Vikan - 01.05.1958, Blaðsíða 2
ATHYGLISVERÐ tillaga tft
lausnar efnahagsvanda-
málum okkar Islendinga
gekk milli manna hér í
' Reykjavík í síSastliðinni
viku. Hún er svona:
1) Að Islendingar gefi Pser-
eyingum Austfirði og
flytji þá þangað.
2) Að Islendingar fái F»r-
•yjar í skiptiun.
S) Að Islendingar leigi
Bandaríkjamönnum Fœr-
•yjar.
4) Að tslendingar noti
leigugjaldið til þeas að
halda áfram að lifa eins
•g greifar.
Bottnr
NYJASTA bragð banda-
rlskra svikahrappa «r
anrona (að sögn Lundúna-
blaðsins Daily Mirror):
í»eir klæðast samfest-
xngi, berja að dyrum hjá
aaklausum (og auötrúa
vaentanlega) borgurum Og
•egjast vera frá ,,reyk-
háfaeftirlitinu* ‘.
Þeir hafa heyrt að það væru
rottur í reykháf húseig-
anda.
Einhver þeirra opnar sót-
lokuna og þuklar upp í
reykháfinn — og sleppir
Úr ermi sér taminni rottu.
„Viasi ég ekki!" hrópar
hann sigri hrósandi, þeg-
ar hann er aftur búinn að
handsama rottima; og
hampar dýrinu framan í
húsráðanda.
Og síðan taka svikahrapp-
arnir að sér að „eyöa
rottunum" — fyrir tíu
doilara.
Brjóst
ÖLL hafið þið vonandi heyrt
getið um Anitu Ekberg.
Hún er sænsk leikkona og
kvað vera óskaplega fall-
ega vaxin. Að minnsta
kosti er vöxturinn tromp-
ið í leik hennar.
Hollywood klófesti Anitu
eins og vænta mátti og
hún hefur sést í nokkrum
myndum síðustu árin.
Um daginn gerðist óvæntur
atburður í lífi hennar, at-
burður sem vakti aðdá-
endur hennar til réttlátr-
ar reiði.
Hún var að koma fram í
leikhúsi með Bob Hope.
Ein setningin, sem Anitu
% xSÁ's'afs/rjQ&u tf/ri
'unnar
var lögð í munn, hljóðaöi
svona: ,,Eg er bara ósköp
venjuleg stúlka."
Þá spratt upp kvenmaður
á fremsta bekk, hrópaöi:
„Þar sagðirðu sannarlega
satt!" seildist í töskuna
sina, dró upp tómat og
kastaði af afli í Anitu.
Ávöxturinn sprakk á hinni
óviðjafnanlegu mjöðm
leikkonunnar, og allt
komst auövitað í uppnám.
NO var sökudólgurinn f jar-
lægður með valdi og
færður á lögreglustöðina
og tekinn til yfirheyrslu.
Lögreglunni lék forvitni á
að vita, hversvegna kon-
an væri að kasta tómötum
í bráðsaklaust fólk.
Og þá kom á daginn að
tómatkastarinn er í heil-
ögu stríði við leikkonuna.
Anita segist hafa stærstu
og glæsilegustu brjóstin í
allri Hollywood.
En konan með tómatinn
aegir, að það sé hauga-
lygi; brjóstmál hmtnar Bé
þremur tommum viðara.
Morðtól
FALLÖXIN (sjá mynd) er
frönsk uppfinning. Hún
kom i kjölfar frönsku
byltingarinnar, líkt og
gasklefarnir fylgdu Hitl-
er. Það þurfti að finna
upp hraðvirkari aðferðir
til þess að aflífa menn.
Nú eru uppi raddir um það
í Frakklandi, að fallöxin
þurfi að hverfa.
Þetta er reyndar ekkert ný
bóla. Sannleikurinn er sá,
að Frakkar eru misjafn-
lega hrifnir af þessari
uppfinningu sinni.
Nú er svo komið, að þeir
eru einá Evrópuþjóðin
sem heldur í drápstækið.
Þjóðverjar öpuðu það
eftir þeim og þýzkar
fallaxir voru notaðar allt
til styrjaldarloka, en
dauðarefsingin hefur nú
verið afnumin í Vestur-
Þýzkalandi.
Kanínur
ST J ÓRNAR V ÖLDIN 1
Washington eru búin að
leggja blátt bann við því,
að kanínuskinn séu kölluð
annað en — kanínuskinn.
Ástæðan er sú, að í Banda-
ríkjunum hafa skinnin
gengiö undir nálega öll-
um nöfnum nema því eina
sanna.
Fyrir þessu stóðu loðkápu-
framleiðendur. Við síð-
ustu talningu voru þeir
búnir að skíra kanínu-
skinn 96 nöfnum.
Varan gekk betur út, ef
kanínuskinnin í henni
voru ekki kennd við
vesalings íórnarlambið.
Vinsælt nafn: baltneskir
ljónsfeldir.
Tunglin
Hér er það nýjasta úr heimi
gerfitunglanna:
Rússar eru að búa sig und-
ir að senda á loft tungl,
aem á að ganga kringum
jörðina og gamla tvmglið
okkar. Þyngd rússneska
mánans —- að sagt er:
fjögui- tonn.
