Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 12
SKfBnKÍLINN / • • I OLPUIMUM HAMMOND INNES . i FORSAGA Engles kvikmyndastjóri hefur beðið vin sinn Neil Blair að heimsækja skíða- skála nokkurn í ítölsku Ölpunum. 1 fylgd með honum er Joe Wesson kvik- myndatökumaður. Þeir eiga að láta líta svo út sem þeir séu að undirbúa kvik- myndatöku á staðnum. Baunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var bikill gull- sjóður falinn þarna og hafa ýmsir menn — og sumir æði skuggalegir — hug á að klófesta hann. Uppgjörið hefst þegar Engles kemur til skálans. HANN hafði rétt fyrir sér. Mayne stóð fyrir utan skíðaskúrinn, en út úr honum barst hávaði, sem gaf til kynna, að Keramikos var að binda' upp skíðin. „Eruð þið búnir að losa ykkur við líkið?“ spurði hann. „Komið þið þá og hjálpið mér hérna“. Hann hélt sig í hæfilegri fjarlægð frá' okkur, þegar við gengum inn í skúrinn. Það voru nokkur pör af skíðum við hliðina á okkar skíðufn. Við bundum þau saman þrjú og þrjú og síðáii lét hann okkur bera þau út á veröndina. Maýne skipaði okkur nú að fara inn í véla- rúmið efst við togbrautina. Snjórinn var mjög djúpur' og náði okkur sumsstaðar í hné. Hann opnaði' hurðina og við gengum inn, fegnir þvi að komast inn í hlýjuna. Það var kalt og rakt inni, og iykt, sem er alltaf í ónotuðum steinhúsum. Véíarnar voru þaktar steinryki, svo að þær virt- ust gamlar og ónotaðar. En þær voru vel olíu- borriar. Snjórinn loddi við gluggana eins og hvít slæða. Það voru járnrimlar fyrir gluggunum. Vindurinn ‘gnauðaði kringum opið, sem kapallinn lá út um. Ég leit á vegginn á móti. Það var þarna, sem Stelben hafði skotið þessa þýzku hermenn. En það voru engar holur eftir kúlurn- ar. Veggurinn var sléttur, grár og drungalegur. Engles hlýtur að hafa tekið eftir athygli minni, því að hann hvíslaði að mér: „Stelben virðist hafa látið pússa upp vegginn". Við. settum skiðin og snjóskóna í stafla nálægt mælaborðinu. Síðan fórum við út aftur og Mayne læsti hurðinni. Við börðumst á móti vind- inum heim að veröndinni. Mayne staðnæmdist við útidyrnar. „Við byrjum að vinna í dag“, sagði hann. ,,Á meðan vildi ég helzt að þið hefðust við á barnum, svo að ég geti fylgzt með ykkur". Síðan fór hann inn. Hið stóra herbergi virtist hlýíegt. Við hristum af okkur snjóinn, sem bráðn- aði í polla á gólfinu. Joe stóð við barinn. „Hvar í fjandanum hafið þið verið?" spurði hann okkur. „Og hvað er að Aldo? Hann er ennþá vitlausari en hann er vanur að vera. Hann er búinn að brjóta tvö glös og velta um einni koníaksflösku". Anná var að leggja á borð. Hún leit skelfd til okkar. Andlit hennar var nú litlaust og hún var ekki lengur glaðleg að sjá. Joe pantaði eitthvað að drekka og tók úr fórum sínum nokkra filmu- búta. „Nokkrar skíðamyndir", sagði hann þegar við gengum að barnum. „Gefur manni einhverja hugmynd um möguleikana hérna". Hann rétti Engles þær. „Hvar hefurðu verið að framkalla?" spurði Engles. „Héma niðri í kjallara, í þvottaherberginu", sagði hann. „Iskalt þar. En þar er rennandi vatn“. Hann hafði bersýnilega ekki heyrt neitt. Engles byrjaði að líta á filmurnar. Mayne stóð skammt frá okkur. Það var einkennilegt að standa þarna og drekka með manni, sem hafði ekki hugmynd um, að eitthvað óvenjulegt hafði komið fyrir. Engles staðnæmdist skyndilega við aðra film- una. „Hvað er þetta, Joe?“ spurði hann. Joe hallaði sér áfram og leit á filmima. „O, þetta er mynd, sem ég tók kvöldið sem við kom- um. Góð tunglskinsmynd. Fór út og tók hana frá trjánum efst við togbrautina. Draugalegt, finnst þér ekki?“ „J-já -— anzi draugalegt". Engles rannsakaði myndina nákvæmlega. „Hvað er hann að gera?“ Hann benti á eina myndina með vísifingri. Joe leit á myndina. „Veít það ekki“, sagði hann. „Virtist vera að mæla eitthvað. Maður fær þannig hreyfingu í myndina. Það var reyndar þessvegna sem ég fór út. Ég vildi hafa einhvern á mynd- inni, til þess að gefa henni líf“. „Vissi hann af því að þú varst að taka mynd?