Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 4
Tilhynnimg 12. iiiii inori) eftir Agöthu Christie 9. KAFLI. INNGANGURINN I STOFUNA. I. ÉR þykir leitt að þurfa að ónáða yður aftur, ungfrú Black- lock .... — O, það gerir ekkert til. Ég býst við að þér vonizt til að finna einhverjar meiri sannanir, úr þvi réttai'rannsókninni var frestað um viku? Craddock lögreglufulltrúi kinkaði kolli. — Til að byrja með var Rudi Scherz alls ekki sonur hóteleigandans í Montreux, ungfi-ú Blacklock. Það hefur komið í ljós að hann byrjaöi feril sinn sem aðstoðarmaður á sjúkrahúsi í Berne. Nokkuð margir af sjúklingunum söknuðu ýmissa smáhluta. Svo var hann þjónn á litlum skíðastað undir fölsku nafni. Þar var sérgrein hans sú, að skrifa tvöfalda reikninga, þannig að á öðrum var ýmislegt smávegis sem ekki sást á hinum. Mismunurinn, rann auðvitað i vasa hans. Eftir það vann hann í stórri verzlun í Ziirieh. Tapið af völdum búðarþjófa var fyrir ofan meðal- lag meðan hann var þar. Það er ekki ólíklegt að stuldurinn hafi verið öðrum en viðskiptavinunum einum að kenna. Hann hefur þá með öðrum orðum hnuplað alls kyns smámunum, er ekki svo? sagði ungfrú Blacklock þurrlega. Ég hef þá liaft rétt fyrir mér, þegar ég kannaðist ekki við hann. — Þér höfðuð alveg rétt fyrir yður — einhver hefui- vafalaust bent honum á yður á Royal hótelinu og hann hefur látizt þekkja yður. Sviss- neska lögreglan var farin að velgja honum undir uggum heima, svo að harin kom hingað á fölskum skilríkjum og fékk vinnu á Royal hótelinu. Það hefur verið ágætur veiðistaður, sagði ungfrú Blacklock þurr- lega. Þar býr aðeins mjög vel efnað fólk. Ég býst við að sumt af því fylgist ekki of nákvæmlega með reikningunum sínum. Ungfrú Blacklock hrukkaði ennið. En því í ósköpunum fór hann að koma til Chipping Cleghorn? Hvað hefur hann eiginlega haldið að við hefðum hér, sem ekki var dýrmætara í Royal hótelinu? — Þér haldið þá fast við þá staðhæfingu að ekkert dýrmætt sé hér í húsinu ? Auðvitað er hér ekkert dýrmætt. Ég ætti bezt að vita það. Ég get fullvissað yður um það, fulltrúi, að við eigum ekki óuppgötvuð málverk eftir Rembrandt eða neitt þessháttar. — Þá lítur út fyrir að ungfrú Bunner, vinkona yðai’, hafi rétt fyrir sér. Hann hefur þá liomið til að ráðast á yður. (— Heyrirða, Letty, sagði ég þér ekki! — Vitleysa, Bunny!) Er það svo mikil vitleysa ? sagði Craddock. Ég held að þér vitið að þetta er sannleikurinn í málinu. Ungfrú Blacklock horfði fast og lengi á hann. — Við skulum fá þetta á hreint, sagði hún. Haldið þér í raun og veru að þesi ungi maður hafi komið hingað úteftir, eftir að hafa fyrst tryggt sér það með auglýsingu að hálft þorpið birtist á sama tíma . . . .? — Það er alls ekki víst að hann hafi ætlazt til þess, gi'eip ungfrú Bunner fram í með ákafa. Það hefur kannski bara átt að vera hrollvekj- andi aðvörun — til þín, Letty þannig skildi ég þetta á sínum tíma -— „Tilkynning um morð“ — ég fann það á mér að þetta var óheillaboði — ef allt hefði farið eins og til var ætlazt, þá hefði hann skotið þig og sloppið með það og hvernig hefði nokkurn mann þá átt að gruna hver gerði það? — Það er að visu satt, sagði ungfrú Blacklock. En .... FDRSAGA: I þorpsblaðinu birtist tilkynning um að morð verði framið á á- kveðinni stund og stað. Vinir ungfrú Blacklock, húsráðandans í Llttle Paddocks, halda að hún sé að bjóða þeim heim á frumJegan hátt og þyrpast heim til hennar. Allt í oinu slokkna ljósin og maður með vasaljós birtist I dyrunum og skýtur þremur skotum. Sjálfur fellur hann fyrir því siðasta. Árásarmaðurinn reynist vera Svisslendingurinn Rudi Scherz, og nú hefur komið fram kenning um að einhver hafi læðst aftan að honiun i myrkrlnu og skotið hann. — Ég vissi alveg að auglýsingin var enginn hrekkur, Letty. Ég sagði þér það. Og Mitzi var líka dauðskefld. — Já, Mitzi, sagði Craddock. Ég vildi gjarnan fá að vita eitthvað meira um þá stúlku. — Það er ekkert athugavert við skilríkin hennar eða atvinnuleyfið. — Ég efast ekki um það, svaraði Craddock þunlega. Skilriki Scherz virtust líka