Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 10
seiur ost og tólg - fer í ieikför um landið leggur stund á lögfræði - syngur dægurlög í Vetrargarðinum Flosi Ólafsson þekkti Vikunni var umhugað að kynna einhvern nýliða úr leikarastétt og 'þá varð okkur fyrst hugsað til Flosa Ólafssonar, sem gerði Danna frægan um land allt í útvarpsleikriti Agnars Þórðarsonar, „Víxlar með afföllum", sem leikið var í vetur sem leið. Danni vakti eina mesta athygli þeirra per- sóna sem fram komu í leikritinu og það er engin lygi þótt við segjum að Flosi hafi gert Danna að þjóð- 'sagnahetju á borð við Fjalla-Eyvind og Stjána bláa. Danni er þó enginn tilbúningur né hugarburður út í blá- inn, hann á við rök að styðjast í veruleikanum. Þeir eru ekki svo fáir Dannarnir sem rangla um götur höf- uðborgarinnar, spyrja mömmu sína „kaðún sé a piba ma’r", biðja fremur um „búnt af skvísum" og eiga þann draum að verða „stjúard hjá Pan American". Danna frá barnæsku FLOSI. Operetta í 5 þáttum (ófullgerð) Efnisútdráttur: Leikurinn gerist á tímabilinu 1929 - 1953. Leikari aðeins einn: Flosi G. Ólafs- son, fæddur í Reykjavík 17. okt. 1929. Flosi er lágur vexti, þrekinn og mikill að burðum, dökkur yfirlitum og varaþykkur, með djúpt hökuskarð. 1. Þáttur: i Barnæska. Svið: Götur höfuðborg- arinnar. Kemst á legg með mikl- um bægslagangi. 2. Þáttur: Byrjar á rafmagnsiðn, en leiðist og ræðst þvi í siglingar. Siglir til Vesturheims. Kynnist allnáið hætt- um stórborganna. 3. Þáttur: Svið: Akureyri. Sezt í 3. bekk M.A. Stundar skíðastökk og björgun úr eldsvoða. Afleiðingar: Stórmeiðsli. Lifir í góðu yfirlæti, unz honum þykir nóg komið og leitar í faðm þjóðkirkjunnar. 4 Þáttur: (I ÚTLEGÐ). Nemur sjötta bekkjar fræði á Staðarstað. Starfar jafnframt sem kúahirðir og kapelán. Gætir gripa og birgða höfuðbólsins, m.a. messu- vínsbirgða kirkjunnar. (Þessum hluta óperettunnar lýkur, þegar Flosi er að leggja upp í Pílagrímsför norður í M.A.) 5. Þáttur: Ekki hafinn enn. TJALDIÐ FELLUR. Við spyrjum Flosa hvað hafi á dagana drifið síðan í 5. þætti. - Ég sigldi til Þýzkalands og inn- ritaðist i hásiíóla. Lagði stund á ýms- ai fræðigreinar um eins árs skeið. Leiddist þófið svo ég færði mig norð- sumar. Kom svo heim og fór á leik- ur á bóginn, hélt til Kaupmannahafn- skóla Þjóðleikhússins. ar og vann þar hjá heildsölu eitt Framh. á bls. 13 Margrét Ólafsdóttir skrapp á ball í Iðnó, kom heim dægurlagasöngkona Þessi unga stúlka hefur á skömm- um tíma getið sér miklar vinsældir meðal ungs fólks í Reykjavík fyrir dægurlagasöng, fyrst í iðnó og nú í Vetrargarðinum. Hún heitir Margrét Ólafsdóttir og er 19 ára gömul. Margrét gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan burtfarar- prófi vorið 1957. Síðasta veturinn þar var hún kjörin formaður skóla- félagsins og er það ein mesta virð- ingarstaða innan skólans. Hún hefur einnig verið við nám í Tónlistarskól- anum um árabil, nemur þar fiðlu- leik. Áður en Margrét hóf að syngja í samkomuhúsum hér í bæ, hafði hún nokkrum sinnum komið fram á árs- hátíðum Kvennaskólans. -— Hvernig vildi það til að þú fórst að syngja opinberlega Skömmu eftir að ég útskrifað- ist í fyrravor, fórum við nokkrar úr bekknum í Iðnó eitt laugardagskvöld. Þá var sérstakur þáttur milli tíu og ellefu, þar sem gestir skyldu spreyta sig á dægurlagasöng. Stelpurnar fengu mig til að fara og syngja nokkur lög. Ekki löngu síðar var svo hringt til mín og ég beðin að syngja með