Vikan


Vikan - 01.05.1958, Page 5

Vikan - 01.05.1958, Page 5
Ungfrú Blacklock las bréfið einu sinni yfir með ósvikinni undrun, svo las hún það aftur, og það færðist hörkusvipur yfir andlitið á henni. Hún leit á Philippu, sem sat brosandi með bréfið frá syni sínum. — Veiztu hvort Júlía og Patrick eru komin? Philippa 'leit upp. — Já, þau komu rétt á eftir mér. Þau fóru upp til að skipta um föt. Þau voru holdvot. — Kannski þú viljir kalla á þau fyrir mig. Bíddu annars — líttu fyrst á þetta. Phlippa las bréfið og hrukkaði ennið. — Ég skil þetta ekki. . . — Ekki ég heldur . . . En það er víst kominn tími til að augu min fari að opnast. Kallaðu á Patrick og Júlíu, Philippa. Philippa kallaði upp á loftið, og Patrick kom hlaupandi niður. — Halló, Letty frænka. Vildirðu tala við mig? — Já, kannski þú vildir gefa mér skýringu á þessu? Það færðist næstum hlægilegur skelfingarsvipur yfir andlit Patricks meðan hann las bréfið. — Ég ætlaði að senda skeyti til hennar! Hvílíkur fábjáni ég get verið! — Ég býst þá við að þetta sé frá systur þinni ? — Já — já, það er frá henni. — Hver er þá þessi kvenmaður, sem þú hefur komið með til mín í gerfi Júlíu Simmons, systur þinnar, ef ég má spyrja? sagði ungfrú Blacklock hvasst. Hver er þessi stúlka, sem þú hefur látið mig halda að væri systir þín og frænka mín? — Ja — skilurðu, Letty frænka — sannleikurinn er sá — ég get út- skýrt þetta allt — ég veit að við hefðum aldrei átt að gera þetta — en það leit aðeins út fyrir að vera skemmtilegt grin. Ef þú vilt aðeins leyfa mér að útskýra . .. •— Ég bíð eftir skýringunni. Hver er þessi kvenmaður? — Við hittumst i kokteilboði skömmu eftir að ég fór úr hernum. Við tókum tal saman og ég sagði henni að ég væri á leiðinni hingað, og svo — ja, okkur datt í hug að það gæti verið gaman að því að ég tæki hana með mér . . . Júlía, hin rétta Júlía skilurðu, er alveg æst í að verða leikkona, en mamma fékk taugaáfa.11 við tilhugsunina — og þegar Júlía fékk tækifæri til að komast í góðan leikflokk norðúr í Perth, eða hvað það nú heitir, og ákvað að freista gæfunnar, nú þá hélt hún að mamma yrði rólegri ef hún héldi að hún væri hér með mér og ætlaði að læra að hjúkra, eins og góðri stúlku sæmir. — Ég er ekki enn búin að fá að vita hver þessi kvenmaður er. Patrick leit við, alls hugar feginn, þegar Júlía kom inn í stofuna, róleg og kuldaleg í fasi. — Blaðran er sprungin, sagði hann. Júlía sperrti augabrúnirnar. Svo gekk hún áfram inn og fékk sér sæti. — Jæja þá, sagði hún. Þannig fór það. Þú ert víst alveg fjúkandi reið við okkur? Hún horfði beint framan í Letitiu, án þess að henni sæist brugðið. — En það ættirðu ekki að vera. — Hverært þú ? Júlía andvarpaði. — Ég býst við að stundin sé komin til að gera hreint fyrir sinum dyrum. Hérna hafið þið það. Ég er annar helmingurinn af tvíburunum Pip og Emmu. Eða fullu nafni Emma Jocelyn Stamfordis — nema hvað pabbi hætti fljótlega að kalla sig Stamfordis. Mig minnir að hann hafi heitið De Courcy næst. Pabbi og mamma skildu nefnilega eitthvað þremur árum eftir að við Pip fæddumst. Þau fóru hvort sina leið. Okkur skiptu þau á milli sín. Ég kom í hlut pabba. Hann var yfirleitt ekki sérlega heppilegur uppalandi, þó hann væri ákaflega skemmtilegur faðir. Ég lenti hvað eftir annað i því að hafna í klausturskóla um lengri eða skemmri tíma — þegar pabbi var peningalaus eða að búa sig undir að eitthvert sérlega svívirðilegt brall. Hann var þá vanur að borga ríkulega fyrir mig fyrsta námstímabilið og hverfa siðan og skilja mig eftir í höndum nunnanna í eitt eða tvö ár. Inn á milli áttum við mjög svo skemmtilegar stundir saman, í félagskap al- þjóðlegra heimsborgara. Þangað til stríðið skildi okkur að fyrir fullt og allt. Ég hef enga hugmynd um hvað af honum varð. Ég lenti sjálf í æfintýrum. Um tíma var ég í frönsku andstöðuhreyfingunni. Ákaflega spennandi. Svo ég stytti nú langa sögu, þá hafnaði ég í London og fór að hugsa fyrir framtíðinni. Mér var kunnugt um að auðugur bróðir mömmu, sem hún hafði orðið ósátt við, var dáinn. Ég grennslaðist því fyrir um erfðaskrána, til að vita hvort ég hefði nokkuð upp úr því. Svo var þó ekki — það er að segja ekki beinlínis. Ég spurðist fyrir um ekkju hans — hún virtist alveg á förum, vera aðeins haldið við með eiturlyfjum. 1 hreinskilni sagt, þá leit út. fyrir að þú værir mitt bezta tromp. Þú áttir von á sandi af peningum og eftir því sem ég komst næst, hafðirðu engan sérstakan til að eyða þeim í. Ég ætla að vera fullkomlega hreinskilin við þig. Mér kom til hugar, að ef ég gæti kynnzt þér á eðlilegan hátt, ef þér færi að þykja vænt um mig — ja, allar að- stæður hafa breytzt síðan Handall frændi dó, ekki satt? Allt sem við kunnum að hafa átt hefur skolast burt í styrjaldarflóðinu i Evrópu. Ég hélt að þú kynnir að sjá aumur á vesalings munaðarlausri stúlkukind, sem engan ætti að, og ef til vill láta hana hafa örlítinn lífeyri. — Svo þú hélzt það, sagði ungfrú Blacklock hörkulega. — Já. Ég var auðvitað ekki búin að hitta þig þá . . . Ég hugsaði mér að koma volandi til þin . . . En þá var ég svo heppin að hitta Patrick hérna — og hann reyndist vera frændi þinn. Mér fannst ég hafa himininn höndum tekið. Ég réðist á Patrick og hann féll á ákjósanlegasta hátt. Hin rétta Júlía var alveg æst í að leika og það leið ekki á löngu áður en ég hafði talið henni trú um að það væri beinlínis skylda hennar við listina að fara og koma sér fyrir í einhverri leiðinda herbergiskytru í Perth og læra að verða ný Sarah Bernhardt. Þú mátt ekki ásaka Patrick. F'ravihald á bls. lJf. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.