Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 6
Æ iitfun hans Massang „Ertu ekkert hrœddur við myrkrið?“ sagði gamli, sjóndapri lœknirinn Eftir Mark Derby EGAR dr. Stanten steig upp úr bátnum, hrasaði hann, og fjórar brúnar hendur voru snögglega réttar fram, honum til aðstoðar. Auðvitað vissu þau það. Húsið hans stóð þarna uppi á hamr- inum, og bar í sólsetrinu eins og skörp skuggamynd við dökkan frum- skóginn að baki; en hann sá það aðeins eins og daufan brúnan blett a dökkum fleti. Þetta þúsund mílna ferðalag hans til Singapore hafði staðfest það, að nú mundi hann aldrei framar sjá neitt betur — að brátt mundi hann sjá ver, og einn góðan veðurdag mundi hann hætta að sjá nokkurn skapaðan hlut. „Friður sé með þér, Tudn læknir, og velkominn!" sögðu þorpsbúar. „Friður sé með þér við heimkom- una!" Friður? hugsaði hann. O, jæja, undirgefni var reyndar nokk- urs konar friður, og hann átti ekki völ á öðru en undirgefni, úr því hann hafði vfsað á bug hinni skammvinnu freistingu að binda endi á þetta allt með innihaldinu úr einhverju af litlu grænu glösunum í lyfjageymsl- unni. „Þér hafið auðvitað vitað þetta fyrir,“ hafði ungi augnlæknirinn í Singapore sagt eftir stutta rannsókn. „Já,“ viðurkenndi hann. ,,Ég vissi það. En maður getur ekki hætt að vona.“ Nú lá öll von að baki og hvað var framundan ? Hægt og hægt mundi öll birta dvina, þangað til hann yrði einn í myrkrinu. Að vissu leyti var hann búinn að vera einn í fimmtán ár, alltaf síðan Margrét dó. En að öðru leyti þó aldrei einn, því einasti læknirinn á eyju með 30.000 vinveitt- um íbúum hefur engan tíma til að vera einmana. Nú, eða að minsta mjög fljótlega mundi hann verða að hætta öllu. Það var engin von um eftirmann. Tekjur litla trúboðsfélagsins, sem hafði sent hann og Margréti til eyj- arinnar fyrir þrjátíu árum, höfðu far- minnir áhugaljós- myndara á ljósmynda- keppni blaðsins. Aug- lýst er eftir myndum sem á einhvern hátt má setja í samband við starfsemi Flugfél- ags Islands. Keppn- inni lýkur 22. febrúar. Verðlaun: Flugferð til London og heim aftur. ið minnkandi. I sex undanfarin ár hafði það ekki haft efni á að borga honum þessi lágu laun hans, en hann hafði fúslega haldið áfram starfi sínu, á meðan félagið hélt áfram að birgja hann upp af meðulum. Hvorugur innfæddu piltanna, sem hann hafði kennt, mundu vera þarna ti! að taka við af honum. Vesalings Luyoh hafði hjálpað honum við að hjúkra tveim tugum lömunarveikis- sjúklinga, en farið svo sjálfur hall- oka fyrir sjúkdómnum. Og hinn dug- legi Kerian, sem hann hafði að lok- um sent til náms í læknaskólann á Jövu, var nýlega útskrifaður og hafði lýst þvi yfir að hann mundi ekki koma heim aftur. „Þú ert ekkert betri,“ sagði einn af fiskimönnunum að óbrotnum hætti eyjaskeggja, þegar hann lagði af stað upp fjöruna.“ Þú fórst til Singa- pura til að láta lækna augun í þér, en þau eru ennþá slæm. Hvers- vegna?“ Hann svaraði á máli eyjaskeggja, af alvöru og kurteisi, eins og hans var vandi þegar hann svaraði ein- lægum spurningum þeirra. ,,Ég er gamall maður, vinur minn, og aug- un í mér eru of gömul til að lækn- ast.