Vikan


Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 30.01.1958, Blaðsíða 12
n smíLiM I ÖLPUNUl\l HAMMOND INNES FORSAGA Engles kvikmyndastjóri hefur beðið vin sinn Neil Blair að heimsækja skíða- skála nokkurn í ítölsku Ölpunum. í fylgd með lionum er Joe Wesson kvik- myndatökumaður. Þeir eiga að láta líta svo út sem þeir séu að undirbúa kvik- myndatöku á staðnum. Baunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var mikill gull- sjóður falihn þarna og hafa ýmsir menn — og sumir æði skuggalegir — hug á að klófesta hann. Uppgjörið hefst þegar Engles kemur til skálans. KERAMIKOS yppti öxlum. „Hverju skiptir það hvað þér kallið yður? Ég kalla mig- skipa- miðlara. En þér eruð enn í upplýsingaþjónust- unni, og þér hljótið að gera yður grein fyrir að þjóð yðar verður að viðurkenna tilveru okkar. En hvað geta þeir gert? Hvað geta þeir til dæmis gert við mig? Ég er grískur þjóðernissinni. Grikkland er sjálfstætt land. Þeir geta ekki tekið mig til fanga. Og ég mun ekki gera neitt glappa- skot hérna á Italíu. Eg ætla að ná í gullið. En ég ætla að fara að öllu með gát. Ég ætla ekki að drepa neinn, ef ég get komizt hjá því. Mayne og Valdini eru öðruvísi. Þeir eru báðir glæpamenn, og hættumeiri. Mayne er liðhlaupi, eins og ég sagði Biair.“ „Já, ég Veit allt um Mayne,“ sagði Engles. ,,Ég vil einungis vita hvernig þér komuzt að leyndar- málinu lim guilið. Þér getið ekki hafa komizt að því í Grikklandi." „Einmitt það?“ Honum virtist skemmt. „Samt er þetta í fyrsta skiptið sem ég fer frá Grikk- landi síðan ég vai- í Alexandríu. Og það er langt síðan skömmu fyrir gi'ísku uppreisnina. Nei. Ég komst að þvi i Grikklandi. Það var heppni. Eini maðurinn í varðsveitinni sem komst lífs af, leitaði hjálpai- minna manna í Salonika. Þeir báðu hann að segja hver hann væri. Og hann kjaftaði loks frá öllu. En vitið þér hvernig Stelben fékk gullið?“ „Eg veit fátt um það,“ svaraði Engles. „Ég hef engar sannanir. Stelben hélt kjafti. Og ég vissi alls ekki, að einn varðmannanna hafði kom- izt lífs' af. Hann drap meira að segja einkaþjón sinn sem hafði þjónað honum í sex ár. Mér þætti gaman að vita hvað maðurinn hafði að segja. Og Blair hérna veit ekkert um þetta allt ennþá.“ „Ah, Þá skuluð þið lesa yfirlýsingu liðþjálf- ans, sem komst undan, og við skulum fá okkur að drekka til þess að styrkja okkur.“ Hann pant- aði eitthvað að drekka og ég hallaði mér nær, vegna þess að Mayne var nú að leika eitthvað hávaðasamt, og það vai' erfitt að heyra mælt mál þarna inni, einnig vegna vindsins, sem gnauð- aði á gluggunum. Þegar Aldo rétti okkur glösin, sagði Keramikos. „Þetta eru engin meðmæli með Gestapo. En sér- > hver félagsska.pur hefur, eins og þér vitið, sína svörtu sauði. Þér verðið að muna, að þetta var í lok stríðsins. Og Stelben hafði drepið marga, áður ,pn hann skaut þessa níu hermenn. Gullið var í banka í Feneyjum. Það var eign banka í Róm, og hafði verið flutt þangað fyrir öryggis sakir. Þegar her ykkar steig á land í Anzio. Þegar við urðum að hörfa til bakka árinnar Pó, var