Þar eru notuð löng kústsköft eða rör, sem hillurnar eru þræddar upp á. Síðan er stungið nöglum eða einhver j- um stautum í skaftið til að stöðva hverja hillu á rétt- um stað. En auðvitað verð- ut að festa sköftin vand- lega ef raða á þungum bók- um í hillurnar. Að sjálf- sögðu má nota þessa aðferð við smiði á minni bókahill- um og er þá betra að hafa tvö sköft samhliða til end- anna, svo að ekki þurfi að festa sköftin í loftið. að pakka niður og mai’gt fleira. Sjálf segist hún vera hætt að fei’ðast með annað en jerseyföt. Og hvernig eru svo vinnuskilyrðin ? Sýningai’- ferðir eru vel borgaðar, enda er allt uppihald þá frítt. Auk þess er stúlkn- anna gætt mjög vandlega, svo þær eyða sjálfsagt ekki miklu. Þær mega t. d. ekki fara út á kvöldin. 1 London er sýningarstúlkum vel borgað fyrir þær stundir sem þær vinna, en svo geta komið dagar þegar ekkert er að gera. En Rúna segist bjai-ga sér. Stúlkurnar fá líka oft sýningax-fatnaðinn fyrir lítinn pening. Starfið er misjafnlega erfitt. Það ex t. d. ákaflega erfitt að sitja fyrir hjá ljósmyndur- um og þurfa kannski að standa grafkyrr í annar- legum stellingum i upp und- ir 20 mínútur. Það getur lika verið erfitt að máta pelsa í 45n hita, eins og Rúna þui’fti að gera í París í íyrrasumar. Að öðru leyti er stai-fið heldur létt, og Rúna er ákveðin í að halda áfram á þessari braut enn um sinn. Rúna skrapp hingað heim í viku og er nú farin aftur til London. Hún vonast til að fá tíma til að koma aft- ur í sumar og aðstoða við fegui’ðarsamkeppnina í Tivoli, því hún er búin að fá talsvei’ða æfingu í öllu því sem að slíkum sýning- um lítur. Ör síðasta blaði Lausnin hér fyrir neðan átti að fylgja þessum dálk- um í síðasta tölublaði, en hún féll niður. Viljum við biðja lesendur velvirðingar á þessu, en efumst ekki um að þeir séu fyrir löngu bún- ir að finna rétta svarið við spurningunni um rammana. Lausnin: Minni ramminn er sá rétti, því hann gefur kyrralífsmyndinni dýpt og fer auk þess prýðilega vel við nútímamyndir. Hinn ramminn þykir aftur á móti of kvenlegur og eyðileggur því stílinn i þessari einföldu kyrralífsmynd. Og þar sem hann er líka full áberandi á lit, eyðileggur hann litina í sjálfri myndinni. Eru fingraför „óskeikul64 sem sönnunargögn? Eftir Francis Beii ^ÉRFRÆÐINGAR segja, að ^ líkurnar fyrir því að tveir menn geti skilið eftir sig ná- kvæmlega samskonar fingra- far, séu heldur minni en einn möguleiki af septilljón. Þar sem septilljón táknar einn með 42 núllum fyrir aftan, og þar sem sú tala er auðvitað mun hærri en íbúatala allrar veraldar, má segja, að líkurnar séu svo hverf- andi litlar, að þær séu í rauninni alls ekki fyrir hendi. Edgar Wallace, hinn heims- kunni reyfarahöfundur, þekkti sennilegast meira til starfsað- ferða glæpamanna og lögreglu en nokkur maður utan Skotland Yard. Tveir vina hans — báðir rit- höfundar — tjáðu mér, að hann hefði alla tíð haldið því fram, að fingraför væru ekki óyggjandi sönnunargögn, eins og lögregl- an vildi vera láta. Wallace hélt þeirri kenningu mjög á lofti, að það væri kænskubragð lögregl- unnar, þegar hún léti í veðri vaka, að fingrafarasönnunin gæti ekki brugðist. Slík skoðun hlyti nefnilega að flýta fyrir játningu sakborninga, þegar hægt væri að hampa þesskonar .,sönnunargagni“ framan í þá. Var nokkuð hæft í þessari kenningu Wallace ? Um það eru skiptar skoðanir. En í London einni saman hafa allmörg ó- venjuleg ,,fingrafaramál“ kom- ið fyrir. í janúar 1930 var Arthur nokkur Johnson handtekinn og sakaður um að hafa komist yfir gull-sígarettuveski og aðra muni í Lundúnaverzlun með því að gefa út falska ávísun. Johnson var settur í gæzlu- varðhald. I varðhaldinu var hann myndaður, fingraför hans tekin og auðkenni hans athug- uð. Þetta var gert svo vandlega, að mistök virðast algjörlega úti- lokuð. Reyndar var athöfn þessi endurtekin tveimur dögum seinna til öryggis. Hinar tvær persónulýsingar mannsins voru síðan bornar saman, enn til þess að tryggja, að ekkert hefði far- ið úrhendis. Því næst skrifaði fangelsisstjórinn undir bæði plöggin. Annað eintakið var sent afbrotamannasafni Scot- land Yard, hitt var geymt í skialasafni fangelsisins. í marz 1930 var Johnson dæmdur til sex mánaða fangels- isvistar, og afplánaði hann refs- ingana í Wormwood Scrubs fangelsinu. Þegar þar var tekið við honum sem dæmdum manni, var hann enn Ijósmyndaður og fingraför hans tekin. Tvenn „sett“ af fingraförum voru tek- in, og var annað spialdið enn sent til Scotland Yard. Tuttugu árum seinna, eða í ágúst 1950, var Johnson, sem þá var búinn að skipta um nafn með leyfi yfirvaldanna, aftur handtekinn og sakaður um svip- aðan þjófnað. Hann var úr- skurðaður í gæzluvarðhald. Áður en hann var sendur til Norwich fangelsis, voru fingra- för hans enn einu sinni tekin og ljósmyndir af honum. Þegar hann var spurður, hvort hann hefði áður komizt í kast við lög- regluna, skýrði hann frá fyrra afbroti sínu. Eins og í hitt skipt- ið, var lýsing hans, ljósmynd og fingraför send til Scotland Yard. Um viku seinna var John- son kvaddur til yfirheyrslu. „Hversvegna ertu með þessi skrípalæti?