Vikan - 01.05.1958, Síða 6
HANN VAR AF FISKIMÖNNUM KOMINN, EN EINA HAFIÐ SEM HANN KUNNI AÐ META VAR
ILMAND
t PYRSTA sinn sem Júlíus fór á
A sjó varð hann sjóveikur. Þann
sjúkdóm höfðu bræður hans þrír
aldrei komizt í kynni við. — E>ú hefð-
ir átt að vera stelpa, sögðu þeir við
hann.
Júlíus tilheyrði orðlagðri fiski-
mannafjölskyldu, sem sótti nýjan
fisk í hvaða veðri sem var á bátnum
sínum, henni Bella Rosa, handa ibú-
um eyjarinnar Syllingur.
Það var sagt að Júlíus hefði fæðzt
um borð, og að móðir hans hefði þráð
að eignast dóttur.
Nú voru Dan Fraser og kona hans
orðin gömul og sátu heima i kofan-
um sínum, en þeir Ben, Davið og
Stefán sóttu sjóinn. Þeir voru allir
ókvæntir. Þetta voru harðgerðir sjó-
menn, það höfðu þeir hlotið að erfð-
um frá forfeðrum sínum.
— 35g hata hafið, sagði Július við
þá. 1 hans augum minnti hafið á
græneygða konu, sem tælir menn til
sín, til að koma þeim fyrir kattarnef.
Nei, þá kunni hann betur að meta
hitt hafið, inni á eyjunni — litskrúð-
uga blómahafið sem þar gaf að líta
á sumrin. Faðir hans gamli barði
stafnum sínum hörkulega í gólfið og
þrumaði: — Enginn af mínum son-
um hatar hafið. Þú ferð á sjóinn með
bræðrum þínum eða þú yfirgefur
þetta heimili. Þú hefðir átt að vera
stelpa.
— Ég hefði líka viljað eiga dótt-
ur, tautaði gamla konan ofan í ullar-
sokkinn, sem hún var að staga í.
Júlíus leit á þau. — Eg fer ekki á
sjóinn, sagði hann þrjózkulega. Hann
þaut út úr húsinu og út á trjálausa,
veðurbarða klettana. Enn voru akr-
arnir berir og auðir, en brátt færi
að vora. Rökkrið færðist yfir. Hann
starði upp í dimmbláan himininn,
skelfdur yfir því hvað hann tók
þetta nærri sér. Hann hataði raun-
verulega saltlyktina af vatninu,
ódauninn af aflanum og þessa svik-
ulu strauma, sem stundum orsökuðu
skipbrot.
Hann hafði engan stað að fara á,
svo hann beygði upp að einni af
hlöðunum við veginn. Gamall hol-
lenzkur bóndi átti þessa hlöðu, og
hann vissi að þau hjónin mundu ekki
rcka hann í burtu. Hann útbjó sér
fleti í einu horninu. Viðkunnanlegur
moldarilmur umlukti hann.
Þarna fann Elna Lobein hann.
Foreldrar hennar höfðu komið til
eyjarinnar sem flóttafólk, þegar sjór-
inn flæddi inn yfir Niðurlönd. Þau
settust að á Syllingseyju, því þar var
blómarækt, og þau höfðu komið sér
upp búi. Þetta voru elskuleg gömul
hjón og Elna með síða flaksandi hár-
ið var einkadóttir þeirra, og aðeins
nítján ára gömul.
Hún rakst inn í hlöðuna og kom
auga á Júlíus. — Ertu veikur? spurði
hún.
Hann hristi höfuðið. ■— Foreldrar
mínir vilja að ég fari á sjóinn, en
ég vil það ekki, því ég hata hafið.
— Það var slæmt, svaraði hún
og settist hjá honum. Hún studdi
hönd undir kinn, alvarleg á svip,
— Ég hata hafið líka. Mér þykir
bara vænt um blómin.
Þau spjölluðu lengi saman. Svo fór
hún heim og sótti handa honum kaffi
og sneið af nýbökuðu brauði með
kjöti ofan á.