hljómsveitinni. Hvenær byrjaðirðu í Vetrargarð- inurn ? Það var um páskaleytið í vetur. Mér fellur vel að syngja þar, syng venjulega fimm kvöld í viku. Hljóm- sveitin — það er hljómsveit Karls Jónatanssonar — er prýðileg, starfs- fólkið elskulegt og gestirnir ágætir, náttúrlega upp og ofan eins og geng- ur. Með náminu í Tónlistarskólanum og dægurlagasöngnum á kvöldin starfar Margrét hjá Vátryggingar- félaginu h.f. og hefur verið þar í um bil ár. Aðaláhugamál sín segir hún vera ferðalög, söng og dans og svo auðvitað unnustann Guðmund Ámundason bifreiðarstjóra. Margrét er lagleg og sérlega geð- felld ung stúlka. Þeir, sem hlýtt hafa á söng hennar telja hana með efni- legri dægurlagasöngkonum okkar hin síðari ár og óskar Vikan henni gæfu og gengis i starfi og söng. Auður Þorbergsdóttir ætlar hvorki á þing né i bæjarstjórn Við drukkum kaffi heima hjá Flosa um daginn. Hann sagði okkur að hanri hefði ekki þurft að hafa fyrir því að kynnast persónunni, hann hefði þekkt ýmsa danna frá barn- æsku. Annars gekk okkur ekki sér- lega vel að fá Flosa til að segja okk- ur frá högum sxnum, hann vildi sýni- lega gera sem minnst veður út af sjálfum sér. T.d. hristi hann höfuðið þegar við spurðum hann um for- tíðina, vildi sem minnst um hana talá: Þáð varð okkur til happs að við "gi'ófum upp gamla „Carmínu11 frá Menntaskólanum á Akureyri frá ár- inu 1953. „Carmína" er bók sem gef- in er út í skólanum einu sinni á ári ■: og hefur að geyma skopmyndir og .ýmiskonar upplýsingar um ævi ' nemenda. Þar- fundum við mynd af Flosa ög frásögn af lífi hans í óper- ’ ettuformi. Af því okkur er hlýtt til Flosa verður skopmyndin af honum .; ekki birt hér að sinni, en hinsvegai' bii-tum við hér óperettuna um ævi hans orðrétta: Þær eru ekki margar íslenzku kon- ui'nar sem lokið hafa prófi í lög- fræði við háslrólann. Til skamms tíma voru þær aðeins tvær, Auður Auðuns, forseti bæjarstjórnar og Rannveig Þorsteinsdóttir, fyrrum al- þingismaður. En nú hefur sú þriðja bætst í hópinn, svo íslenzkar konur þur-fa ekki að kvíða því að hlutui' þeirra verði fyrir borð borinn. Auður Þorbergsdóttir heitir ung stúlka sem lauk kandídatsprófi í lögfræði við Háskóla íslands i maí- mánuði síðastliðnum. Hún hlaut mjög góða fyrstu einkunn og þar að auki lauk hún náminu á mun styttri tíma en hingað til hefur almennt tíðkast. Vikan átti stutt samtal við Auði rétt áður en hún lagði af stað af landi burt, förinni var heitið til Þýzkalands en þangað fer Auður ásamt fjórum islenzkum laganem- um að kynna sér námstilhögun og laganám við þýzka háskóla. Þýzkir stúdentar í sömu grein koma hing- að til lands í skiptum. Auðui' Þorbergsdóttir er fædd í Reykjavík þann 20. apríl 1933, for- eldrar hennar eru Guðrún Bech og Þorbergur Friðriksson sem látinn er fyrir all mörgum árum. Auður er alin upp hér í bæ en var í sveit á sumrum og byrjaði snemma að vinna. Hún gekk i Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, útskrifaðist þaðan ár- ið 1949 og fór því næst í Mennta- skólann, varð stúdent árið 1953. Sama haust innritaðist hún í laga- deild og stundaði námið af kappi næstu ár.' Jafnframt vann hún fyrir sér, jafnt sumar sem vetur, starfaði í fjármálaráðuneytinu við símavörzlu en síðar í Völundi. Hún starfaði einn- ig um skeið hjá boi-gardómara. Hún kveðst ekki hafa ákveðið að leggja stund á lögfræði fyrr en hún varð stúdent og sótti í fyrstu nokkra Framh. á bls. 13 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.