Vikan


Vikan - 01.05.1958, Síða 13

Vikan - 01.05.1958, Síða 13
og tók aðra úr pakkanum, sem lá á rúminu. Hann virti fyrrverandi konu slna fyrir sér gegnum logann frá eldspýtunni. Hann var að hugsa um það, hve- nær hún myndi segja það, sem hún hafði komið hingað til þess að segja. Loftið var þrungið reyk. Þau þögðu. Hún fitlaði við hanzka sina, þar til hann sagði: „Við skulum hætta þessu barnahjali og snúa okkur að efninu. Ef að læknirinn þinn og þú þurfið vá penirigum að halda, hef- urðu farið húsavillt." Hún gat ekki komið sér að efninu. Hún lagði hendina á handlegg hans og spurði: „Max — hvað ertu að gera þessa dagan?“ Hún brosti daufu, spyrjandi brosi. Thursday hló við. „Ég skal segja yður það, frú Mace. Ég er að gera það eina, sem ég get gert. Ég er ennþá leynilögreglumaður. wg er yfir- leynilögreglumaður i Bridgway hótelinu. Ég er líka starfsliðið.“ „Leynilögreglumaðurinn á þessum stað?“ „Já, þvi ekki það. Smitty gamla, sem á þennan kofa, lætur mig hafa nóg að drekka og stundum eitthvað að borða. 1 staðinn er ég leynilög- reglumaður." Hún sagði efin: „Þetta virðist ekki vera neitt —“ „Eftirsóknarvert," lauk maðurinn setningunni. Hann hallaði sér aftur á bak og saug að sér reykinn. „Nei, auðvitað er þetta sóðavinna. Ég er ræfill. En Smitty kærir sig kollótta. Og úr því að henni stendur á sama, ætti þér líka að standa á sama, Georgia.“ Georgia sagði: „Þú varst einu sinni góður leynilögreglumaður, Max.“ ,,Ég er það ennþá.“ Hún leit á hendina, sem hélt á sígarettunni. Blár reykurinn leið upp í loftið í óreglulegum skýjum. „Ertu það?“ Hún sparkaði laust í flösk- una á gólfinu, og hún rann yfir gólfið og staðnæmdist við vegginn. „Vertu ekki svona eiginkonuleg,“ muldraði hann. „Þú getur verið það við Homer.“ Það var eins og Georgia myndi skyndilega eftir einhverju, þvi að hún sagði: „Var ég svona slæm eiginkona, Max? Við vorum hamingjusöm, þangað til þú gafst allt upp á bátinn og fórst frá mér. Og þá eignuð- umst við Tommy, og þegar þú komst aftur — jæja, ég hef ef til . vill verið óréttlát." „Ekki fannst þér það þá.“ „Þú hefur ef til vill ekki reynt að setja þig í mín spor. En, Max, ég var að hugsa um Tommy. Þú varst farinn að drekka svo mikið —“ Hann greip hryssingslega fram í fyrir henni. „Ef þú hefur komið hingað til þess að sanna það fyrir sjálfri þér, að þú hafir gert hið eina rétta, þá líttu í kringum þig. En mundu það, að leynilögreglumenn gátu lítið gert í San Diego eftir stríðið. Það var ekki hægt að fara —“ „Þú gazt fengið þér aðra vinnu, Max.“ „Svo að það var mér að kerina. Jæja. Ég skal viðurkenna það. En nú er þessi gamanleikur búinn, elskan mín. Þú losnaðir við mig og fékkst að halda krakkanum." Hann settist snögglega upp. „Jæja, hvað viltu svó ?“ Georgia starði inn i blóðhlaupin augu Thursdays, leitandi, rannsak- andi. Hún sagði lágri röddu, sem nálgaðist snökt: „Max, skxúfaðir þú þetta?