Vikan - 01.05.1958, Page 12
Vikan hefur oft verið með spennandi framhaldssögur.
Það er þó trú okkar, að þessi skari fram úr þeim flest-
um. Hér hefst hún---------
Einn ú
wnóti öllntn
Eftir ffADE MILLER
Miðvikudag, 8. febrúar, kl. 4:15 síðdegis.
ERBERGIÐ virtist á fleygiferð. Það snerist hægt . . . eins
og hringekja. Hann sá ekkert fyrir þoku — mollulegri, lím-
kenndri þoku. Einhver rödd bergmálaði í fjarska. Hún kall-
aði nafn hans. Hún kom nær og nær. Þetta var rödd Georgiu.
Hann beið þess að röddin dæi út, eins og hún gerði alltaf.
En röddin hélt áfram að kalla. „Max! Max, vaknaðu!"
Max Thursdayopnaði augun syfjulega og leit á konuna, sem stóð við
rúm hans. ,,Georgia,“ sagði hann rámur, síðan ræskti hann sig. „Georgia."
Hún sleppti takinu á handlegg hans. „Max, ég verð að tala við
Þig“
„Hægan,“ sagði Thursday og kipraði saman augun. „Leyfðu mér
að vakna fyrst.“
Georgia stóð og horfði niður á hann, og áhyggjuhrukkur komu fram
á mjúku enni hennar. Síðan gekk hún að hvítu viðarhurðinni, sem
stóð opin, og lokaði henni hægt. Hún hafði ekkert breytzt, — ef til vill
með nokkrar hrukkur kringum brún augun. Hún var í þykkum ullar-
kjól. Hann var brúnleitur, því að hún hélt mikið upp á brúna liti, vegna
þess að þá naut ljóst hár hennar sín betur. Hún var enn grönn og fagur-
lega vaxin, en hún hafði bundið hárið I hnút undir hattinum, og það gaf
henni einhvern óljósan húsmóðursvip.
Andlit hennar var harðneskjulegt — harðneskja skyndilegrar sorgar.
En hrukkurnar á andliti hennar áttu þar alls ekki heima. Það mátti
greinilega sjá á fallegu andliti hennar, að hún hafði viðbjóð á þessu sóða-
lega hótelherbergi, dauninum af hráu viský og manninum, sem lá í rúminu.
Max Thursday kipraði saman augun, fór með tungunni yfir þurran
góminn, til þess að fá hráabragðið úr munninum.
„Þú hefðir átt að hringja, Georgia. Ég átti ekki von á þér.“
Hann vatt sér fram úr rúminu, og tvö græn teppi, stagbætt, duttu
á gólfið. Hann var í snjáðum bláum buxum, skyrtulaus og skólaus.
Hann settist á rúmið og deplaði augunum.
Georgia gekk að glugganum, en hafði ekki augun af honum. „Er
þér sama þótt ég opni gluggann ? “ spurði hún. „Það er svo þungt loft
héma inni.“
Hún beið ekki svars, heldur hrinti upp fúnum glugganum. Thursday
klóraði sér á beru brjóstinu. Síðan fór hann með hendurnar gegnum
svartan hárlubbann og nuddaði á sér kollinn, ekki til þess að koma reiðu •
á hárið, heldur til þess að reyna að linna þennan bölvaðan höfuðverk.
„Jæja, er þungt loft hérna,“ sagði hann. Hann seildist eftir flösku sem
lá á teppislausu gólfinu. „Maður tekur ekki eftir því, þegar maður er bú-
inn að fá nokkra sopa af þessum óþverra.“ Hann benti á flöskuna.
Það var lögg eftir í flöskunni, sem hann gleypti í einum teyg. Hann
gretti sig, svo að hálsvöðvarnir herptust saman. „Alltaf er hann beztur
þessi sopinn,“ sagði hann.
Georgia brosti ekki. Einu sinni' — fyrir f jórum árum — hafði hún
brosað við hverju sem hann sagði. En það var fyrir fjórum árum —
áður en þau skildu, þegar allt lék í lyndi.
Hann steig berfættur á kalt gólfið og stóð upp. Hann var grannur,
sex feta hár og gnæfði yfir allt í herberginu — járnrúmið, hrörlegan
klæðaskáp með brotnum spegli, brúnklæddu konuna, sem stóð alvarleg
við gluggann. Bak við hana glitti í gráan febrúarhimininn, sem boðaði
meira regn.
Skyndilega sagði Thursday gremjulega: „Annað hvort reynir þú að
vera ekki svona súr á svipinn, stúlka mín, eða þá þú ferð beina leið heim.
