Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 13
Mayne hló. „Ég er enginn asni, Engles," sagði hann. „Brjóttu hann upp.“ Engles yppti öxlum. Hann tók upp einn hakann, steig ofan á kassann til þess að halda honum föstum, og rak hakann ofan í hann. Hakinn gekk inn viðstöðulaust og rotinn kassinn datt í sundur. Hann var fullur af mold. Mayne gaf frá sér væl og glápti á kassann. Siðan stökk hann aftur á bak, og byssan skalf i höndum hans. „Hvað á þetta að þýða?“ öskraði hann. „Hvað ertu búinn að gera við gullið, Eng- les? Þetta er ekki gullið. Þetta er mold. Hvað ertu búinn að gera við það?“ Hann hafði sleppt sér algerlega. Andlit hans var afmyndað af bræði. „Hvað ertu búinn að gera við það?“ end- urtók hann. „Segðu mér hvað þú gerðir við það — eða — eða.“ Hann var orðinn þvögiumæltur. Ég hélt í fyrstu, að hann myndi skjóta Engles. „Láttu ekki eins og kjáni,“ sagði Engles. Hann sagði þetta hryssingslega og nokkuð valdsmann- lega. „Þessir kassar hafa legið í moldinni síðan þeir voru settir þar. Vinir þinir Muller og Mann vita eflaust hvar gullið er. En þú ert búinn að drepa þá.“ „Hversvegna stakkst þú upp á þvi að opna kassann?“ spurði Mayne. Hann var að ná sér aftur. „Hversvegna vildirðu láta mig sjá hvað var innan í þeim? Þú vissir, að gullið var ekki í kössunum." „Ég gerði aðeins ráð fyrir, að vinir þinir hefðu leikið á þig,“ svaraði Engles. „Þeir hefðu aldrei gert það. Þeir sögðu mér allt, til þess að sleppa úr fangelsinu. Þeir grófu gryfjuna fyrir Stelben og settu kassana og líkin ofan á hana. Hann læsti sig síðan inni og dró fyrir gluggana, svo að þeir sæju ekki inn. Síðar, þegar þeir litu inn, var búið að fylla upp í gryfj- una og steypa yfir gatið og stóin sett á sinn stað. Þeir komust ekki inn, þvi að hurðin var læst.“ „Það sögðu þeir, já,“ sagði Engles. Mayne leit æðislega í kringum sig. „Það er ein- hvers staðar hérna inni. Það hlýtur að vera hérna.“ „Ertu viss um, að Múller og Mann hafi farið með það hingað inn?“ spurði Engles rólega. „Já, auðvitað gerðu þeir það. Og hann hefði ekki getað flutt það út úr byrginu, án þess að þeir tækju eftir þvi.“ „Þú hefur ekki annað en drengskaparloforð þeirra,“ minnti Engles hann á. „Þegar öllu er á botninn hvolft, þá sveikst þú þá í tryggðum. Hvers vegna ættu þeir þá ekki að hafa svikið þig?“ „Grafið upp hina kassana," skipaði Mayne. „Ef einn kassi er fullur af mold, þá eru hinir það líka,“ sagði Keramikos. „Grafið þá upp,“ hreytti Mayne út úr sér. Við unnum miklu hraðar núna. Við grófum upp tuttugu og einn kassa. Við rifum þá alla upp. Þeir voru allir fullir af mold. „Hvað eigum við þá að gera núna?“ spurði Keramikos, þegar sá síðasti hafði verið opnað- ur og innihaldið hafði komið í Ijós. En Mayne heyrði ekki í honum. Hann leit yfir vélarnai’, mælaborðið og veggina. „Það er ein- hvers staðar hérna inni,“ sagði hann. „Ég er viss um það. Og ég skal finna það, þótt ég þurfi að rífa allt byrgið i tætlur.“ „Eigum við ekki að fá okkur að drekka og hugsa málið ?“ stakk Engles upp á. Mayne leit á hann. Hann hikaði. Hann hafði misst sjálfstraust sitt. „Allt í lagi,“ sagði hann. Ködd hans var hljómlaus. „Setjið þetta drasl aft- ur í holuna og mokið yfir það.“ Hann benti á líkin sem lágu í moldarhrúgunni. Þegar við höfðum lokið þéssu, bárum við verk- færin aftur til kofans. Það virtist vera að syrta að og vindurinn næddi gegnum blaut föt mín. Joe sat makindalega við arininn og var að lesa. „Hvað í ósköpunum hafið þið nú verið að gera?“ spurði hann. „Ég var farinn að verða áhyggjufull- ur. Hvað hafið þið verið að gera, hafið þið verið í garðyrkjuleik?