“ Hún lagði brúnan pappírsseðil í kjöltu hans, og hann sleppti takinu af öxl hennar og leit á seðilinn. Miðinn var um það bil fimm fersenti- metrar, rifinn úr venjulegum umbúðapoka. Öðru megin á miðann voru skrifuð þessi orð með upphafsstöfum: LÆKNIR — VIÐ SEMJUM. ENGA LÖGREGLU. „Venjulegur pappír,“ sagði Thursday. „Líklega úr umbúðapoka. Mjúkt blý — númer 2, gæti ég trúað.“ Hann leit snöggt á konuna. Tár runnu niður kinnar hennar, en hún skeytti því engu. Andlit hennar var afmyndað af innri kvöl, og hún leitaði að einhverju í augum mannsins. „Hvað meinarðu — skrifaði ég þetta? Hvaðan kom þetta?“ ,,Max,“ snökti hún. Hún átti ei-fitt með að koma orðunum út úr sér. „Það er ógurlegt að hugsá svona ■— eða spyrja — en það var þessvegna, sem ég vax-ð að tala við þig. Max, þú rændir ekki Tommy frá mér, er það?“ Miðvikudag, 8. febrúar, kl. Jt:30 e. h. Augu Max Thursday urðu ísköld. Hann herpti varirnar saman. Hann vai-paði mæðunni og gekk að glugganum. Hann henti sígarettunni ofan. á þakið á Casa bai’num tveim hæðum neðar og virti fyrir sér umferðina á Pimmtu götu. Hann sagði lágt: „Hversvegna komstu til mín ein. Hvers- vegna kom læknirinn þinn hann Mace ekki? Hversvegna komstu ekki með lögregluna?" Geoi-gia flýtti sér til hans og greip báðum höndum um handlegg hans. „Ó, Max, svaraðu mér ekki með spui-ningum. Það þýðir ekkei't. Segðu mér eitthvað um Tommy." „Ég hef ekki séð Tommy síðan við skildum — síðan hann var hálfs annars árs.“ Hún slepti takinu á handlegg hans og dx-úpti höfði. ,,Ég vildi heldur ekki trúa því, að hann væri í þínum höndum.“ „Þú skalt lita undir rúmið, til þess að vera viss.“ „Nei ég þekki þig. Þú gætir ekki hafa breyzt svo mikið á fjórum árum. Ó, Max, — hjálpaðu mér. Ég þarf svo mikið á hjálp þinni að halda.“ Thursday sagði: „Ég er ekki leynilögi'eglumaður lengur. Ég er ónytj- ungur. Ég get alls ekki hjálpað þér. Þú skalt láta manninn þinn unx það.“ Georgia lagði hendina á vangann og þerraði nokkur tár. „Homer fór á ráðstefnu í Long Beach i gær. Ég veit ekki hvar hann býr, og Dr. Eldner segir, að það sé ómögulegt að ná i hann. Ég er alein Max.“ „Talaðu við lögregluna." Framhald á bls. Ut. Aiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimn Blaðamannafélag íslands 60 ára þj, *su* _ . ff irohtuj S<sx7 QSXsf ctJj AL&v+c**. 4***~&< ci. C^j/osUcS (þ*** , C . J ~ A / <2 CY // C, óUtU* ÍS0SSOSI «■' /rvuía e/U. i ot^ tUtrftyyvlO*SouynouusH^as*uy<a. a. tyu/Cc. \ JUo/ / « {uon/*' tÆývoa eoá £4*^0-/u+tSetd- \ B= LAÐAMANNAFÉLAG IS- LANDS er sextugt urn þess- = ar mundir. Stofnfundur þess var I haldinn að Hótel Island í Reykja- = vík 19. nóv. 1897. Það var Jón = Ölafsson, skáld, þá ritstjóri Nýju i aldarinnar, sem beitti sér fyrir i stofnuninni og hafði fumkvæði að \ boðun stofnfundar. Sendi hann i ritstjórum blaðanna í Reykjavík i boðsbréf 18. nóv. 1897. I boðsbréfi i þessu segir, að tilgangur hins = væntanlega félags skuli vera að \ vinna að samheldni blaðamanna i og hagsmunum þeix'ra. Stofnend- i ur félagsins voru þessir: Jón Í Ölafsson, ritstjóri Nýju aldai'inn- i ar, Hannes