Vikan


Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 8
FAGRDR MUNIR UR GULLI OG SILFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKABTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Simi 15272. Valur- Vandar - Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSVRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Bax 1818. — Siml 19705 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞUtJRHREINSUN) BJ(f)RG SÓLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BABMAHLÍÐ G SÍMI Z3337 Prjónastofan Hlín h.f. SkátevörðusHg 18. Sinmr 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt i aíðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta fiokks vinnu, og fylgjumst vel með tfekunni. Sandum gegn póstkröfu um land allt. frd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Rg þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturiiinum ídð Amarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. L/TLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þabrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. Bremsur á skóna. £| Einn morguninn fyrir !! skömmu tiplaði ég létt- fætt niður í bæinn á spari- skónum mínum með þess- um örmjóu hælum, sem nú eru mest í tízku. Það var ekki að furða þó ég væri létt á mér, því þetta var í fyrsta skiptið í marga mán- uði sem göturnar voru nægilega þurrar til að hægt væri að skilja bomsumar eftir heima. DBg tiplaðl nú þarna há- leit og svipaðist um eftír kríunni, þvi í Reykjavík tekur enginn mark á þvi að vorið sé að koma fyrr en Velvakandi er búinn að tilkynna komu kríunnar og fóstrurnar á barnaheimil- unum eru farnar að draga heila strollu af krökkum, þræddum upp á streng, um göturnar. Án þess að hafa gert nokkrar áætlanir um það, hætti ég allt í einu að vera háleit, og það svo snögglega að næst þegar ég vissi var andlitið komið óeðlilega nærri móður jörð og ég lá þarna endUöng á svellbunka. ÍÉg reis á fætur, nuddaöi auman skrokkinn og hét því að hreyfa mig ekki utandyra nema á gúmmli í nokkrar vikur i viðbót. En sem ég nú labbaði þaraa eftir Austurstrætl og hugs- aði ljótt til skóhælanna, sá ég einmitt það sem mig vantaði þessa stundina i glugganum i Feldinum — litlar gúmmihettur til að smeygja upp á skóhælana. Þarna Jágu þær í sex stærð- um, svartar og glærar. Eg flýtti mér inn í búðina, smeygði hettum upp á hæl- ana, og borgaði með ánægju þrettán krónur fýrir. Þessar hettur á skóhæl- ana eru hreinasta þing. Þær koma frá Svíþjóð og hlífa mjóu skóhælunum vel á götum eins og okkar. Svo maður tali nú ekki um hve þægilegt það getur verið að hafa gúmmí undir hælunum á svellí. Vorinu iylgir hrein- gerning og nýjar flýkur. ^ Þó hvorki veðurstofan !! né almanakið staö- festi það að vorið sé i nánd, hafa komið nokkrir mildir dagar og orsakað þennan fiðring, sem flestir finna til þegar fer að vora. Og vor- inu fylgir venjulega vor- hreingerning og einhverjar nýjai’ flíkur (ef buddan er þá ekki galtóm) — og oft- ast blettir í þær, ef við för- um ekki varlega. Þá þurfum við svona hvað úr hverju að fara að athuga hvað okkur vantar fyrir sumarið og ákveða hvort við ætlum að fylgja tízkunni eða bara fá okkur einhvern „penan kjól, sem alltaf gengur." Heppilegast er auðvitaö að sameina þessi tvö sjónarmið, og fá sér kjól sem auðvelt ei’ að breyta með tízkunni. Pokakjóll — kjóll með mitti Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hægt er að breyta pokakjól i venjulegan kjól eða gömlum kjól í poka- kjól, með því að hleypa út saumunum. Faldurinn á pokakjóinum er um hnén, hinn um miðjan kálfa. Efri strengurinn herðir að í mittisstað, en sá neðri um mjaðmirnar. Svo má líka sleppa þessum báðum og setja samskonar streng of- ar, undir brjóstunum. Það er líka samkvæmt nýjustu tízku. Aftur á móti kann ég erjga nýja aðferð við vor- hreingerninguna. Ef ein- hver ykkar skyldi kunna önnur ráð en að taka niður öll fjárans gluggatjöldin, berja teppin, viðra og skrúbba, látið mig þá í ham- ingju bænum vita.. Hjálpar eiginmað- urinn til á heim- ilinu?