Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 14
LIVINGSTONE — Framhald af hls. 11. Nafn hans var orðið heimsfrægt, þegar hann dró sig i hlé og settist að á sveitasetri sinu í Pirbright í Surrey. Hann var dáður af öllum. Séra Duncan Tovey, sóknarprestur Stanleys, lagði dag nokkurn fyrir hann spurninguna, sem enginn annar dirfðist að spyrja. „Það er ekki satt, að þér hafið sagt „Dr. Livingstone, vænti ég?“ er það, Sir Henry?“ spurði prestur- inn. Stanley horfði augnablik þögull á séra Tovey. „Jö,“ svaraði hann loks. „Mér datt satt að segja ekkert betra í hug.“ — J. Wentworth Day. Hann leyndi á sér. Framháld af hls. 6. — Rekaviðinum? sagði einhver. — Svo það er þá eitthvað vit í þvi! — Vit í því? sagði ókunni maður- inn. Þið ættuð að sjá alla þá viðar- stafla sem hann á heima. Einhvern tíma skilar allur rekaviðurinn sér þangað. Bg er búinn að fara þangað og ég get fullvissað ykkur um að þau koma þar að landi, ef þau ekki gefast upp. Simon fann að Vigga var farin að þreytast. — Það er ekki mjög langt eftir, sagði hann. Það var þó nokk- ur spölur eftir, en hann vildi ekki láta hana vita það. — Langt? stundi hún upp. — Hvert ? — Ot í strauminn, strauminn, sem n.un bera okkur upp að ströndinni. Hann var sjálfur að mestu óþreytt- ur. Hann sá að hún skildi hann ekki og hann sneri sér á bakið enn einu sinni, til að draga hana áfram á hárinu. Nú voru allir þorpsbúar komnir út á klettinn, með alla þá kíkira sem til voru. Fólkið stóð á öndinni af eftirvæntingu. — Eg sé þau ekki. Sérð þú þau, I hvert skipti sem ein- hver kom nálægt fötum Símonar, urraði hundurinn. — Ég heiti Miller, sagði ókunni maðurinn við Mitcett, föður Viggu. Komið með mér út með ströndinni, heim til hans. Það er tilgangslaust að standa hér. — Ég kem líka, sagði gamli mað- urinn. — Já, gerið það, svaraði Mitchett. Honum geðjaðist að gamla mann- inum. Þeir lögðu af stað, án þess að hinir veittu því nokkra athygli. Allir störðu út á sjóinn. Það tók mennina þrjá tvo tíma að komast út að bænum. Hluta af leið- inni gátu þeir farið í bíl, en eftir það urðu þeir að ganga yfir kjarr og klungur. Bærinn stóð við litla vík niðri við _sjóinn. Loks komu þeir auga á hann, hinum meginn við grasi gróna móa, þar sem hópur af kindum var á beit. Fyrir neðan bæinn sást sendin strönd og hinum megin við hana tók blátt hafið við. Og í sjónum komu þeir auga á þessar tvær manneskjur, sem þeir voru komnir til að taka á móti. Þeir sáu að þau syntu enn. Þau sluppu gegnum brimgarðinn og náðu strönd- inni. Þeir sáu hvár pilturinn beygði sig niður og staulaðist upp ströndina með stúlkuna eins og hálffullan poka MORÐIÐ — Framhald af bls. 5. — Læst, býst ég við, og lokað með dragloku. Hann kom auga á draglokuna efst á hurðinni og tók i hana. Hún rann auðveldlega úr — alltof auðveldlega. — Hvenær voru þessar dyr síðast opnaðar? spurði hann ungfrú Bunner. — Ö, fyrir mörgum árum, býst ég við. Ég veit bara að það hefur aldrei verið opnað hér síðan ég kom i húsið. — Vitið þér hvar lykillinn er? — Það er fullt af lyklum í skúffunni í forstofuborðinu. Það er senni- lega einn af þeim. Craddock elti hana og sá heilmikið af hálfryðguðum lyklum, sem lágu í efra horni skúffunnar. Hann fór í gegnum þá, og valdi einn sem var svolítið sérkennilegur. Lykillinn gekk í skrána og það þurfti ekkert átak til að snúa honum. Hann ýtti á hurðina og hún opnaðist hljóðlaust. — Ó, farið varlega, hrópaði ungfrú Bunner upp. Það stendur