Þú varst ekki boðin, mundu það.“
Hún beit sig í neðri vörina og sagði síðan: „Hjálpaðu mér að opna
gluggann betur, Max.“
Hann þvingaði gluggann opinn. Gluggaramminn gekk úr skorðum, og
hann festi hann aftur með múrlangbandi, sem lá á gluggasillunni. Hann
hallaði sér út um gluggann og lét loftið leika um naktar axlir sinar og
höfuð. Húsið var úr múrsteini, og einhvers staðar var málað á vegginn
stórum hvítum stöfum Bridgway Hotel. Undir því stóð með litlum stöfum
Herbergi frá 50 cent.
Georgia hafði lagt græn teppin á rúmið og sat þar regingslega. Thurs-
day gekk að þvottaskál í einu horninu og jós vatni á andlit sitt. Hann
fyllti könnuna og fékk sér tvo væna sopa. Hann var skjálfhentur, og
hellti vatni á gólfið.
Það var hljótt í herberginu, nema hvað að utan barst hávaðinn frá
umferðinni — hávaðinn í bílunum og skröltið í vörubílunum, sem óku eftir
Fimmtu götu, og lætin í strætisvögnunum í San Diego. Hann vatt sér
i skyrtu, sem hann fann samankrumpaða á náttborðinu, og hneppti henni
um leið og hann horfði á sjálfan sig í spegilsræskninu. Blóðhlaupin augu
í skeggjuðu andliti störðu á hann. Hann var mjög breiðleitur, en kinn-
beinaber og með arnarnef, svo að ekki bar eins mikið á því.
„Áttu sígarettu?" spurði hann.
„I töskunni minni,“ sagði Georgia snöggt og drúpti höfði. Það fór
krampi um- axlir hennar.
Thursday tók upp töskuna, sem lá á rúminu. Hann fann hálfan
pakka af Camel. Hann átti erfitt með að fá eldspýtuna til þess að hitta
á endann á sígarettunni. „Þú skalt ekki vera að væla út af mér,“ sagði
hann firtinn. „Þú ert ekki konan mín lengur.“
Georgia gróf löngum litlausum nöglunum inn í ullarkápuna og reyndi
að harka af sér. ,,Ég er ekki að gráta út af þér, Max. Eg hef ekki
haft neina ástæðu til þess að gráta, síðan ég fór frá þér. Homer og ég
höfum verið mjög hamingjusöm."
„Homer? Ég vissi, að þú hafðir gifzt einhverjum Mace. En ég hélt
aldrei að þú mundir giftast einhverjum Homer, elskan mín.“
Hún leit upp. „Þú skalt ekki vera að reyna að vera fyndinn. Homer
er yndislegur við mig“ — hún táraðist á ný — „og Tommy."
Hún bar ábreiðuna upp að kinnunum. Púðrið hafði klesstst á hægri
kinn hennar, og ullartægja loddi við húð hennar. Hann beygði sig niður
að henni og fjarlægði tægjuna kæruleysislega.
„Finnst þér ekki gaman að sjá mig, Max?“
Thursday þreifaði eftir skónum með löppunum. „Ég sé ekki hvers
vegna mér ætti að þykja neitt gaman að því.“
Hún hallaði sér nær honum, einkennilega kunnuglega. Rödd hennar
var viðfelldin. „Þú hefur að minnsta kosti ekki gleymt mér.“
„Vertu ekki að blekkja sjálfa þig, Georgia. Ég hef ekki gleymt þér,
en þú ert mér núna eins og hver annar ókunnugur, frú Mace. Sá herra
Thursday, sem þú þekktir einu sinni, var ungur, prúður og guðhræddur
piltur — af KFUM taginu. Og sú frú Thursday, sem ég þekkti einu sinni,
grét ekki ofan í púðrið sitt.“ Hann brosti illkvitnislega og rétti út hand-
leggina í axlarhæð. „Svo að þú sérð það — við þekkjum raunverulega
ekki hvort annað.“ Hann beygði sig niður og fór í skóna. „Hvernig
fannstu mig?“
Georgia starði á karlmannlegan hnakka hans. Hann þurfti að láta
klippa sig. „Clapp liðsforingi, sagði mér, að þú byggir á Bridgway hótel-
inu. Ég fann það á honum, að honum var ekkert vel við, að þú byggir á
svona stað.“ í .
Thursday rétti úr sér. „Það kemur Clapp ekkert við hvar ég bý, á
meðan ég drep ekki neinn. Og það er líka það eina, sem kemur morð-
deild lögreglunnar við.“
Hún beit sig aftur í vörina og slétti úr fellingu í pilsi sínu, ósýnilegri
fellingu. Thursday fleygði sígarettustubbnum út um opinn gluggann
12
VTKAN