Vikan


Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 5
Hann var stór og sterkbyggður maður, sem aldrei hafði kennt sér nokk- urs meins, en ég var ekkert nema verkir, stingir og kvartanir og lækn- arnir voru alltaf að ki'unka eitthvað yfir mér. Það var alltaf talið vist að ég mundi fara fyrst, þar sem ég var svona veikluð. En það fór öðni- visi en ætlað var. — Hvers vegna ráðstafaði maðurinn yðar peningunum á þennan hátt? - Hveis vegna hann arfleiddi Blackié að þeim? Ekki af þeirri ástæðu sem þér sennilega haldið. Aftur brá prakkaraglampanum fyrir í augum hennar. Hvílíkt hugarfar sem þið lögreglumennirnir hafið! Randall var aldrei hið minnsta ástfanginn af henni eða hún af honum. Letitia hugsar í rauninni eins og karlmaður, skal ég segja yður. Hún hefur engar kven- legai' tilfinningar og engan kvenlegan veikleika. Ég held að hún hafi aldrei verið ástfangin af karlmanni. Hún var ekkert sérlega lagleg og hún hafði engan áhuga fyrir fötum. Hún braut í bága við gildandi siði með því að nota ofurlítinn andlitsfarða.en það gerði hún ekki til að fegra sig. Málrómur hennar var vorkunnlátur, þegar hún sagði: Hún kynntist því aldrei hvað það er gaman að vera kona. Craddock virti með áhuga fyrir sér litlu konuna í stóra rúminu. Bella Goedler hafði notið þess og naut þess enn að vera kona. Hún deplaði aug- unum framan í hann. — Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það væri hræðilega leiðinlegt að vera karlmaður. Svo bætti hún við hugsandi á svip: — Ég held að Randall hafi litið á Blackie eins og yngri bróður. Hann treysti dómgreind hennar, sem alltaf reyndist framúrskarandi. Hún kom hvað eftir annað i veg fyrir að hann lenti í vandræðum. — Já, hún sagði mér að hún hefði einu sinni bjargað honum með fjárframlagi. — Það já, ég á við annað og meira. Það er óhætt að tala af hrein- skilni eftir öll þessi ár. Randall gat í rauninni aldrei greint á milli þess sem var óheiðarlegt og heiðai'legt. Hann hafði ekki næma samvizku. Þessi elska vissi satt að segja ekki hvað var bara snjallt — og hvað var óheiðarlegt. Blackie hélt honum á réttri línu. Það er óhætt að segja það um Letitiu Blacklock, hún er alltaf hrein og bein. Hún mundi aldrei gera neitt óheiðarlegt. Hún er ákaflega göfug kona, og ég hef alltaf dáðst að henni. Þessar telpur tvær áttu hræðilega æsku. Pabbi þeirra, sem var gamall sveitalæknir, var hræðilega þver og þröngsýnn, reglulegur harðstjóri á heimilinu. Letitia sleit sig frá honum, kom til London og aflaði sér þekkingar til að verða löggiltur bókhaldari. Hin systirin var bækluð, það er að segja hún var afmynduð þannig að hún kom aldrei út á meðal fólks. Þessvegna hætti Letitia starfi sínu og fór heim til að líta eftii' systur sinni, þegar gamli maðurinn dó. Randall var alveg æfur — en það breytti engu. Þegar Letitia áleit eitthvað vera skyldu sína, þá geiði hún það. Henni varð ekki haggað. Hváð var það löngu áður en maðurinn yðar dó? — Nokkrum árum áður, minnir mig. Randall gerði erfðaskrá sína áður en hún hætti að vinna hjá fyrirtækinu, og hann breytti henni ekki. Hann sagði við mig: Við eigum engan að. (Litli drengurinn okkar dó tveggja ára gamall, eins og þér vitið kannski). Það er bezt að Blackie fái peningana eftir að við erum horfin. Hún heldur áfram að velta þeim og halda þeim við. Sjáið þér til, Randall naut alls fjármálabrasksins í svo rilcum mæli — ekki bara þess að græða peninga, heldur miklu fremur áhættunnar, æfintýranna og spenningsins. Og Blackie naut þess lika. Hún var álíka mikið fyrir þessháttar