“ „Æ!“ Kvíða- og samúðarmuldur fylgdi háa, gráhærð manninum upp þrepin að húsinu á hamrinum. „Lít- ið þið til mín eftir kvöldverð,“ kall- aði hann niður til þeirra. „Og sjúk- lingarnir geta komið eftir sólarupp- rás í fyrramálið, eins og venjulega.“ Eins og venjulega. Ja, næstum eins og venjulega. Akomu, sem hafði verið ung hjá honum og var nú að verða gömul með honum, færði hon- um kvöldverðinn út á svalirnar, þar sem stjörnurnar og eldflugurnar tindruðu í myrkrinu ofcin við haf- flötinn og myndin af Margréti brosti við honum frá einu horninu. Og svo á eftir þetta venjulega létta fótatak nakinna fóta á þrepunum og tylft af nágrönnum, sem kom sér fyrir í kvöldsvalanum á svölunum, meðan hann reykti pípuna sína og rabbaði við þá. Ekkert var líka venjulegra en að hikandi vera birtist undir svöl- unum, rétt þegar hann ætlaði að fara í rúmið. „Hver er þar?“ spurði hann og deplaði augunum í mildu lampaljós- inu. „Það er Massang," var svarað. Massang? Það hlutu að vera að minnsta kosti tuttugu unglingar að nafni Massang i þorpinu. „Hver er þá veikur?“ spurði hann. Pilturinn steig nokkur skref út úr skugganum. „Þú ert veikur, Tuan læknir.“ James Stanten settist aftur. „Það er alveg rétt, Massang," sagði hann. Þegar betur var aj gáð, var alls ekki venjulegt að ungur maður kæmi nema í neyð. Nú þekkti hann mann- inn. Það var ungur fiskimaður, sem alltaf færði honum fisk að gjöf. Hann hlaut einhvern tíma að hafa hjálpað honum í gegnum veikindi. Hann sá ógreinilega þennan nálægt- 18 ára gamla ungling með olífugræna slæðu um sig og gulan vefjahött með löng- um veifum. „Augun í mér eru of gömul til að stóru læknarnir í Singa- pura geti gert við þau,“ sagði hann við hann. „Það er þessvegna sem ég kom,“ sagði pilturinn. „Það er fallega gert af þér að koma," sagði dr. Stanten. Hann bældi niður geispa, því þriggja daga flug- og skipsferð frá Singapore hafði þreytt hann. „Það er auðveldara að bera erfiðleikana, ef vinir eru í nánd.“ Pilturinn sýndi þess engin merki að hann væri á förum. Hann var kom- inn þvert yfir svalirnar og seztur með krosslagða fætur við stól lækn- isins. „Við hér á eyjunni vitum hve máttug lyfin þín eru og hve oft þú hefur glímt við dauðann og fellt hann,“ sagði hann. „Og sumir okk- ar vita hvernig þú getur læknað sjúkling, ekki með meðulum, held- ur með því að taka heilsuna frá annarri manneskju." James Stanten skildi hvað hann var að fara. „Þú átt við ekkjuna uppi á hæðinni, sem var að deyja af því blóðið i henni var skemmt. Já, ég tók blóð úr nágranna hennar og lét það i hana í staðinn fyrir skemmda blóðið, og brátt var hún orðin heil- brigð. Ertu að tala um hana?“ „Já, það er móðir mín,“ sagði pilt- urinn. „Það voru mögnuðustu töfr- arnir, sem okkar fólk hefur nokkurn tíma verið vitni að.“ „Það voru engir töfrar, drengur minn,“ mótmælti læknirinn. „Þetta er það sem við köllum töfra,“ sagði pilturinn ákveðinn. „Og það er einmitt þessvegna sem ég er kominn.“ „Kemurðu frá móður þinni?“ „Nei, Tuan læknir, hún er aldrei veik núna, síðan hún fékk nýja blóð- ið. Ég kom vegna þess að það mundu vera okkur öllum ill örlög, ef þú yrð- ir alveg blindur.