Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 13
„VESTIJR-ISLEIMZKA64 Oft hafa gengið á milli nianna skemmtilegar enskuskotnar íslenzkusetningar, sem eignaðar eru Vestur-lslendingum, bæði meðréttu og röngu. Árið 1927 kom út í Reykjavík lítið kver, sem bar heitið SVSISHORK AF VESTUR-„lSLENSKU“, og birtum við til gamans nokkrar setningar úr því. fallbyssusveit og vann nú að loftvarnaundir- búningi. Hann benti mér á, að það væri einkenni- legt, að hann hefði ekki verið látinn vita fyrir- fram um svo merkilegan atburð, og smám saman fór ég að verða kvíðinn, einkum vegna þess, að menn mínir voru óánægðir, vegna þess að þeim hafði verið sagt, að þeir væru á leiðinni til Þýzkalands. Sleðinn tók aðeins helming gullsins. Þegar gullinu hafði verið komið fyrir á sleðanum fór ég ásamt varðstjóranum til Stelben höfuðsmanns. Varðstjórinn krafðist þess að mega tilkynna yfirmanni sínum þetta. 1 fyrstu þvertók Stel- ben fyrir það. Hann varð fokvondur, og hótaði varðstjóranum öllu illu, fyrir að reyna að hindra verk Gestapo. Ég benti höfuðsmanninum á, að fjarvera varðstjórans kæmi ekki í veg fyrir flutn- ing gullsins, einkum þar sem annar varð- maðurinn gat ekið sleðanum. Loks lét Stelben undan og hélt ásamt varð- stjóranum til yfirmanns hans. Hann skipaði mér að flytja gullið upp í steinhúsið. Ég átti að skilja einn manna minna ásamt tveimur varðmönnum eftir hjá gullinu. Síðan hélt hann af stað, ásamt varðstjóranum. Ég lét einn minna manna standa vörð við vörubílinn og steig síðan upp í sleðann. Þar sem togbrautin endaði var steinhús, sem byggt hafði verið ofan á, en í sjálfum steingrunninum var vélarúm fyrir togsleðann. Nálægt húsinu var lítill kofi, en fyrir ofan hann var verið að koma fyrir fallbyssum. Við vorum nýbúnir að koma gullinu öllu inn, þegar síminn í vélarúm- inu hringdi. Ég fór inn og svaraði. Það var höf- uðsmaðurinn. Han skipaði mér að láta flytja kassana að barmi einnar grafarinnar, sem hafði verið grafin undir steyptan grunn fallbyssnanna. Það átti að verða dýpsta gröfin. Á meðan á þessu stóð, átti ég að senda sleðann niður til þess að ná í hann. Ég gerði þetta og skipaði mönnunum að flytja kassana að grafarbarminum. Það lá slóð frá togbrautinni að gröfunum. En það var mjög hált þarna. Það var mikill halli og auk þess var erfitt að halda á kössunum. Menn. mínir voru farnir að verða nokkuð órólegir. Við höfðum ekki lokið verkinu, þegar höfuðs- maðurinn kom. Hann kvartaði yfir því hvað við værum seinir. Og hann var alltaf að líta á úrið. Honum virtist órótt innanbrjósts. Mennirnir nöldr- uðu jafnvel i áheyrn hans og hann ásakaði mig um agaleysi. Þegar verkinu var lokið og kössunum hafði verið komið fyrir á grafarbakkanum, sagði hann: „Farðu með alla menn þína inn í vélarúmið. Ég ætla að tala við þá.“ Ég gerði þetta og þeir gengu í röð inn i vélarúmið, en þar var mjög þröngt um þá. Ég var taugaóstyrkur og menn mínir líka. Það var erfitt að stjórna mönnunum rni orðið, en við vorum enn hræddir við Gestapo. Höfuðsmaðurinn skipaði manninum sem ók sleð- anum að koma inn og hann gerði það skömmustu- legur á svip. Síðan skipaði höfuðsmaðurinn einhverjum að loka. hurðinni. Hann gretti sig, og ég tók eftir blóði á skyrtu hans og vinstri hendinni. Ég hélt að hann hefði dottið og skorið sig. Hann virtist æstur og fitlaði stanzlaust við ólina, þar sem skammbyssa hans hékk. „Einn kassanna í bíln- um hefur verið opnaður og tekið úr hon- um gull.“ sagði hann. „Ég ætla að leita á ykk- ur. Snúið ykkur við.“ Við snerum okkur ósjálf- rátt við með andlitin að steinveggnum. Af einhverri ástæðu sneri ég mér við aftur. Ég sá, að hann hélt á byssu í hendinni. Um leið og ég sneri mér við, byrjaði hann að skjóta. Ég hljóp að ljósaperunni sem hékk neðan úr loftinu og sló til hennar með hnefanum. Um leið datt ég um einhverja vél og féll á vinduhjólið. Það var niða- myrkur inni. Herbergið var fullt af reyk og hávaðinn í byssunni var ærandi inni í þessu litla herbergi. Ég var hálfringlaður, því að ég hafði dottið á höfuðið. Það var kveikt á blysi. Ég lá kyrr. Ég sá höfuðsmanninn gegnum rifu á vinduhljólinu. Hann gekk að veggnum og byrjaði að rannsaka líkin. Hann var með blysið i annarri hendinni en