Þá nótt svaf hann vært, en í býtið
um morguninn kom faðir stúlkUnnar.
Hann kvaðst hafa rætt málið við
dóttur sína og þau hefðu tekið
ákvörðun. — Okkur vantar ungan
og hraustan karlmann hér á búið,
sagði hann. Við eigum engan son, en
störfin eru mörg. Eg er fús til að
borga vel, en ég ætlast til að vel sé
unnið. Þú getur búið hér á bænum.
Júlíus sá smágerða andlitið á Elnu,
sem minnti hann á blóm, gægjast bak
við gamla manninn, og hann kinkaði
kolli, því hann gat ekki fundið neitt
svar við þessu. Hann var bara svo
óumræðilega hamingjusamur á þess-
ari stundu.
1 tvö ár hirti Júlíus um blómlauk-
ana og uppskar skrautblóm. Þegar
túlipanarnir fóru að koma upp, horfði
hann yfir þetta gullna, snjóhvíta og
bleikrauða blómahaf. Á kvöldin kom
það fyrir að hann gekk niður að húsi
foreldra sinna i rökkrinu, þvi hann
hafði heimþrá, en bræður hans vildu
ekki við hann kannast og faðir hans
hrakti hann frá sér, þegar hann
reyndi að tala við hann.
— Hvað get ég gert? spurði hann
Elnu.
— Stundin er ekki komin, svar-
aði hún. Guð mun gefa þér tæki-
færi seinna. Það var hún, sem alltaf
hughreysti hann. Svo hvatti hún
hann til að reyna að rækta nýja túli-
panategund úti á ökrunum.
Blómaræktin gekk vel. Vorin voru
hlý, og ekki var um neinn slóðaskap
að ræða. Yndislegt, ilmandi blóma-
haf blasti við og þetta haf kom ekki
fram neinum hefndum. Hvert blóm
var svo yndislegt að það gladdi hug-
ann. Þegar blómlaukarnir voru til-
búnir og búið var að loka síðasta
kassanum og senda hann af stað, þá
sneri Júlíus sér að Elnu, þar sem þau
stóðu úti í hjallinum.
Þú hefur gert svo mikið fyrir
pabba og mömmu, sagði hún. Þau
eru orðin gömul og hefðu þurft að
eiga son en ekki dóttur. Hvað þeim
hefði þótt vænt um að eiga son eins
og þig!
Hann Iagði handlegginn blíðlega
utan um hana. — Get ég ekki orðið
sonur þeirra? spurði hann.
Klukkustund síðar leiddust þau inn
í bæinn. Júlíus gat varla trúað þess-
ari hamingju. Hvað þetta fólk var
honum gott. Og hvað Elna var yndis-
leg með sín mildu bláu augu og ljósa
hárið. Hann langaði til að færa fjöl-
skyldu sinni fréttirnar, en nú var
svo langt um liðið að hann þorði
ekki að ryðjast inn á sitt gamla
heimili.
— Guð gefur manni alltaf eitt-
hvert tækifæri og þinn tími mun
koma, sagði Elna.
TÆKIFÆRIÐ kom nóttina, sem
óveðrið mikla geisaði. Veðrið
hafði fariö versnandi allan daginn,
og nú kom stormurinn æðandi utan
af opnu Atlantshafinu og lamdi
ströndina með miklum gný. Áður en
aðvörunin kom frá veðurstofunni,
hafði Bella Rosa lagt úr höfn með
bræðurna þrjá. Vindurinn ýlfraði
óaflátanlega og regnið lamdi rúð-
urnar.
Júlíusi var órótt innanbrjósts —
Bella Rosa er á sjó, sagði hann. Og
þetta er orðinn gamall bátur.
— Móðir þín hlýtur að vera ákaf-
lega áhyggjufull, sagði móðir Elnu,
sem sat með prjónana sína við ofn-
inn.