- Finnskir eiginmenn eru taldir sérstaklega hjálpsam- ir á heimilum sinum, segir i skýrslu, sem 1 ögð hefur verið fyrir kvenréttinda- nefnd Sameinuðu þjóð- anna, sem næst kemur sam- an til fundar í Genf þann 17. marz n. k. 1 skýrslunni seg- ir, að 76% þeirra finnskra eiginmaxma, sem spurðir voru, hjálpi til að einhverju leyti við heimilisstörfin, en 24% sögðust hjálpa til við „öll húsverk." Algengast er að eiginmenn hjálpi konum sinum við hreingerningar á íbúðinni, þar næst kemur baraagæzla, þá uppþvottur á matarílátum, matartilbún- ingur og loks þvottar. Efnahags og félagsmála- ráð Sameinuðu þjóðanna, en kvenréttindanefndin heyrir undir það, hefur lát- ið gera ítarlega skýrslu um stöðu og störf kvenna, sem vinna utan heimilisins. Er skýrslan byggð á rannsókn- um í 38 löndum. Engar endanlegar ályktanir eru gerðar í skýrslunni, enda bent á, að það sé erfitt, þar sem sinn sé siður í hverju landi og aðstæður allar 6- likar í hinum ýmsu löndum. VIKNA Á VIÐ TVO. Skýrslan slær því föstu, að margar konur, sem hafa störf utan heimilisins vinni rounverulega tveggja manna verk, en einníg þetta er misjafnt eftir stærð í- búða, fjölda barna og ann- ars heimilisfólks o.s. frv. I Evrópulöndum er það algengt, að konur, sem vinna úti noti til þess 8—10 stundir á dag og 4—6 klukkustundlr heima. Höfundar skýrslunnar vildu þó ekki leggja til, að þess yrði krafist, að hús- mæður, sem vinna utan heimilis fái styttan vinnu- tíma. Var talin hætta á, að ef slíkar kröfur yrðu bora- ar fram myndi reynast erf- iðara að fá viðurkent, að greiða beri sömu laun fyrir sömu vinnu karla og kvenna. 1 skýrslunni er lögð áherzla á, að heimilisstörf- in séu fullt eins þýðingar- mikil og hver önnur vinna og það sé ekki hægt að ætlast til þess, að húsmóðir- in ein beri hita og þunga dagsins af heimilisstörfun- um þegar báðír makar vinna úti. Tvö lág, löng borð, eitt ferkantað borð og sex svamp- sessur. Plöturnar eru slegnar saman úr fjölum og í fæt- urna eru notuð svört rör. Einnig má koma fótunum þannig fyrir, að hægt sé að kippa þeim undan og hækka borðin með þvf að setja undir þau hærri rör, ef með þarf. Sessurnar má svo allar klseða með samskonar efni eða með efnum í ýmsum litum. Þessiun húsgögnum er hægt að raða saman á marga vegu og sitja á hverju borðanna sem er. T. d. má stinga Utla borðlnu inn í hornið, og fá þannig meira borðrými. Þá getur verið fallegt að hengja Utlar myndir í röð fyrir ofan borðlð, þarinig að neðri eða efri brúnimar á þeim séu í beinni línu við efri brúniraar á púðunum. ATHUGANIR I DANMÖRKU. Af rannsóknum, sem gerð- ar voru í Danmörku, sést, að 9% þeirra húsmæðra er unnu utan heimilisins komu ekki nálægt uppþvotti á matarílátum á heimilum sinum og að næstum 25% eiginmanna hjálpuðu konum sínum er úti vinna við mat- argei’ðina. í skýrslunni er einnig í ætt um börn þeirra mæðra, sem vinna úti og hvaða á- Lifur bökuð í oíni. hrif frávera móðurinnar frá heimilinu hafi á uppeldi þeirra. Það voru mjög skift- ar skoðanir um þetta atriði. í sumum löndum var talið, að það hefði ill áhrif á upp- eldi barna ef móðlrin ynni úti, en I öðrum löndum