Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 9
FAGRIK MUNIR ÚIi GULLI OG SELFRI Sendam gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laiigavegl 22 A. — Síml 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSVRA — HORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. B«x 1318. — Siml 19795 — Reykjavlk. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHHEINSUN) BJ0RG SDLVALLAG OTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ G SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. SMIavörðustíg 18. Slraar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í siðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tkkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum I Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna í skóm frá HECTOR Laugaveg 11 Laugaveg 81 írd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og liugðarefni þess Þorrablót í IMausti Á dögunum var ég við- stödd ,,generalprufu“ á þorrablóti, eins og Halldór Gröndal, veitingastjóri í Nausti orðaði það. Þessi generalprufa vai' undanfari og upphaf mikils þorrablóts, sem Reykvík- ingar eiga nú kost á að taka þátt í í Naustinu, og til þess gerð að athuga hvem- ig nútíma Reykvíkingar tœkju því, ef þeim væri fenginn sjálfskeiðungur og þeir settir að trogi með súrmat og hangikjöti, eins og siður var hér áður fyrr. í-g þarf ekki að taka það i’ram, að tilrauninni var tokið með miklum fögnuði, og allir viðstaddir virtust kunna þessum borðsiðum hið bezta — ég ekki siður en karlmennirnir. Og nú vil ég útskýra í hverju þorrablót í Nausti er fólgið. Á borðum eru trog með þjóðlegum íslenzk- um mat; súrum sviðiam, súrum blóðmör, pressuðum hrútspungum (að visu er það nýtt að pressa pung- ana þannig), súrri lifrar- pylsu, lundabagga, hangi- kjöti, hákarli, og glóðabök- uðum flatkökum, öðru brauði og smjöri. Með þessu er borinn snaps, fjögurra ára, 15 gráðu kalt brennivín og bjór. Gröndal kvaðst hafa heyrt fólk kvarta undan því að það gæti ekki fengið al- mennilegan þorramat, nema þá helzt með þvi að sækja eitthvert héraðsmót. Hann lagði við eyrun, eins og hans er von og vísa, með þeim af- leiðingum að nú býður hann viðskiptavinum Naustsins upp á íslenzkan mat í trogi, það er að segja ef minnst þrír eru saman. Þá kostar skammturinn 60 krónur á mann og fyrir þá upphæð getur hver borðað eins mik- ið og hann torgar. Þetta er ákaflega skemmtilegt uppátæki hjá forráðamönnum Naustsins. Við eigum svo mikið af gömlum, þjóðlegum réttum, sem kaupstaðafólk þekkir varla og getur ekki fengið, jafnvel þó það kunni að meta þá. Með réttunum eru bom- ir sjálfskeiðungar, sem þeir geta notað sem vilja, og til hreinlætisauka eru á borð- um skolskálar með sítrónu- sneiðum, svo að fólk geti skolað af fingrunum eftir máltíðina. Slíkar skolskálar munu að vísu ekki vera gömul íslenzk áhöld, enda eru sagðar sögur af Islend- ingum í útlöndum, sem supu á sítrónusafanum í stað þess að dýfa fingrunum of- an í hann. En nú á dögum verður slíkt hreinlæti að teljast óhjákvæmilegt. Áður fyrr voru matarílát fiest úr tré hér á landi. Málamatur og spónamatur var allur skammtaður og borðaður úr öskum með loki yfir. Tinföt og tindiskar voru til á efnabæjum, en al- mennt var lítið um leirilát, enda voru þau dýr og þóttu ærið brothætt. Á flestum stórheimilum \ar til mikill trogafjöldi, og er getið um 24 trog (á móti 10 í Naustinu) á búi Otte- sens sýslumanns í