Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 5
það ekki heldur — nema hún sé miklu betri lygari en ég held hún sé. Enginn hefui- hugmynd um það. Svo þetta er sennilega vitleysa. Hann stundi við. Herðið upp hugann, Craddock. Ég ætla að bjóða yður út að borða með Sir Henry. Þarna kemur hann. Ég er hér með bréf frá einni af þessum blessuðum kerlingum þínum, Henry. Hún býr á Royal-hótelinu. Hún heldui- að okkur langi kannski til að heyra eitthvað, sem hún veit um Chipping Cleghorn málið. Rydesdale leit yfir bréfið. Hún skrifar alveg eins og gömul amma. Rétt eins og fluga í blekflösku. Og hún leggur áherzlu á hvert orð. Talar heilmikið um það að hún voni að hún eyði ekki of miklu af okkar dýrmæta tíma, en að ef til vill kunni hún að getíj. orðið að ofurlitlu liði og svo framvegis. Hvað hún heitir? Jane eitthvað Murple nei, Marple — Jane Marple. Hamingjan góða, getur það verið? sagði Sir Henry. Þetta er sjálf kerlingin mín, í eigin persónu. Sú sem slær út allar aðrar kerl- ingar. Og einhvern veginn hefur henni tekist að vera komin til Meden- ham Wells, rétt í tæka tíð til að flækja sér í morðmál, i stað þess að sitja í ró og næði heima í St. Mead. Rétt einu sinni hefur morð verið tilkynnt — ungfrú Marple til ánægju og yndisauka. Jæja, Henry, við skulum koma. Ég er orðinn forvitinn að sjá þenn- an dýrgrip þinn. II Jane Marple var svipuð, en þó ekki alveg eins og Craddock hafði ímyndað sér. Hún var miklu mildaxú en hann hafði gert sér í hugarlund og talsvert eldri. Satt að segja leit hún út fyrir að vera fjörgömul. Hún hafði snjóhvitt hár, rjótt, hi'ukkótt andlit, og ákaflega blíðleg saklej'sisleg blá augu og fyi'irferðarmikið prjónles allt í kringum sig. Hún liafði laustprjónað sjal um herðarnar og var að prjóna stórt barna- teppi. Hún var alveg himin lifandi að sjá Sir Henry og roðnaði þegar hann kynnti hana fyrir lögreglustjóranum og Craddock lögreglufulltrúa. N-ei, er þetta Sir Henry, hvað það var gaman. Það er svo fjarska langt síðan ég hef séð yður . . . Gigtin í mér? Afleit upp á síðkastið. Auðvitað hefði ég ekki háft efni á að dvelja á þessu hóteli (það er alveg furðulegt hvað allt er dýrt nú á dögum), en frændi minn, hann Raymond West, þér kannist kanski við hann? — Allir kannast við hann. Já, elsku drengurinn er svo heppinn með bækui'nar sínar og þær eru svo vinsælar - hann hrósar sér af því að skrifa aldrei um neitt skemmtilegt. Jæja, hann vildi endilega borga dvölina hér fyrir mig. Þessi indæla kona sem hann á er lika listamaður. Hún málar krúsir með deyjandi blómum og brotnar greiður í gluggakistum. Ég þori aldrei að segja henni það, en ég ei’ nú alltaf miklu hrifnari af Blair Leighton og Ölmu Tadema. Æ, nú er ég farin að blaðra. Og sjálfur lögreglustjórinn itominn, ég er hrædd um að ég sé að tefja hann . . . Þegai' þeir voru búnir að hrífa ungfrú Marple frá öllu prjónlesinu sínu og tína upp lausu prjónana hennar, fylgdist hún full af afsökunum og símasandi með þeim inn í hina þægilegu setustofu Rowlandsons. Þá kom hún umsvifalaust og alveg óvænt að efninu. Já, það