kannski eithvað upp við hurðina að innan. Við opnum aldrei þarna. — Ekki það? sagði lögreglufulltrúinn. Svipur hans var orðinn harð- neskjulegur. Svo bætti hann við með áherzlu: — Þessar dyr .hafa verið opnaðar alveg nýlega ungfrú Bunner. Það hefur verið borið á hjar- ii'nar og lásinn. Hún starði á hann heimskuleg á svip og með opinn munn. — Hver hefur gert það ? spurði hún. — Því ætla ég að komast að, svaraði Craddock harðneskjulega. Ein- hver X að utan? spurði hann sjálfan sig. Nei, X var hér á staðnum -— X var i setustofunni þetta umrædda kvöld . . . Framhald í nœsta blaöi. í fanginu. Höfuð hennar hékk niður og ljósa, síða hárið snerti vatnið. — Guði sé lof, honum hefur tek- izt að bjarga henni, hrópaði gamli maðurinn og baðaði út höndunum. Hann hljóp af stað í áttina til þeirra á gömlu, völtu fótunum sínum. Simon gekk fram hjá þeim eins og hann sæi þá ekki. Hann var sýnilega alveg að niðurlotum kom- inn. Brjóstkassinn gekk upp og nið- ur. Hann lagði stúlkuna niður, hall- aði henni upp að hnénu á sér, kast- aði upp saltvatni og tók hana aftur x fangið. Hann sparkaði upp hurðinni á bænum og staulaðist inn. — Hún er á lífi, sagði hann og lét stúlkuna falla ofan á rúm móð- ur sinnar. — Brennivín og kaffi, bætti hann við. Svo settist hann sjálfur i stólinn við hliðina á rúm- inu. Móðir hans breiddi ofan á stúlk- xxna og fleygði teppi til hans. Hún hellti sjóðheltu kaffi í bolla, reisti stúlkuna upp og hellti kaffinu ofan í hana. Vigga kingdi kaffinu, virt- ist hressast og saup á aftur. Þá kom hún auga á föður sinn og ókunnu mennina tvo í dyrunum. Hún reyndi að brosa. — Hann bjargaði mér, sagði hún. Skömmu seinna sátu þau öll við rúmið. Símon var kominn í þurr föt. — Það er bezt fyrir stúlkuna að vera hérna kyrra í nótt, sagði móðir hans við föður Viggu. A morgun skal ég aka henni í kerru út á veg- inn. Þetta var smávaxin, fálát kona, eins og uppþornuð af vindi, sól og vinnu, en róleg og sterk eins og klettur. Símon reis á fætur og leit í kring- um sig, eins og hann hefði týnt einhverju. — Ég verð að fara og sækja hvolpinn. Hann liggur á föt- unum mínum þangað til ég sæki hann. — Viljið þér aka mér? sagði hann við Miller. Hann var ekki leng- ur feiminn og heimóttarlegm'. Enginn reyndi að telja hann af að fara. — Þú getur gist hjá okkur í r.ótt með hvolpinn, sagði faðir Viggu. Dauft bros kom fram á varir Viggu. — Nú er hann nógu hrein- legur, sagði hún. Símon hló, en eng- inn annar skildi grínið. Þorpsbúar hlógu að einfalda Símoni og höfðu hann að fífli. Samt var hann sá eini sem þekkti leynd- ai-dóma hafsins þegar á reyndi. Vofan í skrifstofunni. Framhald af hls. 11. Og þegar hann dó, voru meir að segja föt ástmeyjar hans komin úr tízku. Þó lifði ást þeirra og dafnaði. Nú á dögum gæti svona ástar- saga tæpast átt sér stað. Adelaide hafði kynnst dómaranum af hend- ingu; hún hafði unnið fyrir sér með því að selja bækur í húsum og for- lögin höfðu ‘vísað henni heim til Couch dómara. Hann var giftur, og vegna þjóðfélagsstöðu sinnar, mundi skilnaður eyðileggja mannorð hans og framtíð. Þó hafði ástin sigrað og unga stúlkan, sem seldí bækur, og maður- inn, sem var dómari, byrjuðu að hittast á laun. Sem dómari hafði það vakið at- hygli af hve næmri samúð og skiln- ingi hann fjallaði um skilnaðarmál. En þá vissi heldur enginn um stúlk- una, sem orðin var partur af lífi hans sjálfs. Svo veiktist hann, varð gamall maður fyrir tímann, gat ekki leng- ur