æfintýri og hafði samskonar mat á þessu. Vesalingurinn, hún hafði aldrei notið þessarar venjulegu ánægju — af að vera ástfangin, freista karlmanna og stríða þeim - af að eiga heimili og börn og yfirleitt aldrei haft raunverulega ánægju af lífinu. Craddock fannst kynleg þessi vorkunnsemi og þessi fyrirlitning konu, sem veikindi höfðu alltaf haldið niðri, sem hafði misst einkabarnið sitt og manninn sinn, svo að hún varð einmana ekkja, og sem var búin að vera sjúklingur og við i'úmið í mörg ár. Hún kinkaði kolli til hans. — Ég veit hvað þér eruð að hugsa. En ég hef haft það sem gerir lífið þess virði að lifa því — það hefui' kannski verið tekið frá mér — en ég hef haft það. Ég var falleg og kát ung stúlka, giftist manninum sem ég elskaði, og hann elskaði mig alla æfi . . . Bamið mitt dó, en ég hafði það i tvö dýrmæt ár . . . Ég hef liðið miklar líkamleg- ar kvalir — en ef maður hefur kvalir, þá kann maður að meta og njóta þess þegai- sársaukinn hættir. Allir hafa verið mér góðir alla mína æfi. . . . Ég er í rauninni heppin kona. — Þér sögðuð að maðurinn yðar hefði arfleitt unfrú Blacklock, af því að hann hafði engan annan til að arfleiða, frú Goedler. En það er ekki alveg rétt, er það ? Hann átti systur. — Ojá, maðurinn minn átti systur að nafni Sonja. Þeim lenti saman fyrir mörgúm árum og þau skildu að skiptum. — Var hann óánægður með það hverjum hún giftist? spurði Craddock. — Já, hún giftist manni að nafni, æ, hvað hét hann nú aftur? Dmitri Stamfordis. Randall sagði alltaf að hann væri óttalegur þorpari. Þeim geðjaðist aldrei hvorum að öðrum. En Sonja var alveg yfir sig ástfangin af honum og ákveðin í að giftast honum. Satt að segja sá ég enga ástæðu til þess að hún hætti við það. Karlmenn hafa svo skrýtnar hugmyndir um þessháttar. Sonja var svosem ekkert bai’n — hún var 25 ára gömul og vissi vel hvað hún var að gera. Ég veit að hann var óvandaður — reglulega óvandaður. Ég held að hann hafi komizt eitthvað I kast við lögregluna — og Randall grunaði alltaf að hann gengi ekki undir réttu nafni hér. Sonju var kunnugt um það. En sannleikurinn er sá, að Dimitri hafði ákaflega mikið aðdráttarafl fyrir konur, þó Randall kynni auðvitað ekki að meta það. Og hann var alveg jafn ástfanginn af Sonju og hún af honum. Randall Framhald á bls. 14. BINACA tandpasta Æ frcmstilles efter orig * nalformel fra det verdenskendte medicinal- firma CIBA S. A. Basel, Schweiz Gætið yðar í tíma! BIIMACA verndar tennur yðar í 8 klst. — Þetta heimsþekkta svissneska tannkrem er nú komið á íslenzka mark- aðinn. BINACA, sem ryður sér æ meira til rúms í Evrópu og víðar, er fyrsta tannkremið með varan- legum áhrifum, sem hreinsar tennumar með 100% arangri og heldur hinum bakteríueyðandi áhrifum smum í 8 klst. eftir burstun tannanna. — Efna- formúlan fyrir BINACA tannkrem er frá hinni heimsfrægu lyfjarannsóknarstofnun CIBA S.A. í Sviss. — Reynið BINACA strax i dag og sann- færist. Einkaumboð: kFOSSAR H.F. BOX 762. SÍMI 16105. BINACA TANDPASTA MED ISOTROL Til joess að vernda húð yðar ættuð þér að verjo nokkrum minútum ó hverju kveldi til oð snyrta andlit yðar og hendur með Nivea-kremi. f>að hressir, styrkir og sléttir ondlitshúðino og hendurnar verðo mjúkor og fallegar. Nivea-krem hefir inni að holda euzerit, sem er skylt eðlilegri húóftu. Þess vegno gengur þoð djúpt inn í húðina, og hefr óhrif longt inn fyrir yf rborð hörundsins. I>ess vegna er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. AC 17? a. X.7IKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.