Bandaríkjamenn vænta þess
að geta sent eldflaug til
tunglsins fyrir áramót. Sú
fyrsta yrði væntanlega
ekki látin lenda á tungl-
inu, heldur kanna að-
stæður og „slma" þær tU
jarðar. Númer tvö í röð-
inni verður væntanlega
send í kringum tunglið, til
þess að kanna bakhlið
þess.
Og svo yrði sú þriðja látin
lenda á tunglinu.
Kristur
PlSLARLEIKRIT, sem
brezka ríkissjónvarpið
færði upp um páskana,
var með spánýju sniði.
Það var i nútímabúningi.
Dæmi: Kristur var imgur
maður i nankinsbuxum.
Pílatus var í stifpressuðum
gráum jakkafötum og
kveikti sér makindalega í
sígarettu, þegar hann var
búinn að undirskrifa af-
tökuskipunina.
Hermennirnir voru í brezk-
um vígvallarbúningi.
Uppgjör
LOKS er þess að geta, að
Bandaríkjamaður nokkur,
sem stunginn var hníf-
stungu af öðrum Banda-
ríkjamanni, sem hann
skuldaði um 18.000 krón-
ur, neitaði að ljóstra upp
um nafn árásarmannsins.
Ástæða: „Hann sagði mér,
að ef ég kæmi upp um
hann, mundi hann aldrei
oftar skrifa hjá mér.“
Fyrir Guönýju, Ollu og Möggu og Stellu birtum við
„Stungiö af,“ sem Erla Þorsteinsdóttir hefur sungiö inn A
hljómplötu. Lagiö er eftir Jóhannes Jóhannessan, m text-
inn eftir Núma Þorbergsson.
Allt, sem ég reyni, illa gengur mér,
aldrei þó liœtti, sem aö betur fer;
það er þaö eina, gœfan sem mér gaf,
gleöin mun áldrei stungiö geta af.
Ég var meö Önnu, en hvaö hún var góð,
alltaf á kvöldin flutti ég henni Ijóö.
Keypti svo hálsmen, henni þetta gaf,
hún samt meö öðrum stungið gat mig af
Ég fór til Stínu, meyjan var mér kœr,
mikiö þö var hún slcem viö mig % gær;
því hún á dansleik öðrum auga gaf,
og svo um síöir stakk hún mig þó af
Ég er meö Dísu, dásamlegt það er;
dularfullt hvaö hún skotin er i mér.
Aldrei neinn strákur auga henni gaf;
á ég aö fara aö stinga hana af.
Amma! Viö getum þvi
miður ekki svaraö spurn-
ingu þinni. Myndin var bara
keypt sem faileg mynd
framan á blaöið.
Gunnar Anton! Vtaná-
skrift ensku leikkonunnar
Diana Dors mun vera
Coiumbía Studios, 1438
North Gower Street, Holly-
wood 28, Gálif. U.S.A.
Sigriður! Utanáskrift
Roberts Wagners er 80th
Fox Studios, 10201 West
Pico Bouleward, Los Ange-
les 35, Cálif. U.S.A. Nýjasta
myndin með honum mun
vera „Stopover Tokyo."
G. L.! Harry Belafonte
leikur Uka hjá Fox (sjá
bréfið hér fyrir ofan). Hann
er kvasntur.
Flugfarið til Bandarikj-
anna kostar meö flugvélum
Loftleiöa kr. 3081,00 aðra
leiðina, en 5561,00 báðar,
nema flogiö sé á timanum
frá 1. okt. til 30. maí, þá er
veittur tœpra þúsund króna
afsláttur.
Viltu segja okkur hvert
við eigum að skrifa til Pier
Angeli og helzt að segja
okkur eitthvað um hana.
Pier Angeli leikur hjá
Metro-Goldwyn-Mayer, svo
þú getur skrifað þangaö.
Hún heitir réttu nafni Anna
María Pierangeli og er fasdd
á Sardínu. Hún lauk prófi
í málaraskóla heima á ltáliu
og þar fundu kvikmynda-
stjóramir hana, fyrst
franskur og síðan amerisk-
ur. Síöan hefur hún leikiö í
heilmörgum myndum, eink-
um í Ameríku, en hefur yf-
irleitt ekki haft tœkifasri
til að sýna að hún hafi yfir
öörum hœfileikum að ráða
en þarf til aö hrífa kvik-
myndahúsgesti með heill-
andi útliti. Pier Angeli er
gift og á eitt bam.
Framhald á bls. 15.
HEILSURÆKTARKERFIÐ
„Verið ung“
gerir vöxtinn falleg-
an, stæltan og brjóst-
in stinn. Með því að
æfa kerfið verðið þér
grennri, fegurri og
hraustari. Kerfið
þarfnast engra á-
halda. Æfingatími 5
mínútur á dag. „Verið
ung“ ásamt skýring-
armyndum kostar að-
eins 40 kr. Biðjið um
kerfið strax í dag,
það verður sent um
hæl. Utanáskrift okk-
ar er: —
VERIÐ UNG
Pósthólf: 1115, Rvík.
Otgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.