Stelben fyrirskipað að flytja gullið til Ríkis- bankans í Múnchen. Hann átti að fara með það á.bílum, vegna þess að þið voruð alltaf að varpa sprengjum úr lofti á járnbrautir, og leiðin sem valin vai’ lá gegnum Cortina og Bolzano til Inns- bruck. Þér verðið að gera yður grein fyrir þess- ari litlu lest. Það var stór vörubíll með gullið. Hann var læstur og innsiglaður. Síðan komu tveir Volkswagen. Þar að auki voru sjö heiðvirðir þýzkir hermenn og Stelben — og að lokum gull- ið, en andvirði þess var um það bil átta milljónir dollara." Keramikos þagnaði og leit í kringum sig. Mayne var að leika Danse Macabre núna. Greif- ynjan og Valdini voru enn að talast við. Snjór- inn féll látlaust fyrir utan og myndaði stóra skafla á veröndinni. Síðan tók Keramikos gamalt og snjáð leðurveski upp úr vasanum, og tók úr því samanbrotið blað. „Þetta er yfirlýsing Holtz liðþjálfa í skotliðasveitinni,“ sagði hann. „Gjöi'ið svo vel að lesa hana.“ Engles lagði blaðið á borðið, svo að ég gæti lesið yfir özl hans. Það var vélritað á þýzku. Það var dagsett niunda október 1945. Ég prenta það hérna, vegna þess að svo vill til, að ég er með það í fórum mínum, þegar ég skrifa þetta, og vegna þess að þetta er góð yfirlýsing. Holtz seg- ir söguna á heiðarlegan og sanngjarnan hátt og dregur ekki af neinu, eins og hermanna er vandi. Þetta gei-ði það að verkum, að ég átti mjög auð- velt með að lifa upp þennan atburð þegar ég stóð beint yfir þeim stað, sem þetta hafði komið fyrir á. Sagan var eins og Keramikos hafði sagt, ekki falleg, og maður sá fyrir sér gullið, fjárgráðuga menn, menn, sem vildu jafn- vel drepa fyrir þennan glóandi málm. Maðui' sá fyrir sér allar þær hörmungar, sem gullið hafði valdið. Yfirlýsingin er svohljóðandi: 15. marz, 1945, var mér skipað að mæta ásamt þrem varðmönnum hjá Heinrieh Stelben höfuðs- manni, sem hafðist við í Albergo Daniele í Fen- eyjum. Stelben höfuðsmaður skipaði mér að fara til Bancca Commerciale del Popolo og ná þar í fjörutíu trékassa fulla af gulli. Þegar dimmt var orðið náðum við í kassana og héldupi til Piazzale Roma. Þar settum við kassana í lokaðan vöru- bíl, sem Stelben höfuðsmaðui' lét síðan innsigla í nærveru bankastarfsmanns. Ég var einnig við- staddur þegar vörubíllinn var innsiglaður. Höf- uðsmaðui-inn sagði mér síðan hvert ég ætti að fara, en leiðin var Mestra-Conigliamo-Cortina- Bolzano-Innsbruck til Miinchen. Auk vörubílsins voru tveir Volkswagen. Ég var í öðrum vagnin- um ásamt bílstjóra. Við fórum fyrstir. Síðan kom vörubíllinn með gullinu. 1 honum voru bílstjóri Og einn minna manna. Síðast kom svo Stelben höfuðsmaður í hinum Volksvagninum ásamt bíl- stjóra og tveimur manna minna. Bílstjórarnir voru allir þýzkir. Ég veit ekki hvað þeir hétu. Nöfn manna minna voru Flick, Wrenner og Reinbaum. Hjá Ponte nella Alpi stönzuðum við og sett- um keðjur á bílana. Það lá þykkur snjóhjúpur á vegunum, og við héldum nú til fjalla. Það var frost og mjög hált. Þegar við vorum komnir upp fyrir Cortina, skipaði Stelben höfuðsmaður okkur að stanza með því