Þorsteinsson, ritstjóri i Þjóðólfs, Björn Jónsson, ritstjóri i ísafoldar, og Einar Hjöi’leifsson i Kvaran, meðritstjóri Isafoldar, i Valdimai' Ásmundsson, ritstjóri Í Fjallkonunnar, Briet Bjarnhéðins- i dóttir, ritstjóri Kvennablaðsins, i Einar Benediktsson, ritstjóri Dag- Í skrár, Þorsteinn Gíslason, ritstjóri i Islands og Jón Jakobsson blaða- Í maður við „Nýju öldina." Í Fljótlega eftir stofnun félagsins = varð stafsetningarmálið eitt helzta i viðfangsefni þess. Mikill glundroði | rikti um stafsetningu, og vildi fé- i lagið beita sér fyrir samræmingu Í hennar. Helzti hvatamaður í því : máli var Björn Jónsson. Árið 1900 = gaf Isafoldarprentsmiðja út Staf- Í setningarorðabók eftir Björn Jóns- = son, og segir á titilblaði, að hún i se gefin út að tilhlutan Blaða- Í mannafélagsins. 1 foi’mála segir : Bjöx-n m. a.: „Tildi'ög þessa kvers i eru samtök Blaðamannafélagsins = fyrir fám missirum um útrýming : hins sívaxandi stafsetningarglund- i roða í íslenzku máli.“ Ennfremur Í segir, að félagið hafi frá upphafi | ráðgert útgáfu slíks orðasafns. i Stafsetningarorðabók Björns i Jónssonar hlaut góðar viðtökur og var lengi notuð. Blaðamanna- ; stafsetningin svonefnda, sem hún ; skýrði, átti vinsældum að fagna, ! m. a. ýmissa helztu rithöfunda I þjóðarinnar á þeim tima, og tóku ; þeir hana upp. Bar nokkuð á milli um hana og þágildandi skólastaf- setningu. Blaðamannafélag Islands mun hafa starfað nokkuð fyrstu árin, en þegar leið frá aldamótum lagð- ist það niður um skeið, var endur- vakið 1914—15 og þá stafsetning- armál enn á döfinni, lá niðri um 1920 en var enn endurvakið 1923 og hefur starfað óslitið síðan og eftir 1930 af allmiklu fjöri. Eftir 1930 færðist félagið meir í það horf að vera stéttarfélag blaðamanna, enda fór þá mjög fjölgandi stéttinni með fjölgim dagblaða og stækkun þeirra. Fé- lagið varð og samningsaðili um kjör blaðamanna og hafa síðasta aldarfjórðunginn gilt fastir kjara- samningar milli félagsins og blaðaútgefenda. Árið 1943 stofnaði félagið Menningarsjóð Blaðamannafélags íslands og er hlutverk hans að styrkja félagsmenn til utanfara i námsskyni, og til að sækja blaða- mannamót og ýmsa fundi erlendis eða kynna sér mál er varða blaða- menn og störf þeirra. Til sjóðsins leggst hálft árgjald félagsmanna, og auk þess lögðu blöðin nokkuð af mörkum í sjóðinn árlega sam- kvæmt samningum. Nú greiða blöðin í sjóðinn V2 % af launum blaðamanna. Félagið hefur og afl- að sjóðnum tekna með ýmsu öðru móti, t. d. opinberum skemmtun- um i góði'i samvinnu við félags- samtök leikara. Sjóðurinn hefur eflzt allvel og er nú um 200 þús. kr. Hann hefur alls veitt 45 styrki, samtals 163.500 kr. Framhald á bls. 1J,. 'ifllllllllllllllllllllltH IIIIIIIIIIIIIII lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll >••lll••l••l•llll >l•••!•l•tl••••l••••■«Jlllftll* VIKAN 13 lllllll^llllllllllllll*|*^•<^•••,•••lllll••lllll*••^•*•**••*|*•|*,,*,,,•,,,,**,,,,M

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.