Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 2
/77£<^ ÓÆ-rafsX/ó $u_ l//A'L/nnp_/~ Póllinn JÆJA, þá er kvenfólkið komið i leikinn. Það hlaut reyndar að koma að því, svo naikil er um- ferðin við Suðurskautið þessa dagana. t>ær heita Ruth Kelly og Pat Hepinstall, stúlkurn- ar hérna á myndinni. Þær eru flugfreyjur hjá _ Pan American flugfélag- inu. Undir venjulegum kringumstæðum eru þær í Atlantshafsfluginu _og má því gera ráð fyrir að þær hafi komið hingað til lands. En fyrir skemmstu — og undir mjög óvenju- legum kringumstæðum — voru þæi' í nokkra klukkutíma i næsta ná- grenni við Suðurpólinn. ÞÆR urðu fyrir vaJinu, þegar Pan American var beðið um að koma vist- um og mönnum til banda- rískrar rannsóknarstöðv- ar við heimsskautið. Pat er 25 ára og er frá Texas. Ruth er 28 ára og er frá Coloradö. Klæðnaður þeirra til farar- innar: þrefaldur skíða- fatnaður og par utan yfir nýjasta gerð af pólfötum. „V axtarlagið var ekki beisið,“ segir Pat, ,,en skelfing voruni við samt fegnar fötunum, þegar við stigum út úr flugvél- inni.“ Það varð auðvitað uppi fót- ur og fit þegar stúlkurn- ar birtust i ísauðninni. Sumir þeiiTa, sem á móti þeim tóku, höfðu ekki séð , kvenmann í meir en ár. ÞAÐ var slegið upp veislu, og er myndin tekin við það tækifæri. Síðan voru gestirnir fengnir til að dæma um það, hver af stöðvarmönnum hefði safnað blómlegasta skegginu. Síðan var far- ið í kappakstur á hunda- sieðum, og var Pat látin vera á öðrum sleðanum og Ruth á hlnum. En skömmu eftir að keppn- in hófst, varð að aflýsa henni af — að við hyggj- um — mjög óvenjulegri ástæðu. Skeiðklukkan fraus. Eftirmáli: Ruth og Pat geta nú státað af því að hafa komist nær Suður- skautinu en nokkur kona i sögu veraldar. Dýrasaga dagsins ALICE Bruton heitir kona nokkur í Okemah í Okla- homa. Fyrir skemmstu ætlaði hún í ferðalag, sem ekki er í frásögur fær- andi. En hún ætlaði að hafa hundinn sinn með sér. Þar sem hún vissi, að hund- ar eru yfirleitt ekki kær- komnir gestir á hótelum, hafði hún vaðið fyrir neðan sig, skrifaði hóteli þvi sem hún hugðist búa á í Texas, og spurði hvort hún mætti koma með hvuta. Hér er svarið: ',,ÞAÐ hefur aldrei komið fyrir í sögu hótelsins, að hundur hafi sofnað með sigarettu og kveikt í herberginu. Hundar hafa aldrei eyðilagt húsgögnin okkar með því að ausa yfir þau brennivini. Við höfum aldrei staðið hund að því að ætla að laum- ast burtu með handklæð- in okkar og sængurverin í farangri sínum. Víst er hundurinn yðar velkominn." Svæsinn þessi JEAN-LOUIS Damon heit- ir maður nokkur í Briissel. Honum er spáð skuggalegri framtíð. Þannig er mál með vexti, að hann var fyrir skemmstu færður úr fangelsinu þar sem hann er að afplána þrjú ár fyr- ir þjófnað, dreginn fyrir dómara og dæmdur í tíu mánuði í viðbót. Þannig er mál með vexti, að það sannaðist á hann, að úr fangelsinu hafði hann skrifað öllum fóm- arlömbum sínum hótunar- bréf og hótað þeim öllu illu ef þau greiddu ekki hundrað franka á mánuði inn á hlaupareikning hans! Móðurást? ÚR ÞVl við erum farin að tala um glœpi, er kannski ekki úr vegi að geta þess, að frú Lillian Dennis sem er sex barna móðir í Fresno í Kali- forníu var handtekin