Síðumúla árið 1810, og var hann þó alveg nýbúinn að reisa þar bú. Mjólkin var látin setj- ast í trogum, og tók það eftir atvikum 2—3 dægur,. Þá var trogunum rennt þannig, að matselja hélt hendinni fyrir rjómann og renridi undanrenningunni nndan um eitt hornið S annað ílát. „Var þá mikils um vert að hún væri hrein um hendurnar," segir Jónas frá Hrafnagili í Islenzkum þjóðháttum. Trogin i Naustinu eru smíðuð eftir gömlu trogi, sem til er á Forngripa- safninu og mun vera frá Ásbúð við Hafnarfjörð. Sagði Gröndal, að stjómin í Nausti hefði mikið rætt það að sandblása trogin eða gera þau á annan hátt gömul á að sjá, en komizt að þeirri niðurstöðu að hús- freyjur hér áður fyrr hefðu áreiðanlega verið of á- nægðar yfir að eignast ný trog til að fara þannig með þau. Þetta má rétt vera, en þó hef ég heyrt frá því sagt, að hreinlætiskonur hafi hellt sjóðandi sortulyng- seiði í nýju askana og lát- ið það standa í þeim í eitt eða tvö dægur, til að gera þá harða og svarta að inn- an, svo að betra yrði að þrífa þá. Þorrablótsveizlan í Naust- inu tókst semsagt ákaflega vel. Uppaldir Reykvíkingar virtust kunna að meta súr- matinn ekki síður en fyrr- verandi sveitamenn, og það kæmi mér ekki á óvart þó mikið ýrði spurt eftir þess- um íslenzþu réttum i Naust- inu nú á þorranum. Halldór Gröndal er ein- staklega vel lagið að kynna á veitingastað sínum þjóð- legan íslenzkan mat. T. d. mun hann eiga mestan þátt í hve miklum vinsældum kæstur hákarl hefur nú náð í höfuðborginni. Siðan hann fór að hafa hákarl á boðstólum, fær maður hann iðulega í veizlum í heima- húsum. Enn ein tízkusýningin Nú gerist stutt á milli tízkusýninga. Fyrir skemmstu sá Vigdís Aðal- steinsdóttir um tízkusýn- ingu, sem haldin var milli þátta á hljómleikum hjá „Tommy Steele Norður- landa“ (á miðunum stóð ekki nafnið á blessuðum piltinum, svo hann virðist sætta sig vel við að bera bara nafn annars manns). Fatnaðurinn, sem þarna var sýndur, var frá ýmsum fyrirtækjum hér í bænum: kápur frá Andrési Andrés- Vigdís Aðalsteinsdóttir sýnir pokakjól frá Bezt. syni, kjólar frá Bezt, barna- fatnaður frá Eros, hattar frá Hattabúð Reykjavlkur og drengjafatnaður frá Andersen & Lauth. Um tizkusýninguna er allt gott að segja, nema hvað áhorf- endurnir virtust ekki kunna fyllilega að meta hana. Viða í salnum hvað við b(i-ú, þegar rokkhljómsveitin þurfti að víkja fyrir seinni hlutanum af tízkusýning- unni. Einkum vöktu athygli mina kjólarnir frá Bezt, sem margir hverjir voru frumlegir og fallegir. Nýjungar utan úrheimi * Áströlskum hænsna- ræktendum hefur hingað til þótt það talsverður ókost- ur að geta ekki vitað hvaða egg kemur úr hvaða hænu. En nú hafa þeir fundið á- gætt ráð. Þeir smyrja bara nef hverrar hænu með á- kveðnum lit, því þegar hæna er búin að verpa eggi, ku hún nudda nefinu utan í það. Nú undirrita hænurn- ar beinlínis eggin sin.. Því miður get ég ekki útskýrt hvaða þýðingu það hefur. En sennilega er það til þess að kaupandi eggsins geti borið fram kvartanir sínar við rétta hænu, ef honum líkar það ekki. ® 1 Bandaríkjunum eru nú komnir á markaðinn raf- magnsofnar, sem eru eins og skermar og hægt er að sveigja til. Skerminum eða hluta af honum má beina í hvaða átt sem er. Það er því hægt að hringa raf- magnsofninn utan um kul- vis gamalmenni, ef þörf krefm-, og verður varla komist lengra í að nýta hit- ann. ® Frá sama landi berast þær fréttir að nú sé farið að framleiða rafmagnsmott- ur úr aluminium. Maður st.