Vikan - 01.05.1958, Síða 3
Ai/ gite&iteg heppni!
Samband íslenzkra berklasjúklinga — S.t.B.S. — efnir
til verðlaunakeppni í samvinnu við Vikuna.
Peninga- og vöruverðlaun.
Forsíðumyndin okkar að þessu sinni er af Lóu Gísladóttur, Sandabraut
10, Akranesi, sem sigraði í keppninni „Finnið happdrættisskuldabréfin"
og fær að launum flugfar með flugvél frá Flugfélagi Islands til Kaup-
mannahafnar og heim
aftur. Þá er hér mynd
af Lóu og manninum
hennar, Geir Valdimars-
syni trésmíðameistara.
— Lóa mun sennilega
nota vinninginn þegar i
sumar. Hún verður 24
ára í maí. Húr er frá
Naustakoti á Vatns-
leysuströnd, en hefur
verið á Akranesi undan-
farin fjögur ár, eða síð-
an hún giftist. Þau hjón-
in eiga þrjú börn.
Lóa hefur ekki komið
til útlanda. Hún byrjaði
ung að vinna, hefur unn-
ið „allskonar vinnu,“
eins og hún sagði okk-
ur, starfað í frystihús-
um meðal annars og ver-
ið matráðskona hjá
Vegagerðinni. En nú
tekur heimilið allan tíma
hennar.
Um leið og við á Vikunni óskum henni til hamingju með
utanferðina, er okkur ánægja að geta tilkynnt nýja og glæsi-
lega verðlaunakeppni. Hún hefst í næsta blaði og mun, eins og
sú síðasta, standa í tíu vikur. Eins og fram kemur í fyrirsögn,
efnir S.I.B.S. til þessarar verðlaunakeppni í samvinnu við
Vikuna.
Vinningarnir verða sjö að þessu sinni, þrenn peningaverð-
laun og fern ,,barnaverðlaun“.
Keppnin verður auðskilin: við stefnum að því að allir geti
tekið þátt í henni, ungir sem gamlir. Hér eru verðlaunin:
1. verðlaun kr. 2.500,00, 2. verðlaun kr. 1.500,00, 3. verðl. kr.
1.000,00, 4.—7. verðlaun brúða, brúðuvagn, sturtubíll og bygg-
ingakubbar frá Reykjalundi.
Látið ekki þessa keppni fara fram hjá ykkur!
Munið: Hún hefst í næsta blaði!
en ræðunni var lokið. Svo að sá ást-
fangni lauk við að bera upp bónorðið á
harðahlaupum.
En áður en lestin hvarf sjónum, veif-
aði stúlkan líka og kinltaði kolli.
Piliur í London gerðist laumufarþegi
í flugvél, til þess að geta beðið flug-
freyjunnar. Flugvélin var að fara til
Brussel.
En þegai vélin var komin á loft,
varð Rómeó svo loftveikur, að hann
gat ekki komið upp orði.
Það vildi honum til, að flugfreyjan
vinkona hans skildi hvað hann hafði í
huga og sló til án þess að hann þyrfti
að segja orð.
Að lokurn má geta þess, að í annál-
um ástarinnar segir frá tannlækæni,
sem giftist stúlku, sem hafði faðmað
hann og kysst í óráði eftir svæfingu;
slökkviliðsmaður bað stúlku, sem hann
var nýbúinn að bjarga úr brennandi
húsi; og prestur bað stúlkunnar sem
var orgelleikarinn hans, eftir að hafa
gefið saman þrenn hjón sama daginn.
— FRED LAURIE
Á BIÐILSBUXUNUM
HVER er uppáhaldsmánuður biðla?
Honum er því miður nýlokið.
Apríl, segja sérf ræðingarnir; að
minnsta kosti er það svo í Evrópu.
Menn fara á biðilsbuxurnar með vor-
inu.
I Bretlandi hefur verið safnað skýrsl-
um, sem sanna yfirburði apríl í þess-
um efnum. Sama stofnun hefur safnað
fleiri skýrslum um „lifnaðarhætti biðla“
ef svo mætti orða það.
