Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 5
ungfrú Marple. Ég' sá móður Patricks og Júlíu síðast í brúðkaupi fyrir þrjátiu árum. Hún var ákaflega falleg stúlka. — Þessvegna á hún svona falleg börn sagði Patrick. — Þú átt alveg stórkostlegt gamalt myndaalbúm, sagði Júlía. Við skoðuðum það um daginn, Letty frænka. Þvílíkir hattar! Þegar Bunch og ungfrú Marple voru á leiðinni heim, sagði gamla konan: Jæja, það er fróðlegt að vita að ungfrú Blacklock þekkti þessa ættingja sína ekki í sjón . . . Já, ég hugsa að Craddock lögreglufulltrúa þyki fengur í að vita það. 12. KAFLI. Morgunstörfin í Chipping Cleghorn. Edmund Swettenham sat og ruggaði sér á valtaranum. — Ég vildi óska að þú hættir að koma hingað, sagði Philippa, sem var að planta út vetrarsalati. — Frú Lucas vill ekki hafa það. — Bannar hún að piltar elti þig á röndum? Annars hef ég skýringu á reiðum höndum. Frú Lucas hringdi til mömmu í morgun og vildi skipta grænmetismauki fyrir hunang. Hann dró upp hunangskrukku og hélt áfram. Svo ef frú Lucas kemur á vettvang, þá er ég að biðja um græn- metismauk. Ég er svo sem ekkert að reyna að daðra við þig . . . O-o, fjandinn hirði það, hvers vegna ertu svona, Philippa? Hvað býr á bak við þessa reglulegu andlitsdrætti ? Hvað hugsarðu eiginlega ? Hvernig líðui’ þér? Ertu hamingjusöm, óhamingjusöm, hrædd, eða hvað? Eitt- hvað hlýtur það að vera. — Hvernig mér líður kemur mér einni við, svaraði Philippa ofur rólega. — Mér líka. Ég vil að þú talir við mig. Ég vil fá að vita hvað er að gerast í þessum dularfulla kolli þínum. Ég hef rétt til að vita það. Ekki langaði mig til að verða ástfanginn af þér. Ég ætlaði bara að sitja í rólegheitum og skrifa bókina mína. Þessa ljómandi góðu bók, hún fjall- ar um alla vesöldina í veröldinni. Það er svo auðvelt að tala gáfulega um vesöld annarra. Talaðu nú við mig. Segðu mér frá sjálfri þér. Er það vegna mannsins þíns? Er það af því þú elskaðir hann og hann er dá- inn, að þú hefur lokað þig inni í skel? Er það ástæðan. Jæja, jæja, þú elskaðir hann og hann er dáinn. Eiginmenn annarra kvenna eru líka dánir — heilmargir — og sumar þeirra elskuðu lika mennina sína. Það segja þær manni á börunum, og gráta ofurlítið, ef þær eru nægilega drukknar. Það er ein leiðin til að komast yfir það. Þú verður að komast yfir þetta, Philippa. Þú ert ung —- þú ert ákaflega falleg — og ég elska þig út af lífinu. Talaðu við mig um þennan eiginmann þinn, segðu mér frá honum. Þið hafið verið ung þegar þið giftuð ykkur. — Alltof ung. — Þá hefurðu ekki verið hamingjusöm með honum. Haltu áfram. — Það er ekkert til að halda áfram með. Við giftum okkur. Ég býst við að við höfum verið álíka hamingjusöm og fólk er flest. Harry fæddist. Ronald fór til meginlandsins. Hann — hann var drepinn á Italíu. — Og nú hefurðu Harry? — Já, nú hef ég Harry. Mér likar vel við Harry. Það er elskulegur stl’ákur. Honum líkar líka vel við mig. Okkur kemur prýðilega saman. Hvað segirðu um að við giftum okkur, Philippa? Þú getur haldið áfram að rækta garða og ég get