ekki alls fyrir löngu og sökuð um að senda tíu ára son sinn í þjófnaðar- ferðir. Málsbæturnar, sem hún hafði fram að færa, kváðu alveg hafa gengið fram af dómaranum. Nefnilega, að hún hefði ekki þorað fyrir sitt litla lí-f að stela sjálf, því að ef hún yrði tekin, gæti enginn litið eftir börnunum. Eftirmáli: J. Edgar Hoover, yfirmaður bandarísku al- ríkislögreglunnar, upp- lýsti um síðustu áramót, að síðastliðið áv hefðu sex meiriháttar glæpir verið framdir í Banda- ríkjunum -— á hverri minútu. Menn og mýs SPUTNIKAR, Sputnikar, Sputnikar, hvert sem augum er litið! Síðasta dæmið: Fyrir at- beina dýraverndunarfé- lagsins i Minnesota hefur ónafngreindri kennslu- konu verið harðbannað að nota lifandi mús næst þegar hún sendir heima- tilbúna rakettu á loft. Hún og bekkurinn hennar eru búin að reyna þetta einu sinni — og litla mús- in dó. 893. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 hægindi — 3 þannig fer Skjóni fótinn — 9 viðfangsefni spíritista — 12 tvihljóði — 13 þar býr þjóðhöfðingi — 14 tregi — 16 hugarástand — 17 magurt — 20 núið — 22 hlé — 23 samæfður flokkur — 25 lík — 26 er betra en strit — 27 fús — 29 tæki — 31 kenning við föður — 32 bókstafur — 33 alþjóðlegt flugfélag — 35 gang —- 37 innlagt — 38 „geymsla“ fyrir allt sem týnt er — 40 bókstafur — 41 hindrun — 42 tæpt — 44 þann- ig er ómengað vatn — 45 vegalengd — 46 meginhluti jarðar — 49 á það er bezt að etja fíflinu — 51 á fæti -— 53 nirfillinn — 54 tónn — 55 algengt viðskeyti bæjar- nafna — 57 jarðmyndun — 58 það sem menn trúa á — 59 sumir eru bezt geymdir bak við hann — 60 geimfari — 62 langur maður — 64 skjól — 66 það sem gumar girnast — 68a úrræði — 69 bindiefni — 71 útfiri — 74 þykir sumum gaman að sitja að — 76 snemma — 77 kjarnaefni — 79 skáldkona — 80 fornafn — 81 beita — 82 sildfiskur — 83 ambátt. Lóðrétt skýring: 1 undið upp þegar nota skal — 2 málm- ur — 3 snjór — 4 rödd — 5 eins — 6 tónn — 7 orkuleys- ing úr jörðu — 8 biblíunafn ■— 10 púki — 11 kanna dýpi — 13 aldin — 15 geðshræringarmerki — 18 lengdarmál — 19 eyðsla — 21 Island — 23 notað á jólunum — 24 komin upp — 26 árstíð — 27 umbætur — 28 líkamsop — 30 endir — 31 mánabróðir — 32 bókstafur — 34 þrír samstæðir — 36 lögregluvopn — 38 gæða (sér á) — 39 formóðirin — 41 sannfæring — 43 veðrátta — 47 muna — 48 vestfirzkt mannsnafn — 49 slétt — 50 hreyfing — 52 konan hans varð að saltstólpa — 54 pest — 56 vídd — 59 ungviði — 61 sakaráburður — 63 fuglinn í fjörunni — 64 ölæði — 65 halla — 68 röð — 69 durg — 70 veldis- einkenni — 72 orkueining — 73 persónan í þjóðkvæðinu fór yfir hana á laufblaði einnar lilju — 74 samband — 75 kvenmannsnafn — 78 eins — 79 samt. ATHUGIÐ Vegna þrengsla verðum við enn að sleppa lausn á síðustu krossgátu. Hún verður í næsta blaði. Lausn á 891. krossgátu er á bls. 14. Verðlaunagetraunin tseðill í verðlaunalieppni Vikunnar: Finnið happdrættis- I skuldabréfin á forsíðunni Tala happdrættisskuldabréfanna er ....... að þessu sinni. Nafn........................ Heimilisfang ............... Útgéfandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. \s óisson, Tjarnargötu 4, sírni 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.