“ „Sussu nei. Það hefði eyðilagt allt. Þá hefði hann ekki hreyft sig eðlilega". „Kétt er það“. Engles rétti mér myndina. „Góð þessi, Neil. Gæti ef til vill gefið þér nokkrar góðar hugmyndir. Þú ættir að hafa tunglskinsat- riði i handritinu. Tæki sig vel út“. Ég tók við filmunni. Þumalfingur hans benti á ákveðinn stað, þar sem einhver stóð álútur. Ég hélt filmunni upp í ljósið. Það var mynd af skíða- skálanum með snævi þöktum burstum, grenivið- arbolirnir sem héldu uppi kofanum á miðri mynd, steinhúsið, sem háfði verið byggt yfir vélarnar. Maður stóð upp við steinbyrgið. Það var ekki erf- itt að þekkja hann. Þetta var Valdini. Ég fylgdi hreyfingum hans á filmræmunni. Hann virtist vera að mæla eitthvað utan á byrg- inu. Ég sá jafnvel það, sem virtist vera málband, sem hann hafði milli handanna. Á næstu mynd- um sást hvernig hann stóð á fætur og gekk að hlið byrgisins. Síðan sást hurð opnast og Valdini hvarf. „Góð þessi", sagði Engles. „Þú ættir að líta á hinar. Það eru nokkrar góðar skíðamyndir á þessari". Hann leit á þriðju filmuna. Ég skildi hvað hann var að fara og leit á hinar filmurnar. Síðan rétti ég Joe þær aftur. „Þú hefur náð þarna ágætis myndum", sagði ég. „Ertu búinn með hina?“ sagði ég við Engles. Hann rétti mér filmuna. Hann var bersýnilega í uppnámi, ég sá það i augunum í honum. En hann reyndi að láta á engu bera og sneri sér að Joe og byrjaði að tala við hann um ljós og fókalpúnkta. Og ég sat eftir og hugsaði um það hversvegna þessi mynd af Valdini hafði komið honum í uppnám. Það var einkennilegt andrúmsloft meðan á máltíðinni stóð. Mayne sat í hæfilegri fjarlægð frá okkur við annan enda borðsins. Hann hafði leitað í herbergjum okkar, einnig í herbergi Joes. Hann vissi að enginn okkar var með byssu. En hann hætti ekki á neitt. Við sögðum varla orð meðan á máltíðinni stóð. Mayne var æstur, enda þótt hann léti ekki á því bera. Hinir voru niður- sokknir í hugsanir sínar. Allir nema Joe. Hann fór að tala um nokkrai' skíðamyndir sem hann þekkti. En hann hætti, þegar hann sá, að Engles var ekki að hlusta á hann. „Hver fjandinn er hlaupinn i ykkur alla?“ spurði hann. „Og hvers vegna situr Mayne þarna eins og hann þjáist áf smitandi sjúkdómi?" „Við skulum ekki tala um það, Joe“, sagði Engles. „Við urðum ósáttir, það er allt og sumt“. „Einmitt. Eru Valdini og greifynjan eitthvað við þetta riðin líka?“ „Já, þau eru uppi að borða". Hann virtist láta þetta gott heita og hélt áfram að borða þegjandi. Það var erfitt að trúa því, að hann grunaði ekki einu sinni, að eitthvað hræði- legt hefði komið fyrir. Mayne fór að ókyrrast. Hann hafði auga með okkur allan tímann meðan við vorum að borða. Ég held að hann hafi verið hræddur við okkur, enda þótt við værum óvopn- aðir. Hann horfði á okkur köldum tilfinningalaus- um augum. Ég minntist þess hvernig Stelben hafði skotið menn sína. Hérna var annar morð- ingi. Þegar hann væri búinn að ná í gullið, myndi hann ekki hika við að drepa okkui'. Joe kæmist ef til vill af, ef við gætum talið honum trú um að ekkert óvenjulegt væri á seyði. En Engles og' ég — hann myndi án efa drepa okkur. Og hvað gátum við gert? Það var eins og að snæða með böðlinum, rétt fyrir líflátið. Mér fór að verða ó- glatt. Svitinn brauzt fram á enni minu, eins og ég væri að rembast við að skera eitthvað seigt. Ég ýtti fi'á mér diskinum. „Hefui'ðu enga matarlyst, Blair?" spurði Mayne. Hvaða biskupi var drekkt í Brúará? Og hvenær var það gert? Hvað er stærsta land í lieinii, ef Sovétríkin og Kína eru undanskiliu ? Hve stór hluti af yfirborði jarðar er þakinn vatni? Gáta: Séð hef ég piltung augað eitt og ekkert höfuð hafa, margan hefur frá lífi leltt og leiðist ekki að kafa. s 3 Jn *s 1. Hvar bragðast bjórinn bezt? 3. Eitt þessara landa er ekki meðlimur Bagdad-bandalags- ins: Iraq, Paidstan, Indland, Persía, Tyrkland. Hvert þeirra er það? 3. Hvað verður sauðkindin göm- ul? En úlfaldinn? 4. Frú M. E. L. Mallowan er þekktur reyfarahöfundur. Undir hvaða nafni skrifar liún? 5. Hvað er criminology? 6. Hvað ákveður hvenær pásk- arnir eru hverju sinni? 10. 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.