var i sambandi við ávísun. Ungi skrifstofumaðurinn hérna breytti henni. Ég er með hana hérna. Hún dró ávísunina upp úr töskunni sinni og lagði hana á borðio. Hún var endursend úr bankanum i morgun. Sjáið þið, þetta var ávisun upp á sjö pund en hann breytti upphæðinni í 17. Bara eitt strik fyr- ir framan 7 og orðið tíu fyrir aftan sjö, ásamt vel gerðum blekbletti til að dylja orðið. Já, þetta er vissulega ljómandi vel gert. Til þess þarf tals- verða æfingu, skyldi ég halda. Þetta er sama blekið, því ég skrifaði ávís- unina vi'5 afgreiðsluborðið hjá honum. Mér er næst að halda að hann hafi gert þc.tta oft áður, eða hvað finnst ykkur? 1 þetta sinn hefur hann ekki valið rétta manneskju, sagði Sir Henry. Ungfrú Marple kinkaði kolli. - Já, ég er hrædd um að hann hefði rldrei komizt mjög langt á glæpabrautinni. Ég var vissulega ekki rétta manneskjan. Önnum kafin ung húsmóðir eða ástfangin stúlkukind — það eru manneskjur sem skrifa ávísanir fyrir ólíklegustu upphæðum og fara ekki alltof vandlega yfir úttektadálkinn sinn. En gömul kona, sem verður að horfa í hvern skilding og sem er orðin vanaföst - það er áreiðinlega ekki rétta manneskjan. Ég skrifa aldrer ávísun upp á 17 pund. Tuttugu pund skammta ég mér fyrir mánaðai'legu lífsviðurværi mínu og bókum. Það stendur á tug. Og svo tek ég venjulega út sjö pund í vasapeninga — áður notaöi ég fimm, en nú er ailt orðið svo dýrt. 1 fyrstu vikunni eftir að ég kom var smávilla á reikningnum mínum. Ég benti þessum unga mánni á það, og honum virtist þykjá það afar leitt. Hann bað margfaldlega af- sökunai', cn ég hugsaði með mér: Þú hefur slóttugt augnaráð, piltur niinn. Og þegar ég segi síóttugt, þá á ég við það þegar fólk horfir beint framan í mann og deplar ekki einu sinni augunum. Rudi Scherz va.r á 'engan hátt til fyrirmyndái' sagði Rydesdale. Hann hafði komizt í kast við lögregiuna í Sviss. Ég býst við að það hafi gert honum erfitt fyrir þar, svo hann hefur komið hingað á fölskum skilríkjum, sagði ungfrú Marple. Alveg rétt, sagði Rydesdale. I-Iann var álltaf með litlu rauðhærðu stúlkunni í borðsalnum, sagði ungfrú Marple. Til allrar hamingju held ég að hún hafi verið alveg ósnort- in. Henni þótti bara gaman að hafa einhvern, sem ekki var eins og fólk er flest, og hann var vanur að færa henni konfekt og blóm, en það gera enskir piltar aldrei. Er hún búin að segja yður allt sem hún veit? Nú sneri ungfrú Marple sér að Craddock. — Eða sagði hún yður ekki alveg aht ? Framhald í nœsta blaði. Tízkan er á okkar bandi Prjónastofan HLÍN hi. Skólavörðustíg 18 — Sími 12779 Til þess að vernda húð yðar ættuð þér oð verjo noklcrum mínútum ó hverju kvelöi til oð snyrto ondlit yðar og hendur meó Niveo-kremi. F’oð hressir, styrkir og sléttir ondlitshúðino og hendurnor verðo mjúkor og fdllegor. Niveo-krem hefir inni oó holdo euzerit, sem er skylt eðlilegri húðPitu. Þess vegnq genqur það djúþt inn í húóino, og hefir óhrif langt inn Tyrir yfrborð hörundsins. fess vegno er Niveo-krem svo gott fyrir húðino. AC 17’ VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.