Elna vissi hvernig Júliusi leið. Hún
gekk til hans, tók í hendina á hon-
um og sagði. — Við skulum fara nið-
ur að sjónum. Ég er ekkert hrædd,
og kannski getum við gert eitthvert
gagn.
Þrátt fyrir mótmæli gömlu hjón-
anna, klæddist unga fólkið regnfatn-
aði frá hvirfli til ilja. Veðrið var
enn ákaflega slæmt, þó það versta
væri afstaðið og aðeins væri farið að
lægja.
Flugeldur þaut upp í loftið. Þegar
þau komu niour að sjónum, sáu þau
að verið var að setja björgunarbát-
gægðist fram undan skýi. Báturinn
hélt sér fimlega á réttum kili, því
þetta var góður björgunarbátur, og
tók stefnuna út á milli klettanna.
Pilturinn og stúlkan leiddust nær
sjónum og héldu sig í skjóli við hús-
in. — Það er Bella Rosa, sem um er
sð ræða. Hún er sokkinn. Ég finn
það á mér, sagði Júlíus.
Elna reyndi að hugga hann. —
Við getum aðeins beðið eftir ein-
hverjum fréttum.
Þau stóðu þarna í litlum hópi vina
og nágranna meðan óveðrið lægði.
Fólkið þjappaði sér saman og það
glóði á olíustaka þess, þegar tunglið
gægðist niður á hópinn. Enginn
vissi ennþá hvaða bátur var í sjáv-
arháska. Loks sást aftur til björg-
unarbátsins. Honum var rennt upp í
fjöruna og áhöfnin steig á land.
Júlíus ruddist gegnum hópinn. —
Já, það var Bella Rosa, sagði einn
mannanna. Við sáum hana sökkva, en
við komumst ekki nógu nærri. Svo
leit hann upp og tautaði: — Hver
getur farið og tilkynnt gömlu hjón-
unum það?
— Ég skal segja þeim það. Ég er
sonur þeirra, einkasonur þeirra, sagði
Július lágt.
— Ég kem með þér, sagði Elna.
Óveðrið var nú að mestu liðið hjá.
Það var því ekki erfitt að komast
upp mjóa stíginn upp að húsinu.
Júlíus heyrði móður sina ganga um
og draga fæturna eftir gólfinu. Gamli
maðurinn sat við ofninn, fölur og
lasburða.
— Ég er kominn heim, mamma,
sagði hann.
Hún leit á hann, en augu hennar
vírtust ekki sjá. Svo horfði hún á
Elnu. — Ég færi þér dóttur, bætti
hann við. — Dótturina, sem þig lang-
aði alltaf til að eignast.
Þá fyrst opnaði gamla konan
munninn og röddin var hás. — Og
synir minir ? sagði hún, og horfði
spyrjandi á hann. Hvar eru synir
mínir þrír og Bella Rosa?
Hann svaraði engu, en gekk til
hennar og lagði handleggina utan
um hana. Frekari orð voru óþörf.
Þau gengu inn og Júlíus lagði höfuð
hennar á öxlina á sér og reyndi að
hugga hana. Það kom því í Elnu
hlut að fara til gamla mannsins og
taka um hendina á honum.
Allt í einu sagði gamla konan.
— Þú hefur alltaf sagt að sjórinn
væri grimmur. Það er satt! Hefðirðu
verið með þeim núna, þá værir þú
líka drukknaður — og ég mundi eng-
an son eiga.
— Ég er hérna hjá þér, mamma.
Ég er kominn aftur til þín, sagði
hann.
Hún kinkaði kolli. Svo leit hún á
Elnu með ljósa síða hárið og bláu
augun, og þá loks var eins og augu
inn út á háar og krappar öldurnar. hennar færu aftur að sjá. — Mig
Dökkur bátskrokkurinn sýndist gul- hefur alltaf langað til að eignast
leitur í skininu frá tunglinu, sem úóttur, sagði hún.
Eftir Ursulu Btoom
ö
VIKAN