Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 2
CKKUR hafði lengi grun- að, að þetta væri einhver angi af geðveiki. Og nú kemur írskur sálfræðing- ur og segir, að reyndar höfum við hitt naglann á höfuðið! Við erum auðvitað að tala um kvenfólkið og tízkuna. Og maðurinn, sem segir að kvenfólk plús tízka samsvari svona hér um bil hálfgerðri sturlun, heitir Bruce Riley. Bruce Riley er fluggáfaður maður. Hann veit áreið- anlega hvað hann syng- ur. HANN hefur tekið þetta mjög vísindalegum tökum — lesið bæknr og þar fram eftir götunum. Og það sem hann hefur graf- ið upp úr bókunum, það er saga til næsta bæjar! Vissuð þið, konur góðar, að dragtin sem hún amma ykkar klæddist árið 1912, var bein afleiðing þess, að hún var búin að fá nóg af því að vera undir- Okuð? Eða vissuð þið, að drengjakollurinn, sem komst í tízku upp úr 1920, var beint framhald af glundroða stríðsár- anna? Þetta er aemsagt allt sál- rænt, segir Riley. Tizku- stefnurnar lýsa sálar- ástandi konunnar og um- hverfi hennar á hverjum tlma. DÆMI? Þau eru um ailar jarðir segir sálfræðingur- inn okkar. Þegar konan ei' í uppreisnarhug, hall- ast hún að karlmannleg- um klæðnaði. Því þræls- legar sem hún er kúguð, þvi hirðulausari verður hún um klæðnað sinn. En þegar hún er látin í friði — það er að segja þegar vopnahlé er gert á hinum eilífa ófriði kynjanna — þá stendur henni eigin- lega að mestu á sama um, hvort pilsið hennar er sítt eða stutt, blússan við eða þröng. J GREIN sinni nefnir Bruce Riley fjölda dæma til stuðpings þeirri kenningu sinni, að umhverfið og ,,sáiarástand“ konunnar móti viðhorf hennar til ■$u_ l'/'A/l/fffTar' tízkunnar fremur en feg- urðarsmekkurinn. , Hann bendir á, að fyrir bylt- inguna hafi í’ússneskar konur af borgarastétt verið alveg eins glys- gjarnar og kynsystur þeirra í Vestur-Evrópu. Svo varð verkakonan í sínum fátæklegu flíkum allt i einu þjóðhetja. Og sjá! nokkrum árum sið- ar var það orðin tízka meðal rússneskra kvenna að forðast íburð í klæða- burði. Enn nefnir Riley stúlkurn- ar á kínverska meginland- inu. Eftir japönsku inn- rásina, gerðist fjöldi kín- verskra kvenna sjálfboða- liðar í hernum. Ungar stúlkur — og sumar ætt- stórar og ríkar — klædd- ust samskonar einkennis- búningi og bændasynirnir og verkamennirnir: treyju og buxum úr brúnu khakiefni. öllum — eða nálega öllum — þótti sæmd af því að bera þennan búning. Og hvað skeði? Þegar búið var að sigra innrásarherinn, var þessi fátæklegi búningur kominn i tízku -— og er það enn í dag. MJÖG óvenjulegt dæmi tek- ur sálfræðingurinn úr harmsögu bandarískrar stúlku, sem birtist skömmu eftir fyrri heims- styrjöld. Hún varð manni að bana með bíl sínum, og þar sem á hana sann- aðist að hún hafði verið undir áhrifum áfengis var hún dæmd í sjö til fimm- tán ára fangelsi. Tveimur árum eftir að hún tók að afplána refsing- una, komst það upp af tilviljun, sem hún sjálf hafði ekki hugmynd um, að hún hafði fáeina hundraðshluta af afrík- önsku blóði í æðum sín- um og mátti því -kallast kynblendingur. Þar sem þetta var í Georgíu, fylki hinnar algjöru kynþátta- kúgunar, var stúlkan umsvifalaust flutt úr ,,hvíta“ fangelsinu í ,,svart“ fangelsi. Afleið- ingunum lýsir hún svona: ,,Nú var ég „svört“, hvað sem hörundslit mínum og uppeldi leið, og mér lærðist það fljótt, að nú var litið á mig sem dýr fremur en menska veru. Það er einmitt ein höfuð- kenning kynþáttakúgun- arinnar, að „litað" fólk hafi ekki tilfinningar, hafi ekki sál fremur en dýrin. Við vorum með- höndlaðar þarna eins og múldýrin á ökrunum — hvorki betur né verr . . . EN ÞAÐ leið heldur ekki á löngu þar til ég fann, að breyting var að verða innra með mér. Umhverf- ið byrjaði að móta mig, tilfinningar mínar slæfð- ust, andlitsdrættirnir hörðnuðu, jafnvel röddin varð gróf og ruddaleg. Einkennilegast fannst mér það þó, að ég hætti að hafa andstyggð á skrípabúningi mínum, varð jafnvel hreykin af honum. Ég hætti að fela mig