ígui' bara á mottuna og undir eins byrja fimmtán burstar að þurrka af skón- um og soga rykið niður í þar til gerða geyma. Mott- an er 47 sm. á breidd og 76 sm. á lengd og þarf að hvíla í 15 sm. djúpri gróf. Aftur á móti hef ég ekki heyrt að eftir- farandi hlutir hafi i erið fundnir upp. « Sogskálar undir blóma- vasa, svo þeir velti ekki um. • Sement í öllum litum, svo ekki þurfi að mála hús- in. <* Barnagrindur með á- föstum hitamælum til að mæla gólfkuldann. ® Mismunandi langar höldur í strætisvagna fyrir misstórt fólk. o Ljós með mismunandi litbrigðum, svo hægt sé að breyta litum á herbergjun- t:m með einu handtaki. mii M! mi! Og hér er viðtal við sjálfan rokkkónginn í Bretlandi — TOMIMY STEELE EG veit ekki hve löng loftlínan er milli Cat- ford og Bermondsey. En það er heil veröld — og ó- trúlega mikil frægð á að- eins einu ári (plús öflug hröð guitarslög) — sem skilur á milli hinnai' gömlu sex herbergja íbúðar Hicks- hjónanna, og hússins sem Tommy, elzti sonur þeirra, keypti nýlega handa þeim með ást og þakklæti. Ravensborne Park er ó- sköp svipað öðrum snyrti- legum og rólegum íbúðar- hverfum, þar sem húsin standa tvö og tvö saman, hafa fjögur svefnherbergi og ofurlítinn garð fyrir framan. Það eina sem skilur hinn nýja bústað Hicksfjölskyld- unnar frá öðrum húsum við götuna, er iðandi hópur af unglingum og krökkum, sem allan daginn hangir í námunda við hliðið með eiginhandarbækurnar sin- ar á lofti og mænir for- vitnislega og ófeiminn á útidyrnar. Þegar ég smeygði mér varlega gegnum þvöguna, var ég að velta því fyrir mér hver væru viðbrögð foreldra Tommys, bræðra hans og Söndru litlu systur hans gagnvart þessari ei- lífu ásókn aðdáenda hans. Ég var líka að hugsa um það hvernig þeim mundi nú ganga að koma sér fyrir í þessu nýja hreiðri með allra nýtízkulegasta húsbúnaði og skínandi veggfóðri, svo gerólíkt sem það er fyrra heimili þeirra í Bermonds- ey. Sjálfur kunni ég vel við mig, um leið og frú Hicks bauð mig velkominn í and- dyrinu með ósviknum Ber- mondsey-framburði, sem engan á sinn líkan. Frú Hicks er lagleg kona, með falleg augu og eins dökk á brún og brá og Tommy er Ijós. Hún er eðlilega virðuleg og það fer henni ákaflega vel. Hin lát- lausa og hlýlega framkoma hennar minnti mig strax á mína eigin móður. — Sonur sæll, kallaði hun upp á loftið. Ertu ekki kominn á fætur? Gleymdu ekki að bursta á þér hár- ið . . . Ekki svo að skilja að það hafi nokkur áhrif, sagði hún svo við mig. Hann hefur svo fíngert hár að hann ræður ekkert við það, Ég veit að það er orðið framorðið, bætti hún við af- sakandi (klukkuna vantaði 15 mínútur í tvö eftir há- degi), en það skiptir svo miklu máli að hann fái nægan svefn. Ég er alltaf að minna hann á að hann er enn að vaxa. En hann getur ekki farið beint í bólið strax eftir hljómleik- ana. Hann er alltaf að reyna að útskýra það fyrir mér, að hann verði fyrst að jafna sig. Og það skil ég reyndar vel. — Ég geri ráð fyrir að hann geti ekki heldur borðað áður en hljómleik- arnir byrja, skaut ég inn í. — Já, það er alveg rétt. Hann getur það ekki. Hann er of spenntur til að geta melt matinn. Ég segi alltaf við hann: Sonur sæll, mér er alveg sama á hvaða tíma ég elda mat handa þér og félögum þínum, ég vil lang helzt að þú komir með þá heim. Einustu skiptin sem ég hef áhyggjur af honum er þegar ég veit ekki hvar hann er. Það er eins og móðir