skrifað bók. t fríunum njótum við lífsins. Með lagi getum við bjargað okkur, án þess að þurfa að búa heima. Mamma leggur eitthvað fram til uppihalds hinum dáða syni sínum. Ég er bara sjóndapur og ég tala of mikið. Það er það versta við mig. Viltu reyna það? Philippa leit á hann. Nei, sagði hún. Þú veizt ekkert um mig. — Er það allt og sumt ? — Nei, þú veizt ekki nokkurn skapaðan hlut um neitt. Nú verðurðu að fara. Þarna kemur frú Lucas. O-o, hver fjandinn, komdu þá með skrattans grænmetismaukið. II Fletcher lögregluþjónn hafði húsið í Little Paddocks alveg fyrir sig þennan dag. Mitzi átti frí, og hafði farið með ellefubílnum til Medenham Wells, eins og hún var vön. Samkvæmt samkomulagi við ungfrú Black- lóck, var Fletcher skilinn einn eftir í húsinu. Hún hafði tekið Dóru Bunner með sér niður í þorpið. Fletcher hafði hraðann á. Einhver á heimilinu hafði bol'ið á larhirnar og gengið frá dyrunum. Hver sem það hafði gert, hafði ætlað sér að komast óséður út úr setustofunni um leið og ljósin slokknuðu. Hann gat útilokað Mitzi, því hún hefði ekki þurft að ganga um þessar dyr. Hverjir voru þá eftir? Það hlaut að vera óhætt að útiloka nágrann- ana líka, hugsaði Fletcher. Hann gat ekki skilið í að þeir hefðu haft tæki- færi til að bera á lamirnar og láta færa borðið. Þá voru eftir Patrick og Júlía Simmons, Philippa Haymes og ef til vill Dóra Bunner. Simmons- systkinin voru í Milchester. Og Philippa Haymes var í vinnunni. Svo nú var tækifærið fyi'ir Fletcher til að leita uppi öll leyndarmál þeirra. En hann varð fyrir sárum vonbrigðum. Þó hann væri sérfræðingur í öllu sem að rafmagni lýtur, gat hann ekki fundið neitt athugavert við leiðslurnar, sem skýrði hvers vegna öryggið hefði skyndilega sprungið. Hann fór í flýti í gegnum svefnherbergin. en þar var allt með eðlilegum hætti. 1 herbergi Philippu Haymes voru myndir af litlum, alvarlegum dreng, hrúga af bréf- um frá skólabarni og ein eða tvær sýningarskrár úr leikhúsum. 1 her- bergi Júlíu var full skúffa af. ljósmyndum frá Suður-Frakklandi, myndir af einbýlishúsi og fólki á ströndinni. Patriclt átti nokltra minjagripi úr flotanum. Dóra Bunner átti fáa persónulega hluti, og ékkert virtist at- hugavert við þá. Framhald i nœsta blaði. Gætið yðar í tíma! BINACA verndar tennur yðar í 8 klst. — Þetta heimsþekkta svissneska tannkrem er nú komið á íslenzka mark- aðinn. BI'NACA, sem ryður sér æ meira til rúms í Evrópu og víðar, er fyrsta tannkremið með varan- legum áhrifum, sem hreinsar tennurnar með 100% árangri og heldur hinum bakteríueyðandi áhrifum sínum í 8 klst: eftir burstun tannanna. — Efna- formúlan fyrir BINACA tannkrem er frá hinni heimsfrægu lyfjarannsóknarstofnun CIBA S.A. í Sviss. — Reynið BINACA strax í dag og sann- færist. Einkaumboð: FOSSAR H.F. BOX 782. — SlMI 16105. Bl NACA TANOPASTA MBD ISOTROL ■fS. Morgtiftraks tiu *im tekst miklti betnr ef menn gæta þess aó bera NIVEA-smy á andlitió kvöldið áður. í NIVEA er eucei sem heldur húðinni mjúkri. iT-W ^ & 5 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.