i fullkomnu lagi. — En því í ósköpunum skyldi Rudi Scherz langa til að myrða mig? Þér hafið ekki reynt að gefa neina skýringu á því, fulltrúi. •— Kann að vera að einhver hafi staðið á bak við Scherz, sagði Crad- dock og vóg orðin. Hefur yður dottið það í hug? I-Iann notaði setninguna í óeiginlegri merkingu, þó það hvarflaði að honum að þetta væri líka rétt í eiginlegri merkingu, ef kenning ungfrú Marple hefði við rök að styðjast. Það hafði samt sýnilega lítil áhrif á ungfrú Blacklock. Hún var jafn vantrúuð og áður. Það er alveg sama máli að gegna. Þvi i ósköpunum skyldi nokkur vilja myrða mig? — Svarið við þeirri spurningu eigið þér að gefa mér, ungfrú Black- lock. - Það get ég .ekki! Því er fljótsvarað. Ég á enga óvini. Eftir því sem ég bezt veit, hefur mér aldrei orðið sundurorða við nágranna mína. Og mér er ekki kunnugt um leyndarmál nokkurs manns. Hugmyndin er blátt áfram hlægileg! Og ef þér eruð að gefa það í skyn að Mitzi hafi átt einhvern þátt í þessu, þá er það líka hreinasta fjarstæða. Eins og ungfrú Bunner var að segja yður rétt áðan, þá var hún viti sínu fjær af hræðslu þegar hún sá auglýsinguna i Gazette. Hún ætlaði blátt áfram að pakka saman föggum sínum og fara á stundinni. Það kann að hafa verið slungið bragð af hennar hálfu. Hún hefur kannski vitað að þér munduð reyna að halda í hana. — Ef þér eruð búinn að bíta þetta i yður, þá finnið þér sjálfsagt svar við öllu. En ég get fullvissað yður um af ef Mitzi ber orðið óviðráðanlegt hatur í brjósti tii mín, þá hefði hún ef til vill gert tilraun til að eitra matinn minn, en ég er viss um að hún hefði aldrei farið út í svona fyrir- hafnarmikla. vitleysu. Hugmyndin er hreinasta fjarstæða. Mér er næst að halda að þið lögreglumennirnir hafið einhverja sérstaka andúð á út- iendingum. Mitzi kann að vera lygari, en hún er ekki kaldrifjaður morð- ingi. Farið fram og ógnið henni ef þér viljið. En þegar hún er komin öil í uppnám af reiði og æsingi eða búin að loka sig öskrandi inni í her- berginu sínu, þá verður mér næst skapi að láta yður elda matinn handa okkur. Ég á von á frú Harmon, ásamt einhverri gamalli konu sem hjá henni er, í síðdegiste, og ég þarf að láta Mitzi baka smákökur — en ég reikna með að þér setjið hana alveg út af laginu. Er ekki nokkur leið að fá yður til að fara og tortryggja einhvern annan? II. Craddock fór fram í eldhúsið. Hann lagði fyrir Mitzi sömu spm'ning- arnar og fyrr og fékk samhljóða svör. Hún hafði læst útidyrahurðínni skömmu eftir klukkan fjögur. Nei, hún var ekki vön að gera það, en þennan dag hafði hún verið svo æst vegna „þessarar hræðilegu" auglýs- ingar. Það var ekki til neins að loka garðdyrunum, því ungfrú Blacklock og ungfrú Bunner voru vanar að fara þeim megin út til að loka endumai' inni og gefa hænsnunum, og auk þess var frú Haymes vön að ganga þar um, þegar hún kom úr vinnunnl. — Frú Haymes segist hafa læst þegar hún kom inn klukkan hálf sex. — Aha, og þér trúið henni. Ég hugsa nú að húh hafi gætt þess vel að iæsa ekki. — Hvað eigið þér við með því? spurði Craddock. ■— Þessi ungi maður. Sá hefur ekki aldellis verið einn. Nei, hann vissi hvar hann átti að koma, hann vissi hvaða dyr yrðu opnar fyrir hann — aha,, ákaflega þægilegt. — Hvað eruð þér að reyna að koma mér í skilning um? — Hvað þýðir það þó ég segi eitthvað? Þér hlustið ekki. Þér segið ég sé vesæl flóttastúlka, sem lýgur. Þér segið að ljóshærð ensk kona, . . . ónei, hún lýgur eicki, hún er svo brezk, svo heiðarleg! Þér trúið henni en ekki mér. En ég gæti sagt yður, ójá, ég gæti sagt yður dálítið! Hún skellti stórri pönnu á eldavélina. Craddock var í vafa um hvort hann ætti að taka nokkuð mark á þvi, sem alveg eins gat verið eintóm illmælgi. — Ég segi yður ekkert. Því skyldi ég gera það? Þið eruð allir eins. Þið hundeltlð og fyrirlitið vesalings flóttafólk. Ef ég segi yður nú að þegar ungi maðurinn kom tii að biðja ungfrú Blacklpck um peninga fyrir viku siðan og hún vísaði honum í burtu — ef ég segi yður að ég hafi ? VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.