Tommys hafi lesið hugsan- ir mínar, því hún flýtir sér að segja: — Tommy vildi hafa allt hérna samkvæmt nýjustu tízku, skiljið þér? Og mér finnst nú að hann hafi rétt til að ráða því, eftir allt sem hann er bú- inn að gera. Við færðum okkur nú fram i litla notalega her- bergið með kremgulu veggj- unum við hliðina á eldhús- inu. Ég þóttist sjá að hún léti miklu fremur borða þar er í glæsilegu borðstofunni. — Eitt finnst mér svo dá- samlegt í þessu húsi, sem Tommy hefur keypt handa okkur, sagði hún með brosi, sem gerði hana svo ung- lega, að hún leit næsturn út fyrir að vera, á sama aldri og sonur hennar. Nei, það var ekki dýra sjónvarpstækið eða fallegi innbyggði útvarpsgrammo- fónninn í setustofunni, við hliðina á langa, stoppaða sófanum, sem Tommy vildi endilega hafa eldrauðan, í stíl við gólfteppið. Nei, það var að vissu leyti miklu ó- skáldlegra. Eruð þið búin að geta upp á því? Það var baðherbergið. — Ég er ekki enn búin að venjast því að hafa heitt vatn á öllum tímum sólar- hringsins, með því einu að skrúfa frá krana, sagði húsmóðirin á heimilinu. — Ekkert okkar getur fyllilega áttað sig á því. Þegar Tommy var lítill og sá mig bera vatnsfötu, sagði hann stundum. „Mamma, einhvern tíma ætla ég að kaupa hús með almennilegu baðherbergi handa þér.“ Þetta var nokkurs konar lejmdarmál, sem við áttum saman. Og það dásamlega er, að það hefur orðið að veruleika . .. — Hvernig stóð á að þið völduð Catford-hverf ið ? spurði ég. — Allir spyrja okkur að því. Ég skal segja yður það. Það var hluti af leikn- um, sem við Tommy lékum eftir að hann var orðinn nógu stór til að fara i bað- hús. „Hvar vildirðu helzt að húsið væri, mamma?“ spurði hann og ég svaraði. „Ja, ekki mjög langt frá Bermondsey.“ „Eins og í Catford kannski?" „Já,“ svaraði ég, án þess að láta mig svo mikið sem dreyma um að það gæti orðið að veruleika. „Það væri prýði- legt.“ Og nú er svo komið. Hún var búin að gefast upp á að kalla upp á loftið, og hafði vísað mér upp í herbergið til Tommys. Þarna stóð hann í svartri peysu og gráum mjóum buxum, sem hann hafði keypt án þess að máta þær daginn áður. Hann stóð fyr- ir framan háan spegil og var að reyna að koma einhverju lagi á ljósa hár- lubbann með greiðunni. Og ég hugsaði með sjálf- um mér: Þrátt fyrir alla þessa furðulegu hringiðu Velgengninnar, hefurðu ekki breyzt hið allra minnsta í útliti síðan þú varst upp- götvaður fyrir ári slðan, þegar þú söngst fyrir kvöld- verði í kaffihúsi i Soho. Nákvæmlega sami klæðn- aðurinn, sama hreinskilna, breiða brosið móti öllum, og sami alvarlegi málrómur- inn, sem ekki leynir upp- runa sínum í Bermondsey. Þegar ég spurði hvað hann fengi venjulega mik- ið, svaraði hann: — Þrjátíu pund fyrir kvöldið. lÉg býst \nð að þeir heifi verið ein- staklega örlátir við mig, þegar tekið er tillit til þess að ég var ekkert þá. Já, þeir hafa vissulega ekki verið neitt naumir við óþekktan strákling úr sjó- liðinu. Hvað eyðirðu núna miklu á sjálfan þig á viku af þeim hundruðum punda, sem þú vinnur fyrir? spurði ég- Þessu svaraði hann svona, Framhald á bls. 13 VIKAN minnir áhugaljós- myndara á ljós- myndakeppni blaðs- ins. Auglýst er eftir myndum sem á ein- hvern hátt má setja í samband við starf- semi Flugfélags Is- lands. Nú eru allra síðustu forvöð, því að keppninni lýkur 22. febrúar. Verðlaun: Flugferð til London og lieim a.ftur. s VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.