“ Hann benti á verkfærin, sem við héldum á. „Nei, við vorum að grafa eftir gulli,“ svaraði Engles. Framhald í nœsta blaði. Litli kofinn Nœsta leikrit í Þjóðleikhúsinu EFTIR nokkra daga frumsýnir Þjóðleik- húsið gamanleikinn „Litla kofann" eftir franska leikritahöfundinn André Roussin. Leikurinn er græskulaust gaman — full gróft gaman að sumum finnst, en sprenghlægilegur, allt frá því tjaldið er dregið frá og Sússana heyrist kalla að tjaldbaki „e-elskan“ og þang- að til tjaldið fellur. Það er ekki heiglum hent að þýða slíkt leikrit úr jafn blæbrigðaríku máli og franskan er þegar um ástarmál er að ræða, yfir á íslenzku, sem ekki hneysklar við- kvæmar sálir, en þýðandi leiksins, Bjarni Guð- mundsson blaðafulltrúi, virðist synda aðdáan- lega vel milli skers og báru. Efnið er ósköp einfalt og í rauninni ómerki- legt. Þrjá skipbrotsmenn rekur upp á eyði- eyju: eiginmanninn, eiginkonuna og elskhuga konunnar. Þetta skapar talsvert ónotalega að- • Á æfingu: Rúrik Haraldsson (elskhuginn), Þóra Friðriksdóttir (Sússana), Róbert Arn- Einnsson eiginmaðurinn). Ljósm. Þórarinn. stöðu fyrir alla aðila, og gefur tilefni til margra skemmtilegra atvika og tilsvara. Síð- ar birtist á sviðinu svertingi, sem konan held- ur að sé villtur höfðingjasonur, en hann reyn- ist aðeins vera kokkurinn af sokkna skipinu. Koma hans verður svo tilefni enn skoplegri atvika. Fádæma vinsældir Þó efnið virðist ekki merkilegt, hefur Litli kofinn verið sýndur við fádæma vinsældir bæði í heimaborg sinni og öðrum stórborgum (ekki þó í Moskvu), og nú hafa Bandaríkjamenn kvikmyndað leikritið. Litli kofinn átti þó ekki upp á pallborðið í fyrstu. André Roussin skrifaði leikritið á ein- um mánuði á „hæli fyrir hálfgerða taugasjúk- linga“, eins og hann segir sjálfur. 1 fyrstu kallaði hann það „Þrir á eyju“, en ltenndi það svo við eitt af skemmtilegri tilsvörunum í leiknum: „1 litla kofanum er það ég sem þjá- ist, en þú sem hrýtur". Hann segist hafa gert það með vilja að hafa leikinn svolítið lang- dreginn í byrjun, til að gefa seinbúnum áhorf- endum tækifæri til að koma sér fyrir í sætum sínum. Því fer þó fjarri að við séum að hvetja leikhúsgesti til að koma seint þeir mega af engu missa. Roussiq gekk illa að koma leikritinu á fram- færi. Fimm leikstjórar höfnuðu því, en loks var það sett á svið í desember 1947. Siðan hef- ur það verið sýnt stanzlaust i París. 1 fyrra- vetur voru kornnar yfir 1700 sýningar. Á þess- um tíu árum er búið að endurnýja leiktjöldin þrisvar, fallega skipreika frúin er tíu sinnum búin að fá nýjan, rifin silkikjól og hver ein- asti þeirra hefur verið saumaður og rifinn eftir listarinnar reglum af tízkufrömuðinum Balmain. Og auðvitað er búið að skipta oft um leikendur. Það er eins og Parísarbúar geti aldrei feng- ið nóg af að hlægja að fyndnu tilsvörunum í þessu leikriti. Einasti maðurinn, sem fyrir löngu er búinn að fá nóg af Litla kofanum, ér höfundurinn (hann lék sjálfur elskhugann til að byrja með). Fyrstu tvö árin reyndi hann tutt- ugu sinnum að koma á framfæri öðru leikriti, en leikstjórarnir vildu ekkert nema Litla kof- ann. Velgengni þess varð í hans augum eins og slæm martröð. Loks tókst honum að fá annað leikrit. Það vakti mikla kátinu og nú eru alltaf i gangi í París gamanleikir eftir André Roussin •— auk Litla kofans. Brösur við ritskoðunina. Þar sem strangt eftirlit er með efnisvali leikhúsanna, hafa leikstjórar átt i talsverðum brösum við ritskoðunina vegna Litla kofans. Enski leikstjórinn Peter Brook reyndi að breiða yfir þetta töfrandi siðleysi í leiknum með því að hafa sviðið sem skrautlegast. Hann lét hengja stóra bananaklasa um allt sviðið og koma fyrir fagurrauðum og hágrænum blómum innan um vafningsviðinn. Siðan lét hann leikendurna vera að bjástra heilmikið á sviðinu. Með þessu hugðist Brook dreifa at- hygli ritskoðandans. En allt kom fyrir ekki. Viku fyrir frumsýninguna í London, kom eftirlitskona hennar hátignar, og varð þrátt fyrir allt tilstandið alveg yfir sig hneyksluð. Meðal annars lagði hún blátt bann við því að Sússana, eiginkonan, færi inn í þennan ill- • Litli kofinn á sviði í París. Sá í kjólföt- unum er höfundurinn, André Roussin, sem lék elskhugann. ræmda litla kofa með manni af öðrum litar- hætti, hvort sem hann ætti að vera höfðingja- sonur eða kokkur. Hvað var nú til ráða? Svertingjanum var bara í snarti breytt í danskan kokk, sem útskýrði litarhátt sinn með því að hann væri búinn að liggja of lengi í sólinni og tók svo ofan fjaðraskrautið áður en hann yfirgaf leiksviðið, svo engum gaetí blandast hugur um að þar færi ljóshærður Dani. Þá var allt i bezta lagi. Nú var ráðin bót á siöleysinu, og danska sendiráðið bar ekki fram ncin mótmæli. Margaret prinsessa gat Framhald á bls. 14. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.