var það talið börnunum til blessunar, að móðirin stund- aði vinnu utan heimilisins, því slík börn fengju betri tækifæri til að þroskast, bæði andlega og líkamlega en hin, sem alast upp und- ir verndarvæng móðurinnar sem alltaf er heima. Síðastliðinn vetur fékk ég dálítið óvenjulegan, en ljóm- andi góðan lifrarrétt. Kannski einhver vilji reyna hann. Þorskalifur (25 gr.) er þvegin og látin Hggja í ca. 1 klukkustund í köldu vatni. Þá er hún soðin í ca. 15 min. I léttsöltuðu vatni. Soðnar kartöflur (400 gr.) og lifrin er skorið í sneið- ar, og lagt á vlxl í lög í smurt eldfast fat, með lauk- sneiðum úr tveimur laukum og salti og pipar á milli laganna. Ofan á er svo lát- ið smjörlíki (um 60 gr.) helzt í sneiðum, og fatið látið vera í heitum ofni í 10—15 mín. Það þarf að vera lok á fatinu. H James Bary, yfirfor- Ur. ingi sjúkradeildar breska hersins, var ekki vinsæll meðal starfsbræðra sinna. Hann þótti kaldlynd- ur og hvassyrtui’, hörund- sár úr hófi fram og þá jafn- framt dálítið hefnigjarn, einþykkur líka og ráðríkur. En hann var stjórnsamur með afbrigðum og bráðdug- legur og vegur hans varð mikill í hernum. Hann vai’ð herlæknir 33 ára gamall, og ekki leið á löngu þar til hann var orð- inn yfirmaður hjúkrunar- sveitanna á Möltu. Næst tók hann við yfirstjórn hjúkr- unarsveita Breta í Suður Afríku, og skömmu seinna að auki á Vestur-Indíum og í Kanada. En hvert sem hann fór fylgdi honum ófriður. Hann lenti i hverri deilunni ann- arai verai, var hvað eftir annað skoraður á hólm, bölvaði eins og „versti sjó- ari". Það var eins og hann þjáðist af einhverskonar friðleysi, væri ósáttur við allan heiminn. Og það var hann reynd- ar á sína vísu. Því að her- læknirinn með veglegu titl- ana hjó yfir leyndarmáli, sem komið hefði öllu Bret- landi á annan endann og áreiðanlega kostað hann stöðuna, ef uppvist hefði orðið. En svo vandlega gætti hann þessa leyndar- máls sins, að jafnvel her- bergisþjónninn hans, sem fylgdi honum samfleytt í tuttug^u ár, hafði ekki hug- mynd um sannleikann. Dr. Bary var staðráðinn í að taka leyndarmáUð með sér í gröfina. Hann lagði svo fyrir, að hvar og hve- nær sem hann gæfi upp öndina, skyldi lík hans sam- stundis tekið, sveipað teppi og tafarlaust grafið. En þetta fór á annan veg. Dr. ' Bary var kominn á eftirlaun þegar hann andað- ist árið 1865, og enginn mundi eftir fyrirmælum hans. Lík hans var tekið til greftrunar á venjulegan hátt — og þar með var leikurinn búinn. Herlæknirinn sálugi rtyndist vera kona! Hermálaráðuneytið fyrir- skipaði rannsókn. Dr. Bary hafði tekið þátt í fjölda her- ferða, gegnt einu veiga- mesta embættinu i brezka hernum. Þetta var á þeim dögum, þegar naumast mátti nefna það, að konur hjúkruðu hermönnum, þeg- ar för Florence Nightingale til Krím vakti hneyksli meðal „heldrafólks". Og nú kom á daginn, að yfirboð- ari „Hvíta engilsins" og sá sem stjórnað hafði öllum hjúkrunaraðgerðum á Krímsicaga, hafði verið kvenmaður! Rannsókn leiddi í ljós, að Leyndarmál herlæknisins Þegar þaö varö uppvíst, ætlaði allt af göflunum að ganga Bary hafði komist í her- inn eftir grunsamlegum leiðum. Raglan lávarður, einn æðsti hershöfðingi Breta, hafði haft milli- göngu. Að vísu hafði hann ekki haft hugmynd um, að Bary þessi sem vildi kom- ast í herinn, hét „Jeannle" að fornafni en ekki ,,Jimmy“. En lávarðurinn hafði lagt svo fyrir, að ný- liðinn skyldi undanþeginn læknisskoðun ef hann gæti lagt fram venjulegt heil- brigðisvottorð undirritað af tveimur læknum. Og það hafði Jeannie gert, hvort sem vottorðið var ósvikið eða falsað. Hvað hafði komið