Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 10
ÆTLARÐU AÐ PÍPRA EG verð að byrja á því að spyrja þig dálítið nær- göngullar spurningar: Áttu í nokkru ástaræfintýri í augna- blikinu? Fjöldi aðlaðandi ungra kvenna „missir af strætisvagn- inum“ í þessum efnum — stundum mánuðum eða jafnvel árum saman. Ert þú ein af þeim? Hve langt er síðan þú heyrð- iíy orðin: „Ég elska þig?“ Hefur nokkur sagt þau við þig nýlega? Og ef ekki, hví þá ekki? Þú hefur gætt útlits þíns, gengið snyrtilega til fara og þú hyggur sjálf, að þú sért ekki ósnotur. Og þó er það staðreynd, að enginn karlmaður virðist taka eftir þér! í>ú g-latai- sjálfstrausti þínu, þú byrjar að hafa áhyggjur af útliti þinu — og það gerir bara illt verra. Það er nefnilega mjög sennilegt, að vandamál þitt eigi alls ekki ræt- ur sínar að rekja til útlits þíns. Ástseðan kann einfaldlega að vera sú, að högum þínum sé þannig hátt- að, að * þú hafir engin tækifæri til að lenda í ástaræfintýrum. Þegar nokkur hundruð karlmanna voru beðnir að svara spurningum iim, hvað hefði leitt þá út í hjóna- tandið, þá svöruðu nærri fjórir af hverjúm fimm, að þeir hefðu kynnst konúnúm sínum af hreinni hendingu og hefði ekki í fyrstu dottið í hug, að þeir ættu eftir að giftast þeim. Sannleikurinn er sá, að róman- títku umbúðirnar vantar nærri alltaf á ástaræfintýri daglega lífs- ins. Við rekumst bara á þær í skáld- sögunum. Ef þú býrð á afskektum stað, eða ef vinnu þinni er þannig háttað að þú' umgengst daglega nærri ein- göngú gifta menn eða trúlofaða, þá ertu jafnmikill auli hvort sem þú áfellist sjálfa þig fyrir að vera óað- laðandi eða biður þolinmóð eftir því, sð forlögin sendi þér einhvern Romeo. Romeo kynntist Júlíu aðeins af því áð faðir hennar efndi til veizlú, sem urigi rhaðurinn og félagar hans mættu til óboðnir. 1 dag eiga auðvitað sárafáar stúlk- ur þesskónar feður sem hafa efni á að háida svo dýrlegar veizlur, að ungir •'riiénn reyni að komast í þær með valdi ef ekki vill betur. Ögift- ar konúr og karlar kynnast venju- legá í sámbandi við vinnu sína eða skemriitanir. Þó getur svo sem vel hugsast, að þú hafir fengið tækifæri til að kynn- ast ungurn mönnum, en bara ekki uppgötvað það fyrr en um seinan. Áður en þú kemst að þeirri niður- stöðu, að það sé hreinlega skortur á ólofuðum karlnrönnum, hefðurðu sennilegá gott af þvi að líta betur i kringum þig og athuga, hvort þú hefur ekki blundað á verðinum. víst er það, að einn góðan veðurdag kom hún okkur öllum á óvart með því að segja upp stöðu sinni og gerast skipsþerna. Hún var auðvitað ákaflegá tauga- óstyrk þegar hún kvaddi. Hún var að halda út i heim, sem hún þekkti ekki. Helst hefði hún eflaust viljað hætta við allt saman. En hún hark- aði af sér og komst að lokum alla loið til Ástralíu. Þar giftist hún bónda í afskekktu héraði, þar sem mann- kostir hennar nutu sín ágætlega. Hún er nú ein af dáðustu konum sveitar sinnar — og tveggja barna móðir. Hvað hana áhrærði, byrjaði hún i rauninni ekki að lifa fyrr en hún var orðin 33 ára. Erfiðustu árin hefj- ast eftir að konan verður 25 ára, því að eftir þann tíma —■ og ef þú ert ennþá ógift — ferðu að hafa áhyggjur af því, að beztu árin séu að smjúga úr greipum þér án þess að veita þér þá