lagt á sig ferðalögin til leyni- funda við Adelaide. „1 fyrstu kom ég til hans á skrif- stofunni,“ sagði hún. „En þetta nægði okkur ekki. Við áttum þá ósk heit- asta að geta verið alltaf saman." Og þannig atvikaðist það, að skáp- ui inn varð heimili hennar. Couch fór heim til sín aðeins til þess að skipta um föt eða borða þar sem gestur. Börnin hans heimsóttu hann stxmd- um á skrifstofunni án þess að gera boð á undan sér, en þau höfðu aldrei hugmynd um Adelaide Branch. Dvölin í felustaðnum, sem aðeins átti að verða nokkrir dagar, varð að vikum, að mánuðum, að ái'um. Adelaide hefði getað eignast aixia aðdáendui' eins og aðrar stúlkur, get- að gifst góðum manni, átt fallegt heimili, farið út að skemmta sér. Vegna ástarinnar kaus hún í raun- inni fullkomið alsleysi. Hún sóttist ekki eftir veraldlegum auði. Því á- takanlegra er það, að henni skyldi verða neitað um einu bón sína, þeg- ar þessu lauk. Hún bað um mynd af manninum, sem hún hafði elskað, en fékk neitun. Útgefendur buðu henni stórfé fyr- ii að fá að birta æfisögu hennar. Hún hafnaði öllum tilboðum. Og þeg- ar hún varð laus úr varðhaldinu, greip hún til þess ráðs sem hún þekkti bezt — að fela sig og hverfa. Frk. HENDY! , Framháld af bls. 1S. það. Hún hefur nokkrum sinn- um verið send óeinkennisklædd til njósna og eftirlits á skemmtistöðum, sem vitað er að ýmsar vafasamar persónur stunda. Henni finnst gaman að því öðrum þræði, en vill „halda áfram að vera óbreyttur lög- regluþjónn, i umferðariðunni, þvi að þar er alltaf eitthvað að ske“. Og ekki vill hún sjá „ski'ifborðsvinnu“, það er að segja að vinna ,,innanbúðar“ á sjálfum lögreglustöðvunum. Hún gerir sér miklar vonir í sambandi við ýmsar tillögur, sem miða að þvi að víkka starfssvið lögreglukvenna. „1 sti’íðinu", segir liún, „unnu stúlkurnar í hernum mörg störf, sem þær höfðu aldrei fengið að reyna sig við áður — og unnu þau með prýði. Þær stóðu við mælitækin, sem ’ miðuðu loftvarnabyssunum, og allir Lundúnabúar muna eftir hraðboðunum, sem herinn ’ sendi um allar trissur á mótor- hjólum og oft á tíðum voru „bara konur“. Hversvegna skyldum við ekki geta þetta jafnt á friðartímum sem stríðs- > tímum?“ Ef konum verður hleypt inn í mótorhjóladeild Lundúnalög- , reglunnar, ætlar Hendy að verða fyrsti sjálfboðaliðinn. „Þá neyðast þeir líka til að , láta mig fá buxur", segir hún hlæjandi. „1 slagviðri og kulda að minnsta kosti er það líka , ólíkt hentugri búningur, þeg- ar maður þarf að standa vakt- ir úti. Og svo mikið er víst, að mikið bölvaði ég pilsinu, þegar ég var að eltast við þjóf- inn.“ — REX COLEMAN. Lausn á krossgátu nr. 891 Lárétt: 1 skegg — 5 Satan — 9 Rein — 10 simi -— 12 Till — 14 sefa — 16 tjald — 18 fum — 20 nasar — 22 kurl — 23 fá — 24 óf — 26 ríki — 27 Ara — 28 lokaráð — 30 aur — 31 hóra — 32 arða — 34 tó — 35 la — 37 prik — 40 Bezt — 43 þel — 45 allfeit —-.46 nýr — 48 okur — 50 dá — 51 kk — 52 foli — 53 kamel — 55 mök — 57 forað — 58 agat — 60 görn — 61 inar — 62 tonn — 63 elnað — 64 snift. Lóðrétt: 2 erill — 3 geld — 4 gil — 5 S.l.S. — 6 amen — 7 tifar — 8 sitka —• 11 íarir — 12 tara — 13 au — 15 Asia — 17 jurt — 18 fáka — 19 Móra — 21 akur — 23 fordild — 25 fárveik — 28 ló — 29 ðð — 31 Hóp — 33 alt — 36 reka — 38 ra —- 39 klám — 40 bekk —- 41 zt •—• 42 fýla — 43 þokki — 44 luma — 46 norn — 47 riðla — 49 regin — 52 Forni -— 54 Lana -— 56 ós — 57 fönn — 59 tað — 60 gos. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.