henni út í þetta? Hún var dóttir skosks óðalseiganda og hafði korn- ung orðið ástfangin af ungum og myndarlegum lækni. Svo var læknirinn allt i einu kvaddur í her Weli- ingtons á Í3páni. Á þessum árum samsvaraði þetta margra ára útlegð. Jeann- ie ákvað að elta elskhuga sinn. En hún vissi, að sem kona voru henni allar leið- ir lokaðar.' Og þó ekki alveg allar! Hún gat dulbúið sig, orð- ið karlmaður. Og hún sneri sér að því með allri þeirri oiku sem henni var gefin. Hún klippti af sér hárið, reyrði brjóst sín, tók sér nafnið „Jimmy Bary“ og innritaðist sem læknastúd- ent i háskólann í Edinborg. Félögum hennar fannst hún „kvenleg" — hvað ekki var að furða, eins og síðar kom á daginn. Hún tók ágætt próf og gekk í herinn sem aðstoð- arlæknir. Henni tókst að komast í herdeild, sem send var til Gíbraltar. Og það var fyrst við komuna þangað sem hún uppgötv- aði, að unrlusti hennar var fallinn. En Jeannie Bary var orðin fyrsti kvenlæknir ver- aldar, og nú mun henni hafa fundist sem ekki yi’ði aftur snúið. I stað þess að láta yfirbugast, sökkti hún sér niður í starf sitt, Og með svo miklum ágætum vann hún, að í skýrslu sinni til stjórnarvaldanna í London gat hershöfðinginn hennar sérstaklega sem „frábærs læknis“. Hún hefur átt lofið fylli- lega skilið. Ýmislegt bend- ir til þess, að hún hafi ver- ið einn af snjöllustu lækn- um samtíðar sinnar. Um þetta leyti er hennar hvað eitir annað getið lofsam- lega i opinberum skýrslum fyrir hugrekki, visku og kunnáttu. Um þetta leyti bjargaði hún líka lífi konu nokkurrar, sem var í barasnauð. Jeannie náði barninu með keisaraskurði og hvorki því né móður- inni varð meint af. Keisaraskurðir voru al- ger nýlunda á þessum ár- i'm. Þegar maður konunn- ar, ungur liðsforingi, spurði hvað hann ætti að borga, svaraði herlæknirinn, að þetta kostaði ekkert, en kannski vildu þau hjónin nefna barnið eftir honum. Það var gert, og sonarson- ur barnsins — James Bary Mínik Hertzog — varð for- sætisráðherra. Suður-Afríku. Dr. Bary þótti alltaf „kvenlegur". Hárið var mik- ið og rautt og læknirinn var allt að þvi skrækróma. En svo vel lék Jeannie hlutverk sitt, að engan renndi grun i sannleikann. Seinna rifjaðist þó ýmis- iegt upp fyrir mönnum, sem hefði getað þótt grunsam- legt. Herforingi nokkur minntist þess, hvernig hann hafði einu sinni verið sam- skipa herlækninum til Bar- bados og voru þeir saman í klefa. Honum sagðist svo frá: „Hún var í efri kojunni, ég í þeirri neðri, en hafði auðvitað ekki hugmynd um, að hún var kvenmaður. En eitt fannst mér skrýtið. 1 hvert skipti sem þessi frægi herlæknir — sem þá var hærri mér í tign — þurfti að klæða sig, rak hann mig út á dekk. Og hvemig sem viðraði í þokkabót!" Niðurstöðum rannsóknar- nefndarinnar, sem skipuð var eftir lát Jeannie Bary, var haldið vandlega leynd- um. Stjórnarvöidin óttuðust afleiðingar hneykslisins sem það mundi valda, ef opin- berlega yrði viðurkennt, að kvenmaður hefði árum sam- an farið með æðstu völd sjúkradeiidar hersins. Herlæknirinn var grafinn sem karlmaður, á legstein- inum var ekkert sem gaf til kynna, að þarna hvíldi kona. Að lokum féll það í hlut Charles Dickens að skýra. frá sannleikanum í tímai’iti sínu „Househoid Words". — MARK PRIESTLEY. Getið hver hún er. Við sögðum svolit- ið frá henni í sið- asta blaði, bls. 2. Nei, þetta er ekki ,,ekta“ nunna. Þetta er heims- fræg leikkona, eins og \dð munum sjá hana í nýjustu mynd hennar: „Saga nunnunn- ar.“ Já, þetta er hin eina og óvið- jafnanlega Audrey Hepburn. j8 VIKAN VIKAN 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.