fullnægingu, sem þú hefur gert þér vonir um. Þú kannt þvi að eiga bágt með að trúa mér þegar ég segi: Það liggur ekkert á. Þann kost að minnsta kosti hefur þessi öld okkar umfram aðrar aldir, að nú varðveitist æska konunnar mun lengur en áður fyrr. Þar að auki eiu karlmennirnh' byrjaðir að átta sig á þvi, hve mikium töfrum full- orðin kona getur búið yfir. Og at- hyglisvert er það, að sum af fræg- ustu ástaræfintýrum síðustu ára hafa snúist um konur, sem orðnar voru 35 ára eða eldri. Konungur fórnaði ríki sínu vegna 41 árs gamallar konu. Þú tapaðir engu á því þótt þú gleymdir fæðingarvottorðinu þinu, þangað til þú þarft að sýna það næst. Og ef þú ert eldri en þér líkar, þá ev það mesti misskilningur, að þú þurfir eitthvað að vera að halda því á lofti. Ef þú ert hinsvegar i raun og veru á flæðiskeri stödd í þessum efn- urn — og ert farin að hafa áhyggj- ui af þvi — þá er tími til korninn að þú skiptir um vinnu eða um- hverfi eða hvoi'tveggja. fyrir því, að það væri heitasta ósk hennar að eignast sín eigin börn og sitt eigið heimili. Ég var fyrir löngu búin að upp- gótva, að högum hennar var þannig háttað að það hefði þurft hálf- DORIS LANGLEY MOORE, höfundur þessarar greinar, hefur fyrir skemmstu skrifað brezka metsölubók um samlíf kynjanna Ef þú ert ekki gjörsanrlega lcjark- laus, þá er þetta nærri aldrei um seinan. Leyf mér að segja þér sanna scgu. Ég þekkti barnfóstru, sem sýndist dálítið hátíðleg og ofurlítið ,,gam- aidags". Hún sýndi þess aldrei merki, að það ylli henni vonbrigðum, að hún var orðin 32 ára og eins ólofuð og nokkur getui' verið. Ég rak þessvegna upp stór augu, þegar hún gleymdi sér og trúði mér gildings kraftaverk til þess að koma henni í færi við karlmann eða öfugt. Þó tók það mig langan tíma að koma henni í skilning um, að hún var síður en svo öðurvísi en aðrar konur, þegar öllu var á botninn hvolft. Og ef framkoma hennar virt- ist dálítið hátíðleg, þá var það ein- ungis vegna þeirra áhrifa, sem um- hverfið hafði haft á hana. Ég veit ekki hvort það voru ráð- leggingar mínar sem dilu því, en En nú skulum við snúa okkur að þvi sem ég drap á áðan: Kannski hefurðú látið tækifærin ganga þér úr greipum. Kannski hefurðu verið komin í kallfæri við draumaprinsinn þmn þegar allt fór út um þúfur. Veiztu hvar þér skjátlaðist? Ertu rtiðubúin að horfast í augu við stað- reyndirnar ? Eða ertu ein af þeim mörgu, sem forðast að heyra sannleikann? Oft stafar þetta fremur af þrótt- leysi eða kveifuskap en sjálfsánægju. Konan, sem fer að dæmi strútsins og stingur höfðinu í sandinn, veit að það mun kosta hana talsvert átak að sigrast á erfiðleikum sinum. Það er svo miklu auðveldara að forðast bara að líta í sálarspegil sinn. En það verðurðu einmitt að gera Ég hef mikið hugsað um það, hvað það sé í fari kvenna sem karl- rnenn almennt forðast. Ertu of áfjáð ? Ertu of undirgefin ? Fátt eiga karlmenn verra með að þola en lcven- fólk sem bókstaflega logar af óþreyju. Eða ertu of hæglát og hátíðleg? Ef þú ert lagleg — alveg óvenjulega ÞETTA KUNNA KARLMENNIRNIR AÐ META ýf7*fj 0 Hreinlæti fremur en fín föt %- Háttvísi íremur en hroka @ Glaðlyndi fremur en tilgerð % Dugnað fremur en kveifuskap 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.