“ „Það er ekkert ef í því sambandi, drengur minn.“ „En ég veit að þú getur flutt heilbrigði frá einum líkama til ann- ars, sem þarf þess með. Eg er því hingað kominn, Tuan læknir, af því að ég hef góð augu.“ James Stanten var búinn að reykja síðustu kvöldpípuna sína fyrir hátta- tíma, en nú opnaði hann tóbaksdós- ina viljandi aftur. Þetta mundi taka lengri tíma en hann hafði í fyrstu gert ráð fyrir. „Móðir mín lifir af því blóð ann- arrar manneskju var látið ’í hana,“ sagði Massang. „Ef þú misstir gömlu, slitnu augun þín og fengir ný, góð augu í staðinn, þá gætirðu aftur séð. Þessvegna bið ég þig um að taka mín.“ Læknirinn sýndi engin viðbrögð, aðeins alvöru og athygli. Það kom ekki til mála að sýna alveg um- svifalaust fram á fjarstæðuna í til- boði drengsins. Svo dýrðleg hjarta- gæzka átti betra skilið. „Ég skal segja þér hvað ég hef góð augu,“ sagði pilturinn með ákafa í röddinni. „Þegar við stóðum allir á hamrinum síðdegis í dag, til að horfa eftir bátnum þínum, þá sá ég hann löngu á undan öllum hinum. Ég var sá fyrsti sem kom auga á hnnn.“ „Og svo þegar þú sást að ég hafði ekki fengið bót í Singapura, þá ákvaðstu að koma og bjóða mér aug- un þín?“ Pilturinn hallaði sér snögglega fram. „Nei, Tuan læknir. Þegar fyrst var farið að segja að þú værir ef til vill að verða blindur, fyrir fjórum eða fimm mánuðum, þá datt mér það í hug. En ég hef engum sagt frá því. Þetta er góð ráðagerð, því þú mundir gera svo mikið gott með aug- unum minum — lækna deyjandi og færa þeim sem eru að bugast af ótta við að missa sína nánustu aft- ur hamingju. En til hvers nota ég þau? Ég stari bara út á hafið á meðan ég er að veiða og horfi á stúlkurnar þegar ég kem í land. Þó ég væri blindur, þá gæti ég samt búið til veiðarfæri og leikið á flautu." „Ertu þá ekki hræddur við myrkr- ið, drengur minn?“ spurði læknirinn. „Ofurlítið," viðurkenndi Massang. „En ég mundi ekki vera einn. Ajang frændi minn er líka blindur. Og þegar maður er blindur, þá mildast hjörtu fólksins gagnvart manni. Það hef ég sjálfur orðið vitni að.“ „Ég hef líka séð það,“ sagði lækn- irinn. „Nú þegar.“ Nú varð þögn, meðan hann hugs- aði. Þegar ég var í Singapore meðal milljóna manna, sem ekkert þekktu mig og var alveg sama hvort ég væri lifandi eða dauður, þá hafði ég heimþrá eftir þessu. Og hann minnt- ist orða Margrétar: heimilið er þar sem ástin er. Ég er kominn heim. En hann varð að snúa sér að því að reyna að senda piltinn hamingju- saman frá sér. Hvaða svar gat með nokkru móti vegið upp á móti hinu einlæga örlæti þessa tilboðs? Hann leit við og mætti hreinskilnislegu og stöðugu tilliti þessara fallegu augna. Og allt í einu rann svarið upp fyrir honum. „Massang, drengurinn minn," sagði hann og pilturinn deplaði þess- um dásamlegu augum sínum á móti lampaljósinu og rétti úr spengilegum líkamanum til að hlusta með at- hygli. „Þú hefur sannarlega fært mér dásamlega gjöf. Og ekki aðeins mér einum, heldur líka öllu góðu fólki á Framhald A bls. 11. 0 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.