“ spurði leynilög- reglumaðurinn, sem stjórnaði yfirheyrslunni. „Þú ert ekki Arthur Johnson fremur en ég. Þetta eru allt önnur fingraför“. Þegar málið var tekið fyrir og dómarinn spurði, hvort nokk- uð væri vita,ð um fyrri hegðan hins ákærða, svaraði ákærand- inn því til, að þótt sakborning- urinn játaði, að hann hefði áð- ur verið dæmdur fyrir þjófnað, væri lögreglan búin að ganga úr skugga um, að það væri rangt. Það er aðeins hægt að draga eina ályktun af Johnsonmálinu, nefnilega,, að þótt því sé mót- mælt af hálfu hins opinbera, geti það átt sér stað, að fingraför breytist með árunum. Annað athyglisvert mál er í sambandi við ungan sjómann, sem var staðinn að verki, þegar hann gerði tilraun til innbrots í Essex. Þar sem í Ijós kom að hann var bæði með mislinga og kíghósta — en síðarnefndi sjúk- dómurinn virðist vægast sagt ó- heppileg fylgja í innbrotsleið- angri^ — var hinn handtekni ekki ákærður fyrir opnum rétti, heldur við sérstök lokuð réttar- höld til þess að fyrirbyggja smithættu. Að svo búnu var hann umsv.ifalaust lagður inn á sjúkrahús Brixton fangelsis, án þess að lögregla,n á staðnum tæki af honum hinar venjulegu Ijósmyndir, fingraför o. s. frv. í Brixton kom hann fingra- faramanninum á óvart með því að skila fingraförum, sem voru gjörsamlega gagnlaus. För hans reyndust „ólæsilegar“ klessur; á þau vantaði bókstaflega öll einkenni. Þegar fingur hans voru bornir undir stækkunargler, kom í ljós, að fingurgómarnir voru egg- sléttir. Þó eáust þess engin merki, að um brunasár eða önn- ur meiðsl væri að ræða. Sérfræðingamir urðu auðvit- að furðu lostnir, og einn af frægustu „glæpafræðingum“ Breta, Sir Bernard Spilsbury, var kvaddur til. Sjómaðurinn kvaðst heita Ge- orge Smith en aftók að gefa aðr- ar upplýsingar um sjálfan sig. Þá kom tilviljunin til skjalanna. Leynilögreglumaður að nafni Deighton þurfti að heimsækja fangelsissjúkrahúsið í sambandi við annað mál. Hann sá George Smith af einskærri tilviljun og sagði: „Ertu nú aftur kominn i klandur, aulinn þinn?“ „Kannastu við hann?“ spurði s júkrahússt j órinn. „Ég tók hann fastan fyrir átján mánuðum fyrir að stela demantshring frá konu í Ox- fordstræti. Hann fékk þrjá mán- uði“. Athugun leiddi í ljós, að Scot- land Yard átti fullkomna lýs- ingu á hinum handtekna — og fingraför hans. Og við þau var ekkert að athuga! Þar sem yfirvöldin hugðu, að Smith hefði gert eitthvað við fingurgóma sína til þess að af- má öll einkenni, var honum hald- ið í fangelsissjúkrahúsinu í níu mánuði. Ætlunin var að fylgjast með því þegar nýtt „læsilegt" skinn myndaðist á gómunum. En ekkert skeði. Þegar honum var sleppt, var hann jafn gjör- samlega „fingrafaralaus" og þá hann var handtekinn. Lögreglulæknar fullyrða, að fingurgómum sé a,lls ekki hægt að breyta til langframa. Þeir segja, að jafnvel þótt skinnið sé numið burt og nýtt grætt á í staðinn, komi gömlu förin aftur fram innan tíðar. Þó er sú stað- reynd óhagganleg, að för Smiths hurfu — og þau birtust vissu- lega ekki aftur þá níu mánuði sem hann var í sjúkrahúsinu. Þriðja málið viðvíkur manni að nafni Edward Moore, sem lögreglan í Weston-super-Mare handtók í sambandi við bílþjófn- að. Á Moore fundust tvö fölsuð vegabréf, annað brezkt, hitt franskt. Scotland Yard gerði al- þjóðalögreglunni 1 París viðvart, sem upplýsti að maður með samskonar fingraför hefði hlot- ið dóma í Hollandi og Belgíu fyrir eiturlyfjasmygl og hvita þrælasölu, og að frartska lög- reglan hefði auk þess lýst eftir honum árið 1934 fyrir peninga- fölsun. Þessar upplýsingar komu Scotland Yard frnjÖg á óvart, því að Moore hafði margsinnis ver- ið dæmdur í Bretlandi og hægt var að sanna, að hann hafði ver- ið fangi í einu stærsta fangelsi Bretlands frá 1933 til 1935. En við nánari athugun kom hið ó- trúlega á daginn, nefnilega að Moore hafði nákvæmlega sams- konar fingraför og margdæmd- ur hollenzkur Gyðingur. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.