Þá kemur á daginn, að í Bretlandi að
minnsta kosti er 35 prósent bónorða
borið upp á sunnudögum.
Fimmtán af hundraði aðspurðra
höfðu beðið stúlkunnar á heimili henn-
ar — eftir að foreldramir voru farnir
í háttinn.
Tíu af hundraði báðu stúlkunnar
sinnar allt að því óviljandi: bónorðið
hrökk upp úr þeim, þegar þeir voru
að bjóða góða nótt. Og aðrir tíu af
hundraði báru upp bónorðið á dans-
leik, í bíó eða á öðrum skemmtistöð-
um.
Þvert ofan í skoðanir manna, er það
að minnsta kosti sjaldgæft í Bretlandi,
að piltarnir biðji stúlkunnar í róman-
tísku tunglskini. Þetta er meir að segja
sjaldgæfara en að stúlkan biðji pilts-
ins!
Um tólf af hundraði láta alveg hjá
líða að biðja stúlkunnar. Eins og einn
aðspurðra orðaði það: ,,Sé maður á
annað borð ástfanginn, vita báðir aðilar
það og ganga út frá því sem vísu, að
þetta endi með hjónabandi. Þú byrjar
að leggja peninga fyrir, og að endingu
spyrðu bara, hvenær þið eigið að gera
alvöru úr þessu, ekki hvort það eigi að
verða.“
Bónorð eru auðvitað á stundum bor-
in upp við óvenjuleg tækifæri.
Einn ungur og ástfanginn maður
byrjaði að biðja stúlkunnar sinnar, þeg-
ar hún var að halda í ferðalag með
járnbrautarlest. Lestin ók af stað, áður
903. krossgáta Vikunnar.
Lárétt skýring:
1 björgunartæki lífsins á jörðinni — 4 hegndi — 10 ekki góður staður
til að verjast í — 13 gælunafn — 15 kvenmannsnafn — 16 hitta — 17
óskemmtileg lyndiseinkunn — 19 ilát — 20 var tíðum langra kvölda jóla-
eldur — 21 eirðarlaus — 23 ekki fótviss — 25 líkur barni — 29 mynt., sk.st.
— 31 þyngdarmál — 32 gælunafn — 33 beygingarending — 34 samstæðir
— 35 ferð — 37 bökunarefni — 39 nothæf — 41 efni — 42 gagnslausar
— 43 eldhúsgagn — 44 tvennd — 45 andlitshluti — 47 tala — 48 á fugls-
fæti -— 49 ryk — 50 gyltu — 51 ílát — 53 einkennisstafir — 55 ending
— 56 akuryrkjumaðurinn — 60 innihaldslausir —• 61 á hendi — 63 lengdar-
mál, flt. — 64 poka — 66 lofttegundin — 68 ástarguð — 69 kvenmanns-
nafn — 71 niðursuðuverksmiðja — 72 málmur — 73 feiminn — 74 þrep.
Lóörétt skýring:
1 tímabil — 2 sussubía — 3 í söðli, þf. — 5 forsetning — 6 fljót — 7 firð-
tal — 8 skel — 9 beygingarending — 10 mildur — 11 dugleg — 12 stórt
ílát -— 14 opinská —- 16 aldin — 18 skálahverfi — 20 sagnfræðileg kenníng
— 22 samhljóðar — 23 einkennisstafir — 24 er fjarvistum að ástæðulausu
— 26 í kirkju — 27 farða — 28 öruggur — 30 Ægis — 34 ekki með öllum
mjalla — 36 gylta — 38 bókstafur — 40 hlass — 41 gangur — 46 þing-
mann — 47 hjáiparsögn — 50 „sárt ertu nú leikinn, .... frændi“ — 52
undanfarandi -— 54 vendum — 56 grískur vitringur — 57 enskur titili —
58 blóðflokkatákn — 59 verkfæri — 60 fjórða vídd — 62 skussi — 63 dómur
— 64 meiðsli — 65 bindiefni — 67 tók — 69 samhljóðar — 70 tvíhljóði.
VIKAN
3