þegar hvítar konur komu til þess að skoða „dýrabúrin". Það veitti mér einhverskonar full- nægingu að sýna mig í fangabúningum — að þrýsta mér upp að riml- unum og sjá skelfingar- svipinn á hvítu konunum þegar þær uppgötvuðu, að tukthúslimurinn í stór- röndótta jakkanum og nankinsbuxunum var kona eins og þær. Eg held ég hefði orðið æf ef einhver hefði reynt að taka þennan búning frá mér. Hann var einkennis- búningur okkar, sem heimurinn var búinn að útskúfa." Eftirmáli MENN greinir eflaust á um gildi kenninga Bruce Ri- leys, og einhverjar kon- ui’ finnast vafalaust með- al lesenda, sem eiga erf- itt með að gleypa „sál- rænu“ tízkuregluna hráa. En forðast skyldu þær að játa það fyrlr eigin- mönnum sínum. • Því þarna hafa þær fengið óvenjulegt tækifæri upp í hendumar. Hugsaðu þér bara næst þegar þú þarft að biðja manninn þinn um kápu. Ef þú geymir þessa grein og ert sæmi- lega mælsk, áttu að geta sýnt honum fram á, að þú sért ekki að þessu þín vegna — það sé bara ástandið í alþjóðamálum sem knýi þig til þess. Sálrænt, sjáðu til. Giftingarfregn FYRIR skemmstu voru gefin saman í hjónaband í Scottsdale . í Arizona Robert Wagner kvik- myndaleikari (27 ára) og Natalie Wood (19 ára). Þegar brúðhjónin komu úr kirkju, tjáðu þau blaða- mönnum, að þau ætluðu aldrei að skilja. Er Ginger Rogers skyld Roy Rogers? Nei, enda heitir hvorugt peirra Rogers. Ginger hét uppliaflega Virginia Kath- erine McMath og Roy hét Leonard Slye. Ég skrifa þér til að vita hvort þú getur leyst úr nokkrum spurningum varð- andi kvikmyndaleikarann Yul Brynner. Við sáum myndina Anastasía í Nýja Bíó og langar til að vita meira um hann. I hvaða myndum hefur hann leikið, sem hafa verið sýndar hér? Á hvaða máli eigum við að skrifa honum? . . . Yul Brynner er nú að leika í kvikmynd um banda- riska sjóliðsforingjann Jean Lafitte hjá Paramount, svo þið.. getið. skrifað.. honum c/o það kvikmyndafélag. Yul er sagður fœddur 1920 á eyju nálœgt Japán og hét þá Taidge Khan. Árið 1932 kom hann til Frakklands, og vann fyrir sér með því að koma fram í sirkusum, leikhúsum,.. nœturklúbbum og loks í sjónvarpi. Hann sló í gegn árið 1956 með hlutverki sínu í „Kóngur- inn og ég“ bœði á leiksviði og í kvikmynd. Slðan hef- ur hann leikið í Anastasía, Boðorðin tíu, Sjórœninginn, Ferðin og Karamazovbrœð- urnir og hefur á skömmum tíma unnið sér frcegð með sinni sérkennilegu fram- komu (og með hinum bera skálla sínum). Yúl Brynner er sagður tala ótal tungu- mál, þar á meðal Tibetmál- lýzku, en þið skulið bara skrifa honum á ensku. Hann leikur á því máli og kann það vel. Verðlaunagetraunin Flugfélag ísiands flutti fimmhimdruðþúsundasta far- þega sinn í síðastliðinni viku. Farþeginn var Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir, Digranesvegi 6 í Kópavogi. Hún er 18 ára og hafði skroppið til Akureyrar. Við komuna til Reykjavíkur var tekið á móti henni með blómvendi og ávísun á farseðil með flugvélum Flugfélags Islands. — I tilefni af þessum tímamótum í sögu félagsins, þótti Vik- unni sjálfsagt að minnast þeirra með því að láta fimmtu forsíðumyndina í verðlaunakeppninni: FINNH) HAPP- DRÆTTISSIÍULDABRÉFIN sýna Hólmfríði nýdottna í lukkupottinn. — Myndina tók Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi, en hann hefur tekið allar forsíðumyndimar, sem birzt hafa hingað til í sambandi við keppnina. Eftir á að hyggja: Ertu þátttakandi í verðlaunakeppn- inni? Veiztu að verðlaunin eru flugferð til Kaupmanna- hafnar og heim aftur? Keppnln er háifnuð með þessu tölublaði. Hún hófst i 8. tbl., sem kom út 23. janúar. Þú hefur því enn tíma til þátttöku. Spurðu verzlunina, sem selur þér Vikuna, hvort liún geti ekki útvegað þér f jögur síðustu tölubiöðin — og taktu til óspilltra málanna! seöili í verðlaunakeppni Vikunnar: Tala happdrættisskuldabréf- anna á forsíðu er .......... að þessu sinni. iNTafn....... Heimilisfang - Útgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.