byss- Framhald á bls. 14. Vestur-„íslenska“ Honorassi pressudent þessarar þjóðræknis- kommittíu, Mistir Torstónson. Mín proposi- sjonn er að hava artikla um þjóðrækni í papp- íronum. Mister Síldfell proposar að hava artikla um líding þjóðræknismateríur i pappíronum. Ég sekkonda það. Revuríenda Pitt sekkondar þetta. Godd spíddi! Bött vilja ekkji fleiri toka? Flórinn er firir alla! Kvað vilt þú Mister Johnson spíkka um þettað? Það er eins og þegar jeg var koppskriftar- djödgari og dillaði mjer við rítörneða sóldjera og afturgeingna hermenn, þá fóru mínar steitmentir og aktívur í drilliksíón sem major- itetrið. Ég er enn með majoritetrinu. Látum oss þá gotta majoritetrið. Hvað sögghjedjar þú Mister Skagglord? Mister Síldfell ætti ekkji að fíra Bolsakjek- kji og er þvi korresponskventli seif firir hann að pútta þjóðræknisfélagsartiklum í pappír- inn sem hann kontöllar. Ég mova að proposi- sjonnin sé pössuð. Pössuð! Mítingunni er klósað! —cvo— Vokaðu á sædvokinu annars dinglar þú á strítunni og þú verður að vera keraldsfullur þegar þú krossar. Jes, ég skal. —cvo—- Hefur þú monninga í lendinni? Nó, ég er allur brotinn. --CVD-- Hefur þú kvittað borðingsúsið ? Ég borða sjálfan mig — það er slípaðra. ■—oo— Dan er farinn inn gjeist. Hann er smart, jú nó — er stórríkur, á hundrað dollara brodd- skjitu. Þú sörpræsar mig. Ég hjelt það væri þó ekkji ísí að kjetsa hann. --OG--- Merar Kristmat, Mirsis Svínfell! Seim tú jú, Mirsis Siggursson. Kós þú vokar í kirkju sem ég — sjúr! Kós, Lardinu blessuðu sé lof! Ég geri. Kristmatstrjeð þitt er ofúll næs, eins og júsual, ég er viss um. Jes, bjútifúll — preist veri Lardið! —co— Þú olreddí aftur. Kvernig fílar þú eftir trippið ? Essellantlí, kós ég havði slíper, dænaði um borð, púttaði ónlí upp við bestu hótel og tipp- aði ræt og left. Svo trippið hefur verið fullt af fönn. Jú, bett jú! —co— Yelþekkt vestur-íslenzk visa hljóðar þannig: Það er mein að þegar trein arævar. Undirstendur ekkji eg Æslander frá Winnipegg!!! Islenzka. Heiðraði forseti þessarar „þjóðræknisnefnd- ar“, „herra" Þorsteinn (Þ. Þ. Þorsteinsson ,,skáld“). Ég sting uppá því, að hafa greinar um þjóðrækni í blöðunum. „Herra" Jón úr Grafningi gerir þá tillögu að hafa leiðandi greinar í blöðunum um þjóð- rækni. Ég styð það. Séra Pétursson styður tillöguna. Miði henni vel áfram! En vilja ekki fleiri taka til máls? Orðið er öllum heimilt! Hvað er álit þitt ,,herra“ Jóhannsson ? Því er nú eins varið og þegar ég var her- skyldudómari, og átti við særða endursenda hermenn og afturkomna sjálfboðaliða, þá voru mínar skýrslur og starfsemi eins og meiri hlutinn vildi vera láta. Ég er enn þann dag í dag meirihlutamaður. Það verður að vinnast meirihluti í þessu máli. Hvað leggur þú til málsins „herra" Skag- fjörð ? Hr. Jón úr Grafningi þarf ekki að óttast Bolsana, og er því óhætt fyrir hann að prenta „ritgerðir" um „þjóðrækni" i blaði því, er hann hefir yfir að ráða. Ég ber þetta upp til atkvæða með þeim ummælum að tillagan sé samþykkt. Samþykkt! Fundi slitið! —co— Gakktu á gangstéttinni, annars ertu í hættu á strætinu, og þú verður að vera varkár þeg- ar þú gengur yfir götuna. Já, það skal ég gera. —co— Getur þú lángð mér eitthvað af peningum ? Nei, ég hefi alls enga peninga. —oo— Ertu hættur að borða í matsöluhúsinu ? Ég fæði mig sjálfur ■— það er ódýrara. —co— Danival er trúlofaður. Hann er „snlllingur" eins og þér er kunnugt. — Hann er „stórauð- ugur“, á „heila" hundrað dollara inneign í bankanum. Þetta virðast mér undur mikil. Ég hugði þó erfitt vera að klófesta hann. —co— Gleðileg jól, frú Svínfell! Ég óska þér hins sama, frú Sigurðsson. Þú ferð auðvitað til kirkju eins og ég — það þarf svo sem ekki að efast um það! Auðvitað, blessuðum Drottni mfnum sé lof! Það geri ég. Sjálfsagt er jólatréð þitt ósköp fallegk eins og að vanda lætur. Já, yndislegt. — Drottni sé lof! —co— Þú ert þegar kominn heim aftur. Hvernig líður þér eftir ferðina? Ágætlega, auðvitað hvíldi ég í svefnvagni um nætur, keypti máltíðir á lestinni, og bjó aðeins á beztu gistihúsum og gaf þjórfé á báða bóga. Svo ferðin hefur verið mjög skemmtileg. Já, vertu blessaður, það var hún. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.