að þeyta bílflautuna. Klukk- an var rúmlega tvö um nótt. Við vorum stadd- ir efst í skarðinu og húsið sem við vorum ný- farnir framhjá var Tre Croci gistihúsið. Höfuðsmaðurinn ók nú að mínum bíl og sagði mér að hann hefði fengið innsiglaðar fyrir- skipanir, sem hann hefði átt að opna á þefesum stað. Hann tók fram umslag og opnaði það. Síðan sagði hann mér að honum væri falið að flytja gullið til steinsteypta hússins fyrir endan- um á sleðabraut, sem átti að vera þarna nálægt. Hann fór nú á undan og við ókum yfir á lítt farna slóð. Biátt komum við að steinhúsi. Varð- maður kom á móti okkur. Þarna var fyrir varðliðsflokkur. Höfuðsmaður- inn sagði frá fyrirmælunum og varðmaðurinn kall- aði í yfirmann varðliðssveitarinnar. Þegar hann kom út rétti Stelben höfuðsmaður honum fyrir- mælin. Varðstjórinn virtist hissa og sagðist þurfa að tala um þetta við yfirmann sinn, sem hefðist við i gistihúsinu. Höfuðsmaðurinn sagði honum, að það væri allt of mikil töf og skírskotaði til bréfsins, en í þvi var bersýnilega fyrirskipun um að flytja gullið til steinhússins fyrir dögun. Hann sagði, að þegar gullið hefði verið flutt upp í stein- húsið, myndi hann sjálfur koma með honum á fund yfirmanns hans. Þetta samþykkti varðstjórinn. Síðan rufum við innsiglið á vörubílnum og byrjuðum að flytja gullkassana að togbrautinni. Varðliðsmennirnir, sem voru reyndar aðeins tveir, hjálpuðu okkur ásamt varðstjóranum. Þegar á þessu stóð kom varðstjórinn til mín og lét í ljós óánægju sína yfir því, að hafa ekki mátt tilkynna þetta strax. Hann var frá Bayern. Hann hafði áður verið í PENNAVIMR Guðrún Magnúsdóttii' (við pilta og stúlkur 14— 16 ára), Klettahlíð 12, Hveragerði. — Sigrún Jensdóttir (við pilta og stúlkur 16—19 ára), Litla Landi, Hveragerði. Ragnar G. Gunnlaugsson (við stúlku 14—17 ára), Bændaskólanum á Hvanneyri, Borg. — Hjördís Alfreðs (við pilta 18—25 ára), Guðmunda Guðbrandsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Kristjana Péturs (við pilta 20— 25 ára), allar á Kvennaskólanum á Blönduósi — Eva Terjeisen (við stúlku eða pilt 15—16 ára), Hasdalen, Risör, Norge. —- Jón A. Gunnlaugsson (við stúlkur 18—21 árs) Sunnuhvoli, Bárðardal, S.Þing. — Magnhild Johansen (16 ára norsk stúlka) og Solfrid Johansen (21 árs stúlka), Postboks 14, Grovfjord, om Narvik, Norge. — Magnús Ólafsson, Guðmundur Torfason, Guðjón Magnússon, Stefán Jóhannesson, Sigurður Kr. Jakobsson og Vigfús Sigvaldason (við stúlkur 16—20 ára), allir á Bændaskólanum á Hvanneyri, Borgarfjarðarsýslu. — Miss Patricia Cameron, Denheath Crieff, Parthshire, Scotland. — Borg- hildur Traustadóttir (við dreng eða stúlku 16—18 ára) Aöalstræti 69, Patreksfirði. — Sigurður H. Guðmundsson (við stúlkur 18—20 ára) og Elvar Þ. Geirdal, (við stúlkur 17—19 ára), báðir á Heiðarbraut 14, Akranesi. — Erla Jónsdóttir (við stráka eða stelpur 14—16 ára), Gullberastöðum, Lundareykjadal, Borgarfirði. — Óskar Lýðsson og Fjölnir Axelsson (við stúlku 17—19 ára), Gjögri, Strandasýslu. ú VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.